Dagur - 17.06.1986, Side 5

Dagur - 17.06.1986, Side 5
17. Júní 1986 - DAGUR - 5 Síðasti sýningardagur Jóhönnu Bogadóttur: „Alltaf fengið góðar viðtökur á í dag, 17. júní, er síðasti dagur sýningar Jóhönnu Boga í húsi tæknisviðs VMA. Sýningin verður opin frá kl. 15.00- 22.00. „Það hefur verið mjög góð aðsókn á sýninguna,“ sagði Jó- hanna. „Ég hef sýnt á Akureyri þrisvar sinnum áður og alltaf fengið góðar viðtökur. Þess vegna kem ég aftur og aftur.“ Jóhanna sýndi fyrst á Akureyri árið 1973 og þá í Myndsmiðj- unni, 1978 sýndi hún í Möðru- vallakjallara og árið 1984 í Iðn- skólanum. „Ég hef sýnt víða um heiminn, það er mjög mikilvæg reynsla að sýna á nýjum og framandi stöð- um og í stórum borgum. En það er einnig mikilvægt fyrir mig sem Akureyri" listamann að fara með verk mín út um landið. Ég reyni að halda tengslum við eigin uppruna með því að fara með verk mín út á landsbyggðina." Jóhanna er Vestmanneyingur, en sagðist hafa verið hér á Akur- eyri á menntaskólaárum sínum, en hún lauk stúdentsprófi frá MA fyrir rúmum 20 árum. „Mér finnst ég eiga pínulítið í Akureyri síðan.“ Jóhanna sagði að í nóvember yrði hún með stóra sýningu í Norræna húsinu og einnig væri á dagskránni sýning í Helsinki í Finnlandi. „Þetta er það sem er á döfinni í nánustu framtíð. Svo er bara að halda áfram og reyna að gera betur,“ sagði Jóhanna Boga. -mþþ Ráðstefna samnorrænna verkmenntakennara - haldin á Húsavík Ráðstefna norrænna verk- menntakennara á framhalds- skólastigi fer nú fram á Hótel Húsavík. Þátttakendur eru 65 frá Islandi, Danmörku, Nor- egi, Svíþjóð og Finnlandi. Grænlenskum og færeyskum verkmenntakennurum var einnig boðið til ráðstefnunnar, en gátu ekki komið. Að sögn Kristrúnar ívarsdóttur kennara við Kennaraháskóla íslands er þetta áttunda ráð- stefnan sem norrænir verk- menntakennarar halda og er þetta í annað sinn sem hún er haldin á íslandi, en vorið 1981 var slík ráðstefna haldin í Garðyrkjuskólanum í Hvera- gerði. Kristrún sagði að haldin væru stutt ertndi þátttakenda frá öllum löndunum og einnig væri starfað í fimm hópum. í fyrsta hópnum er fjallað um framtíðarstefnu í verkmenntun og menntun verk- greinakennara. f öðrum hópi er fjallað um skóla og atvinnulíf, tækniþróun og kennaramenntun og hvernig betri tengsl geti orðið á milli skóla og atvinnulífs með tilliti til tækniþróunar og nýjunga. í þriðja hópnum er fjallað um tengsl á milli kenningar og starfs í menntun verkmenntakennara. Fjórði hópurinn tekur fyrir efnið hlutverk, sjálfsmynd og fagvit- und kennarans og fimmti hópur- inn tekur fyrir rannsóknir og til- raunastarfsemi á sviði verk- mennta. -mþþ LANDSHAPPDRÆTTI TON LISTARSKÓLA RAGNARS JÓNSSONAR GIÆSILEGIR VINNINGAR IIBÍLAR og 44 hljóófæri MercedesBenz 190 E árgerð ’87 að eigin vali CL árgerð ’87 Pantið viðbótarmiða í síma 96-26699 - 91-67221 Tökum lokasprettinn og náum 60% markinu Tónlistarskóli Ragnars Jónssonar Akureyri Reykjavík Tilstyrktarútgáfuátónlistarkennslumyndböndum, fyrirgrunnskóla ogalmenning. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna í 100 ár SPARISJÓÐUR GLÆSIBÆJARHREPPS L Flug til Færeyja er ekki aðeins ódýrt — það er skemmtilegt og það er líka nýstáriegt því eyjarnar átján hafa ótrúlega margt að bjóða góðum gesti. Eftlr dvöl í Færeyjum er hægt að fljúga beint þaðan til Skotlands — / innkaup í Glasgow eða skoða heillandi fegurð skosku Flálandanna. Aflaðu þér upplýsinga hjá næstu söluskrifstofu Flugleiða, umboðsmanni eða ferðaskrifstofu um þennan ódýra og nýstárlega ferðamöguleika. ' Kynningarlargiald. Drætti frestað til 4. júlí —|— m ISLAN DI FÆREYJA OGHBMAFTUR FYRIRAÐEINS KR. 16.550.-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.