Dagur - 06.08.1986, Page 6

Dagur - 06.08.1986, Page 6
6 - DAGUR - 6. ágúst 1986 6. ágúst 1986 - DAGUR - 7 „Hreint Iand getur algerlega skipt sköpum fyrir Lslendinga“ - segir Valur Stefánsson, stöðvarstjóri einnar fullkomnustu fiskeldisstöðvar í Noregi Eins og sjá má er stöðin ennþá í uppbyggingu. Hún á að vera fullbúin í haust. Yalur Stefánsson er ungur maður sem ættaður er úr Hörgárdal. Hann hélt til Nor- egs að læra fiskeldi og hefur síðan gert það gott á því sviði, er nú stöðvarstjóri fiskeldis- stöðvar sem verið er að reisa þar í landi og er hún ein sú fuil- komnasta þar, en Norðmenn eru einna fremstir á þessu sviði í heiminum. Dagur fékk Val til að segja aðeins frá námi sínu og störfum. „Ég hélt til Noregs að læra fiskeldi haustið 1980. Par byrjaði ég á að fara í skóla þar sem nám- ið var bæði verklegt og bóklegt, en það eru nokkrir svona skólar í Noregi þar sem náminu er skipt nokkurn veginn jafnt niður í bók- legt og verklegt. Árið þar á eftir fór ég í Fylkisháskólann í Bodö og fór þar í meira bóklegt nám en áður. Þaðan fór ég svo til Bergen, í háskólann þar, og í Bergen hef ég svo verið síðastlið- in 4 ár. Ég vann alltaf með skólanum í fiskeldi og það átti eftir að koma sér vel fyrir mig. Pegar ég var að vinna að lokaverkefni við háskól- ann í Bergen datt mér í hug að sækja um vinnu á tveimur stöð- um og þá kom í ljós að þeir völdu mig fram yfir marga aðra betur menntaða, einungis vegna reynsl- unnar sem ég hafði aflað mér. Síðan gerist ég stöðvarstjóri fiskeldisstöðvar sem er í útjaðri Bergen og er núna í fullum gangi. Við höfum leyfi til að framleiða eina milljón sjógönguseiða á ári sem er það mesta sem hægt er að fá í Noregi. Menn telja að þessi stöð sé jafnvel sú íullkomnasta sem verið er að byggja, og hefur verið byggð, í Noregi. Petta á sérstaklega við um tæknibúnað og flutning á fiski í gegn um rör. Þessi stöð á að vera fullgerð í haust.“ - Þú ættir kannski að segja okkur eitthvað um fiskeldi almennt í Noregi. „Norðmennirnir eru nú búnir að vera í þessu í dálítinn tíma, ég held að fiskeldið þar eigi sér orð- ið um 50 ára sögu. En það eru nú samt ekki nema u.þ.b. 10 ár síð- an það byrjaði að blómstra og það sem er nú að ske er að þeir eru að byrja að fá neikvæð við- brögð frá mörkuðum sínum vegna hræðslu um mengun. Fólk í Bandaríkjunum, Þýskalandi eða hvar sem er, þetta er fólk sem veltir því fyrir sér hvað það er að kaupa. Ef það veit að varan er framleidd í nágrenni kjarn- orkustöðvar eða einhvers iðnað- ar sem mengar þá verður það strax neikvætt. Það hafa nú kom- ið ansi neikvæð viðbrögð, og þá sérstaklega frá Bandaríkjunum, og það hefur jafnvel komið fyrir að sendingar hafa verið stöðvað- ar vegna þessa. Þetta vekur mann til umhugs- unar um að hér á íslandi höfum við ekki súrt regn, engin kjarn- orkuver, fáar stóriðjur og þetta gæti komið til með að hafa mikil og góð áhrif fyrir okkur. Þó að við vitum að við séum ekki að senda mengaðan fisk til fólksins þá vita kaupendurnir ekkert um það og ef þeir vita að þetta er framleitt einhvers staðar nálægt mengunarsvæðum þá verða þeir einfaldlega hræddir við vöruna. Að þessu leyti eigum við mikla möguleika og þetta þýðir að við getum sett upp hærra verð í Bandaríkjunum heldur en t.d. Norðmenn. Ef við ætlum að eiga einhverja framtíð fyrir okkur í þessu þá verðum við hugsa um að halda landinu hreinu. En Norð- mennirnir halda áfram að berjast, það er enginn vafi á því.“ - Ert þú alkominn heim núna? „Nei, nei. Ég ætla a.m.k. að koma þessari stöð almennilega í gang áður en ég fer að hugsa til hreyfings. En ég hef að undan- förnu hitt mikið af fólki og ég heyri að það er talsvert rætt um möguleika til fiskeldis hér við Eyjafjörð. Ég sé þörfina fyrir ráðgjafaþjónustu til að byggja upp fiskeldi á Norðurlandi og mér finnst það spennandi hug- mynd að setja upp slíka þjón- ustu. Hins vegar verður tvímæla- laust erfitt að slíta sig frá því sem ég er að gera í Noregi. Ég vildi gjarnan að það yrði gerð einhver úttekt á þeirri orku sem hér er til staðar, og þá sér- staklega heitu vatni, því það hef- Þama halda Valur og félagi hans á „foreldrafiski“ og mega hafa sig alla við enda er þetta vænsta skepna. Ekki mun óalgengt að „foreldrarnir" séu stærri en þetta. ur alveg geysilega þýðingu. Ég veit að það finnst hér heitt vatn í jörðu á nokkrum stöðum og hérna má vafalaust gera eitthvað. Okkur vantar hér hvorki kalt vatn né sjó. Það sem vantar mest er orkan. Ef t.d. rafmagn væri ódýrara þá gæfi það mikla mögu- leika. Það er líka alltaf að koma fram fullkomnari búnaður sem sér um að nýta hitann betur og ég tel að með þeirri tækni sem er fyrir hendi í dag sé hægt að byggja nokkrar stöðvar hér við Eyjafjörð." - En annars staðar á landinu? Já, t.d. mjög víða í Þingeyjar- sýslunum. Ég var m.a. út í Axar- firði og þar eru miklir möguleik- ar. Þeir eru líka byrjaðir í Keldu- hverfinu og svo er Árlax kominn til sögunnar og það verður spenn- andi að sjá hvernig þetta kemur til með að ganga.“ - En hvernig standa íslending- ar, t.d. í samanburði við Noreg. Erum við á eftir í þessu? „Aðstæður í Noregi eru allar aðrar en hér. Þar er náttúruleg aðstaða fyrir eldi í sjó alveg Séð yfir kerin. Eins og sjá má er allt þarna mjög þrifalegt og frágangur allur góður. Þarna má finna mjög fullkomið flutningskerfi fyrir fiskinn. Valur stendur þarna við fullkomna stjórntölvu. Stöð þessi er svo fullkomin að hin mannlega hönd þarf sjaldan að koma þarna nærri. geysilega hagkvæm. En að vera með eldi í sjó þýðir að maður er alltaf eitthvað háður náttúru- öflunum, maður lendir alltaf í einhverjum árekstrum við þau, það er ekki hægt að komast alveg hjá því. En nú eru Norðmenn mikið farnir að hugsa um að byggja landstöðvar sem þýðir að maður verður ekki lengur háður náttúruöflunum. Á Reykjanes- inu er einnig byrjað að byggja matfiskeldisstöðvar á landi og ég tel það vera framtíðina fyrir íslendinga að byggja matfiskeld- isstöðvar á landi þar sem fiskur- inn er hafður í körum þar sem maður getur stjórnað öllu og ekki háður náttúruöflunum. Maður getur aukið árangurinn svo mikið. Ég á líka von á að það verði framtíðin. Þegar út í þetta er komið þá er þetta farið að þarfnast mikillar þekkingar, tæknibúnaðurinn er farinn að skipta svo miklu máli, enda ræður maður þarna við öll skilyrði og þau verða því eins hagstæð og þú vilt hafa þau. í þannig að það er óhætt að segja að Norðmenn séu mjög framar- lega.“ - Er erfitt að læra fiskeldi? „Nei, námið er ekki erfitt, en það er hins vegar orðið mjög erf- itt að komast í það. Það er mikið hringt í mig og ég beðinn að hjálpa mönnum með þetta, það er ótrúlega mikið af íslendingum sem vilja komast í þetta. Það eru svona fimm til sex íslendingar sem hafa verið þama á mínum vegum en nú er þetta orðið það eftirsótt að mjög erfitt er að kom- ast inn.“ - Er eitthvað nýtt á döfinni hjá stöðinni sem þú starfar við? „Það em nú uppi áform um að halda áfram byggingum þama og fara út í aðrar tegundir af eldi. Það er meiningin að koma þama upp reykvinnslu og jafnvel fara út í lúðueldi og sitthvað fleira. Við verðum hugsanlega með samvinnu við háskólann í Bergen þannig að það er ýmislegt á döf- inni sem er rætt um í dag en fyrsti í þetta ker verður hægt að flytja fisk úr eldiskerunum með einu handtaki eftir hinu fullkomna flutningskerfi stöðvarinnar. Noregi líða u.þ.b. tvö ár frá því að seiðin koma í sjóinn og til slátrunar en í svona stöð mætti jafnvel stytta þann tíma niður í eitt ár. Einnig er hægt að auka þéttleikann um helming með því að yfirmetta vatnið súrefni. Svona má lengi telja. Hins vegar má nefna á móti að stofnkostnað- ur við slíka stöð er gífurlegur. En þekkingin, eða þekkingar- leysið, er vandamál á íslandi. Það er ekki nóg að hafa góðar aðstæður, það verður einnig að hafa góða þekkingu til að nýta þær. Norðmenn eru mjög fram- arlega á þessu sviði, ég hugsa jafnvel að þeir séu fremstir í heiminum í dag. Nú eru ráðgjaf- ar frá Noregi að aðstoða við byggingar fiskeldisstöðva út um allan heim og síðan eru þjónust- ufyrirtæki sem eru farin að mar- kaðsfæra sig út um allan heim áfanginn er að koma þessari stöð í fullan gang svo við getum kom ið frá okkur einni milljón sjó- gönguseiða á ári. Hún verður þá með allra stærstu stöðvum í Nor- egi og það verður lögð mikil áhersla á að gera hana sem full- komnasta hvað tækniútbúnað varðar, t.d. til þess að geta forð- ast mengun. Og fyrst ég minnist á það þá vil ég leggja á það höfuðáherslu að hreint land getur algerlega skipt sköpum fyrir íslendinga. Ef við ætlum að eiga einhverja mögu- leika í framtíðinni sem fiskiþjóð, hvort sem við erum að ræða þar um eldisfisk eða fiskinn í sjónum, þá verðum við að gæta þess að halda mengun í burtu. Ef það tekst þá held ég að íslendingar eigi mikla möguleika í framtíð- inni.“ JHB Vöruskiptin við útlönd fyrstu 6 mánuði ársins 86 í júnímánuði voru fluttar út vörur fyrir 3.807 millj. kr. en inn fyrir 3.603 millj. kr. fob. Yöruskiptajöfnuðurinn í júní var því hagstæður um 204 millj. kr. en í júnímánuði í fyrra var halli á vöruskipta- jöfnuðinum sem nam 163 millj. kr. á sama gengi. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 21.180 millj. kr. en inn fyrir 18.363 millj. kr. fob. Vöruskipta- jöfnuðurinn fyrstu sex mánuði ársins var því hagstæður um 2.817 millj. kr. en á sama tíma í fyrra var 543 millj. kr. halli á vöruskiptunum við útlönd, reikn- að á sama gengi. Fyrstu sex mánuði ársins var verðmæti vöruútflutningsins 14% meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Sjávarafurðir voru um þrír fjórðu hlutar alls utflutn- ingsins og voru 17% meiri en á sama tíma í fyrra. Rétt er þó að hafa í huga, að afurðarverð hefur hækkað verulega á þessu sama tímabili. Útflutningur á áli var 6% meiri en í fyrra en útflutning- ur kísiljárns var 8% meiri en á sama tíma í fyrra, reiknað á föstu gengi. Útflutningsverðmæti ann- arrar vöru var loks 1% meira en í fyrra. Verðmæti vöruinnflutningsins fyrstu sex mánuði ársins var 3% minna en á sama tíma í fyrra, reiknað á föstu gengi. Hér skiptir miklu, að rekstrarvöruinnflutn- ingur álverksmiðjunnar var innan við helmingur þess sem hann var í fyrra á sama tíma. Verðmæti innflutnings til stóriðju, innflutn- ings skipa og flugvéla svo og olíu- innflutnings, sem kemur á skýrsl- ur fyrstu sex mánuði ársins, var samtals 33% minna en í fyrra, reiknað á föstu gengi. Þessir innflutningsliðir eru jafnan breytilegir frá einu ári til annars, en séu þeir frátaldir reyn- ist annar innflutningur (81% af heildinni) hafa orðið um 8% meiri en í fyrra, reiknað á föstu gengi. Halldór á dráttarvélinni. - sagði Halldór Hlíðar frá Hlíðarenda Á bæ í Óslandshlíðinni skammt norðan við Sleitustaði er maður að brasa í bíl og vélum heima við bæ og ungur drengur á Massey- Ferguson dráttarvél með hey- þyrlu aftan í að snúa heyi á tún- bletti skammt frá veginum. Kannski hefur hann grunað í hvers lags erindagjörðum komu- maður var því hann var ekkert að stöðva vélina strax, heldur keyrði tæpan hring áður. Var sem sagt ekkert að trana sér í blöðin. Hann sagðist heita Halldór Hlíðar Kjartansson og vera fjórt- án ára frá Hlíðarenda næsta bæ fyrir sunnan. Manninn sem heima við bæinn var sagði hann vera Gunnar son bóndans sem hafði búið hérna í Stóra-Gerði áður. En það héti bærinn og væri búinn að vera í eyði í nokkur ár. Þeir á Hlíðarenda heyjuðu hérna túnin. Þetta væri það síðasta sem heyjað yrði núna og fólkið heima ætlaði að fara að keyra inn af heimatúninu. En hvernig er að vera í heyskapnum, er það ekki fínt? „Jú, það er alveg ágætt. Alla vega mun betra en að vera í skólanum. Fínt að vera laus við hann yfir sumarið.“ - Hvar ert þú í skóla? „Á Hofsósi. Ég fer þangað líka í skóla í vetur.“ - En hvað gerið þið ungling- arnir í sveitinni ykkur til skemmt- unar yfir sumarið? „Ja, það eru aðallega fótbolta- æfingarnar á Hofsósi, sem eru tvisvar í viku.“ - Þjálfar þá Árni Stefánsson ykkur og æfið þið kannski með þeim fullorðnu? „Já, Árni þjálfar okkur. Nei það eru sér æfingar fyrir okkur.“ - Er Árni búinn að kenna ykk- ur mikið? „Já, það held ég.“ - Hafið þið keppt eitthvað? „Já, við kepptum við fjórða flokk Fylkis um daginn og töpuð- um 2-3.“ - Nú, ég held að þetta Fylkis- lið hafi unnið stórt á Króknum. Eruð þið svona góðir? „Já, ég heyrði eitthvað um það. Við erum nokkuð seigir.“ - En hvernig er það, verða ekki töðugjöld þegar heyskapn- um er lokið? „Jú að sjálfsögðu," sagði Hall- dór að lokum og gat nú haldið áfram að snúaheyinu. Mörg tún- in í Óslandshlíðinni eru orðin fagurgræn aftur eftir fyrri slátt og að því kemur að háin verði slegin. En áður verða sjálfsagt víðast hvar haldin töðugjöld í sveitinni. -þá

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.