Dagur - 13.05.1986, Side 12

Dagur - 13.05.1986, Side 12
Reynið nýju Bautapítuna Fimm efstu menn á lista Framsóknarflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri fóru í skoðunarferð í Síðu- skóla síðdegis í gær. Jafnframt skoðuðu þeir nýbyggingu Glerárkirkju. KGA tók þessa mynd af þeim í Síðuskóla þegar þeir voru að spjalla við yngstu nemendurna. Ekki meira um mink Smiðir á Dalvík: Kvíða ekki verkefna- skorti „Það er ekki komið á hreint hvernig útlitið verður í sumar varðandi byggingar og annað sem þeim við kemur. Hins veg- ar hefur verið mjög gott ástand í vetur og reyndar betra en búist var við, svo ekki er hægt að kvarta,“ sagði Ingvar Krist- insson hjá Trésmiðjunni Kvisti s/f á Dalvík er hann var spurð- ur um atvinnuástand hjá smið- um á staðnum. Ingvar sagði að þau verk sem áætlað væri að vinna við í sumar væru lítið sem ekkert komin af stað enn, en vitað væri um nokk- ur stór verkefni á Dalvík. „Það er erfitt að fá það upp gefið hvernig standa á að þessum verkum," sagði hann. Vitað er að nokkur fyrirtæki á Dalvík hyggjast fara út í bygg- ingar, en lítið sem ekkert verður um íbúðabyggingar í ár. Dalvík- urbær ætlar að byggja við barna- heimilið á staðnum og verður það verk boðið út. Ingvar sagðist reikna með því að sitt fyrirtæki sendi tilboð í það verk. Þegar hann var spurður hvort ástæða væri til svartsýni vegna verkefna- skorts fyrir sumarið sagði hann: „Ég held að rætist úr í sumar, það er frekar ástæða fyrir svart- sýni vegna næsta vetrar, þótt geti ræst úr því líka.“ „Ég held að það sé ekki meiri minkur á þessu svæði en verið hefur undafarin ár,“ sagði Haraldur Skjóldal þegar Dag- ur bar undir hann fregnir sem blaðinu hafa borist af miklum minki við Eyjafjarðará. Haraldur sér um minkadráp í Hrafnagilshreppi, á Akureyri og í Glæsibæjarhreppi. Hann sagði að á þessum tíma væri oft mikið um slóðir eftir minkinn og fólk héldi þá að það væri óvenju mikið af honum en það þyrfti ekki að vera skýringin. Tilhugalífið væri fjör- ugt hjá minknum eins og fleiri skepnum og á þessum tíma væri hann mikið á ferðinni vegna þess. Haraldur kvaðst ætla að fara af stað með tól sín og hunda upp úr næstu mánaðamótum og reyna að ná læðunum í holunum með hvolpana. Hann hefur komist upp í að drepa 30 til 40 dýr á vori þegar mest hefur verið en erfitt eða útilokað er að uppræta mink á svæðinu. Hins vegar sagði Har- aldur að hægt væri að haida hon- um nokkuð vel í skefjum með því að fara reglulega á vorin og kemba svæðið með skipulegum hætti. -yk. Veiði- bann á „húkk- arana“ - „Húkkarar" á Árna- garði fá ekki að veiða í Eyjafjarðará „Það hefur verið ákveðið að fyrst um sinn fái þessir menn sem hafa orðið uppvísir að því að „húkka“ silung inni á Arna- garði ekki veiðileyfi í Eyja- fjarðará,“ sagði Jóhannes Kristjánsson er hann leit inn á ritstjórn Dags í gær. Það er orðinn árviss atburður að nokkrir fullorðnir menn setji leiðinlegan svip á hóp veiði- manna á Árnagarði við Pollinn með því að „húkka“. Þetta eru ávallt sömu mennirnir og nú hef- ur verið ákveðið að taka á þess- um málum af festu. „Þessir menn eru að hafa þennan ósið fyrir börnum og unglingum sem eru að byrja stangveiði og það er ekki hægt að líða þetta,“ sagði Jóhannes. „Ef þeir láta sér ekki segjast mun bannið jafnvel verða víðtækara en að þeir fái ekki að veiða í Eyjafjarðará, það gæti jafnvel náð til annarra veiðiáa í Firðin- um og myndi einnig gilda um þá sem framseldu þessum mönnum veiðileyfi," bætti Jóhann við. gk-- Loðnubræðsla á Þórshöfn: Uppsetning gengur vel „Náum í hluta vertíðarinnar,“ segir Jóhann A. Jónsson Bragi Jónsson hjá Tréverki h/f á Dalvík hafði svipaða sögu að segja og Ingvar. Hann sagði að lítið væri vitað um verkefni í sumar. „Hins vegar var mikið að gera í vetur og skiluðum við af okkur um miðjan maí 6 íbúðum á vegum verkamannabústaða, eins höfum við lokið við að innrétta bókasafn og erum að ljúka við innréttingar fyrir tæknideild bæjarins, auk skrifstofuhúsnæðis sem við innréttuðum fyrir RARIK, sem var klárað um mánaðamót janúar og febrúar. Ég veit um nokkur viðgerðaverk- efni sem þarf að vinna hér í sumar, en ekkert er komið á hreint með það,“ sagði Bragi Jónsson. gej- Svo sem kunnugt er setti heil- brigðisráöuneytið bann á inn- flutning matvæla frá Sovétríkj- unum í framhaldi af kjarn- orkusiysinu í Ukraníu. Nú hef- ur ráðuneytið veitt undanþágu frá þessu banni og heimilað innflutning á rækju sem veidd er í Barentshafi. Eitt dagblaðanna skýrði frá því á laugardaginn að ef bann á Það gengur ágætlega að setja verksmiðjuna saman og er ekkert sem hefur komið upp sem ætti að hamla því að verk- smiðjan geti byrjað starfsemi fljótlega eftir að loðnuvertíðin hefst,“ sagði Jóhann A. Jóns- son framkvæmdastjóri Hrað- frystistöðvarinnar á Þórshöfn. rækjuinnflutningi frá Sovétríkj- unum yrði ekki numið úr gildi myndi það ógna rekstri K. Jóns- sonar & Co. á Akureyri en niður- suða rækju er langstærsti þáttur- inn í starfsemi fyrirtækisins. Að sögn Kristjáns Jónssonar var áhrifa þessa banns ekki farið að gæta í rekstri verksmiðjunnar. „Það hefur enga rækju verið að hafa í Barentshafi hvort sem er, í vor var gerður samningur um kaup á notaðri loðnubræðslu frá Noregi og er nú unnið að uppsetningu hennar á Þórshöfn. Ekki kvaðst Jóhann reikna með því að verksmiðjan yrði til strax í byrjun næstu loðnuvertíð- ar, en ef allt gengi samkvæmt þannig að þetta bann hefur engu breytt fyrir okkur. Hins vegar er ágætt að þessi undanþága er fyrir hendi ef ástandið breytist eitt- hvað á næstunni." Kristján sagði að þessa dagana væri verið að vinna rækju sem verksmiðjan fengi frá bátum í Eyjafirði og víðar. „Þannig að við erum í gangi," sagði Kristján að lokum. BB. áætlun væri möguleiki að ná góð- um hlutum hennar. Varðandi önnur verkefni Hraðfrystistöðvarinnar sagði hann að það væri þokkalega mik- ið að gera. Þó væri farið að ganga mikið á kvóta margra báta sem þeir hefðu viðskipti við og væru 2 þeirra búnir með sína kvóta. „Ég reikna með því að við tórum fram að áramótum, því trillur koma inn í þetta, auk línubáta. Svo höfum við verið nokkuð í kola yfir sumarið og þetta hefur allt áhrif. Hins vegar getum við unnið miklu meiri f.sk en við gerum, en það er fiskveiðikerfið sem háir okkur. Það má taka fram að við höfum mikinn dragnótaafla, sem er mikill að gæðum, þar sem sambærilegir staðir eru með sama aflamagn í net og er mun lakara að gæðum. Það er engum blöðum um það að fletta, að ef menn vilja fá há- marksverð fyrir sjávaraflann, þá fást þau verðmæti í dragnót, en ekki net,“ sagði Jóhann og var sammála Halldóri Árnasyni fisk- matsstjóra sem vill láta athuga hvort rétt sé að leyfa netaveiðar, þegar íslendingar þurfa að fá eins verðmætan afla og mögulegt er úr sjónum. „Það eru ekki mikil verðmæti sem fást frá smábátum sem róa með net og ekki geta róið 2-3 daga vegna smá gjólu og meðan liggja netin í sjónum. Ég er hissa á því að menn skyldu nokkurn tíma leyfa netaveiðar,“ sagði Jóhann A. Jónsson. gej- Húsavík: Hreinsunar- herferð Undirbúningsnefnd á vegum foreldrafélags BarnaskólaHús- avíkur hefur skipulagt hreins- unarherferð í bænum á morgun. Bænum hefur verið skipt í 7 svæði og kl. 17.30 munu þátttakendur safnast saman á ákveðnum stöðum og helja hreinsunina. Hreinsuninni á að vera lokið kl. 20.00 og þá hefst veisla við Barnaskólann. Þarverða börnum gefnar grillaðar pylsur og drykkur, en fullorðnum gefst kostur á að kaupa heitar kleinur og kaffi. Allir sem vilja og geta eru hvattir til að taka þátt í þessu starfi, t.d. með því að tína rusl af eigin lóðum. Bæjarstarfsmenn sjá um að allt rusl verði fjarlægt strax að hreinsun lokinni. Ef veð- ur reynist óhagstætt á miðviku- dag verður framkvæmd verkefn- isins frestað. IM Banni á rækjuinnflutningi frá Sovétríkjunum aflétt: „Hefur engu breytt fyrir okkur“ - segir verksmiðjustjóri K. Jónsson og Co.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.