Dagur


Dagur - 17.07.1986, Qupperneq 4

Dagur - 17.07.1986, Qupperneq 4
4 - DAGUR - 17. júlí 1986 _á Ijósvakanum TÓNLISTARKROSSGÁTAN NO: 56 Lausnir sendist til: Ríkisútvarpsins RÁS 2 Efstaleiti l 108 Reykjavík Merkt Tónlistarkrossgátan J rás 11 FIMMTUDAGUR 17. júlí 7.00 Veðurfregnir • Fréttir • Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.30 Fréttir • Tilkynningar. 8.00 Fréttir • Tilkynningar. 8.15 Vedurfregnir. 8.30 Fréttir á ensku. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Pétur Pan og Vanda" eftir J.M. Barrie. Þýðandi: Sigríður Thorla- cius. Lesari: Heiðdís Norð- fjörð (17). 9.20 Morguntrimm Til- kynningar • Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Lesid úr forustugrein- um dagblaðanna. 10.00 Fréttir. 10.10 Vedurfregnir. 10.30 „Ég man þá tíd.“ Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Ýrr Bertelsdóttir og Anna Ingólfsdóttir. 12.00 Dagskrá • Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Vedurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Efri árin. Umsjón: Finnbogi Her- mannsson. 14.00 Miðdegissagan: „Katrín", saga frá Álandseyjum eftir Sally Salminen. Jón Helgason þýddi. Stein- unn Sigurðardóttir les (13). 14.30 í lagasmiðju Magnúsar Kjartanssonar. 15.00 Fréttir • Tilkynningar • Tónleikar. 15.20 Á hringveginum - Austurland. Umsjón: Inga Rósa Þórðar- dóttir, Örn Ragnarsson og Ásta R. Jóhannesdóttir. 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Vedurfregnir. 16.20 Rapsódíur Franz Liszts. Annar þáttur. Umsjón: Guðmundur Jónsson. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpið. Stjórnandi: Vernharður Linnet. Aðstoðarmaður: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.45 í loftinu. - Hallgrímur Thorsteins- son og Guðlaug María Bjarnadóttir. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Guðmundur Sæmundsson flytur þáttinn. 20.00 Leikrit: Sparisjóður- inn" eftir Henrik Hertz. Þýðandi: Ragnar Jóhann- esson. Leikstjóri: Þorsteinn Gunnarsson. Leikendur: Erlingur Gísla- son, Margrét Helga Jó- hannsdóttir, Rósa Þórs- dóttir, Edda Heiðrún Backmann, Skúli Gauta- son, Karl Ágúst Úlfsson, Guðrún Þ. Stephensen, Valdimar Örn Flygenring, Bessi Bjarnascn, Guð- mundur Ólafsson, Eiríkur Guðmundsson og Inga Hildur Haraldsdóttir. Jón Viðar Jónsson flytur formálsorð. (Leikritið verður endurtek- ið nk. þriðjudagskvöld kl. 22.00) 21.20 Reykjavik í augum skálda. Umsjón: Simon Jón Jóhannsson og Þórdís Mósesdóttir. 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Finnsk sönglög. 23.45 „Sunnudagur", smá- saga eftir Úlf Hjörvar. Höfundur les sögu sína sem hlaut þriðju verðlaun í samkeppni Listahátíðar. 23.00 Á slóðum Jóhanns Sebastians Bach. 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. Jrás 21 FIMMTUDAGUR 17. júlí 9.00 Morgunþáttur. Stjórnendur: Ásgeir Tóm- asson, Gunnlaugur Helga- son og Kolbrún Halldórs- dóttir. Guðriður Haraldsdóttir sér um barnaefni i fimmtán mínútur kl. 10.05. 12.00 Hlé. 14.00 Andrá. Stjórnandi: Ásta R. Jóhannesdóttir. 15.00 Sólarmegin. Þáttur um soul- og fönk- tónlist í umsjá Tómasar Gunnarssonar. (Frá Akur- eyri). 16.00 Hitt og þetta. Umsjón: Andrea Guð- mundsdóttir. 17.00 Gullöldin. Jónatan Garðarsson kynn- ir lög frá sjöunda áratugn- um. 18.00 Hlé. 20.00 Vinsældalisti hlust- enda Rásar tvö. Leopold Sveinsson kynnir tíu vinsælustu lög vikunn- ar. 21.00 Um náttmál. Árni Þórarinsson sér um þáttinn. 22.00 Rökkurtónar. Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00 Strákarnir frá Mus- weil hæö. Þriðji þáttur af fimm þar sem stiklað er á stóru í sögu hljómsveitarinnar Kinks. Umsjón: Gunnlaug- ur Sigfússon. 24.00 Dagskrárlok. 3ja mín. fréttir kl. 9, 10, 11, 15, 16, og 17. HIKISUTVARPID A AKIJRLYRI 17.03-18.30 Ríkisútvarpið á Akureyri - Svæðisútvarp. hér og þar Affi þrælskipulagt - veðrið líka - vel heppnuð NUL-vika Anne Vasstrand klæddist norska þjóöbúningnum á loka- hóHnu. Seinustu vikuna í júní var tialdið hér á Akureyri mót fyrir æsku- lýðsleiðtoga á Akureyri og í vina- bæjum Akureyrar á hinum Norðurlöndunum, en Jreir eru Randers í Danmörku, Alesund í Noregi, Lahti í Finnlandi og Vásterás í Svíþjóð. Rúmlega 50 manns tóku þátt í þessu móti sem tókst í alla staði mjög vel. Yfirskrift vikunnar var tengd náttúruvernd og því hvernig hægt væri að lifa í sátt og samlyndi við umhverfið. Eins var framtíð vinabæjasamstarfsins rædd. Góð- ir gestir komu og héldu fyrirlestra er tengdust þessum málum, þeir Sigurður Jóhannesson, Bjarni Guðleifsson, Kolbeinn Sigur- björnsson og Þóroddur Þórodds- son. Að loknum fyrirlestrum fjölluðu vinnuhópar um málin. Fyrstu daga vikunnar héldu gestir til á Eddu hótelinu aö Hrafnagili en á miðvikudag og fimmludag var farið í ferðalag og ýmsir fallegustu staðir á Norð- austurlandi heimsóttir og skoðaðir undir leiðsögn Bjarna Guðleifssonar. Dagskránni lauk síðan á föstudag með skoðunar- ferð um Akureyri og lokahófi í Alþýðuhúsinu um kvöldið í boði bæjarstjórnar. Víst er að allir erlendu þátttak- endurnir voru ánægðir er þeir héldu hver til síns heima á laug- ardagsmorgni. Menn eru um margt ríkari að lokinni svona viku, íslendingarnir fengu kjörið tækifæri til að æfa sig í skandin- avísku og eins myndast alltaf sterk vináttutengsl í þessum hóp- Nár vi er tilsammans.... íslensku þátttakendurnir brugðu upp svipmynd af lífinu á síldarplani og veittu frænd- um sínum örlitla innsýn í hve sjórinn er nátengdur öllum íslenskum fjölskyldum. um og vitað er um mikinn fjölda póstkorta sem er á ferð milli vinabæjanna. Frægasta saga sem tengist þess- um vinabæjasamskiptum er um unga stúlku í Finnlandi og ungan mann í Noregi sem hittust á svona móti. Þau eyddu miklum tíma í að spjalla saman og eftir að unga stúlkan kom heim til Finn- lands saknaði hún vinar síns og ákvað að skrifa honum. En þá kom babb í bátinn, hún vissi að hann hét Bjarne en eftirnafnið vantaði. í þátttakendaskránni voru tveir Bjarnar og hún skrif- aði þeim sem hún taldi líklegri og eftir stuttan tíma fékk hún svar. Bréfaskriftirnar héldu áfram og ári síðar hittust þau aftur. En æ, æ það hafði verið „vitlaus" Bjarne sem hún skrifaði. Það kom þó ekki að sök því henni leist ágætlega á þennan Bjarne líka og eftir því sem best er vitað hafa þau verið gift í þó nokkur ár. Hvort einhverjar hjónabands- hugleiðingar eru í gangi eftir mótið hérna í ár verður tíminn að leiða í Ijós en hér og þar mun fylgjast með þróun mála. # Af hesta- mönnum Nú er nýlokið landsmóti hestamanna að Hellu á Rangárvöllum, þessari miklu hátíð hestamanna. Auðvitað fylgir lands- mótunum og öðrum hestamannamótum oft talsverður gleðskapur og margir þar í hópi sem kunna sannarlega að gleðjast á góðri stund. Oft koma upp skemmtileg til- vik og margar sögur hafa orðið til af því tilefni. T.d. er það sagan af hesta- mönnunum sem voru að skemmta sér og voru orðnir nokkuð við skál. Einn þeirra, ákaflega spaugsamur náungi, snaraðist á hestbak og settist öfugur í hnakkinn. Einn vegfarenda benti honum á þetta, en knap- inn svaraði að bragði: Hvern andsk... veist þú hvert ég er að fara? • Frægir menn Kunningi dálkaritara var að segja frá því þegar hann á dögunum fór á tónleika með hinni gam- alkunnu hljómsveit Shadows. Var hann feiki- iega ánægður með tón- leikana og taldi þá hafa verið mikla upplifun og hann mundi sjálfsagt búa lengi að þeirri ánægju sem hann varð aðnjót- andi. Lýsti hann tón- leikunum í smáatriðum og bar þá saman við aðra tónleika sem hann hafði farið á með Led Zeppelín í Laugardalshöllinni um árið. Á Zeppelíntónleikun- um hefði verið ofboðsleg- ur hávaði meðan á hljóm- leikunum stóð, en í Broadway var grafarþögn meðan Shadows spilaði, þrátt fyrir troðfullt hús og fólk á öllum aldri. Þegar hér var komið rifjaðist upp brandari af Bjarna heitnum Jónssyni, sem við höfðum heyrt fyrir mörgum árum. Það var þegar Bjarni fór í heim- sókn t páfagarð. Páfi frétti að hinn nafntogaði prest- ur norðan af íslandi væri kominn í heimsókn. Bauð páfi séra Bjarna að ganga með sér út á svalir Péturs- kirkjunnar þar sem hundr- að þúsund manns biðu blessunar hans. Bjarni sagði að er þeir gengu fram sló algerri lotningar- kyrrð á mannfjöldann, svo að heyra hefði mátt saumnál detta. En allt í einu heyrði ég rödd úr mannhafinu sem sagði: „Hvaða maður er þetta sem stendur þarna hjá honum séra Bjarna?“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.