Dagur - 17.09.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 17.09.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 17. september 1986 -viðtal dagsins. ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari_______________________________ Miöjuflokkur - kjarninn í flokkakerfinu „Ég held að Framsóknarflokkurinn sé kominn að þeim tímamótum og vegamótum að hann eigi að spyrja sjálfan sig þeirrar spurningar hvort hann hafi borið af leið og hvort ekki sé þörf á að staldra við og horfa til átta, hvort ekki sé nauðsynlegt að rétta kompásinn," sagði Ingvar Gíslason, alþingismaður, í ágætri ræðu á SUF-þingi sem haldið var í Eyjafirði fyrir nokkru. Hann sagði að slíkt kostaði endurskoðun innan flokksins og ýmiss konar endurnýjun, endurskoðun stefnumála og baráttuaðferða og eðlilega endurnýjun í þingliði og toppstöð- um. „Mannfórnir einar sér eru að vísu skammær lausn, ef hugsjónalegt endurmat er látið liggja í láginni, “ sagði Ingvar ennfremur. „Það er engin minnkun að því þótt Fram- sóknarflokkurinn kalli sig „miðjuflokk“, enda sé það orð skilið réttum skilningi. En það er engin sjálfgefin kvöð á miðjuflokki að gjóa sífellt til hægri eða vinstri til þess að leysa tímabundnar stjórnarkreppur. Miðjuflokkur á hvorki að vera eins og bjöllukólfur sem sveifl- ast ýmist til hægri eða vinstri eftir því sem kosningaúrslit verða eða eins og vísir á ónýtri klukku sem alltaf bendir í eina átt. Öðru nær. Miðjuflokkur á að vera kjarninn í flokkakerf- inu, eins konar segull. Þangað eiga hreyfing- ar samtímans að leita, þangað á straumurinn að liggja. Þar á sundurgreiningin að eiga sér stað. Þar á að skilja á milli þess sem er gott og framsækið og þess sem er illt og afturvirkt, þess sem er jákvætt og þess sem er neikvætt. Með öðrum orðum: Miðjuflokkur á að vera eins og flokkunarvél, sem greinir gott frá illu, velur hið góða en kastar brott hinu illa. Miðjuflokkur á að vera víðsýn þjóðmála- hreyfing. Þetta er sú miðjustaða sem Fram- sóknarflokkurinn á að sækjast eftir, ekki síst nú þegar ætla má að kaflaskil séu fram undan í þróun þjóðfélagsins, ekki einungis á íslandi heldur hvarvetna í vestrænum heimi og um heim allan." Ingvar Gíslason sagði að þær hugsjónir sem samrýmast ættu stefnu Framsóknar- flokksins væru um réttlátt þjóðfélag, þar sem hver maður er maður, þar sem jöfnuður nær að ríkja og íslensku þjóðinni er tryggt fullt sjálfstæði og þjóðfrelsi. „í þeim orðum er að finna grundvöll framsóknarstefnunnar, “ sagði Ingvar Gíslason í ræðu sinni. HS Örn Þórarinsson bóndi í Ökr- um í Fljótum sem er meðal yngri bænda í Fljótum hefur látið sig innansveitarmál nokkru skipta og setið í hreppsnefnd í nokkur ár. Auk þess hefur hann starfað nokk- uð að félagsmálum, verið m.a. formaður Ungmennasam- bands Skagafjarðar í tvö ár. Dagur hafði tal af Erni í einni af hans mörgu kaupstaðarferð- um til Sauðárkróks á dögun- um. Örn er fæddur og uppal- inn Fljótamaður og það var árið 1973 sem hann tók form- lega við búi á Ökrum. Aðspurður sagði hann að ann- að hefði vel komið til greina en búskapurinn, hann hafi aldrei verið neitt aðalatriði. En af sauð- fénu hefði hann alltaf haft gaman. „Laxeldið kemur til með að styricja byggðina“ - segir Örn Þórarinsson í Ökrum í Fljótum - En hvað finnst Erni um búskapinn undanfarin ár? „Hvað búskapnum hjá mér viðkemur, hef ég ekki þurft að draga saman framleiðsluna vegna kvóta eða þess háttar. Enda hef ég aldrei verið með stórt bú, svona hátt í þrjú hundruð fjár. Það eru vextirnir sem eru að drepa bændur í dag. Alla þá sem skulda, sérstaklega yngri menn- ina, þá sem hafa verið að fjár- festa. Annars er búið að marg- tyggja þessa hluti, það vita þetta allir.“ - Hvað þarf að þínum dómi að laga í landbúnaðinum? „Þetta er stór spurning. Að mínum dómi eru of margir bænd- ur að framleiða of lítið til að geta lifað af því. Fjölbreytni í land- búnaðinum hefði átt að auka mun fyrr og t.d. er loðdýrabú- skapurinn ekki farinn að skila neinum hagnaði enn sem komið er, því miður. Þó er vonandi framtíð í þeirri grein.“ - En hvað heldur þú um byggðina í Fljótunum? „Þessar miklu framkvæmdir sem eru í laxeldinu núna koma til með að styrkja byggðina veru- lega. í Fljótalaxi starfa nú þegar nokkrir og ársstörf við Miklalax, þegar sú stöð verður komin upp, eru sögð verða 5-7. Og svo veit maður aldrei nema þessar stöðv- ar eigi eftir að hlaða meira utan á sig. En ég held að bændum hér sem annars staðar eigi eftir að fækka, það sé alveg óumflýjan- legt. Það eru nokkrar jarðir hér bæði í Austur- og Vestur-Fljót- um sem fara í eyði með tíman- um. En auðvitað verður búið áfram hérna í Fljótunum, og það er síður en svo verra að búa hér en annars staðar. Hér er heldur vænt fé sérstaklega í austur-sveit- inni og og grasgefið sérlega í Stíflunni, hér koma túnin græn undan snjónum. Vetrarsamgöng- ur hafa oft verið erfiðar og dæmi eru til þess að fólk hefur ekki tollað hér þess vegna. En vegir í sveitinni hafa verið hækkaðir mikið upp á síðustu árum og t.d. hefur í sumar verið gerð bylting í Flókadalnum báðum megin, þannig að vetrarsamgöngur hafa batnað mikið." - En hvað um þjónustu við íbúa sveitarinnar og félagslífið? „Vörur eru fluttar frá Sauðár- króki í verslunina á Ketilási einu sinni í viku og bændur fá fóður- bætir og annað sem þeir geta ekki verslað hér heima með bílnum. Lækni fáum við frá Siglufirði einu sinni í hálfum mánuði og mokstur einu sinni í viku innan sveitar yfir veturinn ef þess þarf. Félagslífið er ekki stór- brotið en þó hugsa ég að það sé ekki minna en annars staðar. Við komum saman og spilum bridds einu sinni í viku yfir veturinn og höfum spilað mikið við Siglfirð- inga. Kvenfélag höfum við hér sem starfar þó nokkuð yfir vetur- inn, en ungmennafélagið starfar aftur eingöngu yfir sumarið. Þessi félög halda bæði fjáröfl- unardansleiki yfir sumarið í fé- lagsheimilinu Ketilási, en þau eiga húsið ásamt hreppunum. Þá eru alltaf haldin þorrablót auk einstaka skemmtana yfir vetur- inn. Leikrit hafa verið sett upp stöku sinnum, að mig minnir, síðast vorið 1985. Um íþróttalíf í sveitinni er það að segja að skíðagangan sem Fljótamenn voru þekktir fyrir hér áður hefur að mestu legið niðri undanfarin ár. Þó er ekki langt síðan við sendum krakka á Andrésar- Andarleikana og stóðu þau sig ágætlega. Aðallega eru frjálsar íþróttir og sund stunduð yfir sumarið og keppendur sendir á mót innan héraðs. En íþrótta- áhuginn hefur sveiflast svolítið til milli ára.“ - Nú hefur þú verið formaður UMSS undanfarin ár, í hverju felst aðalstarfsemi sambandsins? „Hún er mest á sviði íþrótta og þá aðallega frjálsra íþrótta og sunds. Stærri félög innan sam- bandsins eru með boltaíþróttirn- ar. Við erum alltaf með frjáls- íþróttaþjálfara yfir sumarið og vorum reyndar með síðastliðinn vetur einnig. Við stefnum að því að verða með þjálfara og æfingar í vetur og er það liður í undirbún- ingi okkar fyrir Landsmót UMFÍ sem verður haldið á Húsavík næsta sumar. Stefnan er að fara þangað með harðsnúið lið kepp- enda í sem flestum greinum, en ekki er ljóst hvort við komumst með lið í boltaíþróttum á mótið þar sem undankeppnunum er ólokið. Árangur frjálsíþrótta- fólks okkar á þessu ári hefur ver- ið frekar góður. Okkar fólk stóð sig vel á innanhússmótum syðra í vetur og við fengum nokkra íslandsmeistara í unglingaflokk- um. Þá vann UMSS sig aftur upp í aðra deild í Bikarkeppni FRÍ með því að sigra í þriðju deildar keppninni. Starfið byggist að langmestu upp á íþróttastarf- seminni, minna er orðið um starf- semi á ýmsum öðrum sviðum eins og var hjá ungmennafélagshreyf- ingunni áður og sýnist mér sú þróun einnig hafa orðið hjá öðr- um héraðssamböndum.“ - Eitthvað sem háir starfsem- inni sérstaklega? „Það er ýmislegt. Eitt af því er að fullorðna fólkið virðist ekki hafa áhuga á íþróttum og þessari starfsemi. Það var kannski tákn- rænt í sumar, að síðustu helgina í júlí, þegar Héraðsmót UMSS var haldið á Feykisvelli, voru áhorf- endur innan við tíu fyrir utan starfsmenn og keppendur. Næstu helgi á eftir um verslunarmanna- helgina var Hestamót Skagfirð- inga haldið á Melunum. Þangað mættu um þúsund manns og þótti ekkert mikið. Ekki þar með sagt að ég sé neitt á móti hesta- mennsku, það er bara gott ef fólk hefur áhuga á einhverju og auð- vitað á fólk að vera í því sem það hefur áhuga á.“ - Átt þú þér eitthvert sérstakt áhugamál Örn? „Já ég býst við að ég geti sagt að það sé skákin. Ég er búinn að hafa gaman af að tefla síðan ég var gutti. Ég veit nú ekki ástæð- una hvers vegna ég fékk áhuga, vegna þess að ég hafði engan til að tefla við. En þegar ég var um tíu ára að aldri fór ég að tefla skákir upp úr blöðum og ég hugsa að ég hafi lært mun meira á því en að tefla við einhverja. Mér finnst það því athyglisvert þegar maður heyrir að þessi og þessi unglingurinn sé efnilegur en hann hafi engan til að tefla við. Mínum styrkleika, þótt hann sé ekki mikill, náði ég upp með því að tefla upp úr blöðum. Nei ég hef ekki mikið keppt á mótum, bara á innanhéraðsmótum og nokkr- um Norðurlandsmótum og er minn besti árangur þar 3. sætið. Þá hef ég teflt í bréfaskákmótum. Það er geysilega gaman að þessu,“ sagði Örn í Ökrum að lokum. -þá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.