Dagur - 15.09.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 15.09.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 15. september 1986 15. september 1986 - DAGUR - 7 Jþróttir_ Umsjón: Kristján Kristjánsson ingar björguðu báðum í horn. Lið KA lék langt undir getu í þessum leik og olli miklum von- brigðum. Leikmenn virtist skorta allan metnað í að standa sig á lokasprettinum og tryggja sér sig- ur í annarri deild. Hjá Víkingum var Andri Marteinsson langbest- ur í fremur slöku liði. Töluvert bar á þeim leiða ávana að rífast í dómaranum og á það við bæði lið. Bragi Bergmann dómari hefði gjarnan mátt taka harðar á þessu en þó gaf hann sex gul spjöld í leiknum. ET Islandsmótið 1. deild: Loksins Þórssigur - Höfðu ekki sigrað síðan í 12. umf. - Halldór skoraði Á laugardaginn léku á Akureyrar- velli Þór og ÍBK í síðustu umferð fyrstu deildar íslandsmótsins. Þór sigraði með þremur mörkum gegn tveimur eftir að hafa verið yfir 2:0 í hálfleik. Keflvíkingar hófu leikinn gegn vindi og baráttuglöðum Þórsurum sem nú ætluðu greinilega að sýna sitt rétta andlit. Yfirburðir Þórs voru nokkrir í fyrri hálfleik. Fyrstu tíu mínúturnar áttu þeir tvo skalla rétt yfir mark Kefl- víkinga en aðeins einu sinni á fyrstu 15 mínútunum náðu Keflvíkingar að sækja að marki. Á 22. mínútu voru Þórsarar aðeins hársbreidd frá því að skora. Halldór lék þá inn í teig og eftir skot í varnar- mann barst boltinn til Hlyns sem skaut rétt framhjá vinklinum. Það var svo á 24. mínútu sem Þórs- arar skoruðu fyrsta mark leiksins. Sig- uróli gaf boltann fyrir markið þar sem Kristján missti af honum en Halldór, besti maður vallarins í fyrri hálfleik, skoraði af öryggi sitt fyrsta mark í deildinni í sumar. Fáum mínútum síð- ar var Hlynur klaufi að bæta ekki öðru marki við en skot hans fór í stöng. Á 32. mínútu skoraði Jónas annað mark Þórsara úr víti eftir að Þorsteinn markvörður Keflvíkinga felldi Halldór sem ætlaði að leika á hann. Það sem eftir var af fyrri hálfleik ein- kenndist leikurinn af miðjuþófi og nokkurri hörku en hvorugt liðið skap- aði sér umtalsverð færi. Þórsarar hófu síðari hálfleik af sama krafti og þann fyrri og strax á 50. mín- útu skoraði Hlynur þriðja markið eftir góðan undirbúning Jónasar. Eftir þetta mark var sem eldmóðurinn rynni af Þórsurum og Keflvíkingar áttu síst minna í leiknum. Á 60. mínútu skoruðu Keflvíkingar sitt fyrra mark. Vörn Þórsara sem hafði verið mjög traust sofnaði þá á verðinum og Freyr Sverrisson skoraði. Eftir þetta mark færðist enn aukin harka í leikinn og eftir að gulu spjöldin voru orðin 5 fékk Jóhann Magnússon að sjá það rauða fyrir að sparka í leikmann Þórs. Skömmu síðar felldi Árni Stefánsson Keflvíking inni í teig og Eyjólfur Ólafsson dæmdi vítaspyrnu sem Einar Ásbjörn Ólafsson skoraði úr. Það sem eftir var skiptust liðin á að sækja og áttu hvort eitt marktækifæri. Hjá Þór voru Halldór, Hlynur og Nói bestir í fyrri hálfleik en liðið jafnt í þeim síðari. Keflvíkingar sem léku án nokkurra fastamanna voru jafnir. ET Hlynur Birgissun skorar hér fyrir Þór, en markmaðurinn horfir á eftir boltanum í netið. Mynd: -gej íslandsmótið 2. deiid: cthrk nctlpnnr pnr lir OIUI w ■ ■ r Hir UollvUUI Clll Wnkiinnnm III - sigruðu í annarri deild - sigruðu Selfoss 2:1 f spennandi leik Norðurlandamótið í kraftlyftingum: Kári í öðru sæti - Finninn Tuomo sigraði Mikið var um dýrðir á Húsavíkur- velli er lið Selfoss kom í heimsókn til að leika síðasta leik Völsungs í annarri deild á þessu keppnistíma- bili. Fánar, veifur, lúðrar og trumb- ur settu skemmtilega umgjörð um leikinn. Leikurinn fór fremur rólega af stað en fljótlega kom í ljós að Selfyssingar ætluðu að selja sig dýrt. Þeir börðust vel og náðu betri tökum á leik sínum en Völsungar sem virkuðu fremur taugaspenntir og óöruggir. Það kom því ekki á óvart að Selfoss náði foryst- unni með marki Jóns Gunnars Bergs eftir 20 mín. leik. Var vel að þessu marki staðið og skoraði Jón það af stuttu færi, óverjandi fyrir góðan markvörð Völsunga. Er um það bil 10 mín. lifðu af fyrri hálfleik hresstust Völsungar heldur og vonuðu áhorfendur sem voru milli sex og sjö hundruð að framhald yrði á betri leik sinna manna í seinni hálfleik. Sem sagt 1:0 fyrir Selfoss í hléi. Völsungar byrjuðu seinni hálfleik með miklum látum og strax á 47. mín skoraði Jónas Hallgrímsson mark með skalla. Hann skallaði boltann aftur fyr- ir sig af markteig og misreiknaði Anton markvörður Selfyssinga boltann alveg herfilega. Hélt að hann færi framhjá en í netið lak hann og Völsungar búnir að jafna leikinn. Færðust þeir nú allir í aukana og réðu að mestu gangi leiksins. Á 65. mín. átti Kristján Olgeirsson sannkallaðan þrumufleyg af 20 m færi eftir frábæra sendingu frá Jónasi en rétt framhjá. Áfram hélt sóknarþungi Völsungs en Selfoss beitti skyndisókn- um sem gengu ekki upp. Sóknarþungi Völsungs hlaut að skila þeim marki sem og varð. Björn Ol- geirsson var felldur í vítateignum og góður dómari leiksins Guðmundur Maríelsson dæmdi umsvifalaust víta- spyrnu sem Jónas Hallgrímsson skor- aði úr af miklu öryggi. Síðustu mínútur þessa leiks voru feykispennandi og er dómarinn flaut- aði til leiksloka var fögnuður Völsunga meiri en orð fá lýst. Sigur í höfn og efsta sæti annarrar deildar. Að lokum má geta þess að þjálfari Völsunga Guðmundur Ólafsson hefur verið endurráðinn fyrir næsta keppnis- tímabil og Ómar Rafnsson sem verið hefur meiddur í nær allt sumar mun leika með. Eins og áöur hefur komiö fram í blaðinu keppti Kári Elíson kraftlyftingamaður frá Akur- eyri á Norðurlandamótinu í Finnlandi sem fram fór um hclgina. Kári keppti í 67,5 kg flokki en hann hefur orðið Norðurlandameistari í þessum llokki síðustu þrjú ár. Kári sagði það fyrir mótið að hann byggist við harðri keppni frá ákveðnum fínnskum kepp- anda. Kári reyndist sannspár því hann þurfti að Iúta lægra haldi fyrir Finnanum Tuomo Kesalahgi eftir mjög harða keppni. Kári lyfti 220 kg í hnébeygju, 160 kg í bekkpressu og 260 í rétt- stöðulyftu, samtals 640 kg. Finn- inn lyfti hins vegar 230 kg í hné- beygju, 157,5 í bekkpressu og 255 í réttstöðulyftu, samtals 642.5 kg. Finninn sigraði því með 2.5 kg eða sama mun og Kári lagði hann að velli á Evrópumót- inu í fyrra. Þessir tveir voru í nokkrum sérflokki því næsti maður lyfti 610 kg í samanlögðu. Að sögn Flosa Jónssonar sem fór með Kára til aðstoðar var Kári nokkuð frá sínu besta og taldi hann að rekja mætti það að nokkru til jöklaævintýrisins svo- kallaða. Þeir félagar eru væntan- legir heim á morgun. ET Fjögur golfmót um helgina Um helgina voru fjögur golfmót haldin að Jaðri. Á laugardaginn var keppt um Sjóvábikarinn auk þess sem fram fóru Öldungamót og Nýliðamót. Þátttaka var góð í tveimur þeim fyrrnefndu en í Nýliðamótinu voru aðeins átta keppendur. I keppninni um Sjóvábikarinn var spilað með fullri forgjöf og þar sigraði Ragnar Sigurðsson á 67 höggum. Annar varð Þórhallur Pálsson á 68 og þriðji Sólveig Birgisdóttir á 71 höggi. Á Öldungamótinu var spilað með og án forgjafar. Guðjón Jónsson sigi- aði í keppni með forgjöf á 64höggum, annar varð Guðjón E. Jónsson á 65 höggum og þriðji Árni B. Árnason. í keppni án forgjafar sigraði Guðjón E. Jónsson á 81 höggi, annar varð Hörður Steinbergsson á 82 og þriðji Árni B. Árnason einnig á 82 höggum. í Nýliðamótinu höfðu þeir nýliðar einir þátttökurétt sem ekkert höfðu lækkað sig í forgjöf. Þetta var annað mótið af þessu tagi í sumar og í því var þátttaka góð, .keppt í þremur flokkum. Haraldur Júlíusson sigraði að þessu sinni á 96 höggum, annar varð Erlendur Hermannsson á 102 og þriðji Guðjón Guðmundsson á 105. í gær var síðan keppt um Nafnlausa bikarinn og var það keppni með 3/4 forgjöf. Þar sigraði Guðjón Sigurðs- son á 71 höggi, annar varð Smári Garðarsson á 73 og þriðji Eiríkur Haraldsson á 74 höggum. Nú fer golfvertíðinni senn að ljúka en um næstu helgi verða tvö mót hjá G.A. Á laugardag verður firma- keppni og á sunnudag verður síðan loksins haldin parakeppni sem margir hafa beðið eftir með óþreyju. ET Mikið var um að vera í golfi um helgina og var veðrið með eindæmum gott. Lokastaðan Úrslit leikja í 18. umferö 1. deildar urðu þessi: KR-FRAM 0:0 IA-VALUR 2:3 FH-UBK 2:2 VIÐIR-IBV 1:2 ÞOR-IBK 3:2 Lokastaðan í 1. deild varð þessi: Fram 18 11 5 2 39:13 38 Valur 18 12 2 4 31:11 38 ÍA 18 9 3 6 33:22 30 KR 18 7 8 3 21:10 29 ÍBK 18 9 1 8 25:27 28 Þór 18 6 4 8 21:31 22 Víöir 18 5 4 9 21:25 19 FH 18 5 4 9 24:36 19 UBK 18 4 4 10 18:35 16 ÍBV 18 3 3 12 26:43 12 Úrslit leikja í 18. uinferð 2. deild- ar urðu þessi: Völsungur-Selfoss 2:1 KS-Einherji 3:2 KA-Víkingur 1:2 Þróttur-UMFN 8:0 ÍBÍ-Skallagrímur 0-0 Lokastaðan í 2. deild íslands- mótsins í knattspyrnu varð þessi: Völsungur 18 12 2 4 38:16 38 KA 18 11 4 3 54:15 37 Víkingur 18 10 4 4 47:20 34 Selfoss 18 9 4 5 33:16 31 Einherji 18 9 2 7 28:24 29 KS 18 8 4 6 32:23 28 Þróttur 18 8 2 8 43:29 26 ÍBÍ 18 4 6 8 27:35 18 UMFN 18 4 2 12 27:57 14 Skallagrimur 18 0 0 18 4:99 0 Víkingarnir sækja hart að Tryggva Gunnarssyni markakóngi KA-manna. Honum tókst þó að skora eitt mark í leiknum. Mynd: RÞB Islandsmótið 2. deild: KA klúðraði sigri í annarri deild Það var mikil steminning ríkj- andi fyrir leik KA og Víkings í síðustu umferð Islandsmótsins. Studningsmenn KA fylktu liði á völlinn og hvöttu liðið dyggi- lega í upphafí leiksins með lúðruni og tilheyrandi. KA- mönnum dugði jafntefli í þess- um leik til þess að sigra í ann- arri deild og voru menn bjart- sýnir á að það tækist. En margt fer öðruvísi en ætlað og með slökum leik auðvelduðu KA- inenn Völsungum sigur í deild- inni. KA-menn hófu leikinn af mikl- um krafti og náðu oft á tíðum ágætum samleik sem skapaði marktækifæri. Strax á 5. mín skoraði Tryggvi markakóngur Gunnarsson fyrsta markið. Frið- finnur gaf þá langa sendingu fram völlinn og Tryggvi hljóp af sér alla Víkinga og skoraði örugg- lega. Eftir þetta sóttu liðin nokkuð til skiptis en þó voru KA menn ívið frískari fram undir miðjan hálfleikinn. Töluvert var um marktækifæri hjá báðum lið- um og voru Víkingar nærri því að jafna á 36. mín þegar skot Andra Marteinssonar fór í hliðarnetið. Síðustu 10 mín hálfleiksins duttu KA-menn alveg útúr leiknum. Víkingar voru þá mun ákveðnari og sóttu nær látlaust en tókst ekki að skora og staðan því 1:0 í hléi. Síðari hálfleikur var illa leikinn af hálfu beggja liða. Samleikur var lítill sem enginn og hjá KA bar mikið á því að leikmenn reyndu að gera allt upp á eigin spýtur. Á 56. mín. jöfnuðu Vík- ingar og var þar að verki Andri Marteinsson. Á næstu mínútum áttu KA- menn nokkur skot og skalla að marki en aldrei var nein veruleg hætta á ferðum. Á 75. mín náðu Víkingar síðan forystunni í leikn- um og var Björn Bjartmarz þar á ferðinni. Mark þetta má eins og hið fyrra rekja til mistaka í vörn KA. Á 82. mín mátti ekki miklu muna að Víkingar bættu þriðja markinu við er Haukur varði skot frá Trausta Ómarssyni. Á síðustu fimm mínútum reyndu KA-menn hvað þeir gátu að jafna leikinn og sóttu nokkuð stíft. Bjarni Jónsson, besti maður KA, var maðurinn á bak við þennan síðbúna fjörkipp og átti hann tvö skot að marki en Vík- íslandsmótið 2. deild: Sanngjarn KS-sigur á Einheija Viðureign KS og Einherja á Siglufírði í gær var hin fjör- ugasta á að horfa og oft var hart barist. Það voru Siglfirð- ingar sem stóðu með pálmann í höndunum í leikslok og var sigur þeirra fyllilega sanngjarn. Mega þeir vel við una árangur sinn í deildinni í sumar og var frammistaða þeirra í seinni hluta mótsins sérstaklega góð. Einherjamenn virkuðu mjög óöruggir framan af leiknum, stíft pressaðir af heimamönnum. Fyrsta færið féll KS-ingum í skaut á 10. mín. Upp úr horn- spyrnu skapaðist mikil hætta en rétt áður hafði Gústav einnig framkvæmt mjög góða auka- spyrnu sem Hreggviður sló yfir. Siglfirðingar náðu svo forystunni á 13. mín. er Hafþór þrykkti boltanum í netið af markteig upp úr hornspyrnu Gústavs. Ekki leið á löngu uns Einherji hafði jafnað. Markið kom upp úr rangstöðu sem dómarinn sleppti en dæmdi þess í stað aukaspyrnu á Siglfirðinga sem Ólafur Ármannsson skoraði úr af mark- teig eftir að Ómar hafði misst boltann. Aftur náðu svo KS-ingar for- ystunni á 33. mín. þegar Frið- finnur Hauksson skoraði af stuttu færi upp úr hornspyrnu. Og heimamenn bættu um bet- ur í 3:1 stuttu síðar þegar Gústav þjálfari Björnsson skoraði efst í bláhornið úr einni af sínum frægu aukaspyrnum af 25 m færi. Sigl- firðingar sköpuðu síðan í tvígang mikla hættu upp við mark Ein- herja undir lok hálfleiksins þegar Baldur skallaði utan á skeytin af stuttu færi og Gústav skaut í slána úr aukaspyrnu af 30 m færi. Staðan í hálfleik 3:1 fyrir KS. Jakob Kárason gat svo gert út um leikinn snemma í síðari hálf- leik þegar skot hann rétt innan vítateigs sleikti stöngina utan- verða. Einherjamenn fóru nú að hressast mjög og virtust KS-ingar sakna Gústavs sem skipti sér útaf í hléi. Á 60. mín náði svo Hallgrímur Guðmundsson að minnka mun- inn fyrir Einherja með skalla af stuttu færi. Áfram sóttu Einherj- ar en síðasta þriðjung hálfleiksins réttu Siglfirðingar sig af aftur og sýndu að þeir voru sigursins verðir. Lokatölur leiksins 3:2 fyr- ir KS. Bestir í liði KS voru Gústav í fyrri hálfleik, Jakob Kárason sem barðist eins og ljón allan leikinn og varnarmennirnir Colin Thack- er og Sigurgeir Guðjónsson. I liði Einherja voru bestir Baldur Kjartansson og Njáll Eiðsson og varnarmennirnir Ölafur og Einar Björn. þá Knatt- spymu 1- úrslit Úrslit lcikja í 1. og 2. deild cnsku knattspyrnunnar á laug- ardag uröu þessi: 1. deild Coventry-Newcastle 3:0 Liverpool-Charlton 2:0 Luton-Arsenal 0:0 Man. United-Southampton 5:1 Norwich-Watford 1:3 Nottm. Forest-Aston-Villa 6:0 Oxford-Man. City 0:0 QPR-West Ham 2:3 Shef.Wed.-Leicester 2:2 Tottenham-Chelsea 1:3 Wimbledon-Everton 1:2 2. dcild Birmingham-Huddersfield 1:1 Crystal Pal.-Shef.United 1:2 Grimsby-Derby 0:1 Leeds-Readind 3:2 Millwall-Bradford 1:2 Oldham-Stoke 2:0 Plymouth-Brighton 2:2 Portsmouth-Blackburn 1:0 Shrewsbury-Barnsley 1:0 Sunderland-Hull Gity 1:0 WBA-Ipswich 3:4 • Staðan Staöan í 1. og 2. dcild cnsku knattspyrnunnar er þessi: 1. deild Liverpool 6 4 1 1 12:5 13 Nottin.Forest 6 4 1 1 16:5 13 Everton 6 3 3 0 10:5 12 Wimbledon 6 4 0 2 8:7 12 Coventry 6 3 2 1 7:3 11 Q.P.R. 6 3 1 2 9:10 10 West Ham 6 3 1 2 10:11 10 Luton 6 2 3 1 7:5 9 Sheff.Wcd. 6 2 3 1 10:9 9 Tottenham 6 2 2 2 6:6 8 Norwich 5 2 2 1 9:10 8 Arsenal 6 2 2 2 5:4 8 Southampt. 6 2 1 3 13:11 7 Watford 5 2 1 2 9:6 7 Man.City 6 1 3 2 5:4 6 Leicester 5 1 3 1 6:6 6 Oxford 6 1 3 2 4:8 6 Chelsea 5 1 3 2 5:6 6 Man.United 5 1 1 3 8:7 4 Charlton 6 1 1 4 3:10 4 Aston Villa 6 1 0 5 5:16 3 Newcastle 6 0 2 4 3:11 2 2. deild Oldham 6 4 2 0 9:1 14 Portsmouth 5 3 2 0 6:1 11 Sheff.United 6 3 2 1 7:5 11 Leeds 6 3 1 2 8:7 10 Blackhurn 4 3 0 1 9:3 9 C.Palace 5 3 0 2 7:6 9 Birmingham 6 2 3 1 7:6 9 W.B.A. 6 2 2 2 7:8 8 Plvmouth 4 2 2 0 8:4 8 HÚII 6 2 1 3 3:6 7 Derby 4 2 1 1 3:2 7 Sunderland 4 2 1 1 5:7 7 Ipswich 5 2 3 0 8:6 6 Millwall 6 2 0 4 4:7 6 Brighton 5 1 3 1 5:4 6 Grimsby 4 1 2 1 2:2 5 Bradlörd 6 1 2 3 6:10 5 Stokc 6 1 1 4 4:8 4 Shrewsbury 4 0 1 2 2:3 4 Huddcrsficld 4 0 2 2 2:5 2 Reading 4 0 1 3 3:6 1 Barnslev 6 0 0 6 2:10 0

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.