Dagur - 31.10.1986, Page 3

Dagur - 31.10.1986, Page 3
31. október 1986 - DAGUR - 3 RESTAURANT Restaurant Laut auglýsir: Um heigina bjóðum við upp á eftirfarandi matseðil: Rjómabætt kolkrabbasúpa Smjörsteikt heilagfiski með rækjum og kræklingi eða gratineraðar svínalundir með gráðostasósu -•- Heit eplakaka með rjóma -•- Kaffi og konfekt. Aðeins kr. 850,- pr. mann. Matreiðslumeistari: Haraldur Arngrímsson frá Reykjavík. Ókeypis fordrykkur fyrir matargesti föstudags- og laugardagskvöld. Borðapantanir í síma 22525 - Verið velkomin. testaurant Laut * Hótel Akureyri., Smásagnasafn: Konungur af Aragon og aðrar sögur Út er komin ný bók eftir Matth- ías Johannessen - safn smásagna - undir heitinú Konungur ai Aragon og aðrarsögur, útgefandi er Almenna bókafélagið. Bókin er kynnt þannig á kápu: „Ritstörf Matthíasar Johannes- sens eru orðin mikil bæði að fjöl- breytni og glæsileik - ljóð, leikrit, viðtalsbækur, rit um bók- menntir fornar og nýjar, svo að eitthvað sé nefnt. Og allt ber þetta sinn sérstæða og viðfelldna svip sem einkennist af skarpsýni og kímni, listrænum og kvikum stíl. Sú bók sem hér birtist sker sig síður en svo úr að þessu leyti. Hún hefur að geyma 30 smásögur allar nýlegar eða nýjar af nálinni, ferskar að framsetningu en þó sérstaklega ólíkar innbyrðis. Hér eru raunsæjar sögur í hefðbundn- um stíl, sögur um fólk sem lifað hefur og starfað á meðal vor og nöfnum ekki breytt, og nýstárleg- ar sögur sem virðast gerast á mörkum draums, ímyndunar og veruleika. Bókin er kærkomin viðbót við gagnmerkan skáldskap höfundar- ins og ef til vill nýs áfanga á löng- um ritferli." Konungur af Aragon er 182 bls. að stærð og prentuð og bund- in í Prentverki Akraness. Fram- an á kápu er rómverskt málverk frá Pompeii. Flöskudagur hjá Þór Yngri flokkar handknattleiks- deildar Þórs á Akureyri halda svonefndan flöskudag á morgun, laugardag. Gengið verður í hús og fólk beðið að gefa tómar gosflöskur. Flöskurnar verða síðan seldar og andvirði þeirra varið til styrktar handknattleiksdeild félagsins. Kostnaður við rekstur hennar er mikill og því var ákveðið að efna til þessarar söfnunar. EHB Safnahúsið á Húsavík: Ur Barkar einingum færð þú frysti- og kæli- klefa af hentugri stærð, níðsterka, þægilega að þrífa, auðvelda í uppsetningu og aða með úreþan, -besta einangrunarefni sem völ er á. Hentug grunnstærð á einingum margfaldar notagildi klefanna þannig að þeir reynast frábær lausn fyrir verslanir, fiskvinnslur kjötvinnslur, mötuneyti, veitingahús, hótel, heimahús og alls staðar þar sem þörf er á vandaðri geymslu til kælingar og frystingar. Krókalæsingar, einfaldar en sterkar tryggja skjóta og trausta uppsetningu. Nlðsterk klæðning meðplasthúðauðveldar fullkomið hreinlæti. Hringið eða skrifið eftir frekari upplýsingum Barkar frysti-og kæliklefar leysa vandann víðar en þig grunar FRYSTI-OG K/ELKLEFAR tilbún'r á mettima Oddný og Auður sýna myndveinað Auður Vésteinsdóttir og Oddný Magnúsdóttir verða næstu daga með sýningu á 20 myndvefnaðarverkum í Safna- húsinu á Húsavík. Hér er um sölusýningu að ræða og lista- konurnar vinna báðar út frá sama mótífinu, náttúran hefur undirtóninn og er yrkisefnið. Oddný er fædd og uppalin á Vopnafirði en starfar nú sem kennari við mynd- og handmennt á Húsavík. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskól- ann á árunum 1969 til 1973 og lauk þaðan prófi úr vefnaðar- kennaradeild. Hún hefur tekið þátt í starfi og sýningum Nytja- listar félagi handverksfólks á Norðurlandi og Oddný og Auður sýndu báðar verk í fyrrahaust á Samsýningu norðlenskra kvenna á Akureyri. Auður ólst upp á Akranesi en starfar nú sem kennari við mynd- og handmennt í Mývatnssveit, en þar hefur hún búið undanfarin níu ár. Hún stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskólann á árun- um 1968 til 1973 er hún útskrifað- ist úr textíldeild. Auður er í Textílfélaginu og hefur tekið þátt í samsýningum þess, einnig hefur hún átt verk á norrænu sýning- unni Ny nordisk kunst. Sýnishorn af lituðu bandi verða á sýningunni en listakon- urnar lita báðar talsvert mikið af því bandi sem þær vinna úr, Oddný notar jurtaliti en Auður kemíska liti. Þeim kom saman um að listgrein þeirra væri ákaf- lega seinunnin og óhentugt að stunda hana samhliða vinnu og húsverkum því forvinna fyrir eitt verk tæki oft marga daga auk þess sem vefnaðurinn sjálfur tæki langan tíma. Hins vegar töldu þær að vinna við vefnað væri gott mótvægi við hraða og hávaða nútímanns. Við opnun sýningarinnar kl. 15.00 á laugardag munu tón- listarmenn koma fram, en sýn- ingin verður opin frá kl. 15.00 til 22.00 um helgina og frá kl. 17.00 til 22.00 virka daga. Sýningunni lýkur fimmtudaginn 6. nóv. IM Akureyringar - Nærsveitamenn Veitingastaðurinn Bakkinn Húsavík verður opnaður á ný laugardaginn 1. nóv. Bjóðum upp á: Pítur ★ Kjúklingabita ★ Hamborgara ★ Samlokur og fleira. Ef þið eigið leið til Húsavíkur þá lítið inn. Verið velkomin. Veitingastaðurinn Bakkinn Garðarsbraut 20, Húsavík, sími 41215. HJALLAHRAUNI 2 • SIMI 53755 • POSTHOLF 239 • 220 HAFNARFIROI GITARN AMSKEIÐ Lærum ný lög og ný grip. (þessum mánuði tökum við fyrir íslenska tónlist t.d. Bubba, Bjartmar, Skriðjökla, Stuðmenn og marga fleiri. Einnig förum við í jólalög fyrir þá sem vilja spila undir söng á næstu jólum. Námskeiðin eru bæði fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Innritun fer fram í síma 26594 dagana 31. okt.-4. nóv. ftargkúl SIMI (96)26594

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.