Dagur - 07.10.1986, Qupperneq 5
Jesendahornið_________
Afsökun vegna mold-
roks við
Stefán Gunnlaugsson formaður
knattspyrnudeildar KA vill taka
fram vegna kvartana út af mold-
arhaugum við Lundarskóla:
„Það er ekki endanlega búið
að afhenda KA það svæði sem
um er rætt. Hins vegar bendir allt
til þess að KA fái svæðið til
afnota. Þess vegna á að ryðja úr
þessum haugum eins fljótt og
auðið er og er verið að fá tæki frá
bænum til verksins. Það verður
keyrt meira á þennan stað í vetur
og svæðið látið síga. Það eru því
allar líkur á því að svæðið verði
KAsvæði
klárað á næsta ári, án þess að
hægt sé að lofa því. Þó verður allt
reynt til að svæðið verði bundið,
svo mold og ryk valdi ekki nábú-
um ónæði. Þá má taka fram að
svæði KA er fullfrágengið og er
augnayndi í dag og vonandi verð-
ur það svæði sem um er rætt fljót-
lega í sama formi. Það er ekkert
hægt að gera í málinu í dag nema
biðja fólk afsökunar á þeim
óþægindum sem það verður fyrir
vegna þessa svæðis og vona ég að
þetta verði komið í viðunandi
horf á næsta ári,“ sagði Stefán
Gunnlaugsson.
Bréf til forráða-
manna sjónvarpsins
Af hverju var fréttatími sjón-
varpsins færður fram til kl.
19.30?
Veit fréttastjóri ekki að með
því er hann að útiloka mjólk-
urframleiðendur (þ.e.a.s. þá
sem mjólka kýrnar sínar) frá
því að geta horft á fréttirnar og
Heilbrigöis-
eftirlit
sér um málin
Vegna athugasemdar sem maður
gerði vegna skemmds matar er
hann keypti, vildi Valdimar
Brynjólfsson heilbrigðisfulltrúi
Akureyrar taka fram að mikill
hluti starfsins hjá heilbrigðiseftir-
litinu væri fólginn í matvælaeftir-
liti.
„Okkar starf er m.a. það að
skoða þau fyrirtæki sem stunda
matvælaframleiðslu og fylgjast
með því að allt fari þar fram sam-
kvæmt settum reglum. Þess
vegna er æskilegt að fólk hafi
samband við okkur ef svona
kemur upp. Þá getum við gert
þær ráðstafanir sem nauðsynleg-
ar eru til að það endurtaki sig
ekki,“ sagði Valdimar.
jafnvel veðurfregnirnar líka?
Allflestir bændur og oft konur
þeirra með þeim eru í fjósi milli
kl. 18 og 20 (sumir lengur) alla
daga, allan ársins hring og þá er
eftir að fara heim og elda kvöld-
matinn og borða áður en sest er við
sjónvarpið til að hvíla sig. Þetta
er það stór hópur að mér finnst
full ástæða til að taka tillit til
okkar, við borgum jú okkar
afnotagjald eins og aðrir.
Það eru Iíka fleiri en bændur
sem eru óánægðir með þennan
tíma, þetta er á hefðbundnum
kvöldmatartíin? sem er á mörg-
um heimilum orðinn aðal matar-
og samverutími fjölskyldunnar.
Þá vil ég biðja um að framhalds-
myndir byrji ekki fyrr en kl. 21,
það er leiðinlegt að geta ekki séð
nema einn og einn þátt þegar vel
gengur með útiverkin. Hins veg-
ar kemur það okkur vel að hafa
barnaefni á þessum tíma, þá höf-
um við ekki eins mikla áhyggjur
af því .hvað börnin okkar eru að
gera á meðan við erum í fjósi ef
þau eru ein heima.
Það væri gaman að heyra álit
fleiri sjónvarpsáhorfenda á þess-
um breytingum. Kannski eru
margir ánægðir með þennan
fréttatíma og þá er eina ráðið að
fá sér videótæki og horfa á fréttir
í hádeginu en það er dýrt.
Mjóikurframleiðandi.
Kartöflubændur
og aðrir matjurtaframleiðendur við
Eyjafjörð og nágrenni.
Áskriftarlistar vegna hlutafjársöfnunar í Hlut hf. liggja
frammi hjá eftirtöldum aðilum:
Hrafn Jónasson Meðaiheimi,
Helgi Örlygsson Þórustöðum,
Stefán Bjarnason Króksstöðum,
Guðmundur Þórisson Hléskógum,
Jóhann Ingólfsson Stórasvæði 8,
Hörður Adólfsson Skálpagerði,
Aðalsteinn Hallgrímsson Björk.
Frestur til áskriftar er til 7. nóvember 1986.
Félag ungra framsóknarmanna
á Akureyri og nágrenni (FUFAN)
Fundur verður haldinn að Eiðsvallagötu 6,
sunnudaginn 12. október nk. kl. 16.
Fundarefni:
1. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing.
2. Kosning fulltrúa á flokksþing.
3. Önnur mál.
Stjórnin.
7. október 1986 - DAGUR - 5
Seljum bæði nýja og sólaða
hjólbarða,
af öllum gerðum
Gott irerð
Nordlenskt fyrirtæki
(mt Eúmlmmmt.
Rangárvöllum • Akureyri
Norðlensk gæði
Sími 96-26776
Æfingatímar KA
veturinn 1986-1987
MÁNUDAGUR ÞRIÐJUDAGUR MIÐVIKUDAGUR FIMMTUDAGUR FÖSTUDAGUR SUNNUDAGUR
17:00-17:55 Handb. 6. fl. Blakyngri fl. 17:00-18:00 Knattsp. 6. fl. 16:50-17:40 Handb. 6. fl. 17:00-18:00 Knattsp. 5. fl. 17:00-18:00 Knattsp. 4. fl. 10:00-11:00 Handb. 5. fl.
17:55-18:50 Handb. 5. fl. Blakyngri fl. 17:00-18:00 Handb. 4. fl. Skemma 16:50-18:40 Blak mfl. 17:00-18:00 Handb. 4. fl. Skemma 19:50-21:10 Blakmfl. Glerárskóli 11:00-12:00 Handb. 4. fl.
18:50-20:30 Handb. mfl. 19:00-20:00 Handb. mfl. Skemma 17:40-18:30 Handb. 5. fl. 18:00-19:00 Blakyngri fl. 21:10-22:30 Blak mfl. Glerárskóli 13:00-14:00 Knattsp. kv. & 2. fl.
20:30-21:30 Handb. 3. fl. 18:00-19:00 Knattsp. mfl. kv. Skemma 18:00-19:00 Handb. 3. fl. Skemma 16:00-17:00 Knattsp. mfl. & 2. fl.
21:30-23:00 Blak mfl. k. og kv. 18:40-20:20 Blak mfl. 20:00-21:00 Handb. mfl. Skemma
19:30-20:20 Knattsp. 3. fl. kv. 21:00-22:00 Knattsp. mfl. & 2. fl. Skemma
20:20-22:00 Handb. mfl. 22:00-23:00 Knattsp. 3. fl.
22:00-23:00 Handb. 3. fl.
ALLAR ÆFINGAR ERU í ÍÞRÓTTAHÖLLINNINEMA ANNARS SÉ GETIÐ.
högni.______________________
Topp- eða toppa-fundur?
Nú er ekki um annað meira tal-
aö en fyrirhugaðan toppa-fund
á íslandi. Ég segi nú bara,
loksins, loksins áttuðu menn sig
á þeirri ævafornu staðreynd að
ísland er auðvitað nafli al-
heimsins. Og sannarlega er
þeim meira en velkomið, karla-
greyjunum, að hittast hér á
naflanum - þó nú væri. Við
norðanmenn erum nú svo sví-
virðilega innrættir, að við ráðum
ekkert við okkur, en brosum í
laumi að öllum látunum í Reyk-
víkingum í þessu sambandi.
Samkvæmt málflutningi sunn-
anmanna, er fyrrnefndur
oddvita-fundur tæpast haldinn
á íslandi heldur í Reykjavík.
Heitir samkoman ævinlega í
fréttum stutt og laggott, Reykja-
víkur-fundurinn, og sjaldan
minnst á fyrrnenda fóstbræður,
rétt eins og þeir séu aukaatriði
en fundarstaðurinn aðalatriðið.
En sleppum nú allri hreppa-
pólitík og snúum okkur að leið-
togafundinum. Alls konar get-
gátur eru uppi um það, hvert
verði umræðuefni höfðingj-
anna. Högni er handviss um
það, að skiptingu heimsbyggð-
arinnar beri á góma. Til að
mynda er það hreint ekki klárt
hver á Afganistan ellegar El
Salvador. Nú svo eiga báðir
drjúgan slatta af kjarnorku-
sprengjum, sem þeir dauðsjá
eftir að eyðileggja, enda rándýr
tæki. Nei, þá mun ekki skorta
umræðuefni þessa heiðurs-
menn, svo mikið er víst. En það
er útkoman, - árangurinn, sem
menn hafa meiri áhyggjur af.
Menn segja sem svo, að varla
verði vandamál heimsbyggðar-
innar leyst á einni helgi. En
menn, sem hafa vald og vilja
ættu að geta komið sér saman
um svo einfalt og sjálfsagt mál
sem heimsfriður er. Ef mennirn-
ir eru ekki færir um þetta eru
þeir einfaldlega ekki starfi sínu
vaxnir en eiga að fá sér aðra
vinnu.
En til þess nú að tryggja
árangur „leiðtogafundarins", er
Högni hér með athyglisverða til-
lögu, sem hann leyfir sér að
varpa fram þó að seint sé. Hætt
verði þegar í stað við þá hug-
mynd að halda fundinn á Sögu
eða í Höfða, en fundarstaður
ákveðinn uppi á Vatnajökli.
Leiðtogarnir fái góð tjöld með
sér, - sitt hvort ásamt viölegu-
búnaði við hæfi, - svo sem nóg
af hlýjum og góðum ullarsokk-
um. Lífverði þarf enga eins og
gefur að skilja. Mat verði varp-
aö niður til þeirra úr þyrlu, einu
sinni á dag. Nái leiðtogarnir
samkomulagi gefi þeir það til
kynna með því að skjóta upp
þrem neyðarblysum. Náist ekk-
ert samkomulag, þurfa þeir ekk-
ert að gefa það sérstaklega til
kynna, en hætt verður þá að
varpa niður til þeirra mat.
Svona einfalt er nú þetta flókna
mál. Menn verða aðeins að
nenna að hugsa, segir Högni í
hógværð sinni. Hér er allt að
vinna en engu að tapa. Land-
kynningin verður örugglega
ekki minni og trúlega miklu
meiri ef þessi hugmynd verður
notuð. Er hér með skorað á
ráðamenn að taka þessa tillögu
til gaumgæfilegrar athugunar.
Ef af verður, megum við vera
viss um friö á jörð og heims-
byggðin getur sagt stolt, eins og
danska kerlingin: Sjáðu litla
sæta naflann minn....
Högni.