Dagur - 20.08.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 20.08.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 20. ágúst 1986 Viljum drekka . 9?sí vinnutimanum - Fjórir Siipparar í stuttu spjalli í plötusmiðju 2 í Slippstöðinni hitti blaðamaður Dags þrjá sprenglærða plötusmiði ásamt einum barnungum lærlingi. Plötusmiðirnir eru þeir Kon- ráð Óskarsson, Ingólfur Sam- úelsson og Tryggvi „Röri“ Haraldsson en lærlingur þeirra heitir Björn Sveinsson. Þeir voru allir að vinna í togaranum Heimaey en að þeirra sögn hefur því verki seinkað mjög nú í sumar, bæði vegna sumar- fría og viðgerða á öðrum bát- um sem hafa komið óvænt upp á. - En hvenær skyldi Heimaey verða sjófær á ný? (Þeir svara hver í kapp við annan og hér kemur útdráttur úr því) „Sennilegast í ágúst lok en viðgerðirnar hófust um mánaða- mótin mars apríl. Þetta hafa ver- ið talsvert miklar viðgerðir - stór hluti skipsins hefur verið yfirfar- inn og margt endurbætt." - Hvernig er vinnuaðstaðan hjá ykkur við svona verk? „Það fer mikið eftir því hvar og hvað við erum að vinna. Loft- ræstingin er til dæmis yfir höfuð í algerum ólestri og lítið sem ekk- ert eftirlit haft með henni - raun- ar mætti segja að öryggisbúnaður allur þyrfti að vera miklu meiri. Svo er það líka staðreynd að þegar mest er að gera og þörfin þá einna mest fyrir öflugri örygg- isgæslu að hún situr fullkomlega á hakanum sökum anna. Einnig skortir mikið upp á að öll þau öryggistæki sem þörf er á séu til hér á staðnum. Þannig að við þurfum ansi oft að smíða undir okkur handriði, palla og fleira í þeim dúrnurn." Það var Konráð sem svaraði þessu fyrir þá félagana sem kink- uðu þó allir kolli og virtust sam- mála honum. En hvað finnst þeim um launin sín? Aftur er það Konráð sem tekur Tryggvi, Ingólfur, Björn og Konráð stálsmiðir í Slippstöðinni. fyrstur til máls: „Þau eru ókei ef það er eftirvinna og næturvinna annars er þetta bara kúkur á priki.“ Strákarnir taka allir undir þetta og eru sammála um að þeir vinni fyrir hverri einustu krónu sem þeir fá borgaða. Þegar hingað var komið reis Ingólfur upp, opnaði skáp og tók út gosflösku. „Þetta er okkar bar- áttumál - að fá að drekka gos í vinnutímanum.“ Svo glotti hann en bætti svo við að það væri ekki nógu gott að menn mættu reykja í vinnutímanum á meðan ekki mætti drekka gos. Þetta var Ing- ólfi mikið hjartans mál og er því hér með komið á framfæri. Gos- drykkja verði leyfð í vinnutíma. Þá er komið að lokaspurning- unni þar sem strákarnir vildu endilega að ljósmyndarinn færi að mynda þá: - Hvernig er mór- allinn í stöðinni? (Allir) „Alveg rosalega góður - nema hvað gaurarnir á lagern- um eru rosalega leiðinlegir." Þetta innskot Ingólfs uppskar mikinn hlátur og þá vita þeir á lagernum það. Frá Bikarmóti Norðurlands í hestaíþróttum Bikarmót Norðurlands í hesta- íþróttum var haldið á Húsavík um helgina. Um 40 knapar frá 5 íþróttadeildum leiddu saman hesta sína, í orðanna fyllstu merkingu. Kaupfélag Þingey- inga gaf öll verðlaun til móts- ins að þessu sinni, að undan- skildum Dagsbikarnum svo- nefnda, sem Dagur gaf í fyrra. Dagsbikarinn er farandbikar sem stigahæsta íþróttadeildin hverju sinni hlýtur. Að þessu sinni tóku Léttismenn bikarinn með sér til Akureyrar en þeir hlutu alls 888,24 stig á mótinu. Deildirnar sem þátt tóku í mótinu voru þessar: íþróttadeild Léttis, Akureyri (ÍDL), íþrótta- deild Grana og Þjálfa, S.-Þing- eyjarsýslu (ÍDG&Þ), íþrótta- deild Hrings, Dalvík (ÍDH), íþróttadeild Léttfeta og Stíg- anda, Skagafirði (ÍDL&S) og íþróttadeild Funa, Eyjafirði (IDF). Þetta er í annað sinn sem Bikarmót Norðurlands í hesta- íþróttum er haldið en næst verð- ur það haldið í Skagafirði 1987 eða ’88. Helstu úrslit urðu þessi: Hindrunarstökk: Stig 1. Benedikt Arnbjörnsson ÍDG&Þ. 82 2. Atli Sigfússon ÍDL. 81 3. Ingólfur Helgason ÍDL&S. 72 Hlýðnikeppni: Stig 1. Jarþrúður Þórarinsdóttir ÍDL. 25 2. Einar H. Stefánsson ÍDH. 23 3. Þorsteinn Stefánsson ÍDH. 21 Fjórgangur: Stig 1. Stefán Friðgeirsson ÍDH. 50,15 2. Benedikt Arnbjörnsson ÍDG&Þ. 51,34 3. Anna Sigurðardóttir ÍDL&S. 49,13 4. Þorsteinn H. Stefánsson iDH. 49,63 5. Ólafur Jósepsson ÍDL. 49,80 Fimmgangur: Stig 1. Stefán Friðgeirsson ÍDH. 58,40 2. Heiðar Hafdal ÍDL. 54,80 3. Stefán Haraldsson ÍDG&Þ. 50,60 4. Bjarni P. Vilhjálmsson ÍDG&Þ. 54,00 5. Anna Þóra Jónsdóttir ÍDL&S. 49,40 Tölt: Stig 1. Benedikt Arnbjörnsson ÍDG&Þ. 82,93 2. Heiðar Hafdal ÍDL. 82,67 3. Atli Sigfússon ÍDL. 79,20 4. Ólafur Jósepsson ÍDL. 73,60 5. Vignir Sigurðsson ÍDG&Þ. 75,20 Gæðingaskeið: Stig 1. Heiðar Hafdal ÍDL. 74,00 2. Anton Níelsson ÍDH. 60,50 3. Stefán Haraldsson ÍDG&Þ. 51,50 Benedikt Arnbjörnsson varð stigahæstur knapa. Hann hlaut alls 216,27 stig og farandbikar að launum. Frá keppninni á laugardaginn. Benedikt Arnbjörnsson varð stigahæsti knapi mótsins. í keppni unglinga urðu úrslit eftirfarandi: Fjórgangur: Stig 1. Björn Jónsson ÍDL&S. 24,99 2. Heiðdís Smáradóttir ÍDL. 33,15 3. HólmfríðurStefánsdóttir ÍDH. 42,84 4. Mart'a Höskuldsdóttir ÍDG&Þ. 36,55 Tölt Stig: 1. Eiður Matthíasson ÍDL. 69,60 2. Björn Jónsson ÍDL&S. 67,73 3. Margrét Baldvinsd. ÍDG&Þ. 62,67 4. Hólmfríður Stefánsdóttir IDH. 62,92 Stigahæst unglinga varð Hólm- fríður Stefánsdóttir með 105,77 stig og fékk hún að launum eign- arbikar, sem gefinn var af KÞ. Urslit í deildakeppninni urðu sem hér segir: Stig 1. ÍDL, Akureyri 888,24 2. ÍDG&Þ, S.-Þing. 864,22 3. ÍDH, Dalvík 716,05 4. ÍDL&S, Skagaf. 652,06 5. ÍDF, Eyjaf. 312,04 BB/IM. íþróttadeild Léttis Akureyri sigraði í deildakeppninni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.