Dagur - 07.10.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 07.10.1986, Blaðsíða 12
 Akureyri, þriðjudagur 7. október 1986 Ferskfiskmat ríkisins lagt niður? - Virðist greið leið til sparnaöar & SÍIYER-REED Ö'ckMcteo yg- £ SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Tölvudeild Útibú á Akureyri Gránufélagsgötu,4 Sími26155 Búast má við miklum breyting- um á Ríkismati sjávarafurða á næstunni. Halldór Asgrímsson hefur lýst því yfir að ferskfisk- matið verði væntanlega fært til hagsmunaaðilja sjálfra. Með þessu dregst starfsemi Ríkis- matsins saman og það gæti haft í för með sér sparnað upp á Tvær útaf- keyrslur í Skagafirði Tvær útafkeyrsiur urðu I Skagafirði í gær og í báðum tilfellum voru kvenmenn við stýrið og einir í bílunum. Ökumenn sluppu nokkuð vel en báðir bOarnir eru mikið skemmdir og jafnvel taldir ónýtir. Fyrra óhappið varð snemma í gærmorgun norðan við bæinn Utanverðunes í Hegranesi. Konan sem ók bílnum meiddist lítillega og var flutt á sjúkrahús þar sem gert var að meiðslum hennar. Seinni útafkeyrslan var svo rétt upp úr hádeginu í svo- lítilli hálku fyrir norðan bæinn Úlfsstaði í Blönduhlíð. Talið er að öryggisbelti hafi bjargað konunni sem ók bílnum frá frekari meiðslum sem voru óveruleg. -þá þriðja tug milljóna. Hugmynd- ir af þessu tagi hafa verið lengi til umræðu en gætu nú komið til framkvæmda. En myndi það hafa einhver áhrif á gæði ferskfisks ef Ríkis- matið yrði lagt niður? Ég ræddi við einn kaupanda, Knút Karls- son framkvæmdastjóra Kaldbaks á Grenivík: „Ég held raunveru- lega að ferskfiskmat í sjálfu sér hafi aldrei haft áhrif á gæði held- ur verðlagningu, þetta er ákvörð- unartaka um verð. Ef kaupendur og seljendur geta komið sér sam- an um matsreglur og trúnaðar- menn til að meta, þá mætti alveg eins framkvæma þetta eins og gert hefur verið t.d. í verkföllum, með samkomulagi. En það þarf einhvern óháðan úrskurðaraðila ef upp koma deilumál. Þarna er kannski komin ein leið til að spara eitthvað,“ sagði Knútur. Hann sagðist ekki sjá neina meinbugi á því að hagsmunaðilar kæmu sér saman um matið en þeir þyrftu að ákveða reglur til að fara eftir, punktakerfi eða aðrar reglur svo úrskurðurinn yrði auð- velriur. SS Eins og viðskiptavinir Landsbanka íslands og vegfarendur í Miðbænum hafa eflaust orðið varir við standa yfir endurbætur á tröppunum við aðaldyr bankans. Að sögn Magnúsar Björnssonar, er þetta eðlilegt viðhald á tröpp- unum. Sett verður skábraut og hitalögn í tröppurnar. Viðskiptavinir bankans ættu því að geta gengið þurrum fótum þar inn í framtíðinni. Blaðamannafélag íslands: Noröur- lands- deild stofnuð Á föstudag var haldinn stofn- fundur Norðurlandsdeildar Blaðamannpfélags íslands og var kjörinn þriggja manna bráðabirgðastjórn. Hana skipa Gísli Sigurgeirsson frá Ríkisút- varpinu á Akureyri, Jón G. Hauksson frá DV og Kristján Kristjánsson frá Degi. Allir félagar í BÍ á Norður- landi eru velkomnir í hópinn. Aðsetur Norðurlandsdeildar verður á Akureyri og haldnir verða fundir einu sinni í mánuði. Á framhaldsstofnfundi nk. fimmtudag mun stjórnin skipta með sér verkum, en meðal mark- miða félagsins má nefna faglega umræðu með gestafyrirlesurum og hagsmunamál félagsmanna verða tekin fyrir. Einnig er brýnt að senda fulltrúa á framhaldsað- alfund Blaðamannafélags íslands í Reykjavík síðar í mánuðinum, enda nauðsynlegt að efla tengsl félagsmanna á landsbyggðinni við forystu félagsins. Umfram allt er stefnt að því að fólk komi sam- an og ræði málin. SS Sauðárkrókshöfn: Stærri skipum hætta búin í slæmum veðmm Fyrir um ári varð Hegranesið, togari Útgerðarfélags Skag- firðinga, fyrir miklum skemmdum er það lamdist við Steinullarverksmiðjan: Urslitaviðræður við Elkem í Osló í næstu viku - Meira rekstrartap á þessu ári en reiknað var með Viðræðum norska fyrirtækis- ins Elkem og SteinuIIarverk- smiðjunnar á Sauðárkróki verður fram haldið í Osló í næstu viku. Munu forráða- menn verksmiðjunnar þá freista þess að knýja fram bæt- ur vegna galla í bræðsluofni sem fenginn var frá norska fyrirtækinu, en ofninn eyðir 25% meiri raforku en samn- ingar sögðu til um. Að sögn Þórðar Hilmarssonar fram- kvæmdastjóra Steinullarverk- smiðjunnar er fyrirfram talið að þetta verði síðasta tilraun til að ná sáttum í þessu máli og takist þær ekki verði málið rekið fyrir gerðardómi í Stokk- hólmi. Einnig kom fram í máli Þórðar að líklega yrði mun meiri halli á rekstri verksmiðj- unnar á þessu ári en búist hafði verið við. Þórður sagði að áætlun sem gerð hafi verið nýlega reikni með um 50 milljón króna halla á þessu ári sem sé mun meiri halli en gert hefur verið ráð fyrir í fyrri áætl- unum, en alltaf hafi verið reiknað með halla á þessu ári. Kvað Þórður óhagstæða gengisþróun vega þyngst, um 75% af lánum verksmiðjunnar séu í evrópskum gjaldmiðlum sem hafi styrkst mjög á þessu ári gagnvart krón- unni. Hins vegar hafi áætlanir um markaðshlutdeild og rekstrar- kostnað nokkuð staðist. Fyrir- sjáanlegt sé að hlutafjáraukning í fyrirtækinu þurfi að eiga sér stað ef ekki eigi að koma til miklir greiðsluörðugleikar á næstunni. Sagði hann fjármagn úr sjóðum, sem verksmiðjan ætti eftir að fá, til að ganga frá fjárfestingardæm- inu, fengist ckki nema með því skilyrði að hlutafé yrði aukið. -þá bryggjuna, þar sem það lá við Sauðárkrókshöfn. Þetta gerð- ist í hvössu norðanveðri, þó ekki eins og þau gerast verst. Óttast menn að ekki þurfi mik- inn óróa í höfninni til að sagan frá síðasta hausti endurtaki sig. Á dögunum þegar blaðið hafði samband við Guðmund Árna- son hafnarvörð Iýsti hann sjó- laginu við hafnargarðinn svona. „Að sjá núna er brotið svona 25-40 metra frá grjót- garðinum. Það hefur sópað sandi að garðinum og myndast grynning þarna í kring og svo rúllar báran á þessu og snýst hingað inn og upp að garðin- um.“ Guðmundur sagði höfnina slæma og menn hefðu fram til þessa ekki viljað láta fjármagn í að gera hafnaraðstöðuna viðun- andi. Ef eitthvað er að veðri er alltaf hreyfing í höfninni sé^tak- lega í norðan- og norðves'. cnátt og þá kemur úthafsaldan algjör- lega óbrotin meðfram Skaganum og alveg inn í fjarðarbotn. í slæmum veðrum í þessum áttum, sem betur fer eru fremur fátíð, er skipum ekki vært við bryggju og í hvassri suðvestanátt kvað Guð- mundur veður geta verið það snarbrjáluð við höfnina og vind- báruna svo mikla að ekki sé viðlit að afgreiða skip. Hörður Ingimarsson bæjarfull- trúi óháðra, K-listans, sem nýlega tók við formennsku í hafnarnefnd sagði mikla vinnu hafa átt sér stað síðustu vikur varðandi hafnarmálin. Straum- mælingar hefðu farið fram á höfninni allt síðasta ár og yrði þeim haldið áfram. Á þeim mæl- ingum mundi að nokkru ráðast hvernig að væntanlegum hafnar- umbótum yrði staðið. Hið góða veðurfar síðasta árið hefði hins vegar sett strik í reikninginn og árangur mælinganna því ekki orðið eins mikill og til var vonast. Hins vegar kvað Hörður það alveg ljóst að í Sauðárkrókshöfn þyrfti tugi milljóna og vandséð hvernig þær framkvæmdir yrðu fjármagnaðar ef fjárveitingar ríkisins til hafnargerða verði ekki auknar. í ár hafi fjárveiting til hafnarmála í landinu öllu numið 60 milljónum og þar af hafi farið 40 milljónir til að greiða niður eldri skuldir. -þá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.