Dagur - 17.09.1986, Blaðsíða 10

Dagur - 17.09.1986, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 17. september 1986 Til sölu Canon A-1 myndavél með standard (50 mm) linsu og 70-220 mm Osawa 200 mm linsu. Töskur geta fylgt. Uppl. í síma 22779. Til sölu handknúin tveggja tommu rörabeygjuvél mfeð klossum. Uppl. í síma 26804. Til sölu furusófasett og borð. Verð kr. 10.000. Uppl. í síma 26711. Honda MTX 50 cc, árg. ’83 til sölu. Uppl. í síma 31112 eftir kl. 7 á kvöldin. Þrjú herbergi til leigu í Suður- byggð. Uppl. í síma 21338 milli kl. 8 og 10 í kvöld. Óska eftir að taka á leigu 2ja eða 3ja herbergja íbúð. Uppl. í síma 24222 á daginn og 25188 á kvöldin (Guðmundur). Þrjú fullorðin í heimili óska eftir 3ja-4ra herb. íbúð sem fyrst. Uppl. í síma 27176. Píanó til sölu. Einnig tauþurrkari. Uppl. í síma 23073 eftir kl. 18.00. Honda Accord. Til sölu Honda Accord árgerð 1982. Útvarp, segulband, 2 vetrar- dekk fylgja. Uppl. í síma 23788 eftir kl. 18. Til sölu Toyota Corolla ’76. Ekin 75 þús. Skipti á dýrari bíl. Uppl. í síma 24222 á daginn eða 26926 á kvöldin (Sverrir). Til sölu BMW 318 i, árg. '83, svartur, ek. 30 þús. km., hljómflutn- ingstæki, snjódekk. (Kom á götuna [ janúar ’84). Auk þess til sölu hjónarúm með náttborðum, útvarpi og klukku. Sófaborð, hornborð, allt dökkt, húsbóndastóll og einfaldur miðstöðvarofn. Uppl. í síma 96- 25029. Til sölu notaður riffilsjónauki. Á sama stað haglabyssa, rússnesk einhleypa. Selst ódýrt. Uppl. ( síma 96-41725 á kvöldin. Er í skóla, vantar vinnu á kvöldin og um helgar. Vanur að vinna sjálfstætt. Uppl. í sima 21831 eftir kl. 19.00. Óska eftir að kaupa vel með far- ið notað píanó. Uppl. í síma 96-31336. Óskast keypt. Óska eftir að kaupa dráttarvélar- knúinn snjóblásara. Uppl. í síma 96-61711 milli kl. 7 og 8 á kvöldin. Óska eftir að kaupa eða leigja notað píanó á sanngjörnu verði. Uppl. í síma 21646. Okkur vantar smiði eða lag- henta menn við að setja álklæðn- ingu utan á 2ja hæða íbúðarhús að Hólavegi 38 Sauðárkróki. Fast tilboð æskilegt. Frekari upplýsing- ar á staðnum eða í símum 95- 5304 og 95-5158. Óska eftir starfskrafti til að vinna á daginn. Uppl. í slma 24810 milli kl. 7 og 8 síðdegis. Tölvur_______________ Til sölu Commodore 64 tölva með diskdrifi, litaskjá sem hægt er að tengja við videotæki og ná sjónvarpinu, stýripinni, kennslu- bók á íslensku og ca. 100 forrit. Uppl. í síma21910eftirkl. 18.00. Vinnupallar Pallaleiga Óla, Aðalstræti 7, Akureyri, sfmi 96-23431. Leigjum út vinnupalla bæði litla og stóra í alls konar verk. T.d. fyrir málningu, múrverk, þvotta, glerjun og allt mögulegt fleira. Pailaleiga Óla, Aðalstræti 7, Akureyri, sími 96-23431 milli kl. 6 og 8 á kvöldin. Tökum að okkur daglegar ræst- ingar fyrir fyrirtæki og stofnan- ir. Ennfremur allar hreingerningar, teppahreinsun og gluggaþvott. Ný og fullkomin tæki. Securitas, ræstingadeild, sími Hjólkoppar af Subaru týndust sl. laugardag á leiðinni upp úr Eyjafirði í Laugarfell, frá Laugar- felli í Bárðardal. Finnandi vinsam- legast hafi samband við Óskar í síma 24271 eða 21903. Fundar- laun. 17. ágúst sl. var skilin eftir á Höepfnersbryggju dökk veiði- stöng með svörtu Ambassadeuer hjóli. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 21357. Pésa-Pylsur. Teppaland - Dúkaland auglýsir: Úrval gólfteppa, gólfdúka, vegg- dúka, stakar mottur, gangadregl- ar, plastdreglar, skipadreglar, takkadúkar, gúmmfmottur, parket, korkflísar, stoppnet o.fl. Mælum - sníðum - leggjum. Leigjum út teppahreinsivélar. Verið velkomin. Opið laugardaga 10-12. Teppaland Tryggvabraut 22 sími 25055. Ökukennsla. Kenni á Peugeot 504. Útvega öll kennslugögn. Anna Kristín Hansdóttir ökukennari, sími 23837. Ökukennsla. Vilt þú læra á bíl eða bifhjól? Lærið á hagkvæman og öruggan hátt ánýja GM Opel Ascona 1600. Útvega öll prófgögn og vottorð. Egill H. Bragason, ökukennari, símar 23347 ★ 22813. Klaiði og geri við bólstruð húsgögn. Áklæði og leðurlíki í úrvali. Látið fagmann vinna verkið. Sæki og sendi tilboð í stærri verk. Bólstrun Björns Sveinssoriar, Geislagötu 1, sími 25322. Heimasími 21508. Bifreiðastjórar: Hafið bílbænina í bílnum og orð hennar hugföst, þegar þið akið. 26261.________________________ Hreingerningar-Teppahreinsun. Tökum að okkur teppahreinsun, hreingerningar og húsgagna- hreinsun með nýjum fullkomnum tækjum. Gerum föst verðtilboð ef óskað er. Uppl. í síma 21719. I.O.O.F. 2 = 1689198'/2 = Atkv. Ferðafélag Akureyrar Skipagötu 12 Sími 22720 Haustferð í Herðubreiðarlindar og Öskju dagana 19.-21. sept. ef veð- ur og þátttaka leyfir. Lagt af stað kl. 19.00 á föstudagskvöld. Gist í Þorsteinsskála báðar nætur. Vin- samlegast tilkynnið þátttöku á skrifstofu félagsins (22720) mið- vikudaginn 17. og fimmtudaginn 18. september kl. 18.00-19.00 báða dagana. Grjótgríndur Bifreiðaeigendur. Smíða grjótgrindur á allartegundir bifreiða með stuttum fyrirvara. Ýmsar gerðir fyrirliggjandi. Verð frá kr. 2.000- Ásetning á staðnum. Sendi í póstkröfu. Uppl. gefur Bjarni, Lyngholti 12, sími 96- 25550 eftir kl. 19.00. Um helgar eftir samkomulagi. ■ Drottinn Guö, veit mér vernd þína, og lát mig minnast ábyrgðar minnar er ég ek þessari bifreið. I Jesú nafni. Amen. Fæst í kirkjuhúsinu Reykjavík og Hljómveri, Akureyri. Til styrktar Orði dagsins Hjartans þakkirfæri ég öllum sem heiðruðu mig á 80 ára afmæli mínu þann 9. þ.m. með heimsóknum, blómum, gjöfum og heillaóskaskeytum. Sérstakar þakkir til barna, barnabarna og félaga minna í Kirkjukór Lögmannshlíðar sem heiðruðu mig á sinn sérstaka hátt með kvæði og söng. ÖII hafið þið gert mér daginn ógleymanlegan. Lifið heil. PÁLL FRIÐFINNSSON. f 1 1111.. 1 Borgarbíó Karatemeistarinn The Karate Kid part II. Miðvikud. kl. 6.00. Ath. Myndin Karatemeistarinn verður ekki sýnd á 9 sýningu Kvikasilfur Miðvikud. kl. 9.00. Miðvikudagur kl. 11.00. Leikur við dauðann. Var endursýnd í Reykjavik fyrir stuttu. Miðapantanir og upplýsingar í sfmsvara 23500. Utanbæjarfólk simi 22600. _ Gratton pöntunarlisti Haust- og vetrarlisti 1986 kominn. Umboð Akureyri sími 23126. Verð kr. 200.00 + póstkrafa ATH! listanum ekið heim innan Akureyrar. Aðalritari forsætisnefndar Norðurlandaráðs Forsætisnefnd Norðurlandaráðs auglýsir lausa til umsóknar stöðu aðalritara forsætisnefndar Norðurlandaráðs. Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þjóðþinga og ríkis- stjórna Norðurlanda og eru þar samþykkt tilmæli til ríkisstjórna landanna um málefni varðandi samstarf þjóðanna. Milli þinga Norðurlandaráðs, sem að jafnaði eru haldin árlega, stýrir forsætisnefndin daglegum störfum þess og fara þau fram á skrifstofu forsætisnefndarinnar í Stokkhólmi, þar sem starfslið er 30 manns. Starfið þar fer fram á dönsku, norsku og sænsku. Skrifstqfan hefur stöðu alþjóðlegrar stofn- unar. Aðalritari forsætisnefndar er yfirmaður skrifstofunnar og stýrir því starfi sem þar fer fram, bæði innan skrifstofunnar og gagnvart Norrænu ráðherranefndinni, en I henni eiga sæti full- trúar ríkisstjórna Norðurlanda. Aðalritarinn er ritari á fundum forsætisnefndar og formaður nefndar þeirrar, sem undirbýr fundi forsætisnefndarinnar. I undirbúningsnefndinni eiga sæti auk aðalritarans ritarar landsdeilda Norðurlandaráðs. Aðalritarinn er forsætisnefnd- inni til aðstoðar um erlend samskipti. Forsætisnefndin æskir þess að sem flest norræn lönd eigi fulltrúa meðal yfirmanna skrifstofu forsætisnefndarinnar. Yfir- mennirnir eru auk aðalritarans, sem nú er finnskur ríkisborg- ari, tveir aðstoðarritarar, norskir og sænskir ríkisborgarar auk upplýsingastjóra, sem er danskur ríkisborgari. Um laun og kjör gilda sérstakar norrænar reglur, sem að hluta til eru samsvarandi þeim sem gilda um opinbera starfs- menn f Svíþjóð. Aðalritarastöðunni fylgir embættisbústaður. Samningstíminn erfjögurár og hefst 1. janúar 1987. Ríkis- starfsmenn eiga rétt á leyfi frá störfum meðan á samningstím- anum stendur. Nánari upplýsingar veitir aðalritarinn llkka - Christian Björklund í síma 90468 143420 og Snjólaug Ólafsdóttir, ritari íslandsdeildar Norðurlandaráðs, í sima Alþingis, 11560. Umsóknum skal beina til Nordiska rádets presidium, og skulu þær sendar til Nordiska rádets presidiesekretariat, Tyr- gatan 7, (Box 10506) S-10432 Stockholm, og hafa borist þangað eigi síðar en miðvikudaginn 1. október 1986. Framsóknarfélag Húsavíkur heldur almennan félagsfund fimmtudaginn 18. sept. ki. 20.30 í Garðari. Dagskrá. 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Framboðsmál. 3. Bæjarmálefni. 4. Önnur mál. Mætið vel og takið með ykkur nýja félaga Framsóknarfélag Húsavíkur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.