Dagur - 17.07.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur_____ Akureyri, fímmtudagur 17. júlí 1986 131. tölublað
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Hertar aðgerðir
- gegn ölvunar- og hraðakstri
Nú stendur fyrir dyrum sérstök
herferð á vegum dómsmála-
ráðuneytisins vegna ölvunar-
aksturs og hraðaksturs og hef-
ur lögregluembættum víðs veg-
ar um landið verið sendar upp-
lýsingar varðandi málið. I
hönd fer sá tími þegar umferð
á þjóðvegunum er hvað mest
og oft hefur viljað brenna við
að þeir félagar Bakkus og
Bráðræði hafí verið með í för.
Að sögn Ólafs Ásgeirssonar,
aðstoðaryfirlögregluþjóns á
Akureyri, virðist nú sem ölvunar-
aksturstilfellum fari fjölgandi.
Tiltölulega lítið var um ölvunar-
akstur fyrri hluta ársins og hafa
færri ökumenn verið teknir fyrir
ölvunarakstur á Akureyri á þessu
ári en á sama tíma í fyrra. Fram
til 10. júlí höfðu 47 ökumenn ver-
ið teknir á þessu ári en 71 á sama
tímabili í fyrra. Allt árið í fyrra
voru 125 ökumenn teknir fyrir
ölvunarakstur og 131 í allri
Eyjafjarðarsýslu. Almennt virð-
ist ölvunarakstur hafa minnkað
nokkuð, ef taka má mark á tölum
um það mál.
Seinagangur Húsnæðisstofnunar:
Engar samningavið-
ræður hafa farið fram
„Það eru nokkrir lífeyrissjóöir
búnir að samþykkja að kaupa
skuldabréf, en það er ekki
búið að ganga til samninga við
neinn lífeyrissjóð sem mér er
kunnugt um,“ sagði Jón
Helgason fyrrverandi formað-
ur verkaiýðsfélagsins Einingar.
Þetta kom fram á fundi sem
Húsnæðisstofnun ríkisins boðaði
til á Akureyri og haldinn var í
fyrradag. Á fundinum gagnrýndi
Jón Helgason seinagang Hús-
næðisstofnunar í þessu máli, en
eins og kunnugt er ganga ný lög
um stofnunina í gildi þann I.
september og í þeim er kveðið á
um að kaupi lífeyrissjóðir
skuldabréf fyrir 55% af ráðstöf-
unarfé sínu eigi einstaklingar inn-
an þeirra rétt á fullu láni.
Á fundinum kom fram að
menn frá Húsnæðisstofnun hefðu
í fyrstu ætlað að koma norður til
samningaviðræðna, síðan hefði
það dregist fram í júní, „en nú er
kominn miður júlí,“ sagði Jón
Helgason. Grétar Guðmundsson
forstöðumaður ráðgjafarþjón-
ustu Húsnæðisstofnunar sagði að
viðræður ættu að hefjast innan
tíðar.
Jón sagði að búið hefði verið
að samþykkja að kaupa skulda-
bréf fyrir allt að 50% af ráðstöf-
unarfé á þessu ári. „Það kom
dálítil skriða í vor að sækja um
lán og mér sýnist allt benda til
þess að það verði áfram. Vanda-
málin eru mikil hjá fólki, en mér
sýnist sem það fólk komist ekki
inn í nýju reglurnar. Mér finnst
þessi nýja löggjöf miðast dálítið
við það að viðhalda þeirri spennu
sem fyrir er í Reykjavík, jafnvel
þó aðrir landshlutar verði þess
vegna lagðir í auðn,“ sagði Jón
Helgason. -mþþ
.."~'"á
.
I gær birtust hinir síkátu Skriðjöklar í göngugötunni á Akureyri og árituðu þar og dreifðu nýútkominni hljómplötu
sinni, „Manstu eftir Bcrlín bollan ðín“. Uppi varð mikill fótur og fit og var svo hart sótt að Jöklunum að þeir þóttust
góðir að sleppa lifandi. Eða eins og einn þeirra sagði þegar það mesta var yfirstaðið: „Maður er bara eins og
kírsvípsíp eftir þetta.“ Mynd: bv
Eigendur „Crown chicken“ á Akureyri:
Krefjast afhendingar 82%
af hlutafé í Sjallanum
- Hugsanlega lögbann á reksturinn ef krafan fyrir fógetarétti nær ekki fram að ganga
Eigendur Crown chicken á
Akureyri hafa krafíst þess fyrir
fógetarétti á Akureyri að þeim
verði afhent tæplega 82%
hlutafjár í Akri hf, sem rekur
Sjallann. Munnlegur málflutn-
ingur fór fram í gærmorgun og
þar var þess krafíst að þeir
fengju innsctningu inn í
hlutabréfín. Þeir telja að kom-
inn hafí verið bindandi kaup-
leigusamningur milli þeirra og
Engin hátíð á Austurlandi um verslunarmannahelgina:
„Valdníðsla sýslumanns“
- segir Skúli Oddsson hjá ÚÍA
„Við getum því miður ekkert
gert, því það er blátt bann
sýslumanna Norður- og Suður-
Múlasýslu við að haldin sé
útihátíð um verslunarmanna-
helgina,“ sagði Skúli Odds-
son framkvæmdastjóri ÚÍA á
Egilsstöðum er hann var
spurður um hina árlegu
skemmtun sambandsins í Atla-
vík.
Skógrækt ríkisins sagði upp
samningi sem gerður var milli
skógræktarinnar og ÚÍA um
afnotarétt af Atlavík um verslun-
armannahelgar, þrátt fyrir að
samningurinn heimilaði hátíð í
sumar. Þegar ljóst var að ekki
yrði gerlegt að koma upp hátíð
þar, var leitað að hentugu landi
sem fannst svo í Fljótsdal. Var
búið að fá leyfi landeigenda, en
síðan kom bréf frá sýslumanni
Norður-Múlasýslu þar sem sagði
að ekkert leyfi fengist fyrir úti-
hátíð í sýslunni. „Við teljum að
forsendur sem sýslumaður gefur
fyrir þessari neitun séu hæpnar,
en þær eru að vegurinn sé svo
vondur inn í Fljótsdal og að þar
séu alltaf vond veður. Hér á
Austurlandi er þetta annálaður
staður fyrir veðurblíðu, en það er
eitthvað öðruvísi í augum sýslu-
manns og er þetta nánast vald-
níðsla af hans hálfu. Þetta þýðir
algeran dauðadóm yfir ÚÍÁ og
allri íþróttastarfsemi á Austur-
landi, því þessar samkomur hafa
fjármagnað alla þá starfsemi hér.
Auk þess er þetta fjárhagsatriði
fyrir marga sem hafa veitt þjón-
ustu í sambandi við þessar
skemmtanir. Þetta mælist illa fyr-
ir meðal fólks hér, því foreldrar
vissu þó hvar unglingarnir voru á
þessum tíma, en nú er hætt við
því að fjöldinn dreifist meira en
áður,“ sagði Skúli. gej-
Jóns Kr. Sólnes, Þórðar
Gunnarssonar og Aðalgeirs
Finnssonar. Akurmenn telja
sig hins vegar hafa rift samn-
ingnum með lögmætum hætti
og um þetta snýst deilan.
Lögmaður þeirra Helga Helga-
sonar og Jóns Högnasonar,
Sigurður Helgi Guðjónsson lagði
fram gögn í málinu í gær og fram
fór munnlegur málflutningur þar
sem þess var krafist að fá afhent-
an þennan eignarhluta. Að sögn
Ásgeirs Péturs Ásgeirssonar,
héraðsdómara, er úrskurðar í
málinu að vænta eins fljótt og
hann mögulega kæmi höndum
yfir. Ef kröfunni fæst framgengt
mun áfrýjun til Hæstaréttar ekki
fresta því að Crown chicken
menn fái eignarhlutann aflientan.
Nái krafan á hinn bóginn ekki
fram að ganga fer máliö einka-
réttarleiðina fyrir bæjarþingi
Akureyrar, þar sem leyst verður
úr ágreiningnum varðandi túlkun
á því hvort samningurinn hafi
verið bindandi eða ekki og hvort
réttmæt riftun hans hafi farið
frant. Samkvæmt því sem Dagur
kemst næst mun samningurinn
hafa hljóðað upp á yfirtöku
skulda sem upphaflega námu um
90 milljónum króna.
Lögmaður gerðarbeiðenda
lýsti því yfir við málflutninginn í
gær að ef krafan næði ekki fram
að ganga með fógetagerðinni, þá
yrði farið í skaðabótamál og
hugsanlega farið fram á lögbann
á rekstur Sjallans. HS
Maxim Gorki:
Komst ekki
vegna hafíss
Þær upplýsingar t'engust hjá
Feröaskriistofu Akureyrar að
skemmtiferöaskipið Maxim
Gorki hefði ekki komist til
Akureyrar í fyrradag vegna
hafíss.
Gunnar Guömundsson sagði
að Landhelgisgæslan hefði talið
óhætt að sigla í gegnum ísinn en
skipherra Maxim Gorki hefði
samt sern áður ekki talið það
óhætt. Fór skipið þess í stað til
Húsavíkur og kemur því senni-
lcga ekki til Akureyrar í þessari
ferð. ' JHB