Dagur - 31.10.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 31.10.1986, Blaðsíða 11
31. október 1986 - DAGUR - 11 Allt á hvolfi Bandaríska sportflugmanninum Craig Hosking fannst allt of einhæft að fljúga á venjulegan máta. Þess vegna kom hann aukasetti af lend- ingarhjólum fyrir á þaki listflugství- þekju sinnar. Síðan hefur hann sig til flugs, flýgur og lendir á hvolfi, áhorfendum til mikillar skemmtun- ar. Þær flugsýningar sem Hosking tekur þátt í eru líka alltaf vel sóttar. Hann neitar því þó ekki, að það sé mun þægilegra að stíga út úr vélinni á réttum kili. Það vefst ekkert fyrir listflugmanninum að snúa fljúgandi vélinni létt og leikandi á hvolf og lenda svo silkimjúkt. En til þess að komast niður úr flugmannssætinu notar hann rafknúna vindu. Sömu aðferð notar hann til að stíga um borð. f*að er heldur kannski ekkert undarlegt, þótt Hosking sé illa við langan biðtíma fyrir flugtaksleyfi. Honum finnst nefnilega hreint ekki þægilegt til lengdar að sitja með fæt- urna upp í loft. <stern 33/1986, þýd. Magnús Kristinsson) Hvernig verður komið í veg fyrir að borpallarnir sökkvi? Gasi, vatni og köfnunarefni er dælt niður í jarðlögin í stað olíunnar til að koma I veg fyrir að borpallamir sökkvi I hafið. Á norska Ekofisk-svæðinu hafa pallarnir sigið þrjá metra niður. Þegar olíu er dælt upp af hafs- botni, eins og m.a. á sér stað í Norðursjónum, mætti ætla, að hafsbotninn gæti brotnað niður undan þungum borpöllunum, þegar olíu- og gashólfin eru tæmd. Hvernig tryggja menn sig gegn því, að slíkt geti gerst? Þessu svarar Jörgen Bo Nielsen verkfræðingur á þessa leið: Pað er engin hætta á skyndi- legu hruni undan borpöllunum í Norðursjó, vegna þess að olían og gasið em ekki í stómm holrúm- um, sem smátt og smátt tæmast. Olían og gasið eru í smáholum í kalklögunum, sem finnast á mismunandi dýpi undir Norður- sjónum. Eiginlega má líkja þeim við töflukrít, sem maður hefur látið sjúga í sig olíu stundarkorn. Þegar olíunni og gasinu er dælt úr þessum jarðlögum, þolir kalkið að nokkru meiri þunga en áður, og að hluta til fyllast smáholurnar af vatni, sem streymir alls staðar að. Það verða því ekki eftir nein holrúm, sem hætta er á að falli skyndilega saman. Og jafnvel þótt við ímynduð- um okkur, að það yrðu til holrúm, þá væri engin hætta á að hafsbotninn brotnaði. Það kemur til af því, að þau lög, sem dælt er úr, eru á miklu dýpi undir botni Norðursjávarins. Til dæmis er olíunni og gasinu á Ekofisk-svæðinu dælt úr tveim- ur lögum, sem eru 3000 og 3200 metra undir hafsbotninum. Þungi borpallanna gæti ekki valdið hruni svo langt niðri. Engu að síður sýna mælingar, að Ekofisk-svæðið sígur. Mjög stórt svæði, 50 ferkílómetrar, síg- ur um það bil hálfan metra á ári og hefur gert í nokkur ár. Þetta kom olíufélögunum á óvart, og því var ekki veitt eftirtekt fyrr en menn fóru að undrast hversu djúpt var orðið á borpöllunum. Skýringin er sú, að vatnið ryð- ur sér ekki braut inn í krítarlögin af sama hraða og olíunni er dælt upp. Þess vegna dregst hafsbotn- inn niður. Norðmenn eru að reyna að leysa þetta vandamál með því að dæla gasi, vatni og köfnunarefni niður í undirdjúpin í staðinn fyrir olíuna. Borpallarnir mega ekki síga of mikið, því að þá verður þeim hættara við áföllum af stórsjóum. Aðrar hugmyndir um lausn vandamálsins hafa verið þær að lyfta þessum feiknaþungu pöllum upp eða að byggja 1' kringum þá garða, sem öldurnar brotnuðu á. Sig þekkist víða annars staðar, þar sem olía eða gas er unnið úr lögum, sem liggja nærri yfirborði jarðar, t.d. í Bandaríkjunum suðaustanverðum. Raunar er það alveg sambæri- legt fyrirbæri, sem veldur því, að stöðugt dýpkar á Feneyjaborg. En þar er það vatn, sem unnið er úr jörðu, ekki olía og gas. Þýð. Þ.J. Akureyri: Dansskóli Sigvalda í nýjan sal Uansskóli Sigvalda á 5 ára starfsafmæli hér á Akureyri og hann flytur í nýjan sal á laugar- dag. Búið er að innrétta sal að Furuvöllum 1 og fær Sigvaldi loks fast aðsetur eftir flutninga undanfarin ár. Tímamótanna verður minnst á laugardags- kvöld og eru allir núverandi og fyrrverandi nemendur hans velkomnir. Boðið verður upp á kokteil milli kl. 8.30 og 10 og að sjálf- sögðu verður boðið upp í dans á eftir. Þar er um að ræða fyrsta dansleik vetrarins sem dans- klúbbur fólks í skólanum stendur að. Dansklúbburinn mun halda dansleik einu sinni í mánuði sem fyrr. Að sögn Sigvalda er aðsókn að skólanum góð, sérstaklega hjá fullorðnum svo og hjá yngri krökkunum. Hann lýsti yfir ánægju sinni með nýja salinn, sem er mjög hentugur fyrir starf- semina, enda innréttaður með hana í huga og nemendur hafa sjálfir lagt hönd á plóginn. SS Tannlækningastofa á Akureyri Hef opnað tannlækningastofu í Kaupangi við Mýrar- veg, (neðri byggingu). Viðtalstímar eftir samkomu- lagi. Sími 27073. Bessi Skírnisson, tannlæknir. Innilegt þakklæti sendum við öllum þeim sem minntust okkar á gullbrúðkaupsdegi okkar 24. okt. sl. Lifið heil. SIGRÍÐUR PÁLÍNA JÓNSDÓTTIR, HARALDUR SIGURGEIRSSON. Til sölu myndavél Myndavél Repromaster til sölu. Hentug fyrir auglýs- ingastofur og smærri prentsmiðjur. Nánari upplýs- ingar gefa Jóhann Karl Sigurðsson og Guðjón H. Sigurðsson. Sími: 96-24222. „Adressuvél“ til söiu Hentar mjög vel fyrir landsmálablöð og félög er þurfa að senda út dreifibréf. Nánari upplýsingar gefa Jó- hann Karl Sigurðsson og Hafdís Freyja Rögnvalds- dóttir. Sími: 96-24222. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Richardshúsi, suöurhl., Hjalteyri, þingl. eign Sveins Eðvaldssonar o.fl. fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. og veðdeildar Landsbanka fslands á eigninni sjálfri miðvikudaginn 5. nóvember 1986, kl. 14.00. Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 65., 73. og 75. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á fasteigninni Sjávargötu 4, Hrísey, þingl. eign Birgis R. Sig- urjónssonar, fer fram eftir kröfu Byggðastofnunar og inn- heimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri miðvikudaginn 5. nóvember 1986, kl. 16.30. Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.