Dagur - 10.06.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 10.06.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, þriðjudagur 10. júní 1986 106. tölublað Filman þín á skiliö þaö besta / FILMUHUSIÐ Hafnarstræti 106 Sími 22771 Pósthólf 198 gæðaframköllun Filman inn fyrir kl. 10.45. Myndirnar tilbúnar kl. 16.30. Opið á laugardögum frá kl. 9-12. Rebekka Jónsdóttir: „Furðulega að bessu staðið“ Eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu, hefur nú um nokkurt skeið staðið styr um hænur sem Rebekka Jónsdótt- ir hefur haldið við heimili sitt að Hafnarstræti 3 á Akureyri. Rebekka hefur verið kærð fyr- ir þetta og Sakadómur dæmdi Rebekku til að greiða sekt. Ekki kom fram í dómnum hvað gera skyldi við hænurnar en þær voru fjarlægðar að kröfu bæjarins að viðstaddri Iögreglu, fulltrúa bæjarfógeta Féð á hús í Stíflu Eins og fram kom á öðrum stað í blaðinu var leiðindaveð- ur á Norðurlandi í gær. OIIi veðrið víða erfiðleikum hjá bændum og búfénaði og t.d. voru bændur í Stíflu í Fljótum síðdegis að taka féð á hús. Þar var þá norðaustan snjókoma. Að sögn Sigurlínu Kristins- dóttur húsfreyju á Deplum er gróður kominn stutt af stað í Stíflunni, mun styttra en neðar í sveitinni. Einnig taldi hún tölu- verða hættu á kalskemmdum þar, en í hve miklum mæli yrði ekki vitað fyrr en meira gréri. -þá og bæjarlögmanni á föstudag- inn. „Ég hef nú frekar lítið um þetta að segja,“ sagði Björn Sveinsson, en hann er nágranni Rebekku og sá sem kærði hana. „Ég leitaði að sjálfsögðu strax réttar míns, enda finnst mér ekki við hæfi að halda hænur í íbúðar- húsi. Það er hins vegar bæjarins mál að fjarlægja hænurnar og ég er hissa á hvað það hefur tekið langan tíma. En ég er feginn að vera nú laus við þær og ég þykist vita að svo sé um fleiri," sagði Björn að lokum. „Ég hafði þessar hænur hér vegna þess að ég vildi geta fengið ný egg án fyrirhafnar. Ég sótti um leyfi og fékk synjun, mörgum mánuðum seinna, á þeim for- sendum að þetta væri kjallari, sem þetta er náttúrulega ekki,“ sagði Rebekka Jónsdóttir, eig- andi hænsnanna. „Ég er vonsvik- in yfir þessum málalokum, ég hafði bæði gaman og gagn af hænunum, og auk þess eru hænur í húsum hér allt í kring. Auk þess var ansi furðulega að þessu staðið. Þeir koma hér þegar eng- inn er heima, brjótast inn í húsið, taka hænurnar og henda svo dómnum inn um dyrnar tveim tímum seinna. Mér er spurn hvort þetta sé löglegt," sagði Rebekka Jónsdóttir. JHB ' ■***, jk- > ': - <+x '■ •_ , ■ . * ,> Ótrúlegt en satt. Sumarmynd fiá Norðurlandi tckin í Óxnadalnum í gær. Mynd: þá Listahátíð: Samþykkl að auglýsa í dagblöðunum „Liggur í hlutarins eðli að átt var við dagblöðin í Reykjavík, því hátíðin fer þar fram,“ sagði Birgir Sigurðsson í framkvæmdastjórn Listahátíðar „Það var samþykkt á sínum tíma að auglýsa einungis í dag- blöðunum og þá var átt við þau dagblöð sen gefin eru út í Reykjavík,“ sagði Birgir Sig- urðsson en hann á sæti í fram- kvæmdastjóm Listahátíðar. Nokkur styr hefur staðið um auglýsingar frá Listahátíð í kjölfar þess að ákveðið var að auglýsa ekki í Helgarpóstinum og eins og Birgir sagði í samtali við Dag var samþykkt að aug- lýsa einungis í dagblöðum. Dagblöð sem gefin eru út á ís- landi eru fimm, en Listahátíð hefur auglýst í fjórum þeirra, þ.e. þeim sem gefin eru út í Reykjavík. „Nei, það kemur reyndar hvergi fram í þessari samþykkt að einugis sé um Reykjavíkur- dagblöðin að ræða. En það liggur í hlutarins eðli að átt hefur verið við þau, þar sem ekki hefur verið Akureyri: Samherji vill byggja - „Þurfum húsnæði fyrir framtíðina,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson „Það er rétt að við höfum ósk- að eftir viðræðum við hafnar- stjórn um að láta okkur hafa lóð undir húsnæði sem við vilj- um byggja undir okkar starf- semi,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson framkvæmda- stjóri Samherja á Akureyri. Eins og flestir vita gerir Sam- herji út aflaskipið Akureyrina og á nú togarann Margréti, sem er í breytingu í Noregi. Einnig er Samherji hluthafi í raðsmíðaskipi því sem keypt var til Akureyrar fyrir stuttu. „Lóðir þær sem við höfum í huga eru við Eimskipafélags- bryggjuna eða við bryggju Ut- gerðarfélags Akureyringa. Við þurfum að koma okkur upp hús- næði fyrir framtíðina, því við erum á hálfgerðum hrakhólum með veiðarfæri, umbúðir og ann- að sem fylgir slíkri útgerð og þörfin eykst með fjölgun skipa,“ sagði Þorsteinn Már. Vinna við breytingar á Mar- gréti gengur samkvæmt áætlun og er ráðgert að skipið komi til Akureyrar í nóvember. Þor- steinn Már sagði að skipið mundi veiða rækju og bolfisk, en breyt- ingar á skipinu miðast við að hægt verði að frysta rækju um borð. „Við reiknum síðan með því að Slippstööin afhendi rað- smíðaskipið í október," sagði hann. Búiö er að ráða yfirvélstjóra og skipstjóra á Margréti, en aðrir starfsmenn eru ekki ráðnir. Mannaráöningar eru ekki hafnar á raðsmíðaskipið, sem manna á meðal gengur undir nafninu Oddeyri, „en nafn er ekki ákveð- ið á skipið og kalla ég það rað- smíðaskipið, þar til nafn verður ákveðið," sagði Þorsteinn Már. gej- haft samband við ykkur þarna fyrir norðan. Það er auðvitað vegna þess að Listahátíð fer fram í Reykjavík, þess vegna höfum við auglýst í þeim blöðum sem hér eru.“ - En nú er um Listahátíð allra landsmanna að ræða, hefði ekki verið eðlilegt að auglýsa í eina dagblaðinu sem gefið er út utan Reykjavíkur? „Jú, vissulega. En satt best að segja held ég menn hafi ekki hugsað til ykkar þarna á Akur- eyri. Ekki munað að búið væri að breyta Degi í dagblað.“ - Þið reynið að höfða til lands- byggðarinnar í sambandi við Listahátíðina? „Við reynum það, jú. Hitt er svo aftur annað mál að það er ekki mikil ásókn landsbyggðar- manna að horfa á Listahátíð, það er langt að fara.“ - Verða einhverjar breytingar á auglýsingastefnu Listahátíðar? „Mér þykir það heldur ólíklegt úr þessu. Það hefði þurft að ger- ast strax og helst hefðu þá heil- síðuauglýsingar um hátíðina almennt komið til greina. Það er farið að síga á seinni hluta hátíð- arinnar og við auglýsum ekki mikið í dagblöðununt núna, helst eitthvað tilfallandi sem kemur upp á og það á þá minna erindi í blað á Akureyri,“ sagði Birgir Sigurðsson. -mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.