Dagur - 17.09.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 17.09.1986, Blaðsíða 9
17. september 1986 - DAGUR - 9 Þegar vertíð knattspyrnu- manna er lokið líður aldrei langur tími þar til farið er að huga að næsta keppnistímabili, athuga með ráðningu þjálfara og fleira í þeim dúr. Gústaf Baldvinsson þjálfari KA sagði að það hefði ekkert verið rætt hvort hann yrði með KA-liðið áfram. Hann sagðist vera búinn að stjórna liðinu í þrjú ár og hann teldi það nægilegt og reiknaði því síður með að Fimleikar: Vetrar- starfið er hafið Fimleikaráð Akureyrar hefur nú hafið starfsemi sína og er reiknað með að fjöldi unglinga muni stunda fimleika á vegum ráðsins í vetur. Tímar fyrir byrjendur eru á fimmtudögum kl. 17 en hjá A, B, C, D og E hópum á mánudögum kl. 19. Þeir krakkar sem voru á fimmtudögum sl. vetur eiga að mæta nk. fimmtudag kl. 18, námskeiðsgjald er kr. 1000 fram til áramóta. Fimleikaráð Akureyrar vildi koma því á framfæri að enn vant- aði þjálfara fyrir pilta, og eru þeir sem hafa áhuga á því starfi beðn- ir að hafa samband við Önnu í síma 25135. gk-. Jþróttic. - í fyrsta leik 1. deildar - Guðmundur Björnsson leikur aftur með Þór Umsjón: Kristján Kristjánsson Vertíðinni að Nú líður senn að því að golf- vertíðinni Ijúki, og hjá nokkr- um klúbbum er henni þegar lokið. Hjá Golfklúbbi Akureyrar eru einungis eftir þrjú mót sam- kvæmt niðurröðun. Það eru firmakeppni sem verður nk. laug- ardag, hjóna- og parakeppni sem verður nk. sunnudag og þann 4. okt. verður síðasta keppnin, hin árlega „Bændaglíma“ sem jafnan er síðasta keppni ársins. Þá mun áformað að setja á keppni um aðra helgi. Þótt öllum helstu mótum sumarsins sé lokið er fram- lcvæmdum við völlinn haldið áfram af krafti. Aðaláherslan verður lögð á að byggja upp nýja og stærri teiga á flestum holum vallarins, og er það mjög nauð- synleg framkvæmd þar sem teig- arnir eru margir hverjir mjög litl- ir og illa farnir sökum þess. Eins og fram hefur komið í fréttum verður landsmót 1987 haldið á Akureyri og verður það í annað skipti á þremur árum sem mótið er haldið á Akureyri. Þá hefur Golfklúbbur Akureyrar sótt um að fá að halda Norður- landamótið 1989 og eru taldar góðar líkur á að það mál nái fram að ganga. gk-. Frá fímleikasýningu í Höllinni á Akureyri. Körfuboltinn: æfingar að undanförnu undir stjórn Ivars „Spóa“ Webster sem ætlar sér stóra hluti með Þórsliðið. „Þetta er allt að komast í gang. Þó höfum við ekki getað verið með allan mannskapinn vegna þess að menntaskólastrákarnir í liðinu eru ekki komnir í bæinn ennþá,“ sagði Eiríkur Sigurðs- son, sá gamalreyndi jaxl er við ræddum við hann, en Eiríkur ætl- ar að vera á fullri ferð með bolt- ann í vetur. Eiríkur sagði að sami mann- skapur yrði með í vetur og var í fyrra. Að auki mun Guðmundur Björnsson mæta til leiks en hann lék með KR í Úrvalsdeildinni í fyrra. Fyrsti leikur Þórs í 1. deildinni verður eftir rúmar þrjár vikur. Þá koma ÍR-ingar til Akureyrar og verður þar um að ræða einn af úrslitaleikjum 1. deildar. ÍR-ing- ar hafa æft mjög vel undir stjórn Einars Bollasonar en Þórsararnir með Webster í fararbroddi ætla sér örugglega ekkert nema sigur í þessari viðureign. stjórna liðinu næsta sumar. Árni Gunnarsson formaður knattspyrnudeildar Þórs sagði að fundur yrði haldinn með leik- mönnum liðsins í kvöld og kann- að þeirra viðhorf til þjálfara- málanna, en ekki væri neinnar ákvörðunar að vænta strax í þeim efnum. Þá sagði Árni að ekki lægi Ijóst fyrir hvort Þór yrði með óbreyttan mannskap næsta sumar eða hvort einhverjir leikmenn hygðust hætta eða flytja sig um set. gk-. Guðmundur Bjömsson (nr. 9) leikur aftur með Þór í vetur. KA fær góðan liðsauka í blakinu Karlaliöi KA í blaki hefur bæst góðurliðsauki fyrir vet- urinn. Þar er um aö ræða Hauk Valtýsson sem jafnframt mun þjálfa liðið. Haukur sem er landsliðsmaður í blaki hefur einnig getið sér gott orð sem þjálfari þannig að KA- menn ættu að geta komið sterkir til leiks þegar Islandsmótið hefst í næsta mánuði. Liðið hefur þó misst tvo leikmenn frá síðasta keppnistímabili, Gunnar Svan- bergsson og Hjalta Halldórsson, en nýir leikmenn koma í þeirra stað þótt enn sé ekki hægt að skýra frá hverjir það verða. Æfingar eru þegar hafnar og er fyrst um sinn um að ræða úti- æfingar sem verða á mánudög- um, miðvikudögum og föstudög- um kl. 20. Kvennaliðið hefur einnig feng- ið nýjan þjálfara, en það er hinn gamalreyndi Halldór Jónsson sem er án efa reyndasti blakþjálf- ari landsins. KA og Þón Allt óráðið í þjálfaramálum Þórsarar mæta Bollasyni og Co. Nú styttist óðum í það að ver- tíð körfuknattleiksmanna hefj- ist og hjá Þór á Akureyri hafa menn lagt hart að sér við Kemst Hvöt í 3. deildina? Svo kann að fara að lið Hvatar sem sat eftir í úrslitakeppni 4. deildar muni leika í 3. deild næsta keppnistímabil. Þetta kemur til í kjölfar þess að lið Skallagríms mun verða dæmt til að leika í 4. deild en ekki 3. deild eins og verið hefði ef Skallagrímur hefði ekki gefið leik sinn gegn ÍBÍ um helgina. Við þetta losnar sæti í 3. deild, og talið er víst að um það sæti muni Hvöt leika við Leikni Reykjavík sem hafnaði í 3. sæti í úrslitariðli á Suðvesturlandi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.