Dagur - 31.10.1986, Side 10

Dagur - 31.10.1986, Side 10
10 - DAGUR - 31. október 1986 Gunnar Ragnars, forseti bæjarstjórnar Akureyrar: Stefna bæjarstjórnar byggð á viðhorfum bæjarbúa Þennan málstað er verið að eyðileggja Gunnar Ragnars tekur við mótmælum vegna hækkunar á gjaldskrá Hitaveitu Akureyrar. msm Fasteignasala - Sími 26441 Hafnarstræti 108. Sölumaður: Páll Haildórsson, heimasimi: 22697. Lögmaöur: Bjöm Jósef Amviðarson. Austurbyggð: Einbýlishús, 2 hæðir og kjallari. Eiðsvallagata: 3ja herb. íbúð á 2. hæð ca. 60 fm. Gránufélagsgata: 5 herb. ca. 150 fm. Allt sér. Hafnarstræti: Eldri húseign, 3 hæðir og ris. 2-3 íbúðir. Hafnarstræti: 3ja herb. íbúð ca. 75 fm á 4. hæð. Kjalarsíða: 3ja herb. íbúð 77 fm. Laus strax. Norðurgata: Efri hæð í tvíbýlis- húsi, 150 fm og bílskúr. Skipti á raðhúsi á Brekkunni. Þórunnarstræti: 3ja herb. íbúð á jarðhæð ca. 80 fm. Verkstæðishús: 250 fm. Selst í einu lagi eða hlutum. Sunnuhlíð: Verslunarhúsnæði 104 fm og sameign. Höfum fjársterkan kaupanda að 3ja herb. íbúð á Brekkunni og 4-5 herb. íbúð í Lundahverfi. Vantar: Okkur vantar 2ja, 3ja, og 4raherb. íbúðir. Einnig allar aðrar stærðir húseigna. t" Ðorgarbíó Stelia í orlofi Föstudag kl. 6 og 9: Laugardag kl. 5 og 9: Sunnudag kl. 5: Raw Deal Föstudag og sunnudag kl. 11: Sunnudag kl. 3: Frumskógalíf. Síðasta sýning. Miðapantanir og upplýsingar í símsvara 23500. Utanbæjarfólk simi 22600. Grattan pöntunarlisti Haust- og vetrarlisti 1986 kominn. Umboð Akureyri sími 23126. Verð kr. 200.00 + póstkrafa ATH! listanum ekið heim innan Akureyrar. Á síðasta bæjarstjórnarfundi kom það í hlut undirritaðs að veita viðtöku undirskriftalistum rúmlega 800 fjölskyldna, þar sem mótmælt var fyrirhugaðri hækk- un á taxta Hitaveitunnar. Enda þótt hér hafi eingöngu verið um íeiðréttingu vegna verðlagsbreyt- inga (en ekki grunnhækkun) að ræða er ljóst, að upphitunar- kostnaður hér í bæ er verulegur baggi á þeim, sem hann þurfa að greiða. Og upphitunarkostnaður á Akureyri er hár, þegar miðað er við það, að hann er rúmlega þrisvar sinnum hærri en á höfuð- borgarsvæðinu og ýmsum öðrum stöðum á landinu. Og upphitun- arkostnaður er líka hár, þegar hann er orðinn 10-20% af laun- um fjölda fólks. í þeirri stöðu, sem við erum í, og á meðan fjár- hagsvandi veitunnar hefur ekki verið leystur, er hins vegar óhjá- kvæmilegt annað en að koma í veg fyrir að til enn frekari skulda- aukningar komi. Á síðasta ári var veitan grunnhækkuð um 25%, en með þeim aðgerðum var því náð, að skuldasöfnun stöðvaðist. Skuldir veitunnar eru nú um 2.100 millj. og hvort hægt er að greiða þær niður um kr. 10 millj. nú skiptir í sjálfu sér engu máli, þegar reynt er að svara þeirri spurningu hvort fjárhagsvandinn sé leystur. Fjárhagsvandinn er ekki leystur, og hann verður ekki leystur af Hitaveitunni sjálfri. Til þess þarf utanaðkomandi íhlutun að koma hver sem hún kann svo að verða. Það er auðvitað auðvelt að vera vitur eftir á og segja að um mistök hafi verið að ræða í hinum ýmsu þáttum, sem að uppbygg- ingu Hitaveitu Akureyrar snýr. Og sjálfsagt, svona eftir á að hyggja, má benda á ýmislegt sem hefði mátt fara öðruvísi. Þá mætti t.d. sjálfsagt halda því fram með rökum núna, að stærstu mistökin hafi yfir höfuð verið þau að fara nokkurn tíma út í að hita bæinn upp með heitu vatni heldur að gera það með raforku. Þetta er auðvelt að sjá nú þegar sagan liggur fyrir. Það eru hins vegar einkum tvö atriði, sem eru afgerandi fyrir það urlega háir, fóru á tímabili upp og yfir 20%. Til samanburðar eru þeir um 8-9% nú. í öðru lagi var gjaldskrá veitunnar stillt of lág á fyrstu árunum, þannig að veitan var rekin með halla á hverju ári, en þessi halli var síðan fjármagn- aður með því að taka þessi sömu dollaralán á þessum sömu vöxí- um og bæta þeim við stofnkostn- aðinn. Veitan fór í gang árið 1978 og það er ekki fyrr en nú árið 1986, sem skuldasöfnun hefur loks verið stöðvuð og það er fyrst og fremst áðurnefnd 25% grunn- hækkun veitunnar, sem hefur séð fyrir því. Þegar hún var gerð, var mér a.m.k. ljóst, að með því væri gjaldskráin komin í hámark, frekari hækkun gæti aðeins orðið vegna verðlagsbreytinga. Lausn á vanda þessa fyrirtækis yrði að finna með öðrum leiðum. Á ýmislegt hefur verið minnst og engar leiðir hafa, að ég held, ver- ið útilokaðar. Eitt af ríkjandi við- horfum hefur verið það, að hér sé um þjóðfélagsiegt vandamál að ræða og beri stjórnvöldum að koma til skjalanna og leysa vanda þeirra orkufyrirtækja, sem svona sé ástatt fyrir. Kem ég nú að áðurnefndum undirskriftalistum. Ungi maður- málum. Með tilliti til þess hversu margir skrifuðu undir þessa lista eða alls um 1200 manns með því sem barst beint til bæjarstjóra er ljóst, að þetta er ekki aðeins við- horf bæjarstjórnar heldur eru þetta líka ríkjandi viðhorf í þess- um bæ og stefna bæjarstjórnar byggð á þeim. Og þessi viðhorf eru m.a. studd eftirfarandi rök- semdum: 1. í miðri olíukreppunni á síð- asta áratug hvöttu stjórnvöld sveitarstjórnir eindregið til nýtingar innlendra orkugjafa og höfðu þannig frumkvæði að þeim framkvæmdum, sem ráðist var í. 2. Um fjölda ára hefur verið greiddur úr sameiginlegum sjóði svokallaður olíustyrkur til landsvæða, sem bjuggu við háan upphitunarkostnað, þeg- ar olíukostnaður var í hámarki. 3. Jöfnunargjald á rafmagn hef- ur verið lagt á landsmenn, til þess að létta undir með þeim landsvæðum, sem bjuggu við háan upphitunarkostnað með rafmagni. Þannig hafa Akur- eyringar greitt um kr. 200 millj. til þess að lækka þennan kostnað hjá íbúum annarra landshluta, en með vöxtum má varlega reikna þá upphæð til 350-400 millj. 4. Flest lán Hitaveitunnar eru tekin fyrir atbeina opinberra aðila, þannig að þeir hinir sömu hljóta að bera nokkra ábyrgð á. 5. í ótal tilfellum hefur samfélag- ið gripið inn í staðbundin vandamál og leyst þau með framlögum úr sameiginlegum sjóðum. Má finna þess dæmi bæði úr þéttbýli og dreifbýli. Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa nokkrum sinnum átt viðræður við stjórnvöld um vandamál Hita- veitunnar og í framhaldi af fyrri umræðu um fyrirhugaða gjald- skrárhækkun var enn áréttað að taka bæri upp þessar viðræður á nýjan leik. Bæði á sl. ári og einn- ig nú brást hitaveitustjóri við með miklu offorsi vegna þessarar stefnu og fór óviðeigandi orðum um bæjaryfirvöld og þá menn, sem tekið höfðu þátt í þessum viðræðum. Menn voru kallaðir betlarar og beiningamenn, talað var um að við værum að selja sálu okkar, við værum grátkerlingar, stolt Akureyringa væri sært o.fl. o.fl. Málið var afflutt og skrumskælt. Svo er rokið upp og sagt að menn megi ekki hafa sjálfstæðar skoðanir. Máiið snýst ekki um það, heldur er það miklu alvarlegra og snertir alla Akur- eyringa og notendur hitaveitunn- ar sérstaklega. Það er nefnilega verið að ráðast á ríkjandi viðhorf hér á Akureyri varðandi þessi mál, og það er verið að leggja stein í götu þess að við getum fylgt ofangreindum rökum eftir og leitað réttar okkar. Látum nú vera ef þessi skemmdarstarfsemi væri unnin af einhverjum utanað- komandi aðila, en þegar þetta er gert af embættismanni bæjarins er málið bæði ósæmilegt og óþol- andi. Þegar búið er að höggva í þennan knérunn fyrr, hamast á þessu núna og boðað að því verði haldið áfram þá er a.m.k. mér nóg boðið. Þá er málið einfald- lega það, að bæjaryfirvöld og við- komandi embættismaður eiga ekki samleið og eðlilegast að embættismaðurinn af eigin frum- kvæði hverfi á braut. „Svo er rokið upp og sagt að menn megi ekki hafa sjálf- stæðar skoðanir. Málið snýst ekki um það, heldur er það miklu alvarlegra og snertir alla Akureyringa og notendur hitaveitunnar sérstaklega. Það er nefnilega verið að ráðast á ríkjandi viðhorf hér á Akureyri varð- andi þessi mál, og það er verið að leggja stein I götu þess að við getum fylgt ofangreindum rökum eftir og leitað réttar okkar.“ hvernig málum er komið, og eru þau bæði fjárhagslegs eðlis. í fyrsta lagi var mikil óheppni í vali á gjaldmiðlum. Veitan er byggð fyrir lán í dollurum, á sama tíma og dollarinn fór að styrkjast. Vandamál, sem af þessu hlutust má sjá víða t.d. í mörgum af þeim togurum, sem fóru á upp- boð í fyrra, og frægt varð í þjóð- féiaginu, og í vandamálum hús- byggjenda sem byggðu á þessum árum. Og það sem verra var að vextir af þessum lánum voru gíf- inn sem afhenti þá las upp textann, sem með þeim fylgdi. Fyrst var fyrirhugaðri hækkun mótmælt og lýst erfiðu greiðslu- þoli undirskrifenda. Síðan kom ansi forvitnilegt atriði að mínu mati. Því var sem sé haldið fram og það áréttað, að vandamál Hitaveitunnar væri ekki aðeins vandamál Akureyringa, heldur væri hér um að ræða vanda alls samfélagsins og mörg fordæmi væru fyrir því, að það hefði tekið sameiginlega á hliðstæðum „Kem ég nú að áðurnefndum undirskriftalistum. Ungi maðurinn sem afhenti þá las upp textann, sem með þeim fylgdi. Fyrst var fyrirhugaðri hækkun mótmælt og lýst erfiðu greiðsiuþoli undirskrifenda. Síðan kom ansi forvitnilegt atriði að mínu mati. Því var sem sé haldið fram og það áréttað, að vandamál Hitaveitunnar væri ekki aðeins vandamál Akureyringa, heidur væri hér um að ræða vanda alls samféiagsins og mörg fordæmi væru fyrir þyí, að það hefði tekið sameiginlega á hliðstæð- um málum.“

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.