Dagur - 10.06.1986, Side 2
2- DAGUft'- 10. júní 1986
_i/iðtal dagsins
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 40 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
FRÉTTASTJÓRI:
GYLFI KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN,
GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi sími 95-4368),
HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík),
KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Jeiðari____________________________
Framsóknarflokkurinn
og samvinnuhreyfingin
Tengsl Framsóknarflokksins og samvinnu-
hreyfingarinnar hafa oft verið gerð að
umtalsefni fyrir kosningar og pólitískir
andstæðingar flokksins hafa reynt af
fremsta megni að gera þau tortryggileg.
í viðtali við Guðmund Bjarnason
alþingismann og ritara Framsóknarflokks-
ins í Degi í gær er m.a. komið inn á þetta
atriði. Um það segir Guðmundur:
„Við þurfum að taka samstarf flokksins
og samvinnuhreyfingarinnar til endur-
skoðunar. í mínum huga er þetta samstarf
ekkert leyndarmál og á alls ekki að vera
það. En einhvern veginn er það að verða
svo í hugum fólks að samvinnuhreyfingin
er ekki það afl og sá máttur sem hún hefur
verið. Sumt fólk sem vinnur hjá samvinnu-
hreyfingunni hugsar ekki á sama hátt til
síns atvinnufyrirtækis og gert var hér áður
fyrr og telur e.t.v. að pólitísk þátttaka sam-
vinnuhreyfingarinnar eigi að vera með
nokkuð öðrum hætti en verið hefur. Þar á
ég við að auðvitað hlýtur samvinnu-
hreyfingin að þurfa að hafa pólitískt afl í
forsvari fyrir sig og það hefur Framsóknar-
flokkurinn vissulega reynt að vera í gegn-
um árin. Einhver hugarfarsbreyting hefur
samt orðið hjá fólki og samvinnuhreyfingin
og þar með kaupfélögin hafa neikvæða
merkingu í hugum margra og Framsókn-
arflokkurinn hefur goldið þess í ríkum
mæli. Þessu verðum við að breyta.
Þegar svo eitthvað bjátar á í atvinnulíf-
inu úti um land kemur strax upp sú krafa
að kaupfélagið á staðnum eða samvinnu-
hreyfingin hlaupi undir bagga og reyni að
leysa vandann. Það tel ég reyndar að hún
eigi að gera en mér finnst að hinn almenni
kjósandi eigi að meta það og virða þegar
hann gengur til kosninga, meta það við
samvinnuhreyfinguna og það stjórnmála-
afl sem mest og dyggilegast hefur stutt við
bakið á þeirri hreyfingu.“
Það er ástæða til að taka undir þessi orð
Guðmundar. Ákveðin öfl í þjóðfélaginu
hafa reynt með öllum tiltækum ráðum að
koma höggi á samvinnuhreyfinguna og
kaupfélögin og sverta ímynd þeirra í aug-
um almennings. Gegn þessum atlögum
þarf að snúast af fullri einurð. BB
wmtiiHjáw&iíjM
Mynd: BV.
„Ábendingar frá neyt-
endum mikilvægar"
- segir Steinunn Sigurðardóttir, starfsmaður
Neytendaféiags Akureyrar og nágrennis
Neytendafélag Akureyrar og
nágrennis, skammstafað
NAN, var stofnað 17. mars
1979. Það er deild innan Neyt-
endasamtakanna. Þar til í síð-
asta mánuði var allt starf neyt-
endafélagsins unnið í sjálf-
boðavinnu, en nú hefur verið
ráðinn starfsmaður til neyt-
endafélagsins í hálft starf og er
það Steinunn S. Sigurðardótt-
ir. Neytendafélagið er með
skrifstofu á 3. hæð í Gránu-
félagsgötu 4 og sími þeirra er
22506. Steinunn var spurð
hvers vegna neytendafélagið
hefði ráðið starfsmann nú.
„Það er vegna samstarfs um
verðgæslu og verðkönnun milli
verkalýðsfélaganna á Eyjafjarð-
arsvæðinu og Neytendafélags
Akureyrar og nágrennis. Þetta er
atriði sem samið var um í síðustu
kjarasamningum. Fyrsti formað-
ur félagsins var Steinar Þorsteins-
son, sl. 3 ár hefur Arnheiður
Eyþórsdóttir verið formaður og
nýkjörinn formaður er Sigfríður
Þorsteinsdóttir. Á þessum 7
árum sem félagið hefur starfað
hefur verið unnið geysilega mikið
starf í sjálfboðavinnu, miklu
meira en fólk gerir sér almennt
grein fyrir. Mér finnst það alveg
stórkostlegt. Hvað gerir fólk
mikið í sjálfboðavinnu nú til
dags?“
- Hvert er markmið félagsins?
„Það er fyrst og fremst að gæta
hagsmuna neytenda á verslunar-
svæði Akureyrar og nágrennis.
Þar er verðgæsla í forgangi."
- Steinunn er í hálfu starfi hjá
NAN, 13-17 mánudaga-fimmtu-
daga og 10-15 föstudaga. Hún
hefur fastan símatíma milli 13 og
14 mánudaga-fimmtudaga og
11-12 á föstudögum. Steinunn
var spurð í hverju starf hennar
fælist. „Ég sé um verðkannanir,
bæði geri ég þær sjálf og eins fæ
ég fólk til þess. Ég vonast eftir að
geta átt góða samvinnu við Dag
og fá að birta verðkannanir í
blaðinu, helst vikulega. Ée fæ
blað frá Verðlagsstofnun hálfs-
mánaðarlega og þar eru gefnar
upp ákveðnar vörutegundir sem
á að kanna verð á, ég ræð engu
um það. Hina vikuna myndi
NAN gera sínar eigin verðkann-
anir. Það er mjög mikilvægt að fá
ábendingar frá neytendum
sjálfum. Þeir geta hringt hingað á
símatíma og fengið upplýsingar
eða komið með ábendingar um
eitthvað sem vert væri að athuga.
Þetta er svo kölluð kvörtunar- og
upplýsingaþjónusta. Oft þarf ég
ekki að gera annað en benda
fólki á hvert það getur leitað til
að ná rétti sínum. Fólk gefst oft
upp á því og þetta getur verið allt
frá gölluðum sokkabuxum til
gallaðs bíls. Þótt ég hafi ekkert
vit á bílum get ég bent fólki á
hvert það á að leita.
Síðan ég byrjaði í þessu starfi
hef ég átt mjög gott samstarf við
verslunareigendur og þeim finnst
yfirleitt sjálfsagt að bæta gallaða
vöru. Auk þess sem ég hef hér
talið upp bíður mín bunki af er-
lendum neytendablöðum sem ég
þarf að vinna upp. Ég fæ hjálp
við það frá góðu fólki í félaginu.
í þessum blöðum eru oft mjög
gagnlegar upplýsingar fyrir okkur
og við vinnum spjaldskrá um efni
þeirra. Mig langar líka til að þýða
greinar upp úr þessum blöðum og
fá birtar í Degi, einnig gefum við
út NAN fréttir öðru hvoru. Ann-
ars er þetta starf alveg nýtt og á
eftir að mótast. Ég er með ýmsar
hugmyndir sem ég vona að ég
geti hrint í framkvæmd.“
Húsnæðið NAN við Gránu-
félagsgötu er rúmgott. Þar er
skrifstofa Steinunnar og inn af
henni er fundaherbergi. „Ég er
síður en svo einmana þó ég sé ein
hér á skrifstofunni. Ég kynnist
mörgum í gegnum starfið, er fél-
agslynd og hef gaman af að tala
við fólk. Ég sit síður en svo auð-
um höndum i þessu starfi, það er
alltaf nóg að gera og reyndar
finnst mér skemmtilegast í vinn-
unni þegar er svo mikið að gera
að ég rétt sé fram úr því. Ég geri
dagbækur um allt sem gerist hér.
Hef reyndar haldið dagbækur
fyrir sjálfa mig alltaf af og til síð-
an ég var krakki.“
Steinunn tók stúdentspróf úr
öldungadeild 1980 og segist hafa
unnið mörg og margvísleg störf
síðan. „Ég kenndi t.d. esperanto
í 3 ár í Menntaskólanum. Það
voru aðallega 19 og 20 ára krakk-
ar og ég hefði aldrei trúað að það
gæti verið svona gaman. Þetta
var valgrein og hefur ekki verið
kennt í nokkur ár, líklega hef ég
verið of ströng og þess vegna
hafa nemendur ekki sótt í þetta“,
segir Steinunn og hlær, „það gæti
nú líka verið það að framboð á
valgreinum er mjög mikið.“
Steinunn er formaður Norda
Stelo, sem er esperanto félag á
Akureyri. „Ég hef ferðast mikið
með fólki alls staðar að úr heimin-
um og við eigum það sameigin-
legt að tala esperanto. Það er
frábært að ferðast með þessu
fólki þó að við séum frá ólíkum
þjóðum því við eigum það sam-
eiginlegt að kunna þetta mál.Ég
stefni að því að fara til Póllands á
næsta ári, því þá er esperanto
100 ára.“ -HJS