Dagur - 31.10.1986, Page 13

Dagur - 31.10.1986, Page 13
31. október 1986 - DAGUR - 13 Kristínn við eitt af verkum sínum, sem er á sýningunni. Kristinn G. Jóhannsson: Opnar afmælissýningu á Akureyri Kristinn G. Jóhannsson opnar málverkasýningu í „Gamla Lundi“ á Akureyri laugardag- inn 1. nóvember. Sýningin er tileinkuð Akureyri og efni myndanna er sótt þangað, mál- að um húsin, trén og birtuna. Þá er sýningin einnig haldin af því tilefni að Kristinn verður fímmtugur nú á næstunni og eru nú 32 ár síðan hann hélt sína fyrstu sýningu á Akureyri. Síðan þá hefur hann haldið fjölda sýninga og tekið þátt í samsýningum hér heima og er- lendis. Á afmælissýningunni eru eingöngu ný verk unnin á síðast- liðnu ári en Kristinn sýndi fyrstur manna í „Gamla Lundi“ þegar hann var opnaður fyrir ári síðan. Nú sýnir Kristinn 20 olíumál- verk sem öll fjalla um Akureyri, einnig nokkrar teikningar og vatnslitamyndir. Fjöldi verkanna er um 30 eða eins mörg og sýn- ingarsalurinn frekast leyfir. Kristinn sagði að hann miðaði verk sín við að vera sýnd í þess- um sal og að hann væri mjög ánægður með þá aðstöðu sem sal- urinn skapaði til sýninga. Sýningin verður opnuð kl. 16 á laugardag og verður síðan opin kl. 14 til 20 um helgar en kl. 16 til 20 virka daga. Sýningin stendur til sunnudagsins 9. nóvember. EHB Þrennir tónleikar á Norðurlandi Um helgina munu Símon H. ívarsson og Orthulf Prunner halda þrenna tónleika á Norðurlandi. Orthulf, sem er austurrískur, er orgelleikari í Háteigskirkju og kennari við Nýja tónlistarskólann. Þessir tónleikar eru óvenjulegir að því leyti að þeir félagar leika á gítar og orgel, sem þrátt fyrir hina gömlu hefði þessara tveggja hljóðfæra, er þetta í fyrsta sinn sem þau eru í sam- spili. Fyrstu tónleikarnir eru laugar- daginn 1. nóvember í kirkjunni á Húsavík, kl. 17. Aðrir tón- leikarnir í Akureyrarkirju sunnu- daginn 2. nóvember, kl. 17 og á mánudag verða þriðju tón- leikarnir á Ólafsfirði og hefjast þeir kl. 21. Nemendur gagn- fræðaskóla fá ókeypis á alla tón- leikana. Þar sem þessi hljóðfæri hafa ekki verið í samspili áður hefur lítið verið samið fyrir þau. Þeir Símon og Orthulf hafa því sjálfir útsett verk sem flutt verða á tón- leikunum. Verða þeir með verk eftir Bach og Vivaldi, einnig konsert eftir Joackim Rodrigo. - HJS Sauðfjárslátrun verður föstudaginn 7. nóvember. Tilkynna ber fjölda sláturfjár í síðasta lagi miðviku- daginn 5. nóvember í síma 24306. Tekið verður á móti sauðfé fimmtudaginn 6. nóvember til kl. 16.30. Sláturhús KEA. Svæðisstjórn málefna fatlaðra Norðurlandi vestra íþróttakynning Kynning á íþróttum fatlaðra verður á Sauðárkróki sunnudaginn 2. nóv. Kl. 10-12 verða framsöguerindi og kvikmyndasýning í verknámshúsi fjölbrautaskól- ans. Kl. 14.00 kynna gestir frá (þróttasambandi fatl- aðra íþróttir sínar í íþróttahúsinu. Kynningin er öllum opin og þar gefst fólki kostur á að taka þátt í þeim íþróttum sem fatlaðir stunda. Svæðisstjórn málefna fatlaðra Norðurlandi vestra. Ódýru herragalla- buxurnar komnar Verð kr. 695. Kuldastakkar herra Verð kr. 2.110. Snjóbuxur bama Verð frá kr. 1.675. Bamalúffur loðfóðraðar Verð frá kr. 432. Skíðahanskar Verð frá kr. 1.248. Kuldaskór herra og Moon-Bouts í barna- og fullorðinsstærðum koma eftir helgi Lokað á laugardögum. Eyfjörð ® HiaHayargotu 4 ■ simi 22275 Vísnaþátturinn hefst að þessu sinni með nýrri vísu eftir Sigfús Stein- dórsson á Sauðárkróki: Er nú brostin Ingvars von að bann þingið bæti. Vaskur Stefán Valgeirsson vill í fyrsta sæti. Ólafur Þorsteinsson frá Vatni, Skagafirði kvað: Stöður góðar stórir fá, standa aðrir höllum fæti. Peningarnir auka á illmennsku og skrípalæti. Ólafur frá Vatni mun hafa kveðið næstu vísu er hann hélt til fjalla með öðrum gangnamönnum, frá efsta bæ í byggð. Aldrei gleymast okkar fundir er við greiða nutum hér. Pökkum gengnar gleðistundir, gæfan ætíð fylgi þér. Leó Jósepsson á Þórshöfn sendir Kristjáni frá Djúpalæk þessa vísu: Guð er veitti glögga sýn og gáfu sem ekki faldir, svo listafögru Ijóðin þín lifa munu um aldir. Pá koma vísur eftir Valdemar Benediktsson frá Brandaskarði. Hægur blær um hauður fer, húmið færist yfir. Friði kærum faðmað er flest sem grær og lifir. Pylur gjörvallt þakkarbæn. Prútnar af lífi moldin. Nú er aftur gróðurgræn gamla ísafoldin. Hátign mest í heimi sést, hrifin flest er öldin þegr í vestri sólin sest sumar bestu kvöldin. Klökknar af blíðu og gleði geð. Glóey skrýðir hjalla. Svanir líða sunnan með sæluhlíðum fjalla. Hún er létt á fæti þessi gamla hún- vetnska vorvísa: Góðan daginn gefi þér Guð á himnasetri sunnudaginn sem að er sfðastur í vetri. Hér koma nokkrar heimagerðar vísur og voru þær fyrstu ortar á fyrsta sumardegi. Birtist ioks með lofti heiðu ljómandi og sólarfagur hann sem börnin þrá og þreyðu, það er fyrsti sumardagur. Löngum var á liðnum öldum lífi ógnað kynslóðanna. Fimbulvetrum kviðið köldum, kverkatökum íss og fanna. Fríður sé með feðra haugum. Framvinduna þjóðin metur þegar börnin björt í augum bjóða gleðilegan vetur. Hugsað til sveitarinnar í hvíta- sunnuhreti 1985. Pó að hretið herði að húsdýrum og bændum, sólin er á sínum stað og sumarið í vændum. Um fjölfróðan mann: Sá fer ekki undanhallt ævinnar í hrinu sem að veit um eitthvað allt og eitthvert hrafl úr hinu. Jón Bjarnason frá Garðsvík skrifar Grunur. Gruna fór mig fyrír löngu - fjötraðan af venjum lands - að kannski er betra kirkjugöngu að koma að rekkju gamals manns. Hallar að kvöldi. Akureyri er mér góð, ætti slíkt að þakka. Hef þó ei á okkar slóð átt til neins að hlakka. Lífsins spil. Sæmilega Guð mér gaf. Grimm er flónsku sökin. Ég hef spilað ofan af. Ekkert næst á hrökin.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.