Dagur - 08.09.1986, Blaðsíða 4

Dagur - 08.09.1986, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 8. september 1986 á Ijósvakanum 'sjónvarpM MÁNUDAGUR 8. september 19.00 Úr myndabókinni. 18. þáttur. Endursýndur þáttur frá 3. september. 19.50 Fréttaágrip á tákn- máli. 20.00 Fróttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Poppkorn. Tónlistarþáttur fyrii tán- inga. Gísli Snær Erlingsson og Ævar Örn Jósepsson kynna músíkmyndbönd. Samsetning: Jón Egill Berpþórsson. 21.10 Iþróttir. Umsjónarmaður: Bjarni Felixson. 21.45 Tartuffe - eöa Hræsn- arinn. Gamanleikur eftir Moliére. Moliére. Konunglegi Shakespeare- leikflokkurinn breski sýnir. Leikstjóri: Bill Alexander. Aðalhlutverk: Antony Sher, Nigel Hawthorne og Alison Steadman. Leikurinn gerist á dögum Lúðvíks 14. Auðugur maður í París, Orgon að nafni, tekur klerkinn Tartuffe á heimili sitt sem ráðgjafa fjölskyld- unnar í andlegum efnum. Allir sjá að Tartuffe er ekk- ert anhað en gírugur og lostafullur hræsnari nema Orgon sem lætur sér ekki segjast fyrr en komið er í óefni. Þýðandi: Sonja Diego. 23.40 Fréttir í dagskrárlok. ——rás 11 0 MÁNUDAGUR 8. september 7.00 Veðurfregnir • Fréttir. Bæn • Séra Baldur Kris- tjánsson flytur. 7.15 Morgunvaktin. - Páll Benediktsson, Þor- grimur Gestsson og Guð- mundur Benediktsson. 7.30 Fréttir • Tilkynningar. 8.00 Fréttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Fróttir á ensku. 9.00 Fróttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Hús 60 feðra" eftir Meindert Dejong. Guðrún Jónsdóttir les þýð- ingu sína (8). 9.20 Morguntrimm - Jón- ina Benediktsdóttir • Til- kynningar • Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Búnaðarþáttur. Ólafur R. Dýrmundsson ræðir við Sigurð Blöndal skógræktarstjóra um nýtjaskóga og skjólbelti á bújörðum. 10.00 Fróttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Einu sinni var. Þáttur úr sögu eyfirskra byggða. Umsjón: Kristján R. Krist- jánsson. (Frá Akureyri) 11.00 Fréttir. 11.03 Á frívaktinni. Þóra Marteinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 12.00 Dagskrá • Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar • Lesið úr for- ystugreinum landsmála- blaða. 13.30 í dagsins önn - Heima og heiman. Umsjón: Hilda Torfadóttir. (Frá Akureyri). 14.00 Miðdegissagan: „Mahatma Gandhi og lærisveinar hans“ eftir Ved Mehta. Haukur Sigurðsson les þýðingu sína (8). 14.30 Sígild tónlist. 15.00 Fréttir • Tilkynningar • Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Meðal efnis brot úr svæð- isútvarpi Akureyrar og nágrennis. (Frá Akureyri). 16.00 Fróttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 íslensk tónlist. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpið. Umsjón: Vernharður Linn- et og Sigurlaug M. Jónas- dóttir. 17.45 Torgið. Þáttur um samfélags- breytingar, atvinnu-, umhverfis- og neytenda- mál. - Bjarni Sigtryggsson og Adolf H.E. Petersen. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. 19.30 Tilkynningar • Tón- leikar. 19.40 Um daginn og veginn. Jónas Pálsson rektor talar. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Þættir úr sögu Evrópu 1945-1970. Annað erindi. Umsjón: Jón Þ. Þór. 21.10 Gömlu dansarnir. 21.30 Útvarpssagan: „Frá- sögur af Þögla", eftir Ce- cil Bödker. Nína Björk Ámadóttir byrj- ar lestur þýðingar sinnar. 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Fjölskyldulíf. Umsjón: Anna G. Magnús- dóttir og Sigrún Júlíus- dóttir. 23.00 Kvöldtónleikar. 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. rás 2M MÁNUDAGUR 8. september 9.00 Morgunþáttur í umsjá Ásgeirs Tómas- sonar, Kolbrúnar Halldórs- dóttur og Kristjáns Sigur- jónssonar. Elísabet Brekk- an sér um barnaefni kl. 10.05. 12.00 Hlé. 14.00 Á sveitaveginum. Bjarni Dagur Jónsson kynnir bandaríska kúreka- og sveitatónlist. 16.00 Allt og sumt. Gunnar Svanbergsson stjórnar þætti með tónlist úr ýmsum áttum, þ.á m. nokkrum óskaiögum hlust- enda í Barðastrandar- og ísafjaröarsýslum. 18.00 Dagskrárlok 3ja mín fréttir kl. 9, 10, 11, 15, 16 og 17. 17.03-18.30 Ríkisútvarpið á Akureyri - Svæðisút- varp. 17.03-18.30 Ríkisútvarpið á Akureyri - Svæðisútvarp. Hópurinn kominn upp á Bárð- arbungu, næsthæsta fjall á Is- landi 2060 metrar. Jeppaferð á Bárðarbungu Sunnudaginn 24. ágúst síðastliðinn fóru nokkrir fjallagarpar og jeppa- unnendur frá Akureyri á tveimur jeppum upp á Bárðarbungu. Eins og flestum mun kunnugt er Bárðar- bunga á Vatnajökli og er næsthæsta fjall á íslandi eða 2060 metrar, sam- kvæmt hæðarmæli sem hafður var með í förina. Þau sem fóru þessa fcrð heita Birgir, Baldur, Jóhann, Davíð, Oddný og Gústaf. Hópurinn lagði af stað frá Akureyri laugardaginn 23. ágúst. Pá var keyrt upp úr Eyjafirði í Laugafell, þaðan í Nýjadal og loks í Gæsavötn. Þangað voru þau komin um 4-leytið. Reynt var að keyra upp á jökulinn, en það var skýjað og því snúið við. Fótaferð kl. 6 á sunnudaginn og lagt af stað kl. 7.20 í blíðskaparveðri. Að sögn Jóhanns Björgvinssonar, er nokkuð bratt upp á jökulinn og því best að fara upp á hann í frosti. Að þessu sinni var glampandi sól og var snjórinn því blautur og erfiður yfir- ferðar þar til komið var upp í 1800 metra hæð, en þá var komið frost. Hópurinn lagði af stað í 4ra stiga hita, en uppi á Bárðarbungu var 5 stiga frost. Talið er að þetta sé í fyrsta sinn sem farið er á jeppum upp á jökulinn, en á sama tíma var 4x4 klúbburinn í Reykjavík að reyna að komast upp á jökulinn á öðrum stað, en tókst það ekki. Baldvin er vanur fjalla- ferðum og hann var eins konar leið- sögumaður í ferðinni, hann þekkir jökulinn, en það er einmitt mjög mikilvægt, því víða eru hættuleg sprungusvæði. Hópurinn var kominn niður í Gæsa- vötn aftur kl. 13 og þá var stefnan tekin til Akureyrar og komið þang- að kl. 9 um kvöldið eftir ævintýra- lega ferð. Á leið upp á jökulinn, hópurinn iét ýmiss konar torfærur ekki aftra sér. Hér er farið yfir á sem á leiðinni var. Víða eru hættuleg sprungusvæði á leiðinni, en félagarnir frá Akureyri komust að mestu vandræðalaust upp á jökulinn, enda vel útbúnir. izéh ákaflega vel fyrir hjá hlustendum sunnanlands. • Flóa- s markaour Eins og flestir vita er tekin til starfa ný útvarpsstöð á suðvesturhorninu. Stöðin ber heitið Bylgjan og er á mjög svipuðum nótum og Rás tvö, þ.e.a.s. megin- uppistaðan í dagskrá hennar er tónlist og ann- að létt efni. Stöðvar þess- ar eru þó fjarri þvf að vera eins, og er það vel því óhætt er að fullyrða að nokkur þreyta er komin í „Rásina“. Nokkrir nýir lið- ir hafa þegar litið dagsins Ijós á Bylgjunni og einn þeirra er þáttur sem nefn- ist flóamarkaður. Á með- an sá þáttur stendur yfir geta hlustendur hringt og auglýst hlutí, sem þeir vilja selja eða kaupa, í beinni útsendingu. Hefur þessi hugmynd mælst # Forsjálni Einn útsendari S&S var staddur f Reykjavík á dögunum og heyrði þá einn af þessum þáttum. Og það er óhætt að segja að fjölbreytnin er næg. T.d. hringdi ein kona og vildi losna við hliðarspeg- il af Seat Ibiza (en það er bíltegund eins og ein- hverjir kannski vita). Kon- unni sem svaraði í sím- ann fannst þetta nokkuð kyndugt og spurðl hvort hún ætti mikið af þannig speglum. Konan svaraði því neitandi, sagðist að- eins eiga einn. Hún hefði hins vegar verið að hugsa um að fá sér bil af þessari tegund en hafði heyrt að erfitt væri að fá varahluti í hann. Svo hefði hún verið stödd á Spáni um daginn og minnug þess sem hún hafði heyrt um varahluta- þjónustuna skellti hún sér á einn sifkan spegil. Sfð- an kom frúln heim og hugðist kaupa bílinn en fékk hann þá ekki. Sat hún því uppi með hliðarspegil sem hún hafði engin not fyrir og viidi selja. Ekki fylgir sögunni hvort ein- hver keypti. # Ekki segja Nokkru síðar hringir önn- ur kona og var sú að leita sér að meðleigjanda. Sagðist hún vera þriggja barna einstæð móðir sem væri með íbúð en vantaði einhvern til að leigja hana með sér, helst einhverja konu. Sagði hún þeim, er f sfmanum sat, að hún væri dálftið hrædd um að börn- in þrjú fældu leigjendur frá og því skyldi ekkert sagt frá þeim, hún myndi bara útskýra það sjálf þegar þar að kæmi. Var henni þá tjáð að það væri fullseint um rassinn grip- ið að ætla að gera þetta að leyndarmáli þar sem hún væri að tala f beinni útsendingu. Eins og eðli- legt er kom nokkuð á kon- una og var hún fljót að skella tólinu á.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.