Dagur - 31.10.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 31.10.1986, Blaðsíða 7
31. október 1986 - DAGUR - 7 skipar mér að koma suður í hvelli rétt eins og ég búi í miðbæ Reykjavíkur en ekki á Hvammstanga þar sem nú geis- aði norðaustan stórhríð, eins og hún er verst á Noðurlandi. Þar með var ég settur af. Ég var búinn að aka fullur um allt héraðið og velta bílnum, en héraðsmenn réttu hann við fyrir lækni sinn. Ég var meira að segja búinn að aka yfir löppina á sjálfum mér, og ég hafði sofið hjá, hvar sem lúra gerði. Konan mín leit á þetta sem óskaplegan ósigur fyrir mig, og ég bölvaði því að hafa aldrei náð að klára úr flöskunni." — ★ - „Það sem gildir í þessu stríði er að gefast ekki upp en gefast upp. Þegar þú ert tilbúinn að fórna öllu til þess að ná árangri þá gengur það. Þegar þú liggur marflatur fyrir almættinu, auðmýktur og veikur, þá geng- ur það. Það var erfitt fyrsta árið. Ég var ákaflega ruglaður. Mig vantaði vinnu, fjölskyldan farin, fjárhagur í kaldakoli. Þá hitti ég ritara þessarar bókar. Hann spurði: - Hvernig líður þér? Liggur vel á þér? Það liggur ómögulega á mér. - Hvernig gengur þér? Mér gengur andskotann ekkert. Þetta er allt ómögulegt, þetta er helvíti. - Fínt, elsku vinur, það er fínt. Nú loksins líst mér á þig. Áður hafði nefnilega allt ver- ið gott í hverju svari, en ekkert gengið. Nú reyni ég að vera sáttur við sjálfan mig. Ég var orðinn svo óheiðarlegur. Meðan ég er heiðarlegur gagnvart lífinu er ekkert að óttast. En eitt er víst: Mín brennivínslöngun kemur ekki fyrr en eftir fyrsta sopann. Þín ekki heldur.“ tJtvegsbankinn ^.kynnir nýja, almenna spamaðaraðferð -A_Með henni geta allir sem spara stefnt á hina háu vexti bundinna reikninga. Allir, — ekki bara þeir fjársterku. maður. Það er hörmuleg upp- götvun. Ég er illa farinn líkam- lega og var skorinn upp við krabbameini og er hættur að reykja. En ég vil ekki vera að hugsa um það sem mig vantar, heldur vera ánægður með það sem ég hef. Almannarómurinn hefur lengi nærst á mér. Nú er ég þreyttur og hver láir mér það. Ég er orðinn gleyminn, en ég man að ég skulda almættinu líf mitt og ég er að reyna að greiða þá skuld niður með því að taka vel neyðarhrópum manna, sem þarfnast hjálpar og umhyggju. Ég get alls ekki neitað sumum þessara manna um fyrirhöfn og akstur út í nóttina til að hitta þá þegar þeir eru búnir að drekka sig úr stiganum sem liggur til frama og áhrifa. Það er mikið fall þegar þeir skella á jörðina og þungur dynkur. Þetta eru kannski menn sem litu í vork- unn á Gunnar Huseby þegar hann setti svip á strætið, en réttu honum hjálparhönd, gáfu að borða eða leyfðu honum að lúra í homi. Nú get ég þakkað fyrir mig. Ég hef oft platað dauðann, stungið hann af á gamla sprett- inum. Snerpan sagði til sín og ég hvarf fyrir horn eins og vind- urinn. Ég var alltaf fljótur úr startholunum í þá gömlu og góðu daga á Melavellinum. En ég veit að sá dagur kemur að engin startbyssa getur ræst mig úr sporum. Hver stendur þá á verðlaunapalli eilífðarinnar? Ég vona að ég verði ekki neðar- lega.“ Og þetta getur fólk gert af fullu öryggi, því það hefur góða baktryggingu: Reynist bindingin því ofviða, getur það komið í bankann, sótt fé sitt og náð fullri ávöxtun Innlánsreiknings með Ábót. SVONA BERÐU ÞIG AÐ Þú þarft að eiga fé á Innlánsreikningi með Ábót og stefna á að taka það ekki út í 18 mánuði. Svona einfalt er það. Og þú þarft ekki að tilkynna bankanum þennan ásetning þinn. Eigirðu ekki fé á Innlánsreikningi með Ábót þá geturðu auðveldlega bætt úr því á næsta afgreiðslustað bankans. OG VEXTIRNIR HLAÐAST UPP Þessi nýja sparnaðaraðferð er Lotusparnaður. Fyrsta lotan stendur í 18 mánuði og gefur háa vexti.* Önnur lota tekur strax við, ef eigandinn lætur féð standa óhreyft áfram. Hún stendur í 6 mánuði og gefur enn hærri vexti.* Þriðja lota stendur í 6 mánuði og enn hækka heildarvextir* af öllu sparifénu. Fjórða lotan varir einnig í 6 mánuði og að henni lokinni er hæstu vöxtum* Lotusparnaðarins náð. EINSTAKT ÖRYGGI Hið einstæða við Lotusparnað er að þú getur hafið hann hvenær sem er, alveg formálalaust, og hætt honum jafn óformlega. Þurfir þú á hinu sparaða fé að halda, þá tekur þú það út og rýfur þar með Lotusparnaðinn í það sinn. Þúfcerð vexti á alla uþþbœðina, samkvcemt því lotustigi sem þú náðir. Og þótt þú náir ekki að Ijúka fyrstu lotu, þáfcerðu samt fulla Ábótarvexti fyrir allan þann tíma sem uþþhœöin stóð óhreyfð. ÞETTA ER ÖRYGGI SEM FORSJÁLIR KUNNA AÐ META. L O T U SPARNAÐUR HIN NÝJA, ALMENNA SPARNAÐARAÐFERÐ * Vaxtatölur verður leyfilegt að kunngera nk. þriöjudag GYLMIR/SlA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.