Dagur - 31.10.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 31.10.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 31. október 1986 Hann er og hefur undanfarin ár verið umdeildur meðal bæjar- búa, þó líklega aldrei eins og síð- astliðnar 2 vikur eða svo. Maður- inn er Wilhelm V. Steindórsson, fyrrverandi hitaveitustjóri á Akureyri, sem bæjarstjórn sam- einaðist um að víkja úr starfi. Hér verður ekki farið út í þá sögu, heldur reynt að kynna örlítið manninn á bak við hita- veitustjórann, hvað hann hefur gert um dagana, áhugamál og slíkt. Hitaveitunaogorkumál ber óhjákvæmilega á góma, enda er það áhugamál Wilhelms nr. 1. „Ég fæddist á Grenivík 22. febrúar 1948, en flutti þaðan að- eins nokkurra mánaða gamall til Akureyrar og ólst hér upp. Mín skólaganga var nokkuð hefð- bundin. Ég byrjaði í Hreiðars- skóla, það var smábarnaskóli sem stóð við Gránufélagsgötuna, skáhallt á móti Sjallanum. Þetta var mjög góður skóli. Hreiðar nokkur Stefánsson, frændi minn, kenndi í þessum skóla, ákaflega góður kennari. Síðan lá leiðin í Barnaskólann á Brekkunni. Par hafði ég mjög góða kennara, Sig- ríði Skaptadóttur, fyrstu árin, en síðan Jónas frá Brekknakoti. Pessir þrír kennarar voru alveg sérstakir. Síðan er það Gagnfræðaskól- inn og þaðan tek ég gagnfræða- próf. í framhaldi af því fer ég í iðnnám, klára iðnskólann hér á Akureyri og tek sveinspróf í raf- vélavirkjun. Að því loknu fer ég í Tækniskólann, þá var hægt að taka hér 1 vetur í undirbúnings- deild og síðan lá leiðin til Dan- merkur. Ég lærði rafmagnstækni- fræði í Danmörku, það tók 5 ár og kláraði ég það í lok árs 1972.“ Rafvirkjameistarar í hundraðatali Þegar Wilhelm fer til Danmerkur er hann kominn með fjölskyldu, kona hans er Guðbjörg Inga Hrafnsdóttir og eiga þau 4 börn á aldrinum 4ra til 19 ára. En áfrarn með söguna. 1972 koma þau heim til íslands og setjast að í Hafnarfirði. „Ég starfa þar sem tæknifræðingur og fulltrúi raf- veitustjóra í 5 ár. Þetta er á þeim tíma þegar verið var að byggja Hitaveituna í Hafnarfirði og þar fékk ég góða reynslu af samvinnu rafveitu- og hitaveitufram- kvæmda. Auk þess kenndi ég í 4 ár við Tækniskólann í Reykjavík. M.a. tók ég að mér að byggja upp löggildingarnámskeið fyrir rafvirkja og það var mjög skemmtilegur tími. Pá var ákveð- ið að menn þyrftu að fara í gegn- um ákveðinn skóla til að fá meist- araréttindi sem rafvirkjar og ég skrifaði heilmikið af kennslu- gögnum og kenndi bæði á kvöld- námskeiðum og í bréfaskóla. Við framleiddum þarna meistara í rafvirkjun í stórum stíl. Ég hugsa að þeir hafi verið um 200.“ - Gaman að kenna? „Já, mjög gaman. Ég var við- loða kennslu hér í Verkmennta- skólanum á rafmagnssviðinu hluta úr vetri.“ Ekki ætlunin að koma til Akureyrar - En þú ferð aftur út að læra. „Já, ég fór aftur út 1977 og þá til Kaupmannahafnar. Áður en ég var búinn með mitt iðnnám var ég ákveðinn í að verða tæknifræðingur og áður en ég var búinn með tæknifræðina var ég ákveðinn í að verða verkfræðing- ur og áður en ég kláraði verk- fræðina var ég ákveðinn í að taka doktor. En síðan stoppaði ég þegar ég kem hingað heim til að taka við Hitaveitunni. Pað var viss tilviljun að ég kom hingað 1980 og það var alls ekki ætlunin. Pað er í rauninni ákveðin saga á bak við það eða ástæða fyrir því að ég sló til. Pegar ég fór héðan sem strákur, 19 ára gamall var ég blankur og allslaus. Faðir minn tók að sér að sjá mér fyrir pen- ingum meðan ég væri í þessu námi og hann fer í Landsbank- ann til Jóns Sólnes. Jón tók hon- um víst nokkuð vel, en heldur hryssingslega. Hann sagði að það væri ekkert annað hægt en að láta þessa stráka hafa peninga svo þeir gætu menntað sig, en það yrði hins vegar að tryggja það að þeir kæmu heim og yrðu að ein- hverju gagni, en týndust ekki bara úti í hinum stóra heimi. Síð- an stóð aldrei á peningum hjá Jóni og ég var aldrei í peninga- vandræðum í mínu námi. Það sat því alltaf í mér sú tilfinning að það hvíldi á mér sú skylda að koma heim. Þetta átti sem sagt sinn þátt í því að við komum heim, sem var alls ekki inni í myndinni.“ Wilhelm lýkur námi í orku- verkfræði áður en hann kemur heim. Hann segir að menn geti mikið valið sitt nám og valdi sjálfur alhliða orkufræði, lærði allt frá hitafræði upp í kjarnorku- fræði. „Á þeim árum sem ég var að læra í Danmörku var mikil umræða um byggingu kjarnorku- vera. Mig langaði inn á þá línu og gerði það. Síðan var ákveðið að kjarnorkuver yrðu ekki byggð í Danmörku og þá þróa ég mig út af þeirri línu og fékk nánast al- hliða orkufræði út úr því fyrir vikið.“ Var bent á að á Akureyri væri verkefni sem ég gæti aðstoðað við - Er þetta „praktískt" nám. Geta menn notað það sein þeir læra beint í starfi? „Ég hef verið samferða iðnað- armönnum í framhaldsnámi, þ.e. tæknifræði og unnið mikið með slíkum mönnum og ég hef líka verið með mönnum sem hafa far- ið akademísku leiðina, þ.e. menntaskóla og háskóla. í mín- um huga er engin spurning um það að iðnaðarmaðurinn og tæknifræðingurinn hefur gífur- lega margt fram yfir hinn almenna verkfræðing hvað varð- ar þessi verkefni sem við erum að sýsla við hér á landi. Aftur á móti hefur verkfræðingurinn miklu breiðari menntun á sviði vísinda og rannsókna. Það er bara svo lítið um það hér. Það er meira um þessi hörðu hagnýtu verkefni. Ég tel því að þessi leið sem ég fór, þ.e. iðnaðarmaður, tækni- fræði og verkfræði, sé mjög góð, en hún er löng og ströng. Ég hefði a.m.k. ekki viljað missa af henni.“ - En hvað varð til þess að þú sóttir um stöðu hitaveitustjóra? „Eins og áður hefur komið fram stóð ekki til að fara heim. En það er komið til mín á laugar- degi í byrjun september 1980 og mér talin trú um að heima á gömlu Akureyri væri verkefni sem ég gæti aðstoðað við. Daginn eftir er ég kominn í flugvél á leið til Akureyrar og ég ákvað að slá til. Ég fór að vísu út aftur og gekk þar frá mínum málum, en tók við starfinu 17. október 1980. Samband íslenskra hitaveitna sviginn utan um dæmið Það er svolítið gaman að því að Wilhelm ásamt konu sinni, Guðbjörgu Ingu H Wilhelm að spila á skemmtarann heima í stofu. I nú frá daglegu amstri með þvi að spila á skemi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.