Dagur - 08.09.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 08.09.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 8. september 1986 Rádgjafarnir hjá Ara hf. gáfu sér tíma til að stilla sér upp fyrir Ijósmyndarann. Talið frá vinstri: Smári Sigurðsson framkvæmdastjóri, Ævar Ragnarsson og Þorleifur Finnsson. rþb Ari h.f. — nýtt ráðgjafar- fyrirtæki á Akureyri í vikunni tók nýtt ráðgjafar- fyrirtæki til starfa á Akureyri og ber það nafnið ARI h.f. Fyrirtækið er til húsa að Gler- árgötu 36 en stofnendur eru Iðnaðardeild Sambandsins á Akureyri, Kaupfélag Eyfirð- inga, Iðnráðgjöf s.f. í Reykja- vík og nokkrir einstaklingar. ARI h.f. mun veita alhliða ráð- gjöf á sviði rekstrar-, tækni- og markaðsmála. Forráðamenn fyrirtækisins telja sérstaklega heppilegt að starfrækja ráðgjaf- arfyrirtæki í nánum tengslum við framleiðsluiðnað og njóta návista við þá ríku iðnaðarhefð sem Akureyri er þekkt fyrir. Að sögn Smára Sigurössonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisinsi snýst rekstrarráðgjöf um hagræð- ingu í rekstri. „Við leiðbeinum þeim sem til okkar leita og gerum fyrir þá áætlanir. Við skilgreinum verkefni viðkomandi fyrirtækis nákvæmlega, gerum verkáætlun, kostnaðaráætlun og tímaáætlun. Allar fjárfestingar eiga að skila arði og með því að leita sér ráð- gjafar eru stjórnendur fyrirtækja að fjárfesta í þekkingu. Ráðgjöf er þannig arðbær fjárfesting en ekki kostnaðarauki eins og sumir virðast halda.“ Smári var spurður hvort það væru aðallega fyrirtæki sem ættu í rekstrarerfiðleikum sem leituðu sér ráðgjafar. „Nei, nei, það er langt í frá. Auðvitað leita slík fyrirtæki eftir ráðgjöf engu síður en önnur. í raun og veru má segja að fyrir- tæki leiti eftir ráðgjöf þegar þau skynja einhverja þörf fyrir hana. Vel rekin fyrirtæki skynja þessa þörf oftar en önnur að mínum dómi.“ Sem fyrr segir er Smári fram- kvæmdastjóri Ara h.f. Hann er rekstrartæknifræðingur að mennt en auk hans starfa hjá fyrirtækinu þeir Þorleifur Finnsson raf- magnstæknifræðingur og Ævar Ragnarsson iðnfræðingur. Þeir hafa allir langa reynslu af störfum við iðnað, í framkvæmdum og ráðgjöf. Þorleifur og Smári ráku áður fyrirtækið Iðnráðgjöf s.f. í Reykjavík. Þeir ákváðu hins veg- ar að gefa því frí, um tíma að minnsta kosti, og flytja til Akur- eyrar. Ari h.f. mun þó sinna verkefnum víðar á jandinu. Stjórn fyrirtækisins skipa þeir Jón Sigurðarson, Sigurður Jóhannesson og Þorleifur Finnsson. En hvers vegna varð þetta nafn fyrir valinu? Smári svarar því: „Við vildum hafa nafnið einfalt þannig að allir gætu gripið það. Ekki þessa útþvældu klisju rekstrartækni-eitthvað eða ráð- gjafarþjónusta-eitthvað. Þá má segja að Ari sé stytting á Akur- eyri, þ.e. nokkurs konar skamm- stöfun. Síðast en ekki síst var Ari fróður og hollráður og hafði það sem sannara reyndist. Við ætlum að vinna í hans anda.“ BB. Líkamsræktin nýtur sívaxandi vinsælda - Litið inn í fyrsta tíma líkamsræktarinnar að Bjargi Hér er Þröstur Guðjónsson íþróttakennari að leiðbeina líkamsræktarmönn- um. „Maður má ekki borða ber og rjóma eina helgi, þá fer allt úr skorðum,“ sagði einn eldhress þar sem hann hamaðist við að lyfta lóðum í líkamsræktinni að Bjargi. Líkamsræktin fór af stað eftir sumarleyfi þann 1. september. Dagsmenn brugðu sér í smáheimsókn og fylgdust með fyrsta tímanum. Ekki var annað að sjá en menn kæmu sprækir úr sumarleyfinu. Lóð- um var lyft af ákefð mikilli, hjólað af kappi og vöðvar reyndir til hins ítrasta. Sigrún Guðmundsdóttir er umsjónar- maður með líkamsræktinni. Hún sagði að eftir sumarleyfi hefðu um 200 manns látið bóka sig í líkamsræktina fyrsta mánuðinn. „Líkamsræktin nýtur sívaxandi vinsælda,“ sagði hún. Þetta er fimmta árið sem boðið er upp á líkamsrækt á Bjargi og hefur aukningin verið stöðug á þeim tíma. Skokk, tæki, teygjur og kaffíbolli Aðstaða til líkamsræktar er mjög góð, í salnum eru tæki sem hönn- uð eru af norskum sjúkraþjálfara og sagði Þröstur Guðjónsson íþróttakennari að þetta væri „dýr en mjög örugg sería“. Hver tími í líkamsræktinni er klukkutíma langur. í hverjum tíma eru sjúkraþjálfari og íþróttakennari viðstaddir og eru þeir til leiðbeiningar og fylgjast með að allir fari eftir fyrirfram ákveðnu prógrammi. Opið er frá klukkan 18.00- 22.00 á kvöldin, en á þriðjudög- um og fimmtudögum frá klukkan 17.00. Á laugardögum er opið frá klukkan 11.00 á morgnana til 15.00 á daginn, en eftir það hefur íþróttafélag fatlaðra salinn til umráða. Mæti menn í líkams- ræktina einu sinni í viku kostar mánuðurinn 650 krónur, 1300 ef mætt er tvisvar í viku og 1900 fyr- ir þrjá tíma í viku. Hver tími er þannig uppbyggð- ur að byrjað er á upphitun, sem annað hvort felst í að hjóla í ákveðinn tíma, skokka létt um salinn eða svippa, síðan taka við um 40 mínútur í tækjum og að lokum er endað á teygjuæfingum í um 20 mínútur. Er menn hafa lokið sér af hvað æfingar í sal varðar hafa menn klukkutíma til að dekra við sjálfa sig. Böð og sturtur eru til staðar, þægilegur nuddpottur og hægt er að bregða sér í ljósalampa, en fyrirhugað er að kaupa tvo nýja lampa af full- komnari gerð en þeir sem fyrir eru. í huggulegri setustofu er til- valið að setjast niður, slappa af Togað af lífs og sálar kröftum. og sötra svo sem einn kaffibolla ellegar djúsglas. Nú á næstunni verður farið af stað með svokallaða skokktíma. Hlaupið verður úti undir stjórn þjálfara. Hann mun gefa allar almennar upplýsingar um nauð- synlegan 'útbúnað, taka púls og ákveða vegalengdir sem hæfa hverjum og einum í hópnum. Reiknað er með að um 8-10 manns myndi hvern skokkhóp og hefjast tímarnir 18.10. Þegar búið er að skokka fyrirfram ákveðnar vegalengdir verður far- ið í teygjuæfingar ýmiss konar inni í sal og að lokum gefst skokkur- um kostur á að fara í sturtu og nuddpott. Sigrún sagði að ef fyrirtæki eða starfshópar hefðu áhuga væri mögulegt að leiga salinn út og væri leiðsögn þjálfara innfalin. Hjálparsveit skáta leigir salinn einu sinni í viku til æfinga og hafa menn verið ánægðir með það. Heilmikill árangur „Fólk má ekki blekkja sjálft sig,“ sagði Þröstur Guðjónsson íþróttakennari, „það þýðir ekk- ert að stunda líkamsrækt og segja sem svo; ja, nú má ég borða að- eins meira. Sumt fólk fer í stranga megrunarkúra, en það verður að passa að halda sínum líkamlega þrótti. Strangir megr- unarkúrar geta verið varhuga- verðir. Fólk verður að hreyfa sig.“ Að sjálfsögðu byrja allir á upphitun. Hér er hjólað af kappi og sjálfsagt væru sumir komnir til Dalvíkur ef hjólin byðu upp á slíkt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.