Dagur


Dagur - 31.10.1986, Qupperneq 4

Dagur - 31.10.1986, Qupperneq 4
4 - DAGUR - 31. október 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, SlMI 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGILL BRAGASON, EGGERT TRYGGVASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. JeiðarL___________________________ Lög, regla og réttlætisvitund Lögreglan víðs vegar um landið stendur nú fyrir mikilli herferð fyrir bættri umferðarmenningu. Það hefur nefnilega borið tölu- vert á því að ökumenn bæru ekki tilhlýðilega virðingu fyrir þeim reglum sem í umferðinni gilda og þeim merkjum sem eiga að vísa veginn í þeim efnum. Stöðvunarskylda er illa virt og stundum virðist sem lita- smekkur manna ráði því hvaða tími er valinn til að aka yfir gatnamót, þar sem umferðar- ljós eru. Rauður litur virðist vera í miklu uppáhaldi hjá fjöl- mörgum ökumönnum ef marka má af því hversu algengt það er að ekið sé yfir á rauðu ljósi. Slæm umferðarmenning er meðal orsaka einna flestra dauðsfalla hér á landi og slysin og örkumlun kosta þjóðfélagið ómældar upphæðir. Því er geysimikið í húfi að þær sam- skiptareglur sem settar hafa verið í umferðinni séu virtar til fulls. Á hinn bóginn verður svo að gæta þess að reglurnar séu ekki það strangar að flestum finnist ómögulegt að fara eftir þeim. Á þetta t.d. við um leyfi- legan hámarkshraða þar sem skilyrði eru best. Fái ökumenn á tilfinninguna að reglurnar um hámarkshraða séu sums staðar of strangar er sú hætta yfirvof- andi, að þær reglur séu brotnar. Það getur svo aftur leitt til almenns virðingarleysis fyrir umferðareglum. Þetta er dæmi um þá hættu sem stafað getur af því þegar þegnunum finnst sér misboðið á einhvern hátt. Það getur leitt til þess að þegnarnir fari að misbjóða þeim sem settu regl- urnar. Þetta er afar varasamt þegar umferðin er annars vegar, en dæmi eru um þetta af öðrum sviðum. Tökum dæmi af skattsvikum. Það er mikil kúnst að leggja á hóflega skatta þannig að skatt- þegnunum finnist sér ekki mis- boðið. Þegar svo fer reyna menn gjarnan að misbjóða skattayfirvöldum og hættan á skattsvikum eykst. Það gerist einnig þegar menn þykjast verða varir við misrétti, þ.e. þegar sumir sleppa við að greiða sína tíund til uppbygg- ingar samfélagsins. Þess er ekki nægilega gætt þegar verið er að setja þegnun- um samskiptareglur að unnt sé að framfylgja þeim, að þær samræmist réttlætisvitund manna þannig að farið sé eftir þeim. Reglur sem ekki eru í samræmi við siðgæðis- og rétt- lætisvitund fólks eru fyrr eða seinna brotnar. Séu þær ekki aðlagaðar almennum viðhorf- um, heldur sífellt reynt að hafa vit fyrir fólki, þá getur það leitt til þess að virðingin fyrir regl- um almennt dvínar. Það er erf- iður línudans fyrir löggjafann og þá sem setja almenningi reglurnar að fara eftir, að gera þær þannig úr garði að menn séu sáttir við að fylgja þeim. Skeytingarleysi og virðingar- leysi fyrir lögum og reglum stafar oftar en ekki af því að ekki hefur nægilega verið hugs- að um það að almenningi finn- ist eðlilegt að fylgja þeim — að unnt sé að framfylgja þeim með eðlilegum hætti. íslendingar eru löghlýðnir svo fremi sem lögin eru sanngjörn og mis- bjóða ekki réttlætisvitund þeirra. HS úr hugskotinu.____________ Síldarvalsinn Þessa dagana stíga íslendingar síldarvalsinn allt frá Moskvu til Eskifjarðar. Ekki þó „syngjandi sælir og glaðir“ eins og í þá gömlu góðu daga, heldur hálf- timbraðir og grautfúlir eftir ver- una í nafla alheimsins í þetta tíu daga. Það er svo sem nóg af blessaðri síldinni stórri og feitri. Gallinn er bara sá, að það er erfitt að fá menn til að borða hana fyrir skikkanlegt verð. Meira að segja Rússinn er búinn að uppgötva það að hann getur fengið sína síld á útsölu- verði annars staðar en hér, og þegar allt kemur til alls, er hon- um nokkur vorkunn þó hann leiti kaupanna þar sem þau ger- ast hagstæðust. Að minnsta kosti er ábyggilegt, að við myndum vera fljótir til að kaupa, til að mynda olíuna okk- ar frá nánast hvaða ríkisnefnu sem væri, fengjum við hana á hálfvirði, niðurgreidda eða ekki niðurgreidda. Friðarveiðar En það er ekki bara bölvað van- þakklætið í Rússanum, að vilja ekki rándýru, óniðurgreiddu síldina okkar sem gerir menn dálítið vankaða þessa dagana. Sem fyrr segir var blessaður klakinn okkar um tíu daga skeið í brennidepli. Og svo skært skinu flóðljós heimspress- unnar, að við lá að fyrrnefndur klaki bráðnaði. Eiginlega má segja, að þarna hafi þjóðin, að minnsta kosti sá hluti hennar sem best varðveitir hin þjóðlegu einkenni með því að snæða á American Style og dansa á Broadway, hafi farið á eins kon- ar síldarvertíð. Að þessu sinni stunduðu menn þó ekki síld- veiðar, heldur „friðarveiðar". Já því skyldi þjóðin, sem svo mjög græddi á stríði hér á árum áður ekki reyna að græða á friði líka. Já, þeir voru víst margir sem græða vildu á kjaftaganginum í Höfða, sem auðvitað kom upp að ströndum þessa lands eins og hver önnur síldarganga. Þarna var meira að segja til staðar eins konar Síldarútvegsnefnd. Hana mátti sjá á skjám allra lands- manna, að mig minnir þriðju- daginn eftir kjaftatörn leiðtog- anna. Raunar átti maður bágt með að hugsa sér meðan á þess- arri sjónvarpsútsendingu stóð, að þarna væru saman komnir ýmsir helstu framámenn í við- skiptalífi og útflutningsmálum þjóðarinnar, og ekki nokkrir áhugasamir „tipparar" sem hreppt hefðu þann stóra síðast- liðið laugardagssíðdegi. Sá er þó reginmunur á þessum mönn- um og þeim sem stórt fá í get- raunum, að sá sem í getraunun- um vinnur heldur sig yfirleitt ekki geta lifað á vinningi sínum til eilífðar. Friðarútvegsnefnd- in taldi sig hins vegar vera búna að fá þann vinning sem þjóðinni myndi til eilífðar duga. Að vísu má þó hann Steingrímur greyið Kínafari eiga það, að hann taldi rétt að menn sæktu hér ekki allt :of hratt fram. Auglýsing Því er vitaskuld ekki að leyna, að ísland fékk umtalsverða aug- lýsingu, og það meira að segja ókeypis, út á þetta sjónarspil sem gefið var nafnið leiðtoga- fundur. Nú vita töframenn í Timbúktó og vændiskonur í Thailandi, komminn í Kína og kapitalistinn í Kóreu, að til er eitthvert land þarna lengst norður frá sem heitir ísland, þar sem höfuðborgin heitir ein- hverju nafni sem ekki er hægt að bera fram. En þó svo að þetta fólk viti nú sem stendur að þetta land er einhvers staðar til, þá er hitt miklu ósennilegra, að þetta fólk fari eitthvað að ómaka sig hingað til að sjá safn- ið sem kvað eiga að setja upp í einu herbergja draugahússins til minningar um hinn árangurs- lausa fund. Og varla fer það að borða frekar íslenskt lamba- kjöt, þó svo að Raisa hafi heim- sótt einn íslenskan bóndabæ og litist vel á, öryggisverði hennar þó víst hálfu betur. Reynir Antonsson skrifar Nú er hreint ekkert athuga- vert við það þótt ýmsir aðilar vilji nýta þá auglýsingu sem landið þarna óneitanlega fékk, í kynningarskyni fyrir vöru sína eða þjónustu, en skynsamleg landkynning og látlaus er eitt, fáfengileg dollaraglýja og skrum annað. Áður en við för- um út í það að fylgja eftir þeirri auglýsingu sem við fengum út á uppákomuna í Höfða, verðum við fyrst og fremst að gera okk- ur grein fyrir því hvað við höf- um að bjóða. Hvað höfum við til að mynda mikið af fiski til að selja? Og hvað getum við tekið á móti mörgum ferðamönnum, án þess að það sem við höfum virkilega að sýna glatist, hin viðkvæma náttúra landsins, og hið enn viðkvæmara þjóðerni? I þessu sambandi sakar ekki að geta þess að nýlega var birt skýrsla frá alþjóðlegri stofnun sem við hingað til höfum tekið mark á, þar sem gefið var í skyn meðal annars, að ofvöxtur Reykjavíkur sé hættulegur íslenskri menningu. En það var einmitt þessi sama Reykjavík sem mesta auglýsinguna fékk. Hvað um það. Sennilega þurf- um við ekki að óttast neina hol- skeflu af völdum leiðtogafund- arins. Leiðtogarnir munu sjálf- sagt hittast á hlýrri stað næst, og þá mun ísland í skuggann falla. Síldin kemur, síldin fer. Þannig er lögmál skorpuþjóðfélagsins. Og áfram munu menn dansa síldarvalsinn hverjir svo sem undirleikararnir verða.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.