Dagur - 15.09.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 15.09.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 15. september 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDI'S FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Jeiðari___________________________________ Ytri aðstæður nýttar til hagsbóta Nú eru allar horfur á því að verðbólgan verði inn- an við 10% á þessu ári, fari jafnvel allt niður í 7% að sumra mati. Margvíslegar ástæður eru fyrir þessari þróun, en sú er mikilvægust, að að þessu hefur verið stefnt og öll hugsanleg tæki notuð til að draga úr verðbólguvextinum. Þetta er mikil- vægasti árangurinn í efnahagsstjórn núverandi ríkisstjórnar. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna reyna hins vegar hvað þeir geta til að gera lítið úr þeim árangri sem náðst hefur. Ef farið væri að þeirra tillögum þyrfti ekki að kjósa hér á landi, heldur væri nóg að krossa við „ytri aðstæður", því sam- kvæmt kokkabókum stjórnarandstöðunnar hafa þær ráðið öllu um efnahagsþróunina og þann bata sem orðinn er í efnahagslífi þjóðarinnar. Ekki skal hér gert of lítið úr því að aðstæður hafa verið okkur íslendingum hagstæður að ýmsu leyti. Þannig hefur lækkun Bandaríkjadoll- ars líklega verið til góðs, þótt áhrif lækkunar hans séu ekki einhlít. Aflabrögð hafa aukist án þess að veiðiskipum hafi fjölgað. Þarna hefur náttúran gengið til liðs við okkur, en það er ekki af náttúr- legum ástæðum að tekist hefur að sporna gegn fjölgun veiðiskipa. Það ættu þeir Svavar og Jón Baldvin að geta skilið. Hagvöxtur hefur aukist, viðskiptahallinn hefur minnkað, erlendar skuldir hafa lækkað nokkuð þó vissulega megi ná betri árangri í þeim efnum. En við ramman reip er að draga, þar sem erfiðlega gengur að greiða niður skuldirnar vegna gífur- legrar vaxtabyrði á erlendum fjármagnsmörkuð- um. Eins og forsætisráðherra hefur bent á er sá ávinningur sem nú er orðinn í stórhættu ef ekki verður eftir sem áður beitt ýtrasta aðhaldi á öll- um sviðum. Til dæmis verður að koma í veg fyrir það að aftur verði tekið upp víxlhækkunarkerfi kaupgjalds og verðlags. Launabreytingar hafa orðið mun meiri en ætlað var í kjölfar kjarasamninga í ársbyrjun. Því er spáð að atvinnutekjur hækki um 31% að meðal- tali frá því í fyrra og kauptaxtar um 25% að með- altali. Kaupmáttur atvinnutekna verður mun meiri á árinu 1986 en áður var reiknað með og er hann nú talinn munu aukast um 8% frá því í fyrra. Kaupmáttur atvinnutekna yrði þar með meiri en nokkru sinni fyrr og sama máli gegnir um kaupmátt ráðstöfunartekna heimilanna og það er nákvæmlega kaupmáttaraukning heimilis- teknanna sem skiptir máli. Stjórnarandstæðingar vilja gleyma þeirri stað- reynd, að vegna góðrar efnahagsstjórnar ríkis- stjórnarinnar, undir forystu Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra, hefur tekist að nýta þær hagstæðu ytri breytingar sem orðið hafa. Það er ekkert auðveldara en að láta þessar hagstæðu „ytri aðstæður" eyðileggja efnahags- kerfi okkar. Ríkisstjórninni hefur tekist að nýta þær okkur til hagsbóta. HS -viðtal dagsins. Gunnar Níelsson eða Gunna Nella eða Nelson þekkja flestir sem koma nálægt íþróttum á Akureyri, að minnsta kosti vita þeir hver maðurinn er. Hvort sem það eru félagar hans í KA, Þórsarar eða bara krakkar að fara í leikfimi í íþróttahöllinni hljóta þeir að rekast á Gunnar baðvörð. Menn eiga sér yfirleitt ein- hvern uppruna og svo er einnig með Gunnar. „Jú það er rétt. Ég er sonur þeirra sómahjóna Birnu Gunnarsdóttur frá Grenjaðar- stað og Jakobs Níelsar Halldórs- sonar. Hann er verðlagseftirlits- maður hér í bæ og móðir mín er ræstingakona og húsmóðir þó að kannski megi nú segja að það væri fullt starf að vera húsmóðir, alla vega með svona son, en samt sem áður tók hún að sér ræsting- ar. Nú ég naut þess í frumbernsku að eiga heima í Oddeyrargötu í mjög góðu yfirlæti. Nágranni minn var Arni nokkur Ingimund- arson KA-maður með meiru. Hann lenti nokkuð oft í því þegar við vorum í fótbolta að boltinn barst inn á lóð til hans. Þar sem hann sá að þetta voru ungir KA- menn þá tók hann þessu nú með jafnaðargeði en blómin hans létu heldur á sjá. Þó að Árni hafi sennilega talið þarna að við yrð- um nokkuð liðtækir í knattspyrn- Svipað og ef KA færi að spila í svörtu og hvítu - segir Gunnar Níelsson baðvörður unni þá greindi ég það nú nokkuð snemma sjálfur að styrkur minn yrði sennilega mestur utan vallar, þar sem ég myndi þá láta að mér kveða, og ekki myndi ég taka beinan þátt í leiknum. Ég ákvað það að reyna að efla íþróttalíf á Akureyri sem ég frekast gæti sem svo rættist síðar þegar ég gerðist baðvörður. Það var nú samt ekki alveg strax sem ég gerði mér grein fyrir þessu og á tímabili taldi ég jafnvel að ég yrði góður. Ég orðaði það við foreldra mína að sennilega myndi ég staðna þarna í hverfinu og lagði til að við flyttum um set. Eftir nokkra umhugsun var þetta látið eftir örverpinu og við fluttum í Hafn- arstræti 86b þar sem áður var verslunin Eyfjörð. Þarna var geysilega gott að vera. Þetta er nú þarna í Miðbænum og það var bara yfir götuna að fara og þá var maður kominn í fjöruna.“ - Kunnirðu vel við þig í fjör- unni? „Þar blómstraði maður virki- lega. Við félagarnir, sem þá voru náttúrlega orðnir aðrir undum okkur ekki við þessar hefð- bundnu stangveiðar heldur stunduðum marglyttuveiðar af mikilli list.“ - Hverjir voru þessir félagar helstir? „Þar ber nú fyrstan að telja Jón Óðin Óðinsson sem nú er mann- bætir og j údóþj álfari. Mér þykir allverulega ótrúlegt að Jón Óðinn sé orðinn mannbætir mið- að við það hvernig hann hagaði sér í æsku. Það var nefnilega talið að ef einhverjum myndi auðnast að spilla þessum unga og ég vil leyfa mér að segja efnilega manni sem ég var þá væri það Ódi. En ég var nú viljasterkur maður og stóðst þetta." - En hvað með knattspyrnu- iðkun þarna í Miðbænum? „Jú ég náði þeim merka áfanga þarna með þeim félögum mínum að leika mína einu opinberu knattspyrnuleiki því við stofnuð- um nefnilega lið. Liðið hét Hvítu drengirnir sem kom til af því að við vorum allir á kafi í KFUM og vissum það því að hvítt var litur hreinleika og töldum það eiga vel við okkur hreina og beina dreng- ina. Við spiluðum eina þrjá eða fjóra leiki og fórum frekar illa út úr því. Ég lék sem hægri bak- vörður og ég man það að eftir þrjá leiki var markahlutfallið óhagstætt um 36 mörk. Þetta er mér mjög minnisstætt því að eftir þetta þá fór ég að efast um að ég ætti framtíð fyrir mér sem knatt- spyrnumaður. Við lékum gjarnan á Sana-vellinum og hann reyndist okkur fullstór og hentaði illa. Þjálfarinn var jafnaldri okkar Bjarni Ármannsson sem var ákaflega lítið gefinn fyrir knatt- spyrnu. Við Bjarni komumst að því að við náðum betur saman í bílaleik. Við höfum sennilega verið 13 ára þegar þetta var og teljum núna að við höfum verið mjög heilbrigðir ungir menn. Við vorum um daginn að hlusta á gamlar upptökur af þessum leikj- um okkar og efuðumst þá nokk- uð um að 13 ára drengir í dag leiki sér á þennan hátt. Við telj- um okkur vera síðustu kynslóð- ina sem það gerir. Fimmtán ára gamall flyst ég svo upp í Hjalla- lund þar sem ég nú bý. Það var heilmikil sorg að missa fjöruna og flytja langleiðina upp á Gler- árdal sem mér fannst þá.“ - Þú gerðist snemma KA- maður ekki satt? „Jú. Það var tvennt sem þótti nokkuð ljóst með mig nokkuð löngu áður en ég byrjaði að tala. Það var að ég yrði KA-maður og síðan myndi ég fylgja Framsókn- arflokknum að málum. Þetta fyrra er náttúrlega alveg á hreinu en heyrst hefur frá ein- hverjum undarlegum öflum að þetta sé að breytast með Fram- sóknarflokkinn. Um það mál vil ég ekkert segja annað en það að ég reyni að haga seglum nokkuð eftir vindi. Ég var ekki orðinn mjög gamall þegar ég fór með föður mínum á knattspyrnuleiki og þá fyrst með ÍBA. Einnig fór ég töluvert í Skemmuna að sjá handbolta og voru skemmtileg- ustu leikirnir milli KA og Þórs. Það var sérstaklega gaman að fylgjast með Leibba sem er búinn að vera mín hetja í íþróttum í tuttugu og . . . ja ég get nú senni- lega ekki sagt 23 ár því ég er jú bara tuttugu og þriggja en alla vega í 12 ár hefur hann verið mitt átrúnaðargoð og mér þykir það alveg með fádæmun ef hann ætlar að hætta að leika. Svona svipað og að KA færi að leika í svörtu og hvítu.“ - Eitthvað hefur þú fylgst með ákveðnu ensku félagsliði líka. „Það er rétt. Ég tók Liverpool- bakteríuna og var mjög slæmur af henni um tíma. Ég afrekaði það þegar bakterían var sem verst í mér að kaupa mér mjög vandað þýskt tæki sem kostaði meira en dýrustu myndbands- tæki. Ég keypti tækið undir því yfirskyni að ég ætlaði að hlusta á allar útvarpsstöðvar heimsins og fræðast um siði þjóðanna. En auðvitað var tækið einungis ætlað til að fylgjast með íþróttafréttum í BBC. Áður hafði ég verið með geysilega gott rússneskt tæki sem hét því ágæta nafni Sputnik Spion. Það fór svolítið leiðinlega þetta tæki því að vegna skap- bræði minnar átti ég það til að refsa tækinu ef Liverpool gekk illa. Einnig fylgdist ég nokkuð ötullega með liðinu í gegnum síma, hvernig leikmönnum heils- aðist og annað.“ - Jæja Gunnar ég þakka þér fyrir kaffið, eitthvað að lokum? „Jú verði þér að góðu. Þetta gæti kannski komið út sem ákveðin bilun en Drottinn gaf og Drottinn tók.“ ET

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.