Dagur - 15.09.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 15.09.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur____________Akureyri, mánudagur 15. september 1986 171. tölublað ★ Tölvupappír og ljósritunarpappír frá Odda GÍSLI J. JOHNSEN SF. GLERÁRGATA 20, AKUREYRI,S:(96)25004 Eyjafjörður: Riöuveiki breiðist út - Tilfelli staðfest á þremur bæjum Drangey er á heimleið Þá er Urangey togari Útgerð- arfélags Skagfirðinga loksins á heimleið. Skipið fór úr skipa- smíðastöðinni á fimmtudaginn og sigldi til Cuxhaven til að sækja fiskikassa sem þar hafa verið geymdir síðan skipið seldi þar fisk í vor. Drangey lagði svo af stað heimleiðis á föstudag og er áætl- að að skipið verði komið til Sauð- árkróks í dag eða morgun. Tafir á afhendingu skipsins nema um 2 mánuðum. Síðustu fréttir herma að togar- inn Skafti verði tilbúinn um 20. september. Þriöji togari útgerð- arfélagsins Hegranes, sem nær einn hefur séð um hráefnisöflun fyrir húsin 2 á Sauðárkróki og Hraðfrystihúsið á Hofsósi hefur ekki aflað vel síðustu daga. Skip- ið kom inn vegna brælu um næst- síðustu helgi með lítinn afla eftir stutta útiveru og síðustu daga hef- ur veiðin verið mjög dræm. -þá Akureyri: Bílum stoliö Tveimur bílum var stolið á Akureyri um helgina og eftir því sem best er vitað eru þeir ófundnir enn. Um eittleytið aðfaranótt laug- ardags var drapplitaður Lancer, A-10604, tekinn ófrjálsri hendi og tilkynnti eigandinn um stuld- inn skömmu síðar. Á laugardags- morguninn tók svo einhver bláan Daihatsu Charmant, A-7538, traustataki í leyfisleysi. Talið er að í báðum tilfellum hafi lyklarnir verið í bílunum og því hæg heimatökin fyrir þá sem leið áttu um. BB. „Riðuveiki hefur verið staðfest í Villingadal í Saurbæjarhreppi í fjögur ár, eða frá árinu 1982 og fram til áramóta 1985-86, að þá var staðfest nýtt tilfelli á Hólum. Þar hefur nokkrum kindum verið lógað. Til við- bótar þessu kom þriðji bærinn, Krónustaðir inn í myndina og það gerðist fyrir fáeinum dögum. Þannig að riðuveikin virðist vera að breiðast eitt- hvað út í Eyjafirði,“ sagði Olafur Vagnsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyja- fjarðar. Ólafur sagði að Villingadalur væri afskekktur bær og mikil var- úð hefði verið viðhöfð í sam- bandi við öll samskipti fjár. Nú hefði riða hins vegar verið stað- fest á bæjum sem væru miðsvæðis í sveitinni og menn væru því hræddir um að riðan væri að breiðast út. Sagði Ólafur að riða hlyti að hafa verið til staðar í a.m.k. tvö ár þegar hún kemur fram í þetta miklum mæli og raun ber vitni. „Það er ekki búið að taka ákvörðun um hvað gert verður, en þó er búið að sækja um bætur til Sauðfjárveikivarna og land- búnaðarráðuneytis, ef til niður- skurðar kemur. Svar hefur ekki borist, en málið er í athugun. Heimamenn hafa óskað eftir niðurskurði á þessum bæjum, en auðvitað eru menn tregir til þess ef ekki fást bætur.“ Bætur eru greiddar til þeirra sem skera niður allt sitt fé og þurfa þeir að vera fjárlausir í tvö ár. Bændur fá greidda ákveðna tekjutryggingu fyrir hverja full- orðna kind sem lóga þarf. Sauð- fjársjúkdómanefnd hefur sett það skilyrði að fyrir liggi loforð frá öllum bændum á ákveðnu svæði um að þeir skeri niður fé sitt komi upp riða. Nú er unnið að því heimafyrir að ná samstöðu um að allir fallist á þetta ákvæði. „Það er viss ágreiningur í gangi um vissa hluti. Bent hefur verið á að þeir bændur væru ansi illa sett- ir ef riða kæmi upp að hausti en þá væri búið að leggja í mikinn kostnað við áburðarkaup og heyöflun. Heyið er dæmt til að eyðileggjast, sem auðvitað er blóðugt þegar búið er að leggja út í allt að 5-700 þúsund króna kostnað. Það er ekkert annað ráð en að brenna heyinu, því bændur þurfa að losna við allt hey þegar þeir fá sér fé að nýju. Það er ver- ið að skoða hvort einhverjir aðil- ar geti hugsanlega komið til móts við þá bændur sem í þessu lentu.“ í þessu sambandi er einnig ver- ið að athuga hvort möguleiki sé á að þeir bændur sem förguðu fé sínu gætu fengið mjólkurkvóta í staðinn. En það kæmi að vísu eingöngu þeim bændum til góða er stunduðu blandaðan búskap og ættu fjós. -mþþ Rjúpna- stofninn í hámarkl Ovenju mikið hefur sést af rjúpum við Húsavík í haust og eru hópar jafnvel á lóðum við hús inni í bænum. Ævar Pedersen, fuglafræðingur, sagði að talning sem gerð hefði verið á 6 svæðum í S.-Þingeyj- arsýslu síðan 1980, sýndi að stofninn væri í vexti og reikn- aði hann fastlega með að stofn- inn næði hámarki í ár. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á stofninum síðan 1920 sýna að sveiflur verða á stofn- stærðinni á 10 ára tímabili og nær stofnstærðin hámarki þegar ártal- ið endar á tölunni 6. Á hámarks- árunum, þegar mest er af rjúpu, verður hún meira áberandi, þarf meira rými og því ber meira á henni í og við byggð. IM Völsungar urðu 2. deildar nicistarar í gærdag er þeir Iögðu Selfyssinga að velli á Húsavík á sama tíma og KA tapaði fyrir Víkingum á Akureyri. Eins og nærri má geta var fögnuður Húsvíkinga mikill. Blómum og heillaóskaskeytum bókstaflega rigndi yfir leikmenn og stjórnarmenn og síðan var heimamönnum boðið á dansleik í gærkvöldi og stóð gleðin langt fram á nótt. Þessa mynd tók KK. þegar fyrirliði Völsungs, Björn Olgeirsson, tók við sigurlaununum úr hendi eins stjórnarmanna KSÍ. Til hamingju Völsungar, þetta er frábær frammistaða! Ógreiddar útflutningsbætur: c inrr nol pf hpftsi ck jlop opp a\Aiiu > III ll lldl cl pclld on JiQÍ dCl Cllm segir Þórarinn E. Sveinsson mjólkursamlagsstjóri „Þetta er mjög alvarlegt mál, stórmál ef þessir peningar skila sér ekki. En það er verið að vinna í þessum málum á fullu og allar líkur á að þau leysist á næstu vikum.“ Þetta sagði Þórarinn E. Sveins- son mjólkursamlagsstjóri um þær 50 milljónir króna sem samlagið á af ógreiddum útflutningsbót- um. Að sögn Þórarins er uppi- staðan í þessum útflutningi Óðalsostur til Bandaríkjanna og er það allur útflutningur þessa verðlagsárs sem er inni í þessu dæmi. Þess má geta að innvegin mjólk hjá samlaginu var á síðasta ári um 22,4 milljónir lítra þannig að hér er um að ræða rúmar tvær krónur á hvern lítra af innveginni mjólk. Sams konar staða er uppi hjá öðrum mjólkur- búum. Á Sauðárkróki er t.d. um að ræða milli 40 og 50 milljónir þannig að þar er um mun hærra hlutfall af heildarveltu að ræða. Óskar H. Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Osta- og smjör- sölunnar sagði í samtali við blað- ið að lögin um framleiðslu og sölu á landbúnaðarvörum, sem samþykkt voru í fyrra kvæðu skýrt á um þetta og þetta væri því nokkuð sem ekki ætti að koma á óvart. Óskar sagði að samkvæmt samningi sem gerður var milli Stéttarsambands bænda og ríkis- ins, ábyrgðist ríkið aðeins sölu á 108 milljónum lítra af mjólk. Það sem ekki fer í innanlandsneyslu er flutt út og til þess að fá fullt verð fyrir þá vöru eru greiddar útflutningsbætur. Að sögn Ósk- ars hafa þegar verið greiddar um 180 milljónir en eftir eru einhvers staðar í kringum 220 milljónir sem líklega verða greiddar út nú í lok mánaðarins. Þegar Snorri Evertsson mjólk- ursamlagsstjóri á Sauðárkróki var inntur eftir stöðu mála á Króknum staðfesti hann að hjá þeim væri um að ræða milli 40 og 50 milljónir króna. „Við erum með mun minni mjólk en KEA en við höfum verið settir í að flytja mikið út og höfum því oft verið verr settir en t.d. KEA. Við erum náttúrlega búnir að vita það núna í surnar að þetta yrði ekki gert upp fyrr en í september en svo er bara hvort það verður gert upp þá. Ég held við reynum nú samt að vera bjartsýmr svona eitthvað fram eftir hausti," sagði Snorri að lokum. ET

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.