Dagur - 17.06.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 17.06.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 17. júní 1986 mmmmm^^mmmrnmi^mtmmmmmmmmi^mmmmmmm—mmmmmmmmm^ Bændur - Verktakar Til sölu tómar stáltunnur Sm jörl íkisgerð sími 21400. Hreppsnefnd Svalbarðs- strandar auglýsir: Öll hagaganga hrossa er bönnuð í Vaðlaheiði innan marka Svalbarðsstrandarhrepps frá áramótum til 20. september ár hvert. Utan þess tíma mega landeig- endur sleppa eigin hrossum í landið enda sé þar nægur hagi. Oddvitinn. Deildarmot I.D.L. ’86 % verður 21.-22. júní. LETTIB Keppt verður í öllum hefðbundnum greinum hesta- íþrótta, sem þátttaka fæst í. Skrásetning og greiðsla þátttökugjalda á H-lofti 16. júní kl. 20-22.00. Stjórn Í.D.L. íbúðir óskast Viljum taka á leigu frá 1. september eða fyrr eina þriggja herbergja íbúð og eina 4ra herbergja íbúð í blokk, raðhúsi eða einbýli. Nánari upplýsingar gefur Jón Arnþórsson í síma 21900. Iðnaðardeild Sambandsins. . Á merkum tímamótum er hollt að líta um öxl. Kaupfélag Eyfirðinga var stofnað 19. júní 1886 af nokkrum bændum í Eyjafirði. Starfsemin var smá í sniðum í upphafi en stofnun fyrstu samvinnusölubúðar KEA á Akureyri 1906 lagði grundvöllinn að framtíðinni. Sú framtíð blasir við okkur nú sem veruleiki dagsins í dag. KEA er öflugasta og umsvifamesta kaupfélag landsins og veitir yfir eitt þúsund manns atvinnu. í stað einnar sölubúðar rekur félagið nú tæpa tvo tugi verslana á Akureyri og í öðrum byggðum Eyjafjarðar. KEA sinnir einnig vinnslu og sölu landbúnaðar- og sjávarafurða, útgerð, ýmiss konar iðnaði og þjónustu. Það er eitt stærsta fyrirtæki landsins. KEA hefur átt mikinn þátt í uppgangi byggðar og atvinnulífs á Akureyri og í Eyjafirði og líklega hafa fá félög átt jafn ríkan þátt í þróun byggðar og sköpun atvinnu á einum stað. Og upphafið var að bændur tóku höndum saman til að byggja betri framtíð. Öld síðar skipta félagar þúsundum úr öllum stéttum, með sömu hugsjónir að vopni og bjarta framtíð fyrir augum. Bílaklúbbur Akureyrar: Hin árlega bílasýning á sínum stað Að vanda verður Bflaklúbbur Akureyrar með bflasýningu við Oddeyrarskólann í dag, en þessi sýning hefur verið árviss viðburður síðastliðin ár og er þetta í tólfta sinn sem hún er haldin. Að venju verða margir stórglæsilegir bflar á sýning- unni og ýmislegt verður til skemmtunar. Dagskráin hefst kl. 9.30 með hópakstri um götur bæjarins og í broddi fylkingar verður bíll skreyttur með blómum og verður lúðrasveit á palli hans. Hóp- akstrinum lýkur svo við Oddeyr- arskólann kl. 10, en þá opnar feg- urðardrottning íslands, Gígja Birgisdóttir, sýninguna. A sýningunni verða ýmis skemmtiatriði, t.d. verður turbo kassabílarall fyrir börnin kl. 11 og verða vegleg verðlaun í boði, Tóti trúður dreifir sleikipinnum, hljómsveitin Rokkbandið leikur kl. 13.30 og aftur kl. 15.30 og að auki verður alltaf eitthvað að ger- ast á svæðinu allan daginn. Það verða u.þ.b. 50 bílar á sýn- ingunni við Oddeyrarskólann í dag og verða þeir af öllum stærð- um og gerðum. T.d. verða þar margar tegundir húsbíla sem ætl- aðar eru til ferðalaga. Að sjálf- sögðu verða þar einnig bílar fyrir þá sem eru með „delluna", t.d. stórglæsilegur Renault ’46 frá Reykjavík, tvennra dyra Chevro- let ’57 sem gerður er upp á Olafs- firði, Corvetta 77 frá Hafnarfirði auk fjölbreytilegs úrvals af blæju- vögnum. Miðaverð á sýninguna er 200 krónur en henni lýkur kl. 18. Rás 2: Óskalög fyrir Norðlendinga Eins og vera ber eru ýmsar breytingar á sumardagskrá Rásar 2. Einn þeirra þátta sem hefur brugðið sér í sumarbún- ing er þátturinn „Allt og sumt“ sem er í umsjá Helga Más Barðasonar. í sumar verður hlustendum úti á landi gefinn kostur á að hringja í síma 687123 á mánudögum milli klukkan 12 og 13 og velja sér óskalög sem síðan verða leikin samdægurs milli klukkan 16 og 18. Þess er farið á leit við hlust- endur að þeir gefi þeim lögum frí, sem heyrast dags daglega á Rás 2. Rétt er að taka það fram að ekki verður tekið á móti kveðjum með lögunum. Til að símakerfi Rásar 2 anni þessari þjónustu hefur verið grip- ið til þess ráðs að hafa valið bundið við ákveðna landshluta í hverjum þætti. Húnvetningar áttu fyrsta leik á mánudaginn. Mánudaginn 16. júní verða leikin óskalög fyrir Skagfirðinga, Sauð- krækinga og Siglfirðinga, viku seinna mánudaginn 23. júní eiga Akureyringar valið og þann 30. Dalvíkingar, Ólafsfirðingar og aðrir Eyfirðingar. Síðan verður stefnan tekin í austurátt og geta Húsvíkingar og hlustendur í Þingeyjarsýslunum báðum valið sér lög mánudaginn 7. júlí. Og þá er bara að leggja dag- setningarnar á minnið og fara að upphugsa eitthvert uppáhaldslag sem allt of sjaldan er leikið „á rásinni". BB.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.