Dagur - 31.10.1986, Síða 9

Dagur - 31.10.1986, Síða 9
31. október 1986 - DAGUR - 9 llú V. SíÉÍIidúlbSOli lltlc«tílVÍMc«IÍ rafnsdóttur. Akureyri í baksýn. mitt fyrsta verkefni sem hita- veitustjóri var að fara til Reykja- víkur með aðilum úr stjórnsýslu Akureyrarbæjar og mæta þar á stofnfund Sambands íslenskra hitaveitna. Þar var ég kjörinn í stjórn sambandsins þar sem ég hef setið síðan. Minn síðasti dag- ur í starfi var þriðjudagurinn 21. október síðastliðinn og þá var einmitt fundur hjá sambandinu .og minn 6 ára ferill hófst á fundi þar og lauk þar aftur. Það var sviginn utan um dæmið og pass- aði mjög vel.“ - Var það spennandi verkefni að taka við Hitaveitu Akureyrar? „Já, það fannst mér. Ég hef stundum spurt sjálfan mig þeirrar spurningar hvort ég hefði tekið þetta verkefni að mér ef ég hefði séð það fyrir hversu stórt það var. Ég sagði við sjálfan mig og konuna, allt í lagi við gefum okk- ur 3 ár í þetta. En síðan kom í ljós að verkefnið var miklu stærra en ég hafði áttað mig á. Þetta er búið að taka núna 6 ár og að mínu mati ekki lokið. Það hefði þurft um 2 ár í viðbót og þá hefði því verið lokið. Þá hefði Hita- veita Akureyrar verið fyrirtæki sem aðeins þyrfti að reka og þá ætlaði ég mér að yfirgefa hana. Ég ætlaði mér aldrei annað en að vera með í að leysa þetta verk- efni, tryggja grundvöllinn og síð- an binda slaufu um pakkann og yfirgefa bæinn.“ - Mikil vinna þessi 6 ár? „Já, þetta er búið að vera stórt verkefni, þetta hefur reynst mér að hluta til erfitt og ég hef lagt mikið á mig til að kljúfa þetta allt saman og tel að það hafi þegar tekist að stefna þessu litla fyrir- tæki þannig að nú eigi það að geta siglt nokkuð vel. Þetta er búin að vera mjög mikil vinna og nánast allur minn tími farió í Hitaveituna og mál tengd henni. Ef það var ekki Hitaveita Akur- eyrar þá var það vinna fyrir Sam- band íslenskra hitaveitna, þar sem ég hef setið í stjórn frá upp- hafi og var formaður síðastliðin 3 ár, eða Nordwarme, sem eru nor- ræn samtök. En ef ég hefði sjálf- ur mátt velja hefði ég viljað halda sjálfur utan um þetta verkefni í 11/2-2 ár í viðbót.“ iann hefur mikinn áhuga á tónlist, spilaði í hljómsveitum á unglingsárum og hvílir sig ntarann eða gítar og hlustar líka á tónlist af plötum. - Hvernig hefur þér líkað á Akureyri þessi 6 ár. Fannst þér bærinn hafa breyst þegar þú komst aftur? „Nánast allur minn tími þessi 6 ár hefur farið í vinnu og ég hef því lítinn tíma haft til að velta því fyrir mér hvort mér hefur líkað vel eða illa. Þegar ég kem til baka eftir þetta langan tíma skynja ég þetta bæjarfélag á allt annan máta en þegar ég fór. Það er kannski fyrst og fremst ég sjálfur sem hef breyst. Við töluðum um það þegar við komum, ég og kon- an mín sem er líka Akureyring- ur, að okkur fannst nánast allt vera breytt, bæði bærinn og fólkið, en áttuðum okkur á því á fyrsta árinu að það vorum við sem höfðum breyst. Við höfum svo aðlagast. En þetta er lítill bær og maður ,sér það þegar maður vinnur á svona breiðum grund- velli eins og ég, alltaf á ferðalög- um bæði innanlands og utan, að maður skynjar sitt litla bæjarfé- lag öðruvísi. En þetta er góður mínu sviði þegar tækifæri gefst. Ég hef líka áhuga á að breikka það. Ég veit ekki hvort allir myndu kalla það tómstundastarf, en þegar ég hef tíma til lestrar þá les ég eingöngu stjörnufræði og stærðfræði. Eg stúdera mikið stærðfræði, sit oft á kvöldin og les teorítíska stærðfræði og það er ákveðin hvíld í því, en svo get ég þurft að hvíla mig á því og þá hef ég tónlistina. Ég er líka mikið fyrir útivist og fer gjarnan inn í Kjarnaskóg að skokka. Ég hef áhuga á tónlist og spil- aði í hljómsveit á unglingsárum. Ástæðan fyrir því að ég fór 'ekki menntaleiðina á sínum tíma var að það hafði kviknað áhugi á svo mörgu öðru eins og að spila í hljómsveit. Ég spilaði í hljóm- sveitum í 3 ár eftir gagnfræða- skóla. Það var mjög gaman. Ég heyrði einmitt í útvarpinu fyrir nokkrum dögum í þætti með Svavari Gests, lag með hljóm- sveitinni Geislum og ég var ein- mitt einn af stofnendum Geisla, þó ég hafi ekki tekið þátt í plötu- útgáfunni. Ég spilaði mikið á sveitaböllum, sem var mun meira af hér áður fyrr en nú. Það var „Þessi 6 ár hjá Hitaveitu Akureyrar hef ég unnið gífurlega mikið, ef það var ekki Hitaveitan þá var það Landssamband íslenskra hitaveitna eða Norræn samtök hitaveitna, Nordvarme.“ bær, það er engin spurning um það.“ - Mikil ferðalög, segirðu. „Já, ætli ég hafi ekki farið að jafnaði einu sinni í viku til Reykjavíkur. Mér þykir leiðin- legt að fljúga, en það kemst í vana. Það tekur klukkutíma að fara á milli Akureyrar og Reykja- víkur í flugvél og það er oft talað um það við mig hvort það sé ekki alveg óþolandi að fara á morgn- ana og koma til baka á kvöldin og eyða klukkutíma í hvora leið. I þessi 3 ár sem ég var í Kaup- mannahöfn tók mig IV2 klukku- tíma að ferðast til skólans á morgnana og annan eins tíma að komast til baka. Mér finnst þetta því ósköp einfalt mál.“ Hvíli mig með því að hlusta á tónlist - Áhugamál, hafðirðu einhverj- ar tómstundir í þessu erilsama starfi? „Áhugamálin hafa verið Hita- veita Akureyrar nr. 1, 2 og 3 og þau málefni sem henni hafa tengst. En það hafa auðvitað allir sín áhugamál og ég gæti vel hugs- að mér áframhald rannsókna á Laugaborg, Freyvangur og Melar, svo eitthvað sé nefnt. Þetta var mikið fjör.“ - Varstu í sömu hljómsveit- inni í þessi 3 ár? „Nei, nei, það var mikil hreyf- ing milli hljómsveita á þessum tíma og ég sé ennþá stráka, nú 20 árum síðar, á sviðinu í Sjallanum að spila fyrir dansi, sem voru í þessu um leið og ég.“ Gaman að vinna með unga fólkinu - Hefurðu í hyggju að taka upp þráðinn í doktorsverkefninu? „Nei, ég hef enga trú á því. Það eru oröin 6 ár síðan ég var í námi og á þeim tíma hefur bæði afstaða mín og möguleikar breyst. Ég var mjög ungur þegar ég kom fyrst til Danmerkur, ég var langyngstur í skólanum og fannst ég vera svolítið útundan vegna þess. Hinir volru með svo mikinn þroska og reynslu. Þegar ég fer aftur út í nám er ég hins vegar orðinn langelstur, þá er þetta meira og minna ungt fólk sem er að koma beint úr mennta- skóla sem ég lenti samferða þarna.“ - Varstu þá ekki kominn með reynslu og þroska sem kom sér vel í náminu? „Jú, að mörgu leyti. Ég tók mitt verkfræðinám allt öðruvísi en tæknifræðina. Þegar ég var í tæknifræðinni var það miklu lík- ara því sem menn þekkja úr skóla, mæta í tíma og vera sam- viskusamur. Sitja framan við kennarann og trúa hverju orði sem hann segir og helst að skrifa það niður. Það sé hinn heilagi sannleikur. Þegar ég hins vegar fór í verkfræðina hafði ég allt aðra afstöðu, ég stóð mig oft að því að sitja fyrir framan kennar- ann alveg hissa á þessari vitleysu sem hann var að setja út úr sér. Þá var ég farinn að taka afstöðu sjálfur. En ég hafði alveg ótrúlega garnan af að vinna með þessu unga fólki. Krakkar sem koma upp úr menntaskóla eru alveg ótrúlega fljótir að átta sig. Þeir sem eru orðnir fullorðnir eru heldur þyngri, en hins vegar er það mín reynsla að þegar þeir eldri eru búnir að ná því sem urn er að ræða þá fer það ekki svo glöggt aftur, en það ristir grynnra hjá unga fólkinu. En ég fann það mjög vel hvað það var sneggra og fljótara að grípa hlutina." - Framtíðin, geturðu eitthvað sagt um hana? Ætlarðu að yfir- gefa bæinn? „Þetta tengist því sem ég var búinn að segja áður. Þegar ég kom hingað var ég að hugsa um allt aðra hluti. Þetta ber svo brátt að að ég þarf tíma til að átta mig. En jú, ég fer úr bænum, trúlega strax í næstu viku en hvert ég fer verður tíminn að leiða í ljós.“ - Hefurðu fundið einhver við- brögð frá bæjarbúum vegna þess að þér var sagt upp störfum? „Já, hreint ótrúleg. í 3 daga nánast stoppaði ekki síminn frá því snemma á morgnana og fram á kvöld. í starfi mínu sem hita- veitustjóri hef ég þurft að taka óvinsælar ákvarðanir sent hafa ekki fallið öllum í geð. Þetta hef- ur þýtt það að fólk hefur orðið andsnúið mér og ég hef fundið það, ég hef hins vegar tekið því vegna þess að ég hef alltaf verið sannfærður urn að það kæmi að því að þetta myndi tala sínu máli. Þá myndi fólk átta sig á því hvað ég var að gera. Það sem mér þyk- ir vænst um núna er að fólk sem •ég hef nánast verið að glíma við í gegnum árin, styður mig heils- hugar og það finnst mér mjög athyglisvert. Það segir mér að það sem var verið að gera var kannski ekki eins slæmt og við- komandi vildi vera láta meðan það var að ganga yfir. Ég hef því fundið mjög rnikinn stuðning og hreint ótrúleg viðbrögð Akureyr- inga.“ - Þú segist vera búinn að vinna gífurlega vinnu þessi 6 ár hjá Hitaveitu Akureyrar. Finnst þér þessi uppsögn þá ekki órétt- lát? „Nei, ég er búinn að ganga í gegnum svo harðan skóla á þess- um 38 árum mínum að þetta fær lítið á mig. Ég ákvað strax og þessi staða korn upp að lýsa því yfir að ég fyndi engin rök fyrir því að ég færi og að ég væri reiðu- búinn að halda áfrant við þetta verkefni á sama grunni hér eftir sem hingað til. Eg hef engu að leyna, ég hef skoðanir á þessum ntálum og er sannfærður um hvað hér á að gera. En ég hleyp ekki í fýlu þó einhverjir aðrir telji eitthvað annað, ég sný mér bara að einhverju öðru verkefni. Ég hef enga trú á öðru en að ég finni mér eitthvað. Ég er mjög sáttur við það sem er búið að gera og er reynslunni ríkari. -HJS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.