Dagur - 31.10.1986, Page 6

Dagur - 31.10.1986, Page 6
6 - DAGUR - 31. október 1986 Hermann Sveinbjörnsson skrifar bækuc.- Guðbrandur Kjartansson: „Ekki er hægt að deyja frá hálfri flösku af góðu viský! // Forlagið hefur gefið út bók sem ber heitið „Og svo kom sólin upp“, bók um baráttu við alkohólisma og það góða fólk sem þorði að segja frá í samtali við Jónas Jónasson, en það er undirtitill bókarinnar. Það þarf ekki að kynna Jónas Jón- asson fyrir landsmönnum, svo þekktur sem hann er orðinn af störfum sínum fyrir útvarp, einkum og sér í lagi viðtöl sín. Jónas er einstaklega laginn við að fá fólk til að tjá sig um við- horf þess til lífsins og tilfinn- ingar og þessir hæfileikar hans njóta sín með afbrigðum vel í þessari bók. Þó að Jónas hafi í þessari bók skráð niður reynslu annarra, er augljóst að hann hefur sjálfur lagt mjög mikið af mörkum. Það kemur fram með skýrum hætti í þessum frásögnum alko- hólista sem hættu að drekka, að reynsla þeirra er svipuð að mörgu leyti. Þráinn Bertelsson, hinn kunni kvikmyndagerðarmaður segir um meðferðina: „Mér fannst þetta mjög merkilegur tími í alla staði því ekki einasta átti ég samleið með öðru fólki sem var ekki lítil uppgötvun eftir að hafa haldið að alla mína ævi hefði ég fetað einn lengra og lengra inn í blindgötu, heldur sá ég að þetta var engin andskotans blindgata. Það var leið út á þjóð- veginn ef maður hafði fyrir því að líta á áttavitann með félögum sínum.“ Jónas Jónasson fetaði þessa blindgötu, svo sem mörg- um er kunnugt, og það gerir hann enn hæfari til að fjalla um þessi mál með viðmælendum sínum. Þetta er líka frásögn af hans eigin lífi, þó með óbeinum hætti sé. Frásagnirnar í bókinni eru margar hverjar mjög átakanleg- ar, segja frá stoltu fólki sem barðist við erfiðan sjúkdóm. Þessi barátta er erfið, ekki síst vegna þess að sjúkdómurinn breytir hugsanaferlinum. Sjálfs- blekkingin er eitt erfiðasta vandamálið við áfengissýkina. Jóhannes Bergsveinsson, læknir, sem segir frá reynslu sinni af alkohólistum í þessari bók, en hann hefur unnið mjög mikið á þessu sviði, segir um þetta atriði: „Það er ósennilegt að menn næðu því að verða eins veikir og alko- hólistar oftlega verða og farnast eins illa nema þeir hefðu áður truflað raunveruleikaskynið, að öðrum kosti myndu þeir hafa gert sér grein fyrir því hvert stefndi löngu áður en ofneyslan varð svona alvarleg." Jóhannes telur áfengisofneyslu fylgifisk geð- rænna vandamála, vanlíðunar, sem kann að eiga sér margvísleg- ar orsakir. Hann lýsir með ein- földum og skýrum hætti hvað gerist í líkamanum og huga manns sem ofneytir áfengis. Og hann gerir greinarmun á alkohól- isma og ofneyslu áfengis, en að það síðarnefnda leiði oft til hins fyrrnefnda. Þessi bók er með eindæmum fróðleg, stundum skemmtileg en oftar átakanleg. Hún er vel til þess fallin að auka mönnum skilning á áfengissýkinni og draga enn frekar úr fordómunum sem upp það fólk býr við sem er haldið þessum sjúkdómi. Hafi menn haft einhverjar efasemdir um að alkohólismi sé sjúkdómur hljóta þær að hverfa eins og dögg fyrir sólu að lestri þessarar bókar loknum, rétt eins og úðinn í sál þess sem hefur tekið endanlega ákvörðun um að hætta að láta áfengi stjóma lífi sínu og Jónas lýsir á myndrænan hátt í upphafs- orðum bókarinnar. Þeir sem segja frá í bókinni eru Anna Þorgrímsdóttir, Guð- brandur Kjartansson, Gunnar Huseby, Halldór Gröndal, Helga Björnsdóttir, Jóhanna Birgis- dóttir, Ólafur Gaukur, Pálmi Gunnarsson, Ragnheiður Guðnadóttir, Sigfús Halldórsson, Tómas Agnar Tómasson, Tómas Andrés Tómasson, Þórarinn Tyrfingsson, Þórunn H. Felix- dóttir, Þráinn Bertelsson og Jóhannes Bergsveinsson, læknir. Með góðfúslegu leyfi höfundar og útgáfufyrirtækisins eru hér birtir stuttir kaflar úr frásögnum Gunnars Huseby og Guðbrands Kjartanssonar, læknis. HS „Ég reyndi antabus en drakk samt og varð fárveikur. Menn báðu fyrir mér en ég virtist ekki í náðinni. í október 1974 sagði landlæknir að ef ég dytti í það einu sinni enn í héraðinu, yrði ég að hætta. Ég lofaði öllu fögru og kreppti hnefana. Daginn fyrir gamlársdag kom yfir mig ofsaleg löngun í vín. Ég hafði fengið vínsendingu og dreifði flöskum út um allt, ein var í stofunni, ein í hesthúsinu, ein í bússunum. Þær voru sex en ég lét í það skína að ég hefði ekki pantað nema tvær flöskur. Löngunin var svo sterk þennan dag að ég nötraði. Uti var óskaplegt vetrarveður. Ég sat, enginn sjúklingur kom, líklega vegna veðurs. Þegar aðrir starfsmenn fóru sat ég einn eftir og talaði við flöskudrauga. Um kvöldið áttaði ég mig. Ég var búinn að drekka mig burt úr héraðinu. Tilhugsunin um að ég yrði settur af var mér alveg óbæri- leg, betra væri að deyja. Ég lagði frá mér flöskuna með uppáhaldsvíninu mínu, náði mér í deyfisprautu og notaði á úlnliðinn og þegar skinn dofn- aði skar ég sundur slagæðina. Síðan hélt ég hendinni yfir ruslafötunni þar sem ég sat við skrifborðið. Meðan hjartað dældi blóðinu í ruslið hugsaði ég um farinn veg. Ekki var nú risið hátt á mér þarna í stofunni. Ekki yfirbragð rómversks tignarmanns, heldur sat hér fullur héraðslæknir í stór- hríð í afskekktu sjávarþorpi og lét leka úr sér blóðið. Bráðum var kominn síðasti dagur ársins, engir álfar dönsuðu í kringum mig, allt var í myrkri nema ljóstýra í flösku. Éngin þjóð- saga á kreiki í húsinu, í besta falli gæti ég hafa verið umskipt- ingur úr einni slíkri. Með blóðinu lak kraftur úr æðum en þó hafði ég afl til að gjóa augum á flöskuna sem ég var að drekka úr, hún var hálf. Ég var að missa meðvitund en hugsaði á íslensku: Ekki er hægt að deyja frá hálfri flösku af góðu viský! Upp upp mín sál og allt mitt geð! Ég brölti á fætur og sæki mér nál og tvinna til að rimpa saman á mér æð og skinn, það má allt- af opna það aftur á morgun. Það er stórmannlegt að drepast á síðasta degi ársins, hvað þá á nýársnótt. Rétt í því að ég er að ljúka bróderingu til bráðabirgða ryðst heimurinn inn til mín og friður- inn er úti. Fyrirmenn staðarins settir inn í málið og fenginn læknir frá Blönduósi í þessu líka veðri. Óskóp eru að vita þetta, Guðbrandur, og nú er landlæknir í símanum. Hann Gunnar Huseby: „Ég datt fljótlega í það eftir þjóðsönginn" „Sumarið 1946 var ég á meðal keppenda á Evrópumeistara- mótinu í Osló. Menn spáðu mér sigri, allavega kæmist ég á verð- launapallinn. Þarna voru margir risar og eftir því sverir og sterkir. Ég náð lokakasti í kúlu 15.56 en þá átti Rússi nokkur eftir að keppa og hann hafði möguleika á að vinna mig. Ég var að fara í gallann minn þegar hann kastaði sínu síðasta, 15.28. Ég var orðinn Evrópu- meistari í annarri skálminni og hoppaði hæð mína í loft upp. Líklega gleyma þeir sem þarna voru aldrei þessum degi. Heimurinn horfði undrandi á þennan íslenska mann. Þegar ég stóð efstur á verðlaunapallin- um og íslenski þjóðsöngurinn ómaði um völlinn, grét ég eins og barn. Ég hafði náð markmið- inu: Ég var orðinn heimsfrægur. Á eftir lét ég mig hverfa í Osló. Ég sté niður af þessum eftirsótta palli og hvarf niður í kjallara á einhverri búllu og drakk. Ég vildi vera í friði og það vildu þeir báðir, alkohólist- inn og Evrópumeistarinn. Þegar heim kom var mikið um dýrðir svo mér varð um og ó. Ríkisstjórnin kom út á flug- völl og gott ef ekki átti að gera mig að heiðursborgara Reykja- víkur og gefa mér hús að búa í. Hann hefði átt að vita það, karl faðir minn. Hvorugt fékk ég. Kannski dreymdi mig bara. En ég átti kærustu og hún var raun- veruleg, hún var norður á Siglu- firði í síld og það var mér ekki að skapi. Ég hringdi norður úr símaklefa í Landssímahúsinu við Austurvöll og náði tali af henni, og lét í ljós þá ósk að hún kæmi suður hið snarasta. Eitthvað var hún treg til þess, orð spannst af orði og að lokum skellti ég á, stóð litla stund og snéri trúlofunarhringnum á fingri, tók hann svo af mér og setti í vasann og strunsaði yfir Austurvöll og inn á Hótel Borg. Þegar ég kom í gættina risu allir úr sætum og hljómsveitin byrj- aði að leika þjóðsönginn að ég held, en ég stóð eins og þvara. Svo var klappað og húrrað og ég hrökklaðist aftur á bak og út. Þá tók ég strikið að Oddfellow- húsinu, þar var opið og sagan endurtók sig með húrra og lófa- taki og bravó. Ég treysti mér ekki inn, stóð einhverja stund með kökk í hálsi en snéri mér svo við og hvarf á braut og tók kóssinn niður í stræti. Þar var engin hljómsveit, engin dúkuð borð, ekkert klapplið, þarna þekkti ég sjálf- an mig og ég drakk vikum saman. Af hverju strætið? Ég var þrátt fyrir stærð og þrek með djúpa minnimáttarkennd og taldi mig geta losnað við hana með því að vera eins og greifi í þessum hópi sem enginn vildi vita af. Þessum margbreytilega hópi manna sem lifa frjálsir í fjötrum áfengis, í veröld sem fáir kunna skil á. Ég passaði forkunnar vel í kramið. Þarna voru lærðir menn og leikir og auðvitað skáld. Ég held að þarna hafi ég fundið eitthvað sem ég var ekki að leita að, en ég var eins og þessir menn, sólbrúnn og berbrjósta í frosti og stoltari en fjandinn. Við rón- arnir sátum oft á Arnarhóli þeg- ar grasið var grænt og lífið gekk framhjá styttu Ingólfs sem þagði eins og við, þegnar hólsins. Þegar haustaði varð þetta ekkert sólarlíf og sældar. Ég svaf í skúrum, snjósköflum. bílhræjum, í húsasundum. Ég, sem hafði staðið á verðlauna- palli í útlöndum með augu heimsins á mér, ég sem hafði skálað í kristalsglösum við lorda og greifa úti í hinum stóra heimi, settist með músum bak við öskutunnur í borginni minni, sem einu sinni ætlaði að gefa mér hús og gera mig að heiðursborgara. Kannski er ég enn að rifja upp draum. En heimurinn vildi fá mig aft- ur á pall svo ég bað mýsnar að bíða meðan ég skrapp til Brússel að verja titilinn minn. Það var árið 1950. Ég æfði alltaf á milli túra og hafði keppt er- lendis. Ég varð Evrópumeistari í annað sinn, sigraði í fyrsta kasti í úrslitakeppninni. Sigurð- ur Sigurðsson, sá kunni íþrótta- fréttaritari, segir í bók sinni Komiði sæl! að ég hafi sagt sjálfur á eftir: Ég var svo nervös að ég missti kúluna í 16.74. Lík- lega er það rétt hjá honum. Þetta kast var íslandsmet mjög lengi, eða þar til Guðmundur Hermannsson kom og bætti um betur. Menn hafa sagt að ef ég væri upp á mitt besta í dag og notaði kastaðferð nútímans væri ég yfir 20 metra maður í kúlu. Það var mikill fögnuður í Brússel, því Torfi Bryngeirsson varð líka Evrópumeistari, í langstökki. Ég datt fljótlega í það eftir þjóðsönginn. Að heita Huseby eftir þetta var hábölvað. Ég var mislukk- aður, þekktur drykkjumaður og róni í heimalandinu en þekktur úti í heimi sem afreksmaður í íþróttum." - ★ - „Ég hef ekki drukkið síðan. Þúsund sinnum hafði ég reynt að fara í bindindi til eilífðar, en ég hætti aldrei að reyna, gafst aldrei upp. Ég hef stundum spurt mig að því hvað margir séu á lífi í dag fyrir það að ég varð aumingi í strætinu. Núna bý ég einn í kjallaraíbúð í Norðurmýri og finn nú allt í einu að ég er að verða gamall

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.