Dagur - 08.09.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 08.09.1986, Blaðsíða 1
- segir Sverrir Leósson útgerðarmaður 69. árgangur Akureyri, mánudagur 8. september 1986 166. tölublað „Loðnuverð er mun Iægra í ár en var í fyrra eða um 20% og tala verksmiðjueigendur um að lækka enn meira. Þegar menn tala um að verksmiðjur ríkisins tapi um 500 krónum á hverju tonni, þá hljóta verk- smiðjurnar að vera alltof margar og ætti að loka þeim á stundinni,“ sagði Sverrir Leósson útgerðarmaður á Akureyri er hann var spurður um verð á loðnu. Á landinu eru nú 20 síldar- verksmiðjur og 3 þeirra eru í eigu ríkisins og hefur forstjóri verk- smiðjanna, Jón Reynir Magnús- son, látið hafa eftir sér að verk- smiðjur ríkisins tapi um 5-600 krónum á hverju hráefnistonni. Þess má geta að verksmiðjur ríkisins hafa tekið á móti meiri- hluta þeirrar loðnu sem á Iand hefur borist. „Ef verksmiðjueigendur halda þessu fram varðandi verðið, þá þarf ekki að tala um neitt loðnu- verð eða loðnuveiðar, því það fer enginn einasti sjómaður norður í ballarhaf til að ná í loðnu sem keypt er á 13-14 hundruð krónur tonnið. Við höfum að sjálfsögðu fylgst með verði á loðnuafurðum og vitum að Iýsisverð hefur lækkað, en við vitum líka að verð á loðnumjöli er hærra en það var í fyrra. Síðan má lengi ræða um gæði mjöls og lýsis frá verksmiðj- unum. Varðandi verðlagningu á loðnu hefur það ætíð verið svo að hlutur seljenda hefur verið fyrir borð borinn. Kaupendur hafa í flestum tilfellum setið við gott borð, þrátt fyrir að verðið hafi verið ákveðið af oddamanni og seljendum og er gleggsta dæmið frá vertíðinni í fyrra. Þá var verð- ið ákveðið af oddamanni og selj- endum og mótmælt af kaupend- um. það voru ekki liðnir nema örfáir dagar þegar þeir fóru að greiða 10% hærra fyrir loðnuna og enginn kvartaði. Það má ekki gleyma því að loðnuverð snertir ekki einungis kaupendur og selj- endur, því þarna eru hagsmunir allrar þjóðarinnar í myndinni. Það er ekki hægt að Iáta verk- smiðjueigendur stöðva þessar veiðar í ár því loðnan er stuttlífur fiskur og við veiðum hana ekki á næsta ári eða síðar,“ sagði Sverrir Leósson. Þess má geta að fyrsti fundur verðlagsráðs, þar sem fjallað verður um loðnuverðið, er í dag. gej- Bryggjusmíö við Sandbcrðisbót. Mynd.gej- Nýtt skipafélag stofnað á Akureyri: Kaupir 900 tonna skip frá Noregi „Það er ekki búið að skrá firm- að og þar af leiðandi vil ég ekkert segja að svo stöddu,“ sagði Jón Steindórsson sem ásamt fleirum hefur stofnað nýtt skipafélag á Akureyri og því sem næst gengið frá samn- ingi um kaup á 900 tonna skipi frá Noregi til millilandasigl- inga. , Jón sá um árabil um rekstur Drangs á Akureyri áður en skipið var leigt til siglinga við Flórida- strendur. Hann hefur séð um samninga í sambandi við nýja skipafélagið og sagði að siglingar réðust eftir þeim verkefnum sem biðust hverju sinni. Reiknað er með að hið nýja skip verði aðallega í flutningum með ferskan fisk frá Norður og Austurlandi og flytji til baka nauðsynjavörur til sönru lands- hluta. Um frekari verkefni fyrir skipið vildi Jón ekki tjá sig, en sagði að það yrði gefið upp fljót- lega. gej- 75% nýrra starfa verða til á höfuðborgarsvæðinu Hlutdeild landsbyggðarinnar í nýjum störfum hefur minnkað stórlega á síðustu árum. A 5 ára tímabili, frá 1980-1985, urðu einungis 25% nýrra starfa á landinu til utan höfuðborgar- svæðisins. 65% þeirra urðu hins vegar til á höfuðborgar- svæðinu og 10% á Suðurnesj- um. Á árunum 1974-1979 var hlutdeild landsbyggðarinnar næstum því helmingi meiri eða 49%. Þetta kemur fram í skýrslu frá - 94% nýrra starfa Byggðanefnd þingflokkanna sem kynnt var á þingi Fjórðungs- sambands Norðlendinga á dögunum. í þeim kafla skýrsl- unnar sem fjallar um þróun byggðar og atvinnulífs kemur fram að frá 1964-1970 var hlut- deild landsbyggðarinnar í nýjum störfum á landinu öllu 31% og 36% frá 1971-1974. Sem fyrr seg- ir jókst hlutdeild landsbyggðar- innar um 13% á næstu 5 árum. Hún var mest í útvegs- og fisk- vinnslugreinum, 81% nýrra starfa í þeim greinum varð til úti á landi. í iðnaði og byggingar- eru í þjónustugreinum starfsemi urðu 56% nýrra starfa til á landsbyggðinni og 36% nýrra þjónustustarfa. Þessi þróun átti sér stað á árunum 1974-1979 en síðan hefur verulega hallað und- an fæti. í skýrslunni segir að hlutdeild landsbyggðarinnar í nýjum störf- um að undanförnu hafi ekki náð því, sem nauðsynlegt hefði verið til að jafnvægi héldist í byggða- þróun. Á tímabilinu 1975-1979 urðu 79% nýrra starfa í þjónustu- greinum en það hlutfall var kom- ið í 94% árið 1984. Þessi þróun er landsbyggðinni mjög óhagstæð vegna hins mikla miðstöðvarhlut- verks sem höfuðborgarsvæðið gegnir. Þar er meginhluti þjón- ustustofnana staðsettur og því verða flest ný störf í þeim geira atvinnulífsins til þar. Það er einungis á sviði sjávar- útvegsgreina og iðnaðar sem landsbyggðin hefur meiri vöxt en höfuðborgarsvæðið. Þar á móti kemur verulegur samdráttur starfa f landbúnaði. í öllum flokkum þjónustu er vöxtur höfuðborgarsvæðisins langt um- fram landsbyggðina. BB KAog Völsungur Í1. deild Það var mikil stund í sögu knattspyrnunnar á Húsavík í gær, því þá kom í Ijós að Völsungur hafði unnið sér sæti í 1. deild að ári. Ekki var gleðin minni fyrir norð- lenska knattspyrnu í heild- ina, þar sem KA vann sér sæti að nýju í 1. deild eftir tveggja ára veru í 2. deild. Völsungur vann sigur á Ein- herja frá Vopnafirði á laugar- daginn með einu marki gegn engu og voru þeir þá komtiir nteð 35 stig. Það var því þýð- ingamikill leikur sem fór fram í Reykjavtk í gær þar sem mættust Víkingur og KS frá Siglufirði. Með sigri hefði Víkingur getað klórað í bakk- ann og síðan gcrt vonir Völs- ungs að engu. KA gulltryggði sa;ti í 1. deildinni með góðum sigri á Njarðvík 5-0 og 3 lið af Norðurlandi eru því í 1. deild að ári. Oft hefur heyrst í forystu- mönnum knattspyrnuliða af Reykjavíkursvæðinu, þar sem þeir segja að ferðakostnaður sinna félaga sé óheyrilegur þegar þurfi að fara út á land. Aldrei hcyrist talað um kostn- að liða sem þurfa aö fara utan af landi til Reykjavíkur. Það verður því forvitnilegt aö heyra í þessum sömu mönnum þegar þeir láta álit sitt í ljósi varðandi þessi mál. Til hamingju Völsungur og KA. Loðnuverð 20% lægra en í fyrra: „Það fer enginn á sjó fyrir þetta verð“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.