Dagur - 31.10.1986, Side 5

Dagur - 31.10.1986, Side 5
31. október 1986 - DAGUR - 5 Engin nýjung 1) bjóða matvæli hér á sama verði og í Reykjavík" Heildverslun Valdemars Bald- vinssonar er að byggja nýtt húsnæði undir starfsemi sína og rís það gegnt gamla húsnæðinu við Tryggvabraut. Ég ræddi við Hólmgeir Valdemarsson af þessu tilefni og spurði hann einnig um málefni hestamanna, en hann er í stjórn Hestamanna- félagsins Léttis. - Blessaður Hólmgeir. Er heildverslunin að reisa stórhýsi? - Sæll Stefán. Já loksins sér maður fram á að komast úr þrengslunum. Við byrjuðum fyrir helgi og þetta rís afskap- lega hratt. Meiningin er að vera búinn að reisa grindina á föstu- dag. Þá er verið að steypa ein- ingar hjá Möl og sandi og áætlað er að húsið verði tilbúið undir tréverk í lok desember. Ef allt gengur að óskum og fjármagn þrýtur ekki þá gætum við jafnvel flutt strax í apríl. - Hvernig gengur að selja gamla húsnæðið? - Við erum langt komnir með að selja það. Ástandið þar er orðið þannig að við vorum með lagerinn í gámum hér og þar og gátum ekki gert allt það sem við vildum. - Mun nýja húsið þá koma til með að breyta miklu? - Já, húsið er 1540 fermetrar að grunnfleti og lóðin rúmir 7000 fermetrar, þannig að þetta verður framtíðarsvæði heild- verslunarinnar og stækkunar- möguleikar eru vissulega fyrir hendi. Við höfum hugsað okkur að fara út í framleiðslu á mat- vöru, pökkun og þess háttar og ætlum að vinna að því strax og við erum flutt. Einnig erum við með nýja markaði í sjónmáli. Mig langar að taka það fram í sambandi við Kost sf. að það er alls engin nýjung að bjóða hér matvæli á sama verði og í Reykjavík. Þetta höfum við gert í 20 ár. Öll erlenda varan er búin að vera á sama verði og í Reykjavík í þessi 20 ár. Síðan erum við með umboðsmenn hjá ýmsum fyrirtækjum í Reykjavík og í langflestum tilfellum borga þeir undir sína vöru til Akureyr- ar, þannig að við höfum alltaf stuðlað að lágu vöruverði. Það er engin ný bóla. - Snúum okkur að hrossum. Hvernig líst þér á þá hugmynd að festa tvo keppnisstaði fyrir landsmót hestamanna? - Þetta er náttúrulega alveg fráleitt og ég trúi því ekki að þessi tillaga verði samþykkt. Ég er að fara á landsþingið núna um helgina og þá mun þetta skýrast. Þetta er mjög óhugsað. Um leið og búið er að festa tvo mótsstaði, annan norðanlands og hinn fyrir sunnan, þá verður engin samkeppni milli þessara staða og menn hætta að halda vöku sinni. Þegar maður flettir í gegnum ársskýrslur Landssam- bands hestamanna þá kemur í ljós að árið 1976 fór helmingur af rekstrargjöldum sambandsins í landsmótssvæði sem átti að rísa þá á Skógarhólum. Það gæti alveg eins komið upp sú staða núna að eigendur þessara móts- staða myndu krefjast þess af landssambandinu að taka þátt í uppbyggingu svæðisins. Þetta þyrfti ekki að gerast ef tillagan færi ekki í gegn. Þarna er ég að tala um eðlilega samkeppni, hún þarf að vera á þessu sviði sem öðrum. Það finnst okkur Eyfirð- ingum að minnsta kosti. Okkur finnst meira en sjálfsagt að Melgerðismelar fái sinn skerf af lands- og fjórðungsmótum. - Hvaða staðir eru nefndir í tillögunni? - Sú tillaga sem kom frá stjórn Landssambands hesta- manna, sem var nú skipuð þremur mönnum og þar af tveimur Skagfirðingum, sem verður að teljast gagnrýnisvert, gerir ráð fyrir Vindheimamelum og Gaddstaðaflötum við Hellu sem væntanlegum mótsstöðum. Ég veit ekki hvað þessir menn hugsa sem standa að þessari til- lögu, en mér finnst hún afskap- lega ólýðræðisleg og það er mik- ill hiti í Eyfirðingum út af henni. Ég bara vona það að landsþings- fulltrúar beri gæfu til að sam- þykkja ekki þessa tillögu. - En segðu mérHóImgeir, þú átt væntanlega eitthvað af hestum? - Já, og fjölskyldan öll. Á sumrin er ég með þá austur í Fnjóskadal á jörð sem fjölskyld- an á þar. Og ég er svo heppinn að vera uppáhaldsfrændi Aðal- steinu á Grund og nýt þess að fá að hafa hrossin þar í haustbeit. Svo er meiningin að taka á hús um áramót og fara að þjálfa af kappi. í sumar verður fjórð- ungsmót á Melgerðismelum og ég stefni að kynbótasýningu á tveimur hryssum sem ég á og jafnvel gæðingakeppni. - Er mikill áhugi á hesta- mennsku á Akureyri? - Já, það er óhætt að segja það. Ég bý til dæmis í Lög- mannshlíðarhverfi og þar er mjög gott fólk, oft glatt á hjalla og mikið riðið út. Einhver góður maður kallaði það konserthverf- ið, enda er þetta lífsglatt fólk og mikið sungið í Lögmannshlíðm hverfinu. - Að lokum, hvernig fer fj leikurinn (A.-Þýsk.-Ísland í "j knattspyrnu)? - Þarna fórstu alveg með það. Ég hef alveg sorglega lítinn || áhuga á fótbolta, en ég er ekki ; antisportisti Jrví hestamennskan er jú sport. Ég virði það að aðrir hafi gaman af því að sjá fót- ( bolta, en ég vil líka að aðrir ' virði það að ég vil fá að sjá eitthvað af þeim hestaíþróttum sem til eru á myndböndum. Á Landsmóti hestamanna í sumar voru 12-15 þúsund áhorfendur | og það komu bara nokkrar mínútur frá því í Sjónvarpinu. Þarna voru 2000 útlendingar og gríðarleg landkynning þannig að mér finnst þetta hneykslanleg frammistaða hjá Sjónvarpinu. Landsmótið var tekið upp í heild og það er vonandi að sú mynd fái að fara í sjónvarp. - Við vonum það Hólmgeir og þakka þér fyrir rabbið. - Já, takk sömuleiðis. SS ★ Norsk blöð. ★ Sænsk blöð. ★ Dönsk blöð. ★ Ensk blöð. ★ Amerísk blöð. ★ Tölvublöð. ★ Frönsk blöð. ★ ítölsk blöð. ★ Þýsk blöð. ★ Askríftarþjónusta * Bókabúðin EDDA Hafnarstræti 100 - Pósthólf 633 - Akureyri - Sími 24334. Aðalfundur Vöruleiða hf. verður haldinn laugardaginn 8. nóv. kl. 13.30 að Óseyri 1. Stjórnin. Laugardagur 1. nóv. Uppselt fyrir matargesti. Dansleikur Hljómsveitin Miðaldamenn frá Siglufirði halda uppi fjörinu til kl. 03. Ath. Síðasti dansleikur Miðaldamanna á Hótel KEA á þessu árí. Húsið opnað fyrir aðra en matargesti kl. 22.30. Verið velkomin. HOTEL KEA <Tí> AKUREYRl Kynning í dag föstudag frá kl. 2-6. <it> frá Sana. Kynningarverð. ★ Grillaðir kjúklingar á tilboðsverði.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.