Dagur - 17.07.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 17.07.1986, Blaðsíða 12
Akureyri, fimmtudagur 17. júlí 1986 Ritstjórn • Auglysingar • Afgreiðsla Síminn er 2 4 222 Undanfarin misseri hafa all- margir bændur í Skagafirði haft góðar tekjur af silungs- veiðum. Hraðfrystihúsið á Hofsósi hefur veitt silungnum móttöku og komið honum á markað. Nú hefur það gerst að markaður fyrir fiskinn virðist vera brostinn og síðasta mánu- dag hætti frystihúsið að taka á móti honum. Nokkur birgða- söfnun hefur orðið undanfarið og treysti frystihúsið sér ekki til að taka á móti meira magni sökum þess að engin afurða- lán fást út á fiskinn. Sala á silungi frá frystihúsinu á Hofsósi gekk vel allt fram í síð- ustu viku og voru flutt út 4 tonn á markað í hverjum mánuði. Gísli Kristjánsson framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins á Hofsósi telur að markaðshrunið á silungnum stafi af miklu framboði á eldislaxi sem seldur sé á mjög lágu verði. „Síðastliðið sumar flökuðum við silung og seldum á markað fyrir sunnan og var salan góð yfir ferðamannatímann. Nú er ekki grundvöllur fyrir þessu vegna samkeppninnar við eldislaxinn. Útflutningur á ferskfiski er nær útilokaður og áhættusamur yfir sumartímann. Við erum þegar komnir með miklar birgðir af silungi og treystum okkur ekki til að taka á móti meira magni þar sem engin afurðalán fást út á silunginn," sagði Gísli. Bjarni Egilsson á Hvalnesi sem er einn af þeim sem stundað hafa silungsveiðarnar sagði þetta vera Álagningaseðlar: Koma um aðra helgi „Þetta liggur nú ekki aiveg Ijóst fyrir ennþá, en það er líklegt aö það verði einhvern tímann í kringum aðra helgi,“ sagði Jón Dalinann Ár- mannsson, staðgengill skatt- stjóra Norðurlandsumdæmis eystra, þegar liann var spurð- ur hvenær álagningarseðl- anna væri að vænta. Aðspurður sagöi Jón að þetta væri ekki mikið seinna á ferð- inni en í fyrra, þá hefðu þeir komið 24. júlí en væru nú vænt- anlegir í kringum þann 28. þannig að það munaði ekki nema u.þ.b. fjórum dögum. Hann var einnig spurður hvort þetta væri ekkert seint á ferð- inni fyrir fyrirtæki og svaraði hann því játandi. „Þetta er nátt- úrlega naumur tími fyrir endur- skoðcndurna, cnda hafa þeir alltaf nóg á sinni könnu og eru því undir nokkurri prcssu við að koma þessu frá sér. En þetta er ekkert verra, a.m.k. ekki hér, heldur en það hefur verið undanfarin ár,“ sagði Jón Dalmann. JHB nokkur vonbrigði. Margir bænd- ur hefðu gert sér vonir um að geta bætt úr samdrættinum í hefðbundnum búgreinum með silungsveiðunum. Nú væri greini- lega ekkert annað að gera en að draga upp netin og hætta veiðum. Vonaðist Bjarni eftir að hægt yrði að halda veiðunum áfram í haust og vetur og utanlandsmark- aður á ferskfiski héldist. Húsfreyjan á Ketu á Skaga sagði að sér fyndist skrýtið að engin baktrygging væri við þessa búgrein t.d. sökum þess að mark- aðurinn ætti í erfiðleikum. Alltaf væri verið að tala um nauðsyn þess að taka upp nýjar búgreinar og líta mætti á silungsveiðarnar í þeim mæli sem þær hefðu verið stundaðar undanfarið sem nýja búgrein. -mþþ „Hópflug“ yflr Akureyri. Það er algengt að sjá þessar flugvélar yflr bænum, þarna er um að ræða kennsluflugvélar °g margir hafa áhuga á að læra flug. Mynd. KGA Lán til að leysa úr bráðavanda húskaupenda: Meirihluti til Reykjavíkur - Landsbyggðin fær afganginn, sagði Jón Helgason fyrrverandi formaður Einingar Á síðasta vetri samþykkti ríkis- stjórnin að veita 200 milljóna kr. fjárveitingu til þeirra sem búa við bráðan vanda vegna húsbygginga. Við gerð síðustu kjarasamninga var 300 millj- óna viðbótarfjárveitingu bætt við þá upphæð. Um 1600 umsóknir bárust til Húsnæðis- stofnunar um lánveitingu. Á fundi sem Húsnæðisstofnun boðaði til á Akureyri í vikunni gagnrýndi Jón Helgason fyrr- verandi formaður verkalýðs- félagsins Einingar að meiri- hluti þeirra sem lán hlutu voru af höfuðborgarsvæðinu. Jón sagði að landsbyggðin hefði ekki setið við sama borð hvað lán varðar vegna þess að höfuðborgarbúar ættu greiðari aðgang að stofnuninni. „Ég hef verið að ýta á eftir því að einhvers konar ráðgjöf verði sett á fót úti á landi til að auðvelda fólki að skýra út sín mál. Einnig vildi ég fá að vita hvernig peningunum væri úthlutað, en ég hef ekki fengið nein svör við því. f>að hef- ur verið viðurkennt að flestir þeir sem lán hafa fengið hafa verið úr Reykjavík og nágrenni, en að landsbyggðin væri að sækja á. Þetta segir okkur að þeir sitja fyrir, en hinir úti á landsbyggð- inni fái afganginn af þessum pen- ingum. Við höfum heldur ekki fengið svör við því hversu mikill vandinn er. Vissulega getur vandinn verið meiri hér en t.d. í Reykjavík. Við viljum halda því fram að þar sé þensla og fólk hafi þar betri laun en annars staðar og hafi því úr meiru að spila. Vand- inn sé því meiri hjá okkur,“ sagði Jón Helgason í samtali við Dag. A fundi Húsnæðisstofnunar á Akureyri sagði Grétar Guð- mundsson forstöðumaður ráð- gjafarstofnunar Húsnæðisstofnun- ar að lán frá stofnuninni hefðu skipst svipað og höfðatala í hverjum fjórðungi. Fundarmenn voru ekki allir samþykkir þeim mælikvarða. „Ég vil fyrst og fremst að vandinn sé skilgreindur og að fram komi hvar hann er mestur. Höfðatöluregla segir ekki allt, það er svo margt sem spilar þar inn í og það er ekki hægt að skilgreina vandann eftir einhverri höfðatölureglu,“ sagði Jón Helgason. -mþþ Fjárdráttarmálið hjá Pósti og síma: Ekki á neinni hraðferð Það er ekkl ofsögum sagt að kerfíð sé þungt í vöfum. Dagur hefur fylgst reglulega með gangi rannsóknarinnar í fjár- dráttarmálinu hjá Pósti & síma á Akureyri og reynt að afla upplýsinga um víðfeðmi málsins. Það er þó allt annað en auðvelt. Rannsóknarlögreglan gaf þær upplýsingar þann 3. þessa mán- aðar að rannsókn málsins væri lokið af þeirra hálfu, ákærði hefði viðurkennt sakarefni og Rallað á Húsavík Það verður mikið um að vera hjá bifreiðaíþróttamönnum á Húsavík um helgina. Hið árlega hótelrallý fer fram á föstudagskvöld og laugardag. Keppt er í þrem áföngum og 400 km verða eknir. Keppnin hcfst við Hótel Húsa- vík kl. 18 á föstudag. Áhorfend- um skal bent á að bílarnir eru væntanlegir af Reykjaheiði við spennistöðina kl. 2Í á föstudags- kvöld og kl. 16 á laugardag. Á laugardagsmorgun fer fyrsti bíll kl. 9.25 inn á Vaðlaheiði við Skóga. Snúið verðru við við fjár- réttina vestan í heiðinni. Keppnis- stjóri er Jakob Kristjánsson og hefur hann unnið fullt starf í hálf- an mánuð við undirbúning. 15 bílar taka þátt í keppninni og af ökumönnum má nefna t.d. Þor- stein Ingvason, Hjörleif Hilmars- son, Jón Ragnarsson, Steingrím Ingason, Þórhall Kristjánsson og Halldór Úlfarsson. Á laugardagskvöld verður haldinn dansleikur í Félagsheimili Húsavíkur, þar sem Upplyfting leikur. Jakob sagði að vel fullt hefði verið á rallýballinu í fyrra, en nú yrði troðfullt. Þetta er í 9. sinn sem Bifreiðaíþróttaklúbbur Húsavíkur gengst fyrir hótelrallý og á næsta ári er fyrirhugað mikið 10 ára afmælisrall. Á sunnudag verður keppt í rallýcross í brautinni norðan við Húsavík. Samtímis fer þar fram mótocross keppni og sýning á keppnishjólum, en keppni á sér- smíðuöum hjólum hefur ekki áður verið haldin á Húsavík. IM málið væri komið til saksóknara. Ekki væri hins vegar hægt að gefa nánari upplýsingar um hvernig í rnálinu lægi fyrr en saksóknari hefði tekið það til meðferðar. Hjá saksóknara fengust þær upplýsingar 8. júlí að ekki væri búið að ákveða hvaða aðili innan stofnunarinnar tæki málið að sér. Þann 10. júlí lá sú ákvörðun fyrir en þá þurfti fyrst að senda málið til samgönguráðuneytisins og leita umsagnar þess, en slíkt er skylt í lögum um meðferð mála, þar sem opinber starfsmaður fremur brot í starfi. Umsögn ráðuneytis er þó ekki bindandi. í gær fengust þau svör hjá ríkissaksóknaraembættinu að málið væri komið til þeirra að nýju frá ráðuneytinu en nú væri sá sem hefði með málið að gera innan stofnunarinnar kominn í sumarfrí og þess vegna yrði þetta ekkert athugað fyrr en eftir næstu mánaðamót. Það má því með sanni segja að fjárdráttarmálið sé ekki á neinni hraðferð í gegn um kerfið. BB. Markaður fyrir silung brostinn - engin afurðalán fást

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.