Dagur - 17.09.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 17.09.1986, Blaðsíða 3
17. september 1986 - DAGUR - 3 Akureyri: Mikil aukning í ráðstefnuhaldi „Aukning í þjónustu við ferða- menn sem hingað koma hefur verið mjög mikil og er þá helst að nefna að ráðstefnum og fundum ýmiss konar hefur fjölg- að mjög eftir að gistirými jókst í bænum,“ sagði Gísli Jónsson hjá Ferðaskrifstofu Akureyr- ar. Gísli sagði að hæst hafi borið ráðstefnu um norræn fiskimál sem haldin var fyrir stuttu, en Ferðaskrifstofa Akureyrar sá um þann hluta ráðstefnunnar sem fór fram á Akureyri. Hann nefndi fleiri ráðstefnur og fundi og tók sem dæmi fund Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, læknaráð- stefnur, ráðstefnu jarðfræðinga og vatnalíffræðinga, tölvufræð- inga og fleiri. Einnig voru nokkr- ir aðalfundir og fundir smærri fyrirtækja haldnir hér í bæ. „Þetta er þjónusta sem við ætlum að auka enn frekar, því hér er allt Hjá okkur hefur orðið mjög mikO aukning og virðist sem fólk hafi meiri peninga milli handanna, jafnframt þvl að fólk er farið að ferðast meira tU útlanda,“ sagði Gísli Jóns- son forstjóri Ferðaskrifstofu Akureyrar, er hann var spurð- ur um starfsemina í sumar. Gísli sagði að svo virtist sem fólk væri farið að ferðast meira til sólarlanda en áður og lægi mest aukning í þeim ferðum. Ferðir sem fólk fer á eigin vegum, svo sem flug og bíll, ásamt einstakl- ingsferðum öðrum halda full- komlega sínum hlut. Það er ljóst að það er mun meira um ferðir en verið hefur tvö undanfarin sumur. Einnig eru öll merki þess að fólk hafi meiri peninga, þvf að fyrir hendi fyrir slíka starfsemi," sagði Gísli. > Aukning var í ferðum og þjón- ustu ferðaskrifstofunnar við al- menna ferðamenn og þá aðallega til Mývatns og á áætlunarleiðinni til Egilsstaða, en á þeim leiðum var mikil aukning ferðamanna. gej- margir borga sínar ferðir út í hönd, eða mun meira en áður hefur tíðkast,“ sagði Gísli. Ferðaskrifstofa Akureyrar sem hefur söluumboð fyrir Urval og Útsýn hefur selt mest af ferðum til hins nýja gististaðar Benal Beach á Costa Del Sol. Einnig eru ferðir til Ítalíu mjög vinsælar. Svo hefur selst mjög vel í ferðir til Mallorka og Ibiza. Sumarferð- um Ferðaskrifstofu Akureyrar fer nú að fækka og eru tvær ferðir eftir, önnur til Mallorka og hin til Costa Del Sol. í sumar rak ferðaskrifstofan sumarhótel að Þelamörk og sagði Gísli að það hefði mælst vel fyrir og verið mikið notað. „Það er því öruggt að framhald verður á þeim rekstri," sagði hann. gej- Ferðaskrifstofa Akureyrar: Mest aukning í ferðum tii sólarlanda Samvinnuferðir - Landsýn: Fullt í allar ferðir í sumar „Hjá okkur hefur orðið geysi- leg aukning og erum við hrein- lega að kafna í verkefnum,“ sagði Ásdís Árnadóttir hjá Samvinnuferðum-Landsýn er hún var spurð um ferðir og verkefni sumarsins. Ásdís kvað aukningu í allri starfsemi ferðaskrifstofunnar og þó mest í almennri farseðlasölu til útlanda. Áður var lítil sala í þeim farseðlum, „En hefur aukist gríðarlega,“ sagði hún. Skrifstofa S-L hefur tekið í notkun tölvu og við það breytist starfsemin mikið að sögn Ásdís- ar. „Nú getum við veitt alla þá þjónustu sem hægt er að veita.“ Sólarlandaferðir njóta mestra vinsælda hjá S-L eins og að undanförnu. Mest sóttu staðirnir eru Rimini, Ródos, Mallorka og var uppselt í Mallorkaferðir í mars s.l. Einnig hafa verið ferðir til Grikklands. Ásdís sagði að uppselt hefði verið í allar ferðir fram að þessu og í þær ferðir sem eftir væri að fara væri fullbókað. í ferðir í sumarhús í Hollandi og Danmörku var líka fullbókað. Sumarferðir S-L eru á enda og eru eftir 2 ferðir, önnur til Ródos og hin til Mallorka og er fullbók- að í þær báðar. gej- Möl og sandur hf: Kannar framleiöslu á steyptum hellum - til að hafa vinnu allt árið segir Hólmsteinn Hólmsteinsson framkvæmdastjóri „Þetta mál er verið að athuga núna og skoða vélar til verksins, en við erum ekki búnir að ákveða neitt,“ sagði Hólmsteinn Hólmsteinsson framkvæmdastjóri hjá Möl og sandi. Það fyrirtæki er nú að leita leiða til að halda fullri atvinnu allt árið fyrir starfs- menn sína og hyggst festa kaup Haustþing Kennarasambands Norðurlands vestra sem haldið var á Sauðárkróki síðastliðinn föstudag, mótmælti harðlega þeirri viðleitni stjórnvalda að auka kostnað sveitarfélaga í landinu vegna skólahalds. Nú síðast með áformum mennta- málaráðherra um minnkandi þátttöku ríkisins í greiðslu á á vélum til framleiðslu á steyptun hellum ýmiss konar. „Þetta verður fyrst og fremst gert til að halda okkar mannskap allt árið, því samdráttur hefur orðið nokkur í röraframleiðslu og þeir menn sem voru við það kæmu til með að vinna við hellu- steypuna. Okkur þykir þetta vænlegur kostur þar sem mikil skólaakstri. Taldi fundurinn að sérstaklega hin smærri sveitarfé- lög hefðu ekki bolmagn til að mæta þessum nýja rekstrarlið ef af yrði. Úppeldismálaþing var haldið á vegum sambandsins á laugardag þar sem fjölmörg erindi voru flutt. Bæði voru þessi þing fjölsótt. -þá aukning hefur orðið í notkun á hellum og hleðslusteini," sagði Hólmsteinn. Á Akureyri er ein verksmiðja sem framleiðir hellur og hefur hún haft meira en nóg að gera, eftir því sem sagt er. „Við teljum að nóg verði að gera fyrir tvær slíkar verksmiðjur, enda er þetta í fullu samráði við eiganda Hellu- steypunnar og veit hann um öll okkar áform í málinu. Þetta er aðallega hugsað sem vetrarvinna hjá okkur, því við viljum ekki missa þá menn sem vinna hjá okkur, því þá þarf sífellt að fá nýja og óvana menn á vorin,“ sagði Hólmsteinn. Hann sagði að vélar til fram- leiðslunnar kostuðu 1-2 milljónir og fyrirhugað væri að framleiða nokkrar gerðir til að hafa úrval af hellum og. hleðslusteini því það væri vaxandi notkun á þessari vöru. gej- KSNV mótmælir harölega Til sölu eða leigu 150 fm iönaöar- og/eða verslunarhúsnæöi viö Óseyri. Upplýsingar í símum 21744 á daginn og 24300 eftir kl. 18.00. Tónlistarkennarar Tónlistarnemendur Eigum fyrirliggjandi ýmis hljóöfæri. Svo sem: Gítara, harmonikur, blokkflautur, raf- magnsorgel, munnhörpur, o.fl. Útvegum meö stuttum fyrirvara, píanó, þverflautur, saxophona, klarinett o.fl., o.fl. Jörð til sölu Tilboð óskast í jöröina Velli í Svarfaðardal. Jöröin selst án áhafnar og er laus til ábúðar nú þegar. Jörðin stendur um 6 km frá Dalvík. Á jörðinni er gamalt íbúðarhús meö nýlegri viöbyggingu, fjósfyrir 32 kýr, 1900 rúmm hlöður og 35 hektara tún. Tilboöum skal skila fyrir 1. október til Rósu Helga- dóttur, Gilhaga, Skagafirði, sími 95-6074, sem veitir allar upplýsingar á kvöldin. Réttur áskilinn til aö taka hvaöa tilboði sem er eða hafna öllum. Frá stjórn Verkamannabústaða Stjórn Verkamannabústaða á Akureyri vill minna á að umsóknarfrestur um áður auglýstar íbúðir rennur út nk. mánudag 22. sept. MYNDLISTASKOLIN N Á AKUREYRI Innritun Almenn námskeið Myndlistaskólans á Akureyri 6. október til 20. janúar Teiknun og málun fyrir börn og unglinga 1. fl. 5 og 6 ára. Einu sinni í viku. 2. fl. 6 og 7 ára. Einu sinni í viku. 3. fl. 8 og 9 ára. Einu sinni í viku. 4. fl. 10-12 ára. Einu sinni í viku. 5. fl. 13-15 ára. Einu sinni í viku. Teiknun og málun fyrir fullorðna. Byrjendanámskeið I. Tvisvar í viku. Byrjendanámskeið II. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Myndlistadeild. Tvisvar í viku. Auglýsingagerð Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Málun og litameðferð Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Módelteiknun Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Skrift og leturgerð Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 24958 virka daga kl. 13.00-18.00. Skótastjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.