Dagur - 17.06.1986, Side 9

Dagur - 17.06.1986, Side 9
17. Júní 1986 - DAGUR - 9 _íþ róttic Umsjón: Kristján Kristjánsson „Júdó er fyrst og fremst tækniíþrótt" - segir Auöjón Guðmundsson sem hlaut tækniverðlaun Júdósambands íslands í drengjaflokki Auðjón Guðmundsson júdó- maður úr KA hlaut tækniverð- laun Júdósambands íslands í drengjaflokki. Auðjón er 14 ára gamall og hefur æft júdó síðastliðin þrjú ár. Á síðasta ári hlaut þessi verðlaun félagi Auðjóns úr KA, Freyr Gauti Sigmundsson. Tækniverðlaun- in eru eins og nafnið bendir til veitt fyrir besta tækni. Auðjón hefur staðið sig mjög vel á mótum í vetur. Hann varð íslandsmeistari í drengja- flokki, var í sigursveit ÍBA á íslandsmótinu og þá sigraði hann í sínum flokki á KA-mót- inu. Dagur fékk Auðjón í stutt spjall og hann var fyrst spurður hvort hann ætlaði að halda áfram að æfa júdó? „Já, ég er ákveðinn í því að halda áfram. Þetta er skemmtileg íþrótt og við strákarnir í KA erum í mjög góðum höndum Jóns Óðins Óðinssonar þjálfara.“ - Hafið þið æft vel í vetur? „Það hefur verið æft mjög vel. Við höfum æft daglega fyrir mót en annars æfðum við 4 sinnum í viku. í sumar ætlum við að halda okkur við og æfa svona 3-4 sinn- um í viku. Við erum þó miklu færri sem komum til með að æfa í sumar en í vetur en þá var mikill fjöldi á æfingum.“ - Hvernig æfingaaðstöðu búið þið við? „Aðstaðan sem við höfum er ekki nógu góð. Við æfum í litlum sal í Höllinni en það er súla í miðjum salnum sem er til mikilla trafala fyrir okkur. Það getur þó verið að við fáum annan sal í Höllinni en hvenær það verður veit ég ekki.“ - Þarf maður ekki að vera rosalega sterkur til að geta eitt- hvað í júdó? „Nei ekkert endilega. Þetta er fyrst og fremst spurning um tækni og þá sérstaklega í léttari flokk- unum. í þyngri flokkunum kem- ur sér þó vel að hafa krafta í kögglum." - Áttu þér einhverja fyrir- mynd í júdó? „Já, mér finnst þeir Bjarni Friðriksson og Halldór Guð- björnsson skemmtilegir keppnis- menn. Það væri gaman ef maður gæti náð jafnlangt í íþróttinni og þeir hafa gert,“ sagði Auðjón að lokum. Sveit Sambands- ins sigraði Auðjón Guðmundsson júdómaður í KA með tækniverðlaun Júdósambands- ins. Mynd: BV - í firmakeppni GA í golfi Vormót KRA í knattspyrnu: Léleg mæting dóm- ara setur svip á mótið Sveit Sambandsins varð hlut- skörpust í firmakeppni Golf- klúbbs Akureyrar í golfi sem lauk nú um helgina. Keppnin stóð yfír frá laugardegi til laug- ardags. Fyrsta keppnisdaginn var leikinn höggleikur og sveit- unum síðan skipt niður í riðla eftir árangri og voru 4 Iið í riðli. Síðan léku allar sveitirnar sem voru saman í riðli hver við aðra 9 holu holukeppni og 9 holu fjórleik með tveimur boltum. Tiilögu um fjölgun liða í Úrvalsdeildinni í körfubolta var vísað tii milliþinganefndar á ársþingi KKÍ um helgina. Það þýðir það að Þórsarar leika áfram í 1. deild næsta vetur. Þórsarar höfðu gert sér vonir um að tillaga um fjölgun yrði samþykkt og að leikið yrði um Sveit Sambandsins sigraði eftir harða keppni við a sveit Slipp- stöðvarinnar sem varð í öðru sæti. í þriðja sæti varð sveit Mjólkursamlagsins. í sigursveitinni voru, Jón Þór Gunnarsson, Jónína Pálsdóttir, Héðinn Gunnarsson, Guðjón E. Jónsson, Óli Magnússon og Þórður Valdimarsson. Þá fór fram Vélamót í golfi að Jaðri um helgina og þar urðu þau Rósa Pálsdóttir og Áuðunn Þor- steinsson jöfn í fyrsta sæti. laus sæti í Úrvalsdeilinni í haust. Þetta hefur einnig það í för með sér að Valur Ingimundarson leikmaður UMFN kemur ekki til Akureyrar sem þjálfari Þórs. Þórsarar þurfa þó ekki að örvænta því þeir hafa þegar feng- ið góðan liðstyrk sem er ívar Webster frá Haukurn. En hver verður þjálfari meistaraflokks er óráðið á þessu stigi. Vormót KRA í yngri flokkum er hafið og hafa nokkrir leikir farið fram. Það hefur þó geng- ið misjafnlega að láta leikina hefjast á auglýstum tíma og komið hefur fyrir að einstök- um leikjum hefur þurft að fresta. Er það einungis vegna dómarahallæris. Annað hvort hafa dómararnir komið of seint eða alls ekki mætt. Ekkert er eins niðurdrepandi fyrir hina ungu leikmenn félaganna og að þurfa að bíða eftir dómurum. Ber þeim mönnum sem eiga að sjá um að dómaramál á Akur- eyri séu í lagi, skylda til að koma þeim í lag, ekki seinna en strax. Annars urðu úrslit leikjanna sem lokið er þessi: 6. fl. a Þór-KA 5:4 6. fl. b Þór-KA 2:3 6. fl. c Þór-KA 2:6 5. fl. a Þór-KA 4:0 5. fl. b Þór-KA 0:4 5. fl. c Þór-KA 2:2 4. fl. a Þór-KA 3:1 4. fl. b Þór-KA 0:2 3. fl. a Þór-KA 3:1 3. fl. b Þór-KA 6:2 2. fl. kv. Þór-KA 2:2 6. flokkur: Þórsarar náðu að knýja fram sig- ur í annars jöfnum og skemmti- legum leik a liðanna 5:4. Mörk Þórs gerðu þeir Kristján Örnólfs- son 2, Atli Þór Samúelsson 2 og Þórður Steindórsson 1. Mörk KA gerðu þeir Matthías Stefánsson 3 og Þórhallur Hinriksson 1. KA-menn náðu að snúa dæm- inu við í leik b liðanna og vinna 3:2 sigur. Mörk KA gerðu þeir Óskar Bragason 1, Óli Björn Ólafsson 1 og Birkir Magnússon 1 en mörk Þórs skoruðu Erlendur Ari Óskarsson og Bjarni Guð- mundsson. KA-menn gerðu gott betur og unnu stóran sigur í leik c liðanna í 6. flokki. Úrslitin 6:2. Mörk KA gerðu þeir Sverrir Björnsson 4, Halldór Sigfússon 1 og Gunnar Már Sigurðsson 1 en Guðmundur Þór Jónsson skoraði bæði mörk Þórs. 5. flokkur: Þórsarar unnu óruggan sigur í viðureign a liða 5. flokks 4:0. Mörkin gerðu þeir Guðmundur Benediktsson 3 og Samúel Jóns- son 1. KA-menn unnu aftur á móti leik b liðanna 4:0. Mörkin í þeim leik gerðu Gunnlaugur Torfason 2, Ingimar Erlendsson 1 og Þor- valdur Sigbjörnsson 1. í leik c liðanna varð jafntefli í jöfnum leik 2:2. Mörk KA gerðu þeir Ingólfur Pétursson og Hilm- ar Þór Pálsson en mörk Þórs gerðu Kári Jóhannesson og Ómar Kristinsson. Þórsarar héldu uppteknum hætti er a lið 4. flokks mættust og unnu öruggan 3:1 sigur. Mörk Þórs gerðu þeir Steindór Gísla- son 1, Aðalsteinn Pálsson 1 og Rúnar Sigtryggsson 1 en Jón Egill Gíslason gerði mark KA. KA-menn unnu öruggan sigur í leik b liða 4. flokks, 2:0. Mörkin gerði Sveinn Tryggvason. Þórsarar unnu báða leikina í 3. flokki. A liðið vann 3:1 með mörkum þeirra Árna Þórs Árna- sonar sem skoraði 2 og Þóris Áskelssonar en mark KA gerði Kristinn Magnússon. Loks léku svo stúlkurnar í 2 fl. kvenna og lauk þeim leik með jafntefli. Hvort lið skoraði tvö ntörk í miklum rokleik. Mörk Þórs skoraði Ellen en fyrir KA skoruðu þær Arndís Ólafsdóttir og Ingibjörg Stefánsdóttir. Næstu leikir í vormótinu fara fram þann 23. júní en þá leika 3. flokkur Þórs og KA. Loks má geta þess að 3. flokk- ur KA og Þórs léku um helgina æfingaleik fyrir unglingalandsliðs- nefnd KSÍ. Voru hér staddir tveir menn úr nefndinni og voru þeir að skoða leikmenn sem hugsan- lega gætu verið brúklegir í lands- liðið skipað leikmönnum á aldr- inum 14-16 ára. Leiknum lauk með 3:2 sigri Þórs en ekki er enn ljóst hvort einhverjir leikmenn liðanna hafi náð að spila sig í landsliðið. Þór áfram í 1. deild

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.