Dagur - 31.10.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 31.10.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, föstudagur 31. október 1986 205. tölublað Ogsvokom solin upp Stefna bæjarstjórnar byggð á viðhorfum bæjarbúa 10 Hólmgeir Valde- marsson - á línunni gr D Meðan hjartað dældi blóðinu í ruslið... - 5já kafla úr bókinni Verksmiðjustörf: Heildarlaun karla tuttugu þús. krónum hærri en kvenna - á mánuði samkvæmt launamálakönnun Kjararannsóknanefndar Á dögunum voru birtar niður- stöður úr launamálakönnun Kjararannsóknanefndar. Eins og skýrt hefur verið frá í Degi kom fram mikill munur á laun- um þeirra sem starfa á höfuð- borgarsvæðinu annars vegar og þeirra sem starfa á lands- byggðinni hins vegar. Jafn- framt var umtalsverður munur á launum kvenna og karla sem stunda sömu atvinnu. Athyglisvert er að skoða niður- stöðurnar úr einstaka starfsgrein- um. í verksmiðjuvinnu eru mán- aðarlaun á höfuðborgarsvæðinu 24.953 krónur; með álögum eru launin 32.664 krónur og heild- armánaðarlaun með yfirvinnu 39.909 krónur. Utan höfuðborg- arsvæðisins eru þessar tölur mjög svipaðar, munurinn er 500 krón- ur á fyrri tölunum og 1000 krónur á heildarmánaðarlaunum. Þegar hins vegar munur á milli kynja er skoðaður kemur annað í Ijós. Ef litið er á landið allt hafa karlar 27.650 krónur í grunnlaun á mánuði en konur einungis 20.904 krónur. Munurinn því tæp 7 þúsund. Með föstum álögum, svo sem bónusi, vaktaálagi og fastri óunninni yfirvinnu o.fl., hækka karlarnir í 38.077 krónur á mánuði en konurnar fá hins veg- ar 24.795. Munurinn er 13.282 krónur. Þegar unnin yfirvinna bætist ofan á eykst munurinn enn. Þá eru heildarlaun karla að meðaltali 48.346 en kvenna ein- ungis 27.862. Þar munar orðið 20.484 krónum, sem er nánast sama upphæð og fiskvinnslufólk fær greitt í grunnlaun á mánuði! Á dögunum ákvað stjórn Byggðastofnunar að stofna stjórnsýslumiðstöðvar í kjör- dæmum landsins og jafnframt að hin fyrsta yrði staðsett á Akureyri. Á fundi bæjarráðs Siglufjarðar í gærmorgun var samþykkt samhljóða svohljóð- andi tillaga frá Kristjáni Möller og Brynju Svafarsdótt- ur. „Bæjarráð fagnar samþykkt stjórnar Byggðastofnunar um að koma upp stjórnsýslumiðstöðv- um í kjördæmum landsins. Bæjarráð vill um leið óska eftir því við stjórn Byggðastofnunar að þegar stjórnsýslumiðstöð fyrir Norðurland vestra verði staðsett Eina hugsanlega skýringin á þessum mikla launamun milli kynja er sú að karlarnir hafi almennt meiri starfsreynslu en konur og gegni auk þess ábyrgð- armeiri störfum. En sú skýring dugar varla til að skýra þennan mun að öllu leyti. BB. þá verði hún staðsett á Siglufirði og telur bæjarráð að með því sé stuðlað að byggðajafnvægi í kjör- dæminu. Bæjarráð leggur ríka áherslu á þetta mál og samþykkir því að bjóða Byggðastofnun skrifstofuaðstöðu undir stjórn- sýslumiðstöð í ráðhúsi bæjarins.“ Nokkur umræða er um þetta mál á Siglufirði og mikill áhugi fyrir því að fá þessu framgengt. Viðmælandi blaðsins sagði að Siglfirðingum þættu Sauðárkrók- ur og Blönduós hafa setið einir að þeim embættum sem hafa ver- ið sett í kjördæmið á vegum ríkis- ins og Siglfirðingar hefðu orðið nokkuð afskiptir hvað þetta varð- aði og þeirra tími væri kominn. ET Siglfirðingar vilja stjómsýslumiðstöð - Bæjarráð býður húsnæði í ráðhúsinu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.