Dagur - 31.10.1986, Síða 16

Dagur - 31.10.1986, Síða 16
iH Akureyri, föstudagur 31. október 1986 Villibráðamatsedill í Smiðju um helgina 6 snjóflóð í Múlanum - Veðurstofan spáir þokkalegu helgarveðri Talsvert hefur verið um snjó- flóð í Ólafsfjarðarmúla að undanförnu. Eitt féll í fyrradag og í gærmorgun þegar vegaeft- irlitsmenn komu í Múlann höfðu fallið þar 6 snjóflóð til viðbótar. Annars voru ailir vegir færir í gær, fært alla leið til Vopnafjarðar og ekki mikill snjór á fjallvegum. Þetta kann þó að vera fljótt að breytast ef snjóar eitthvað að ráði. Á Veðurstofunni fengum við þær upplýsingar að norðanáttin myndi ganga niður í dag. Á laug- ardag verður sunnanátt og hlýrra veður, þá fara skil yfir landið og gæti rignt á Norðurlandi. Á sunnudag er svo gert ráð fyrir austanátt, kólnandi veðri og élj- um í útsveitum. Sameiginleg sorpeyðingastöð? „Þetta er fyrst og fremst hugmynd, því ástand í sorp- eyðingarmálum er víða mjög Sæver h/f: Nýr fram- kvæmdastjóri Nú um helgina tók Sigurður Pálmason við framkvæmda- stjórastöðu hjá Sæveri h/f á Ólafsfirði, en þar á að opna nýja kavíarverksmiðju fljót- lega. Auk kavíarframleiðslu stundar Sæver h/f fleiri greinar sem tengj- ast útgerð og vinnslu sjávarafla og er meiningin að Sigurður taki við stjórn þessara þátta. Hann vann áður sem framkvæmdastjóri hjá Skagaskel á Hofsósi. Sigurður Pálmason er 29 ára gamall, ættaður úr Eyjafirði. Hann lauk far- og fiskimanna- prófi frá Sjómannaskólanum og lærði síðan útgerðartækni í Tækniskóla íslands. gej- slæmt,“ sagði Þórður Skúlason sveitarstjóri á Hvammstanga, um sameiginlega sorpeyðingar- stöð fyrir þéttbýliskjarna á Norðurlandi vestra. Hvammstangahreppur hefur verið í vandræðum með eyðingu á sorpi frá staðnum og kom hug- myndin í kjölfar athugana á nýj- um stað fyrir opna sorphauga fyr- ir Hvammstanga. Stjómum þéttbýlissveitarfélaga á Norðurlandi vestra voru kynnt- ar þessar hugmyndir í bréfi fyrir skömmu. Þórður sagði að þessi mál hafi verið rædd á sameigin- legum fundi þéttbýlisstaða á Hofsósi á þriðjudaginn. Allmiklar umræður urðu um sorpeyðingarmálin og kom fram áhugi manna á því að skoða þetta mál frekar. Skipuð var nefnd til að kanna ýmsar hliðar sem tengj- ast samgöngum, aðferðum við eyðinguna, kostnað og fleira. Nefnd þessi á að skila áliti á næsta fundi samtakanna sem væntanlega verður á Skagaströnd í apríl á næsta ári. gej- Bjarni Hafþór Helgason sjónvarpsstjóri, Þórarinn Ágústsson og Viðar Garðarsson frá Samveri hf., þar sem upp- tökusalurinn nýi mun verða. Mynd: gej- Samver hf.: Framkvæmdir hafnar við sjónvarpssal Undirbúningur vegna útsend- inga Sjónvarps Akureyri er nú í fullum gangi hjá Samveri hf. en fyrirtækið mun að öllu leyti sjá um tæknilega hlið málsins. Fyrirtækið er nú til húsa í 80 fermetra leiguhúsnæði í Grundargötu og verið er að byggja við 110 fermetra hús- næði þar sem verður fullkomið upptökustúdíó og stjórn- herbergi. Þannig verður heild- argólfflötur um 190 fermetrar. Eyfirska sjónvarpsfélagið mun einnig leigja skrifstofuhúsnæði af Samveri hf. að minnsta kosti fyrst um sinn. Byggingarframkvæmdirnar eru „Þetta er helber lygi' —segir Freyr Ófeigsson bæjarfulltrúi vegna ásakana Wilhelms V. Steindórssonar um aðild Freys að kaupum vatnsréttinda á Borgarhóli í Eyjafirði „Þó mér sé þvert um geð að eiga orðastað á opinberum vettvangi um þessa hluti við Wilhelm, þá þykir mér ég vera tilneyddur til þess, þar sem all- ir sem til þekkja vita að vegið er að mér,“ sagði Freyr Ófeigsson bæjarfulltrúi, um ásakanir Wilhelms V. Stein- dórssonar fyrrverandi hita- veitustjóra varðandi kaup á vatnshitaréttindum á jörðinni Borgarhóli í Eyjafirði. I grein Wilhelms í Degi í gær segir hann: „Kom mér það því mjög á óvart þegar einn bæjar- fulltrúi, sem þá var tengdur stjórn Hitaveitunnar, kom með tillögu í stjórninni um að keypt yrðu vatnshitaréttindi að Borgar- hóli í Eyjafirði." Síðar í greininni segir Wilhelm: „Hvort með- höndlun þessa einstaka máls tengdist því að tengdaforeldrar umrædds bæjarfulltrúa áttu jörð- ina Borgarhól veit ég ekki, en ég leyfi mér við lítinn fögnuð að lýsa því yfir að ég tel þetta mál vægast sagt siðlaust.“ „Pað sem Wilhelm segir um mig og mín afskipti af þessu máli eru ótrúlegar lygar, sem eiga sér ekki minnstu stoð í veruleikan- um. Ég er búinn að leita af mér allan grun og hef farið yfir funda- gerðabækur Hitaveitunnar frá þessum tíma og það er ekkert sem stenst hjá honum. Þar kemur fram að þann 8. febrúar 1980, - það er áður en Wilhelm kemur til starfa, var gerð samþykkt í stjórn Hitaveitunnar um kaup á vatns- hitaréttindum á tilteknu svæði í Öngulsstaðarhreppi. Þessi tillaga var gerð að tilstuðlan Orkustofn- unar og er það bókað þannig í fundagerðabók stjórnar Hitaveit- unnar. Innan þessa svæðis er Borgarhóll. Eftir það var unnið að kaupum á réttindum smátt og smátt og var það í maí 1981 sem röðin kom að Borgarhóli um kaup á vatnshitaréttindunum. Samkvæmt samningnum er kaup- verðið 153.290.00 krónur. Samkvæmt því sem Wilhelm segir á ég að hafa borið upp til- lögu í stjórn Hitaveitunnar um kaup á þessum réttindum á Borg- arhóli og tillagan verið felld. Síð- an á málið að hafa farið fyrir bæjarverkfræðing, sem þá átti sæti í stjórn Hitaveitunnar. Þetta er helber lygi. Ég hef aldrei borið upp tillögu um kaup á þessum vatnsréttindum. Á þessum tíma var ég varamaður í stjórn Hita- veitunnar og sótti lítið fundi. Ég hef kannað hversu oft ég þurfti að sitja fundi stjórnarinnar og kemur í ljós að ég sat ekki einn einasta fund frá 15. ágúst 1980 og fram í júlí 1981. Mín afskipti af þessum samn- ingi um kaup á vatnshitaréttind- um eru þau að ég^ skrifa undir hann sem vottur. Ástæðan fyrir því að ég er vottur er sú að þegar tengdafaðir minn kom til að skrifa undir samninginn, kom í ljós að tengdamóðir mín er þing- lesinn eigandi jarðarinnar. Fyrr- verandi bæjarstjóri, Helgi Bergs, sem þá sá um undirskrift samn- ingsins bað mig að fara og fá undirskrift tengdamóður minnar, sem þá lá veik heima. Þetta geri ég og skrifa síðan undir samning- inn sem vottur um rétta dagsetn- ingu, fjárræði og undirskrift útgefanda. Stimpilinn notaði ég síðan á minni skrifstofu, en það geri ég til að þurfa ekki að fá ann- an vott að undirskriftinni. Stimp- illinn gerir það að verkum að einn vottur nægir. Ég kom ekki nálægt samningsgerðinni, ekki viðræðum tengdaföður míns og formanns hitaveitustjórnar, eða bæjarverkfræðings sem þá var í hitaveitustjórn. Þannig að afskipti mín af þessari samnings- gerð voru engin. Fólk verður að ákveða hvorum okkur það trúir. Ég hef spurst fyrir um þetta mál hjá stjórnar- mönnum á þessum tíma og það kannast enginn við þessa sögu Wilhelms. Ef almenningur telur að maður, - sem reynir að upp- hefja sjálfan sig með því að rýra æru annarra manna með lygum, sé hæfur til að gegna stöðu hita- veitustjóra á Akureyri, þá er ég ekki hæfur til að velja mann í þessa stöðu í samræmi við skoðanir almennings,11 sagði Freyr Ófeigsson. gej- á vegum SS Byggis og að sögn Þórarins Ágústssonar hjá Sam- veri er áætlað að byggingin verði að fullu tilbúin um miðjan des- ember. Þórarinn sagði að ætlunin væri að hefja útsendingar um miðjan nóvember en beðið væri eftir sendi frá Frakklandi. Hann sagði að unnt væri að byrja um leið og sendirinn kæmi þó svo að nýja húsnæðið yrði ekki tilbúið, því öll önnur tæki til útsendingar og upptöku eru til. Þórarinn sagði að vissulega breytti samningur Samvers hf. við Eyfirska sjónvarpsfélagið miklu um rekstur fyrirtækisins. Skortur á góðu upptökuherbergi hefur staðið fyrirtækinu mjög fyr- ir þrifum undanfarin tvö ár og þetta mikla verkefni flýtti fyrir því að unnt væri að ráðast í svo kostnaðarsamar framkvæmdir. Húsnæði sem þetta þarf að vera sérstaklega hljóðeinangrað en stærsta vandamálið sagði hann þó vera vegna loftræstingar. Inni í stúdíóinu verða mikil og sterk ljós allt að 40 þúsund kW og þeim fylgir mikill hiti sem þarf að koma burtu á hljóðlegan hátt. Þetta loftræstikerfi er nú í hönn- un og er jafnvel rætt um að nýta hitann á einhvern hátt. Fljótlega verður farið að vinna við framleiðslu á Eyfirsku sjón- varpsefni en fyrirkomulag þeirrar starfsemi er enn í mótun. Ýmsar hugmyndir hafa skotið upp koll- inum, að sögn Þórarins, m.a. frá bæjarbúum sjálfum og eru allar uppástungur teknar til athugun- ar. „Þetta er sjónvarps fólksins í Eyjafirði og við viljum byggja það upp, eins og frekast er kostur, eftir þess óskum og ábendingum," sagði Þórarinn að lokum. ET

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.