Dagur - 08.09.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 08.09.1986, Blaðsíða 12
Akureyri, mánudagur 8. september 1986 BBC-tölvur * Bókhaldsforrít + Kennsluforrít + Leikjaforrít Tölvutæki sf. * Gránufélagsgötu 4, 2. hæð • Akureyri • Sími 96-26155 Aðfaranótt laugardags var brotist inn í verslunina Parið við Brekkugötu . Þar brutu þjófarnir upp giugga á bakhlið hússins og komust inn. Innandyra í Parinu er veslunin Kastor. Ekki höfðu þjófarnir mikið upp úr krafsinu nema eitthvað að skiptimynt úr pen- ingakössum. Einnig var brotist inn í verslun- ina Mata Hari í Hafnarstræti. þar var sama sagan, því um 5 þúsund krónum í skiptimynt var stolið þaðan. Ekki hefur náðst til þeirra sem þarna voru að verki, en unnið er að málinu hjá rannsóknarlögregl- unni á Akureyri. gej- Kartöflur í verslunum: Gömlum laumað með þeim nýju „Fólk ánægt með samningana" segir Sævar Frímannsson formaður Einingar fastráðningarsamninga fiskvinnslufólks „Við erum búnir að halda 14 vinnustaðafundi í fiskvinnslu- stöðvum á okkar félagssvæði, sem er EyjaQörður og Olafs- fjörður. A þessum fundum höfum við veriö að kynna þessa fastráðningarsamninga fiskvinnslufólks og þar meö teljum við okkur vera búna að kynna þessa samninga fyrir öll- um þeim sem þeir tilheyra á okkar svæði,“ sagði Sævar Frímannsson, formaður Ein- ingar í samtali við Dag. Frá 1. september hefur fiskvinnslu- fólk getað fastráðið sig hjá því fyrirtæki sem það starfar hjá. ur ef um hráefnisskort verður að ræða,“ sagði Sævar. Samningar þessir fela í sér að starfsmaður sem unnið hefur samfellt 12 mánuði eða lengur hjá sama fyrirtæki og gerir fast- ráðningarsamning fyrir 31. des. hækkar um einn launaflokk. Til að fá fastráðningu þarf starfs- maður að hafa starfað hjá sama fyrirtækinu í 3 mánuði. Ef hann flyst á milli fyrirtækja þarf ekki nema 2 vikur. Á næstu 12 mán- uðum eftir gerð fastráðningar- samnings sæki starfsmaður nám- skeið og taki þátt í starfsþjálfun, sem fyrirtækinu ber að hlutast til um. Þegar þeim er lokið telst starfsmaður sérþjálfaður fisk- vinnslumaður og skal frá þeim tíma hljóta laun skv. 20. launa- flokki. Starfsþjálfun er þannig háttað að gerð verði þjálfunaráætlun fyrir starfsmanninn í samráði við viðkomandi verkstjóra, sem mið- ast við að starfsmaðurinn fái starfsþjálfun í sínu aðalstarfi undir handleiðslu verkstjóra eða starfsþjálfara. Á sama hátt er gerð áætlun fyrir starfsmann þar sem hann á að fá tækifæri til að um vinna öll helstu framleiðslustörf í fyrirtækinu í eina viku. Nám- skeiðin eru haldin á vegum starfs- fræðslunefndar fiskiðnaðarins í samvinnu við sjávarútvegsráðu- neytið. Þau eru 10 talsins og standa yfir í 4 klst. hvert nám- skeið. Sævar var spurður um við- brögð fiskvinnslufólks við þess- um samningi. „Við höfum ekki fundið annað en jákvæð viðbrögð hjá flestu okkar félagsfólki. Eg held að fólk sé almennt ánægt þó auðvitað séu alltaf einhverjir sem ekki eru ánægðir.“ -HJS „Við teljum að þarna sé um verulegt atvinnuöryggi að ræða fyrir fiskvinnslufólk vegna þess að samkvæmt þessum samning- um eru atvinnurekendur skuld- bundnir til að greiða laun í 4 vik- Nú, þegar allir ættu að eiga þess kost að gæða sér á nýjum og gómsætum kartöflum, hef- ur borið á kvörtunum frá neyt- endum. Fólk hefur fengið litlar, gamlar og jafnvel skemmdar kartöflur í verslun- um. Þetta er ákaflega ein- kennilegt og sagði Guðmundur Þórisson, formaður Félags kartöflubænda í Eyjafirði, að í rauninni ættu engar gamlar kartöflur að vera til á svæðinu. „Pað er töluvert síðan að menn fóru að taka upp og dreifa á sumarmarkað. Pað hafa verið fallegar kartöflur og fyllilega annað eftirspurn. Ég hef heyrt þessar kvartanir og það hljóta því einhverjir aó vera að svíkja inn gamalli uppskeru á sumarmark- aðinn. Pað eiga skilyrðislaust að vera eingöngu nýjar kartöflur á boðstólum í dag. Nú eru menn almennt byrjaðir að taka upp og horfur á góðri uppskeru,“ sagði Guðmundur. Hann sagði einnig að verð til framleiðenda væri lágt og færi lækkandi. „Okkur finnst kart- öfluverð hækka ansi mikið á leið- inni frá okkur til neytenda. Hlut- ur okkar er óvenjulítill miðað við það hvað kostnaðurinn er miklu meiri við franileiðsluna.“ Varðandi Kartöfluverksmiðj- una á Svalbarðseyri sagði Guð- mundur að hún væri ekki í gangi núna. Til væru birgðir af frönsk- um kartöflum og auk þess þyrftu nýjar kartöflur að standa í u.þ.b. mánuð áður en hægt væri að vinna úr þeim. Framleiðslan færi sennilega af stað í byrjun næsta mánaðar. SS Uppskeran að hefjast Þá er sú stund runnin upp að menn fara að kíkja undir grösin. Margir nota bara klóruna og hcndurnar við verkið. En þeir sem eru með kartöfluræktun í stórum stfl nota afkastameiri verkfæri. Segja kartöflubændur að von sé á góðri upp- skeru í ár. Þessi mynd var tekin í kartöflugarði syðst í Vaðlahciðinni í gærdag og er ekki annað að sjá en pokarnir hrúgist upp framan á vélinni. Mynd: ri>b Akureyri: Tvo mn- brot um helgina Sjö íbúðir til úthlutunar hjá verkamannabústöðum á Akureyri: „Langt í frá að við önnum eftirspurninni“ segir Ingibjörg Jónasdóttir - algengt að 10-15 sæki um hverja íbúð „Viö höfum núna 7 íbúðir til' úthlutunar,“ sagði Ingibjörg Jónasdóttir hjá skrifstofu verkamannabústaða. í smíð- um eru fjórar 5 herbergja íbúðir, ca 130 fermetrar við Fögrusíðu og til endursölu eru þrjár eldri íbúðir sem eru tveggja og þriggja herbergja og standa við Keilusíðu, Múla- síðu og Smárahlíð. Ibúðirnar eru frá tæplega 60 fermetrum og upp í rúmlega 90 fermetrar að stærð. Áætlaður afliending- artími íbúðanna við Fögrusíðu er á bilinu október 1986 til mars 1987. „Pað er biðstaöa í bygginga- framkvæmdum hjá okkur eins og er, en við erum að kanna hvað er í boði bæði á frjálsum markaði og eins af íbúðum í smíðum. Við höfum heimild til að kaupa íbúð- ir á frjálsum markaði, sem er augljóslega mikið hagstæðara heldur en að byggja. Ef við fáum eitthvað sem okkur hentar mun- um við notfæra okkur þessa heimild,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg sagði að tveggja, þriggja og fjögurra herbergja íbúðir hentuðu best og að mest eftirspurn væri eftir þriggja íbúð- um í fjölbýlishúsum og fjögurra herbergja íbúðum bæði í fjölbýl- ishúsum og í raðhúsum á einni hæð, u.þ.b. 100 fermetrar. „Það er langt í frá að við önn- um eftirspurn, það eru að jafnaði 5-10 aðilar um hverja íbúð hjá okkur,“ sagði Ingibjörg. Sagði hún að það færi eftir stærð og staðsetningu hver eftirspurnin væri. Nefndi hún að um eina íbúð í raðhúsi hefðu verið 20 umsókn- ir og algengt væri að 10-15 umsóknir væru um hverja þriggja herbergja íbúð er verkamanna- bústaðir auglýsa. „Af þessu sést að við önnum engan veginn eftir- spurn.“ Við úthlutun íbúða í verka- mannabústöðum er farið eftir ákveðnum staðli og þurfa umsækjendur að uppfylla ákveð- in skilyrði, m.a. að eiga lög- heimili á Akureyri, eiga ekki fasteign fyrir og einnig þurfa þeir að vera innan við ákveðin tekju- mörk. Tekjumörkin eru núna 1257 þúsund krónur fyrir ein- stakling eða hjón og er þá miðað við samanlagðar tekjur áranna 1983-85. Til viðbótar má bæta við 32 þúsundum á hvert ár fyrir barn á framfæri innan við 16 ára aldur. Áætlaður byggingarkostnaður við íbúðirnar við Fögrusíðu er 4,5 milljónir, en allar íbúðir á vegum verkamannabústaða eru seldar á kostnaðarverði. „Ég full- yrði að farið var með rangt mál í Akureyrartíðindum er sagt var að okkar íbúðir væru 40% dýrari en sambærilegar íbúðir á frjáls- um markaði á Akureyri, því slík- ar íbúðir eru hreinlega ekki til hérna. En það er ljóst að ef menn byggja hús hér og kaupa alla vinnu, þá borga menn mikið meira fyrir það hús en hægt er að selja það aftur á. í þessu liggur sú hræðilega staðreynd að nýjar íbúðir í verkamannabústöðum eru dýrari en íbúðir á almennum markaði. Hitt er svo annað mál að lánakjör og kaupskylda er besta kauptryggingin þegar menn fjárfesta í fasteignum,“ sagði Ingi- björg að lokum. -mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.