Dagur - 01.09.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 01.09.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 1. september 1986 „Þeir sem töluðu við okkur voru annars vegar fiskeldisfólk sem ekki hafði mikið vit á tölvum og var aðallega að grennslast eftir hinni „praktisku" hlið. Hins veg- ar var það tæknifólk sem ekki hafði mikið vit á fiskeldi en hafði mikið vit á tölvum og tölvubún- aði. Það kom algerlega tvenns konar gagnrýni þarna í ljós og af beggja hálfu fannst okkur hún mjög jákvæð. Jákvæðari en við þorðum að vona.“ - Hvert verður svo framhald- ið? „Ja, það er nú ekki alveg á hreinu. Við erum búnir að fá til- boð frá ákveðnum aðila, Siemens í Svíþjóð, sem vill kaupa af okk- ur forritið og öll réttindi á notkun þess. Það tilboð hljóðar upp á nokkrar milljónir norskra króna. Okkur finnst ekki nógu sniðugt að gefa þetta frá okkur á þann hátt. Hinn möguleikinn er að opna skrifstofu í Bergen og halda áfram að þróa þetta. Við ætlum að vera með forritið í fleiri útgáf- um, svonefnda „standard“- útgáfu og svo sérútgáfu. Það munar talsvert miklu á verði. Næsta skref er síðan að spá í sjálfvirka fóðrun. Þá myndum við tengja fóðurgjafa beint inn á forritið með ákveðinni aðferð. Með því myndi forritð algerlega geta ráðið því hversu mikið fóður fer á einum sólarhring. Ef okkur tekst þetta er þar með komin fram lausn sem engum hefur tek- ist að ná hingað til.“ (Þess má geta að Dagur hafði samband við forstöðumann stórs fyrirtækis í Reykjavík sem aðal- lega annast tölvuútskrift. Hann var spurður hvort hann vissi til þess að slík lausn sem að ofan er talað um væri til, þ.e. varðandi leiðréttingu forrits, að nóg væri að setja inn eina tölu og þá myndu allar aðrar breytur leið- réttast að sjálfu sér. Hann neitaði því alfarið og taldi ólíklegt að slík lausn myndi nokkru sinni finnast.) „Það er ekki nóg með að þetta sé leiðrétting. Við notum þessa uppgötvun einnig til að komast léttilega í upplýsingar, til að hlaupa fram og til baka í upplýs- ingageymslunni og skoða hvað hefur gerst áður. Við getum t.d. farið aftur í tímann og fengið útskrift á því sem gerðist fyrir mánuði síðan. Þetta leysir því fleiri vandamál í leiðinni.“ - Er hægt að nota þetta forrit í fleira en fiskeldi? „Nei, þetta forrit er mjög sér- hæft og því er ekki hægt að nota það í annað. En þessa lausn sem Valþór fann er hægt að nota á nánast öllum sviðum tölvutækn- innar.“ BB. Það sem vakti sérstaka athygli tæknilega séð var ákveðin lausn á því vandamáli að í svona forriti hefur aldrei verið hægt að komast hjá því að upp komi villur. Oft sér maður ekki villurnar fyrr en löngu seinna. Svona villur hafa áhrif á aðrar stærðir í prógramm- inu og því varð að finna leiðrétt- ingarkerfi, sem leiðréttir ekki bara þessa einu villu sem maður gerir, heldur athugar allt sem á eftir kemur og leiðréttir það. Forritið okkar geymir óvenju- mikið magn af upplýsingum en samt virkar lausnin, sem Valþór fann, á það. Þess vegna vakti þetta svo mikla athygli. Þetta er óhemjustórt forrit, ef maður tæki útskrift á því yrði hún u.þ.b. 200 þúsund stafir eða svo. Þetta forrit hefur verið keyrt á stöðinni sem ég rek og við keyr- um það enn með mjög góðum árangri. Það gengur út á að fylgj- ast með framvindu mála í hverju keri, fyrir hvern stofn, fyrir hverja eldiseiningu. Fyrir alla stöðina fylgist það með fjölda, þyngd, meðalþyngd, vaxtar- hraða, fóðurnotkun og fóðurnýt- ingu. Við erum búnir að reynslu- keyra það og teljum okkur vera með það góða reynslu af því að við erum tilbúnir til að markaðs- setja það. Maður getur fengið útskrift hvenær sem maður vill af því sem maður óskar eftir. Við notum það til dæmis hreinlega til að merkja körin. Á hverju kari er útskriftarmiði frá prógramminu með öllum þessum tölum, fyrir utan það að við notum þetta beint í bókhald og fjárhagsáætl- anir og í að sjá hvað maður eyðir miklu í fóður o. s. frv.“ - Voru það aðallega menn á fiskeldissviðinu sem sýndu áhuga á þessu forriti? - segir Guðmundur Valur Stefánsson íslenskt tölvuforrit fyrir físk- eldisstöðvar vakti niikla athygli á fískeldissýningu í Bergen í Noregi fyrir skömmu. Höfundar forritsins eru bræð- urnir Guðmundur Valur og Valþór Stefánssynir frá Auð- brekku í Eyjafírði en þeir eru synir Stefáns Valgeirssonar alþingismanns. Það sem vakti mesta athygli var að með for- ritinu hefur þeim tekist að fínna lausn á ákveðnum vanda sem tölvusérfræðingar á öllum sviðum hafa lengi glímt við að leysa. Þegar sýningunni lauk höfðu menn frá alþjóðlegu fyrirtæki í Svíþjóð samband við bræðurna og vildu kaupa af þeim forritið og einkaréttindi á notkun þess og voru tilbúnir að greiða nokkrar milljónir norskra króna fyrir það. Það gefur mjög ákveðnar vísbend- ingar um mikilvægi þessarar uppgötvunar bræðranna. Guð- mundur Valur er fram- kvæmdastjóri stórs fískeldis- fyrirtækis í Noregi en Valþór er við framhaldsnám í læknis- fræði en hefur alltaf haft mik- inn áhuga á tölvum og tölvu- vinnslu. Dagur náði sambandi við Guðmund Val úti í Noregi og innti hann nánari frétta af þessu forriti. „Frá því ég fór að vinna við fiskeldi hef ég séð þörfina fyrir svona forrit. Ég fór sjálfur út í það að læra að „prógammera" en komst nú ekki langt á því sviði. Þess vegna talaði ég við Valþór bróður. Hann er við framhalds- nám í læknisfræði en hefur alltaf haft miknn áhuga á tölvum og er mjög vel að sér í flestu sem að þeim lýtur. Við ákváðum að láta til skarar skríða, stofnuðum fyrir- tæki um þetta og hófum að starfa að þessu saman. Hann forritaði en ég stillti því upp sem ég vildi fá inn í forritið. Valþór var því oft að forrita efni „blindandi“, þ.e. án þess að gera sér nákvæma grein fyrir því hvað hann væri að forrita. Honum tókst að leysa atriði sem margir hafa átt í erfið- leikum með og við vitum ekki til þess að neinum hafi tekist að búa til samsvarandi forrit áður. Útkoman varð vonum framar og reyndar ansi góð.“ - I hverju er þessi lausn ykkar fólgin? „Við vorum með forritið á sýn- ingu í Bergen um síðustu helgi og reiknuðum ekki með neinum árangri þannig. Hins vegar urð- um við varir við mjög mikinn áhuga. í tilefni 50 ára afmælis Skó- verksmiöjunnar á Akureyri hefst stórútsala þar í dag. Útsalan verður á gamla lagern- um og er þar mikið úrval af skóm, leðri og töskum. Á útsölunni verða skór í stærð- um 28-46. Eru það barnaskór, herraskór, dömuskór, kuldaskór, vinnuskór, íþróttaskór og módel- skór, sem eru erlendar prufur og þá yfirleitt aðeins til eitt eintak af hverju pari. Auk þess er hægt að kaupa leður í húðum og skóla- töskur. Á útsölunni er hægt að fá barnaskó í mörgum litum og því tilvalið að kaupa jólaskóna á börnin. -HJS „Hægt að nota lausnina á öllum sviðum tölvutækni“ Utsalan er á gamla skólalagernum, gengið inn um þessar dyr og upp á aðra hæð. Á innfelldu myndinni má sjá örlíti brot af skóúrvalinu. Þarna er hægt að fá skó á spottprís. Útsala á skóm

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.