Dagur - 10.06.1986, Blaðsíða 4

Dagur - 10.06.1986, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 10. júní 1986 _á Ijósvakanum. >jónvarpi ÞRIÐJUDAGUR 10. júní 19.00 Á framabraut. (Fame 11-15). Bandarískur myndaflokk- ur. Þýðandi: Ragna Ragnars. 19.50 Fréttaágrip á tákn- máli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Listaliátíð í Reykjavík 1986. 20.50 Daginn sem veröldin breyttist. (The Day the Universe Changed). 6. Heiður þeim sem heiður ber. Breskur heimildamynda- flokkur í tíu þáttum. Umsjónarmaður: James Burke. í þessum þætti er einkum fjallað um iðnbyltinguna í Bretlandi, orsakir hennar og afleiðingar. Þýðandi: Jón O. Edwald. Þulur: Sigurður Jónsson. 21.45 Kolkrabbinn. (La Piovra II) Annar þáttur. ítalskur sakamálamynda- flokkur í sex þáttum. Efni 1. þáttar: Baráttan við mafíuna hefur enn kostað mörg mannslíf. Meðal þeirra sem falla er vinur og samstarfsmaður Corrados og dóttir hans bíður einnig bana. Hann stendur einn uppi og hyggur nú á hefndir. Þýðandi: Þuríður Magnús- dóttir. 22.50 Leirlistarmaður. (Keramikkonstnárinne) Finnsk kvikmynd um ís- lenska listakonu, Guðnýju Magnúsdóttur. Hún starf- ar í Sveaborg, norræna listasetrinu við Helsinki. Kvikmyndagerð: Skafti Guðmundsson. 23.20 Fréttir í dagskrárlok. Fás MI ÞRIÐJUDAGUR 10. júní 7.00 Veðurfregnir • Fréttir • Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.30 Fréttir • Tilkynningar. 8.00 Fróttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Fréttir á ensku. 9.00 Fróttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Markús Árelíus" eftir Helga Guðmunds- son. Höfundur les (2). 9.20 Morguntrimm • Til- kynningar • Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Lesið úr forustugrein- um dagblaðanna. 10.00 Fróttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Öm Ólafsson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.40 „Ég man þá tíð“. Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fróttir. 11.03 Samhljómur. Tónlist eftir Gunnar Reyni Sveinsson. 12.00 Dagskrá • Tilkynning- ar. 12.20 Fróttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Heilsuvernd. Umsjón: Jón Gunnar Grét- arsson. 14.00 Miðdegissagan: „Fölna stjörnur“ eftir Karl Bjarnhof. Kristmann Guðmundsson þýddi. Arnhildur Jónsdótt- ir les (12). 14.30 Tónlistarmaður vik- unnar. Sigfús Halldórsson. 15.00 Fréttir • Tilkynningar ■ Tónleikar. 15.20 Að vestan. Umsjón: Finnbogi Her- mannsson. 16.00 Fróttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Kammertónlist. 17.00 Fróttir. 17.03 Barnaútvarpið. Stjómandi: Kristín Helga- dóttir. Aðstoðarmaður: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.45 í loftinu. Blandaður þáttur úr neysluþjóðfélaginu. Umsjón: Hallgrímur Thor- steinsson og Sigrún Hall- dórsdóttir. Tónleikar ■ Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Daglegt mál. Guðmundur Sæmundsson flytur þáttinn. 19.50 Fjölmiðlarabb. Þórður Ingvi Guðmunds- son talar. 20.00 Ekkert mál. Halldór N. Lámsson stjórnar þætti fyrir ungt fólk. 20.40 Grúsk. Fjallað um Útvarpstíðindi sem gefin voru út frá árinu 1938. Umsjón: Láms Jón Guð- mundsson. (Frá Akureyri). 21.10 Perlur. Roger Whittaker og Patsy Cline. 21.30 Útvarpssagan: „Njáls saga“. Dr. Einar Ólafur Sveinsson les (9). (Hljóðritun frá 1972). 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Leikrit: „Ást í mein- um“ eftir Simon Moss. Þýðandi og leikstjóri: Karl Ágúst Úlfsson. Leikendur: Flosi Ólafsson, Bríet Héðinsdóttir, Egill Ólafsson, María Sigurðar- dóttir, Rúrik Haraldsson, Steindór Hjörleifsson, Sigurður Karlsson, Viðar Eggertsson og Jakob Þór Einarsson. (Endurtekið frá fimmtu- dagskvöldi.) 23.30 Dansar dýrðarinnar tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson. 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 10. júní 9.00 Morgunþáttur. Stjórnendur: Ásgeir Tóm- asson, Gunnlaugur Helga- son og Páll Þorsteinsson. Inn í þáttinn fléttast u.þ.b. fimmtán mínútna bama- efni kl. 10.05 sem Guðríður Haraldsdóttir annast. 12.00 Hlé. 14.00 Blöndun á staðnum. Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. 16.00 Hringiðan. Þáttur í umsjá Ingibjargar Ingadóttur. 17.00 í gegnum tíðina. Jón Óiafsson stjórnar þætti um íslenska dægur- tónlist. 18.00 Dagskrárlok. 3ja mín. fréttir kl. 9, 10, 11, 15, 16, og 17. 17.03-18.30 Ríkisútvarpið á Akureyri - Svæðisútvarp. „Það er mikið skemmtilegra að eiga heima í sveitinni, en á Akureyri,“ sögðu þær Berg- lind og María á Kálfborgará í Bárðardal. Þær voru úti með pabba sínum, honum Helga. Hann var að gera við heyvagn- inn fyrir sumarið. Og þær voru að hjálpa til. Berglind og María eru 11 og 8 ára. Þær fluttu í sveitina fyrir einu ári og líkar ljómandi vel. í vetur voru þær í Barnaskóla Bárðdæla, en voru áður í Síðu- skóla og Barnaskóla Akureyrar. „Okkur finnst skemmtilegra í Barnaskóla Bárðdæla,“ sögðu þær. - Af hverju? „Bara. Það er allt öðruvísi." - Hvað ætlið þið að gera í sumar? „Við hjálpum til við heyskap- inn. Rekum kýmar og svoleiðis." -mþþ Snemma beygist krókunnn Hann er ekki hár í loftinu, William prins, þegar hann byrjar að sinna opinberum skyldustörf- um. Þess má geta að hann er son- ur Díönu og Karls Bretaprins. Hér er hann í fyrstu heimsókn sinni í konunglegt herskip, HMS Brazen. Ahöfnin stóð heiðurs- vörð og sá litli stóð sig eins og hetja, líklega eins gott að venja hann við, hann verður yfirmaður breska hersins þegar hann verður „stór.“ # Hókus, pókus... Búast má við að uppsagn- arbréfaflóðinu I bygging- ariðnaðínum á Akureyri linni þegar nýr meirihluti tekur við völdum i bæjar- stjórn. Ekki fyrir það að nýi meirihlutinn hafi ein- hverjar patentlausnir á takteinum varðandi bygg- ingariðnaðinn heidur vegna þess að nú þjónar það ekki tilgangi lengur að ógna mönnum með uppsagnarbréfum. Eins og menn vita fluttu margir iðnaðarmenn frá Akureyri til Reykjavikur þegar samdráttur í efna- hagslífi landsmanna náði hámarki sínu, enda var Reykjavík sá staður á landinu þar sem sam- drátturinn kom siðast fram. En uppsagnarbréfin héldu áfram að berast til starfsmanna í einstaka fyrirtækjum án þess þó að uppsagnir kæmu til fram- kvæmda. Staðreyndin er sú að forráðamenn ein- stakra byggingarfyrir- tækja notuðu uppsagn- arbréfin í pólitískum til- gangi. Það var svo helv ... hagstætt að við- halda óttanum um atvinnuleysi fram að kosningum og geta vitnað í bréfaflóðið f málflutn- ingnum. Tilgangurinn helgaði meðalið. Bragðið heppnaðist og nú eru flokkar áðurnefndra forráðamanna komnir með meirihlutann. Og þar með hverfa uppsagnar- bréfin eins og dögg fyrir sólu. # Davíð kóngur Borgarstjóri Reykvíkinga hefur haft f nógu að snú- ast á afmælisárinu. Það heyrir til algerra undan- tekninga ef ekki kemur mynd af Davíð í fréttum sjónvarps á hverju kvöldi þar sem hann er að sinna embættiserindum. Davíð að veita plöntum viðtöku, Davfð að gefa plöntur, Davíð að opna sýningu, Davfð að vígja nýtt hús- næði, Davíð að veita verð- laun í samkeppni o.s.frv. Davfð er svo sannarlega kóngur í ríki sfnu enda hefur hann hlotið það við- urnefni. Hann hefur yfirleitt staðið sig vel, enda fer þar mað- ur sem er ekkert óánægð- ur með sjálfan sig. Hins vegar finnst mörgum það smekkleysa af Davið, þar sem hann er borgarstjóri allra Reykvíkinga, að nota slík tækifæri til að vera með pólitískan áróður og skjóta á andstæðinga sfna í pólitíkinni. Það kall- ast að misnota aðstöðuna og hefur aldrei þótt til fyrirmyndar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.