Dagur - 20.08.1986, Blaðsíða 3
20. ágúst 1986 - DAGUR - 3
„Sumir halda að heilt tungumál geti farið fjandans til vegna þess að menn
„flippa“ eitt árið og „fríka það næsta“.
fræði alveg ágætlega sjálfur og
það væri í sjálfu sér lítill vandi
fyrir mig að þusa þau yfir bókar-
lausum nemendunum. Það er
hins vegar hreinasta ókurteisi við
nemendur.“
- Þú sagðir áðan að svona
bækur þyrftu reynslu og þín hef-
ur verið lesin í tvo vetur. Hvernig
hefur hún reynst?
„Ég held að hún hafi reynst
alveg þokkalega. Mér hefur verið
sagt að það sé þægilegt að lesa-
hana og hún sé nokkuð aðgengi-
leg fyrir nemendur. Þetta er að
sjálfsögðu nokkuð stórt atriði.
Én það verður seint skrifuð galla-
laus bók og mig dreymir ekki svo
stórt. Félagar mínir hafa bent
mér á ýmislegt sem betur mætti
fara og ég reyni að taka tillit til
þess við endurbætur á bókinni.“
- Það er mjög í tísku þessa
dagana að hafa áhyggjur af af-
drifum íslenskunnar. Telur þú að
íslenskan sé í einhverri sérstakri
hættu þessa dagana?
„Það er erfitt að svara tísku-
spurningum án þess að nota
tískusvör. Nei ég held ekki að
íslenskan sé í bráðri hættu. Það
er reynt að halda tungunni lifandi
í skólunum og við kennararnir
verðum meira að segja varir við
að nemendur hafi áhyggjur af
henni ekki síður en annað full-
orðið fólk. Það eru þættir um
daglegt mál í útvarpinu og fólk
gerir mikið af því að senda fyrir-
spurnir og aðfinnslur þangað
þannig að það er greinilega mikið
hlustað á þessa þætti. Einnig er
mikið hringt í kennara og ís-
lenskufræðinga og þeir spurðir
um tiltekin atriði. Én þetta eru
oftast einangruð smáatriði, svo
sem beygingar eða stafsetning til-
tekinna orða.“
- Hefurðu þá engar áhyggjur
af öllum slettunum í málinu?
„Ég held að það sé engin stór-
bylting í nánd. Sumir halda að
heilt tungumál geti farið fjandans
til vegna þess að menn „flippa“
eitt árið og „fríka“ það næsta en
flestar þessar slettur eru tískufyr-
irbrigði sem deyja fljótt. Svo má
heldur ekki gleyma því að það
eru ekki allar slettur vondar. Á
meðan útlend orð hegða sér eins
og íslensk og laga sig vel að
íslensku málkerfi þá geta þau
orðið ágætir þegnar, rétt eins og
mennskir útlendingar. Ef aldrei
hefði verið tekið við útlendu orði
þá ættum við hvorki kirkju né
sápu og ekki heldur Kristínu og
Maríu.
Ég hef miklu meiri áhyggjur af
því þegar fólki liggur svo óskap-
lega á að það hefur varla tíma til
að segja það sem það ætlar sér.
Það er alltaf nauðsynlegt að
vanda málfar sitt, ekki bara orða-
lagið heldur líka framburðinn. í
þessu efni hafa útvarp og sjón-
varp ekki staðið sig nógu vel,
þ.e.a.s. það hefur ekki verið
staðið nægilega vel að vali
manna. Á þessum stofnunum
finnst allt of mikið af óskýrmæltu
fólki og einnig finnst þar fólk
með talgalla sem mætti auðveld-
lega laga ef vilji væri fyrir hendi.
Það virðist bara vanta metnað til
þess, bæði hjá viðkomandi ein-
staklingum og stofnunum.
Þetta er hættulegt vegna þess
að hvers kyns ónákvæmni og
subbuskapur í tali síast ótrúlega
auðveldlega inn í áheyrendur.
Áheyrandinn hættir að taka eftir
því að illa er gert og smám saman
fer hann að gera þetta sjálfur.
Það hefur margsinnis verið tal-
að um að það sé pottur brotinn í
þessum efnum hjá þeim sem sjá
um tónlistarþætti og það er full
ástæða til að taka undir það. Og
þetta á ekki bara við um Rás tvö,
öðru nær. Það er eins og sumt af
þessu fólki sé að reyna að herma
eftir erlendum plötusnúðum, það
sönglar með vitleysum áherslum
sem maður á alls ekki að venjast
í íslensku máli. Þetta er eitt af
því sem auðvelt væri að laga ef
viljinn væri fyrir hendi. Þetta er
kjánalegt þegar til lengdar lætur.
Meira að segja unglingunum,
sem þó er verið að höfða til,
finnst þetta kjánalegt. íslending-
ar hljóta að geta talað og skilið
íslensku með íslenskum hreim,
héðan af sem hingað til. Hún hef-
ur dugað okkur ágætlega fram að
þessu og því skyldi hún ekki geta
gert það áfram? JHB
Ólafsfjörður:
„Eins og best gerist“
- segir Valtýr Sigurbjarnarson
eftir breytingar á sundlauginni
„Iðnaðarmenn hafa haft nóg
að gera hér á Ólafsfirði að
undanförnu og hefur verið
mikið um framkvæmdir sem
tengjast viðhaldi og breyting-
um á húsum hér,“ sagði Valtýr
Sigurbjarnarson bæjarstjóri í
Ólafsfirði.
Unnið hefur verið við miklar lag-
færingar á sundlaug bæjarins, þar
sem endurnýjaðir voru búnings-
klefar og böð. „Vissulega var
tími til kominn að vinna þetta
verk, því sundlaugin er 40 ára
gamalt mannvirki. Fyrir nokkru
var séð að gera þyrfti stórátak í
■ ■ ii -■ Akurevri:
Malbikun gengur
samkvæmt áætlun
„Þetta gengur ósköp eðli-
Iega,“ sagði Guðmundur Guð-
laugsson verkfræðingur um
malbikunarframkvæmdir á
Akureyri, er hann var spurður
um þau mál.
Eins og fram hefur komið átti
að leggja megináherslu á malbik-
un gangstétta í bænum í sumar.
Guðmundur sagði að búið væri
að leggja malbik á um fjórðung
þeirra stétta sem á áætlun voru.
„Við gerum ráð fyrir að hitt haf-
ist á eðlilegum tíma,“ sagði Guð-
mundur.
Um malbikun þeirra gatna sem
vinna á við í sumar sagði hann að
nokkuð væri búið. „Þó er Dals-
braut eftir og nú verður farið að
grafa upp Grænugötu, því hún
var aldrei undirbyggð fyrir mal-
bikun á sínum tíma og þar af
leiðandi alltaf erfið á vetrum."
S; gði Guðmundur að vinna við
malbikun væri áætluð fram í
október. gej-
endurbótum á sundlauginni og
var því frekar ákveðið að bíða
með verkið í stað þess að veita
litlar fjárhæðir á hverju ári.
Nú er þett1 cins og best gerist og
allir ánægðir með framkvæmd-
ina,“ sagði Valtýr.
Vinna við sundlaugina tók um
3 mánuði og þurfti að loka laug-
inni á meðan. „Hörðustu sund-
menn voru orðnir ansi óþolin-
móðir og voru farnir sækja sund í
nærliggjandi laugar, en ég vona
að allir geti tekið gleði sína að
nýju og notið þess sem gert hefur
verið,“ sagði Valtýr.
Kostnaður við breytingarnar
nam rúmum 2,5 milljónum
króna.
Iðnaðarmenn í Ólafsfirði eru
einnig að vinna við lagfæringar á
gamla Barnaskólanum, þar sem
skipt er um alla glugga, skipt um
járn á þaki og málað. Það verk
unnið af iðnaðarmönnum í Olafs-
firði eins og verkið við sundlaug-
ina. „Þetta er veruleg breyting til
batnaðar á þessu fallega húsi,“
sagði Valtýr. gej-
Miklilax:
Fyrirtækið hefur loksins
fengið bankaviðskipti
„Þetta er búið að ganga mun
erfíðar en maður bjóst við, því
að við töldum okkur standa vel
að vígi með mjög mikið hluta-
fé. Við erum nú loksins búnir
að fá bankafyrirgreiðslu. Það
er útibú Búnaðarbankans á
Sauðárkróki, sem tók okkur í
viðskipti. Við teljum okkur
vera búna að tryggja uppbygg-
ingu fyrirtækisins, en Byggða-
sjóður ábyrgist 75% af stofn-
kostnaði. Enn er eftir að
útvega fjármagn í reksturinn,
þar sem við seljum líklega ekki
seiði fyrr en eftir 2 ár,“ sagði
Reynir Pálsson framkvæmda-
stjóri Miklalax í Fljótum í sam-
tali við blaðið.
En við Miklavatn í Fljótum er
nú að rísa 350 seiða laxeldisstöð
og þeir Fljótamenn eru búnir að
standa í stappi undanfarið við að
fá bankafyrirgreiðslu. Reynir
sagði að sér virtist að það sem
hefði verið að gerast hér á landi
undanfarið. T.d hefði Hafskips-
málið gert það að verkum að
bankarnir gerðu meiri kröfur um
ábyrgð og væru mun betur á
varðbergi en áður. Hann sagði
þetta hafa verið mjög erfiðan
tíma undanfarið, erfitt að ná í
menn og þetta væri búið að taka
langan tíma. Framkvæmdir
hefðu samt ekki tafist svo neinu
næmi. Unnið hefði verið á fullu
og sú áætlun sem var gerð eftir að
byrjað var hefur staðist. Er von-
ast til að stöðin verði að ein-
hverju leyti komin í notkun í
október. „Þetta rennur alveg
upp. Það er byrjað á veggjunum
og verið að steypa hluta af
grunnplötunni í dag. Þá er búið
að setja niður nokkra kerbotna
og verið að leggja kalda vatnið.
Ekki verður borað meira eftir
heitu vatni, en fóðruð upp hola
við hliðina þar sem heita vatnið
er,“ sagði Reynir Pálsson. Þess
má að lokum geta að mikið af
verktökum og vinnuafli við upp-
byggingu stöðvarinnar kemur frá
Siglufirði. Þaðan kom einnig
nokkuð af hlutafénu. Á Siglufirði
er útibú Útvegsbankans, en það
treysti sér ekki til að taka Mikla-
lax í bankaviðskipti. -þá
Ólafsfjörður:
Tvö hús byggð á
síðustu fjómm árum
- skortur á leiguhúsnæði
„Hér hefur verið mjög lítið
byggt á undanförnum árum,“
sagði Valtýr Sigurbjarnarson
bæjarstjóri í Olafsfírði, er
hann var spurður um bygg-
ingaframkvæmdir á staðnum.
Kom fram hjá Valtý að skortur
væri á íbúarhúsnæði og „slegist“
um hverja leiguíbúð sem losnaði.
„Málið er líka það að ungt fólk
treystir sér ekki í það að byggja
þak yfir höfuðið. Ég reikna með
því að fjörkippur hlaupi í bygg-
ingamál með haustinu, eða þegar
nýjar Hnareglur taka gildi.
í Ólafsfirði hafa verið byggð
2 einbýlishús á síðustu 4 árum.
Nýlega var auglýst eftir fólki sem
vildi taka þátt í því að byggja
félagslegar íbúðir. Sagði Valtýr
að engar umsóknir hefðu borist,
„enda er auglýsingin rétt komin
fram. Ef áhugi reynist fyrir þessu
er hugmyndin að ráðast í þessar
byggingar næsta sumar," sagði
Valtýr. gej-