Dagur - 01.09.1986, Blaðsíða 13

Dagur - 01.09.1986, Blaðsíða 13
1. september 1986 - DAGUR - 13 „Og segið mér, synir og dætur Orphalesu, hvað eigið þið íþessum húsum? Og hvað er það, sem þið geymið bak við læstar dyr? Geymið þið þar frið, hina hljóðu upp- sprettu máttarins? Geymið þið þar stórar hugsjónir, hina háu sigurboga andans? Geymið þið þar fegurð, sem leiðir sálina frá glingri úr viði og málmi til fjallsins helga? Segið mér, hvað geymið þið í þessum húsum? Eru það aðeins þægindi? Hýsið þið að- eins munaðargirnina, þennan þjóf, sem kemur sem gestur, en verður síðan gest- gjafi og að lokum húsbóndi? Já, og hún verður harðstjóri, sem með svipu og vendi gerir hina hærri eðlisþætti sér undirgefna. Hönd hennar er mjúk, en hjartað úr steini. Hún syngur þig í svefn og hæðist síðan að minnkandi manndómi þínum. Hún glottir við hrörnun þankans og legg- ur hann í flos brenninetlunnar eins og brot- hætt ker. Sannarlega drepur munaðurinn hið and- lega líf sálarinnar og fylgir henni síðan glottandi til grafar. “ ráðstöfun þeirra miklu tekna, sem þeir afla fyrir þjóðarbúið. Eitt er ljóst, núverandi þróun er mörgum hugsandi mönnum mikið áhyggju- efni. Merkur maður á Eyjafjarðar- svæðinu sagði nýlega á fundi að höf- uðborgarsvæðið með allri þeirri sam- þjöppun valds, verslunar og þjón- ustu, sem þar er saman komin, væri orðið landsbyggðinni jafndýrt og erf- itt sem danskt vald var íslendingum á sínum tíma og vaxandi raddir heyrast um borgríki og nýlenduveldi með skattlöndum. í slíkum ummælum eru viðvörunarorðin e.t.v. lituð of sterk- um litum, en slíkt er þá gert í góðum tilgangi til þess að menn fljóti ekki sofandi að feigðarósi. Tilgangurinn er góður. Fólk skynjar þau gífurlegu verðmæti sem það á í landinu, þjóð- inni, menningu hennar, sögu og tungu, sjálfstæði hennar og sam- hjálpinni, sem hefur verið aðals- merkið um margar aldir og engu af þessu vill fólk glata. Því er þessi umræða. Góðir tilheyrendur, þótt ég hafi ef til vill, eins og áður sagði, nálgast veraldleg efni of mikið á svo helgum stað sem Hólastað er það ekki tilvilj- un að ég geri þessi mál að umræðu- efni því sjálfum er mér nokkuð mikið niðri fyrir og svellur nokkuð móður í brjósti varðandi reisn þjóðarinnar og framtíðarheill. Satt að segja er eðli- legt að ræða þessi mál á Hólastað, sem hefur gegnum aldirnar verið svo þýðingarmikil orkustöð þjóðlegrar reisnar, menningar og jafnvægis í landinu og sem nú gengur vonandi í endurnýjun lífdaganna þegar sá merkisatburður skeður, að vígslu- biskup Hólastiftis tekur þar sæti. Hólastaður og kristin kirkja hefur gífurlega þýðingarmiklu hlutverki að gegna í því að viðhalda hugarfari samhjálpar á íslandi í anda kristinnar trúar, en þegar allt kemur til alls er það hugarfarið sem skiptir mestu máli, því að allt veraldlegt er for- gengilegt. Þegar ég nú nálgast enda máls míns vil ég sem trúaður maður vissulega viðurkenna það, að hugar- farið skiptir mestu máli og að hið andlega er miklu þýðingarmeira en allt heimsins glingur. Þegar spámað- urinn í Ijóðabálki Kahlil Gibran er beðinn að tala um hús segir hann m.a. eftirfarandi: Ég vil vona það að við Íslendingar megum geyma í þjóðarhúsi okkar hugsjónir og hina háu sigurboga andans. Að við megum geyma þar fegurð sem leiðir sálina til fjallsins helga, en að munaðargirnin verði ekki gestgjafi okkar og að lokum húsbóndi. Ég vil vona það að þjóðin megi lifa í sátt og samlyndi með sam- hjálp að leiðarljósi og að hún tapi aldrei tungu sinni, menningu og sjálf- stæði. Ég vil vona það að við lifum aldrei aðra Sturlungaöld og það er ósk mín að Norðurland megi vera heilt og samstætt í því að viðhalda reisn sinni og stuðla að jafnvægi í landinu. Þar hefur Hólastóll þýðing- armiklu hlutverki að gegna, svo og helstu byggðakjarnar á Norðurlandi og fólkið allt. Eg bið góðan Guð að blessa Hólastað, Norðurland og ísland allt, land kristilegrar menning- ar. Ég lýk máli mínu með því að ítreka þakkir mínar fyrir þann heiður að hafa fengið að tala á þessari hátíð- arsamkomu hér í dag og bið ykkur öllum Guðs blessunar. Yalur Arnþórsson. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Grenilundi 7, Akureyri, þinglesinni eign Tryggva Pálssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Lands- banka íslands og Árna Einarssonar hdl. á eigninni sjálfri föstu- daginn 5. september 1986, kl. 13.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 1., 4. og 7. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á fasteigninni Faxaborg 6, Akureyri, talinni eign Birgis Árnason- ar, Hjallalundi 17f, Akureyri, ferfram eftir kröfu Gunnars Sóln- es hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 5. september 1986, kl. 14.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 114., 117. og 121 tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Eyrarlandsvegur 8, efri-hæð, Akureyri, þinglesinni eign Birgis Helgasonar, fer fram eftir kröfu Jóns Kr. Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 5. september 1986, kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. 3ja vikna námskeið hefst miðvikudag inn 3. sept. Styrkjandi æfingar, teygjur og þrek. Einnig róleg músíkleikfimi. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Arnarsíðu 6d, Akureyri, þinglesinni eign Ásgeirs Inga Jónssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Lands- banka íslands, Tryggingastofnunar rfkisins, Gunnars Sólnes hrl., Björns J. Arnviðarsonar hdl. og Bæjarsjóðs Akureyrar á eigninni sjálfri föstudaginn 5. september 1986, kl. 16.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var ( 136., 143. og 147. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Strandgata 41, neðri-hæð, Akureyri, tal- inni eign Auðar Guðjónsdóttur, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. og Brunabótafélags íslands á eigninni sjálfri föstu- daginn 5. september 1986, kl. 16.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 131., 138. og 145. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Skarðshlíð 18e, Akureyri, þinglesinni eign Öldu Aradóttur, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkis- ins, Gunnars Sólnes hrl., Veðdeildar Landsbanka íslands, Árna Pálssonar hdl. og bæjarsjóðs Akureyrar á eigninni sjálfri föstudaginn 5. september 1986, kl. 17.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Lyngholti 26, Akureyri, þinglesinni eign Þóris Jóns Ásmundssonar, ferfram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl., Veðdeildar Landsbanka íslands og Hreins Pálssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 5. september 1986, kl. 16.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 105., 107. og 108 tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Hvammshlíð 3, Akureyri, þinglesinni eign Unnar Jónsdóttur, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. og Björns J. Arnviðarsonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 5. september 1986, kl. 16.15. Bæjarfógetinn á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.