Dagur - 18.12.1986, Síða 3
18. desember 1986 - DAGUR - 3
Ólafsfjörður:
Jólairé
frá vinabæ
„Við erum búnir að fá stórt og
fallegt jólatré að gjöf frá Hille-
röd sem er vinabær okkar í
Danmörku,“ sagði Valtýr Sig-
urbjarnarson bæjarstjóri í
Óiafsfirði.
Jólatréð sem Ólafsfirðingar
fengu sent frá Danmörku er um
10 metrar á hæð. „Við ætlum að
tendra ljós á þessu tré núna í vik-
unni og hafa örlitla viðhöfn í
sambandi við það,“ sagði Valtýr.
gej-
Skagafjörður:
Sýslunefnd
ályktar um
flugvallarmálið
A föstudag og laugardag var haldin Luciu-hátíð í Akureyrarkirkju. Karlakór Akureyrar söng undir stjórn Atla Guð-
laugssonar, sem stjórnaði einnig Lúðrasveit Akureyrar á hátíðinni. Sigrún Hjálmtýsdóttir söng við mikla hrifningu
áheyrenda. Sérstaka athygli vakti kór Barnaskóla Akureyrar, en Birgir Helgason hefur stjórnað kórnum síðan 1959.
Hér sést kórinn syngja lag Birgis Helgasonar, „Kom blíða tíð“, við ljóð Valdimars V. Snævarr. Mvnd: ehb
Landsvirkjun hækkar rafmagn um 7,5%:
A fundi sýslunefndar Skaga-
fjarðar fyrr í vikunni var gerð
ályktun þess efnis að sýslu-
nefndin muni vinna með Sauð-
árkróksbæ að því mikla hags-
munamáli fyrir bæ og sýslu, að
við Sauðárkrók komi varaflug-
völlur fyrir millilandaflug. Var
ályktunin samþykkt sam-
hljóða.
Á fundi bæjarstjórnar Sauðár-
króks á þriðjudag lýsti Snorri
Björn Sigurðsson bæjarstjóri yfir
ánægju sinni með ályktun sýslu-
nefndar og afstöðu hennar í
þessu máli. Fyrir dyrum standa
nú viðræður milli aðila frá Sauð-
árkróksbæ og landeigenda á
Sjávarborg um kaup á landi sem
þarf undir lengingu vallarins til
suðurs, eins og áformað er að
gera. -þá
Blönduós:
„Búðin“ flutt í
nýtt húsnæði
Nýlega flutti „Búðin“ á
Blönduósi ■ nýtt og rúmbetra
húsnæði að Húnabraut 13.
„Búðin er sérverslun með
fatnað, garn og skartgripi. Versl-
unin var áður til húsa í bílskúr,
en við flutninginn fæst mun meira
rými og hefur vöruúrvalið aukist
talsvert, ekki síst í leðurfatnaði.
Hið nýja húsnæði er mjög bjart
og vistíegt og Dagur óskar eig-
andanum Kristínu Mogensen til
hamingju með nýja húsnæðið.
G.Kr.
Á laugardaginn voru nemendatónleikar Tónlistarskólans á Akureyri haldnir í Akureyrarkirkju. Fjölmenni var á
tónleikunum sem voru mjög skemmtiiegir. Hér sjást börn leika á blokkflautur undir stjórn kennara síns, Lilju Hall-
grímsdóttur. Mynd: EHB
Knútur Karlsson framkvæmda-
stjóri Kaldbaks sagði þessi síldar-
kaup áætlaða beituþörf fram á
vorið. „Við keyptum síld til að
frysta í beitu af Árnþóri, Hauga-
nesi og Hring. Það verður ekki
áframhald á þessum síldarkaup-
um því við teljum okkur vera
komnar með það sem við þurfum
fram á næstu síldarvertíð, enda
held ég að það séu flestir hættir á
síld fyrir austan og komnir suður
fyrir land,“ sagði Knútur.
Nokkru meiri afli hefur borist
á land á Grenivík miðað við sama
tíma f fyrra. Knútur sagði að
sumarið hefði verið gott og alveg
fram á haust, en síðustu mánuðir
hefðu ekki gefið eins vel og
reiknað hafði verið með vegna
ótíðar. Aðspurður kvaðst hann
ekki sjá fram á góða afkomu því
skipið sem þeir gera út er með
lágan kvóta og hefur verið bund-
ið við að sjá Kaldbak fyrir hrá-
efni og er fyrirsjáanlegur halli á
þeirri útgerð. SS
Smásöluverðið
hækkar um
Stjórn Landsvirkjunar fjallaði
á fundi sínum í fyrradag um
rekstraráætlun og gjaldskrá
Landsvirkjunar fyrir árið 1987,
en áætlunin hefur nú verið
endurskoðuð með hliðsjón af
nýgerðum kjarasamningum og
þeim verðlagsspám, sem gerð-
ar hafa verið í kjölfar þeirra,
þ.e.a.s. að verðbólga verði
ekki meiri en 7-8% á árinu og
gengi verði stöðugt.
Hin endurskoðaða rekstrar-
áætlun ber með sér að óhjá-
kvæmilegt er að hækka gjaldskrá
Landsvirkjunar til að vega upp á
móti almennum verðlagshækkun-
um á næsta ári miðað við þá 7-
8% verðbólgu, sem núverandi
efnahagsspár gera ráð fyrir, auk
þess sem viðbótarhækkun gjald-
skrárinnar væri æskileg vegna
meiri lækkunar hennar að raun-
gildi á árinu 1986 en stefnt var að
fyrr á árinu.
Að fengnum tilmælum stjórn-
valda um að stilla hækkun
gjaldskrár fyrirtækisins eins mik-
ið í hóf og unnt er samþykkti
stjórn Landsvirkjunar að ganga
ekki lengra í hækkun gjaldskrár
fyrirtækisins en svo að hún yrði
innan marka almennrar verðlags-
þróunar á næsta ári miðað við þá
7-8% verðbólgu, sem hinir
nýgerðu kjarasamningar gera ráð
fyrir. í samræmi við þetta sjón-
armið samþykkti stjórnin hækk-
un á gjaldskránni um 7,5% frá 1.
janúar nk. og verður gjaldskráin
því aðeins tekin til endurskoðun-
ar á næsta ári að verulegar breyt-
ingar verði á þessum verðlags-
forsendum og núverandi gengi.
Hækkar því verð á rafmagni frá
Landsvirkjun til almenningsraf-
veitna um 7,5% um nk. áramót,
sem svarar til um 4,5% hækkunar
á smásöluverði.
Sú gjaldskrárhækkun, sem nú
Á Grenivík var mjög góður afli
í nóvember, 208 tonn á móti 73
4,5%
hefur verið ákveðin felur það í
sér að gjaldskrárverð Lands-
virkjunar helst óbreytt að raun-
gildi út næsta ár frá því sem það
er nú. Hins vegar hefur raunverð
raforku frá Landsvirkjun lækkað
um 10% á því ári, sem nú er að
líða og alls um 40% frá 1. ágúst
1983 að telja.
Stjórn Landsvirkjunar er þeirr-
ar skoðunar að með því að tak-
marka gjaldskrárhækkunina við
7,5% sé henni stillt eins mikið í
hóf og unnt er, enda mundi minni
hækkun óhjákvæmilega leiða til
erlendrar skuldasöfnunar um-
fram forsendur lánsfjáráætlunar
ríkisins.
tonnum í sama mánuði í fyrra.
Skýringuna er að finna í 115
tonnum af sfld, en engin síld
kom að landi í nóvember ’85.
Raunar var þetta mesta magn
af síld sem barst á land í norð-
lenskum höfnum þennan
mánuð.
Grenivík:
Mikil síldarkaup
hjá Kaldbak
Ódýr skíðavesti.
Verð kr. 1.290.-
Hvítir sokkar.
Verð frá kr. 50.-
Húfur.
Verð frá kr. 190.-
Stígvél kr. 1.250.-
Hestavörur í úrvali
Beisli * Hnakkar, ódýrir *
Úrval af stöngum ★ Múlar ★
Taumar og margt fleira.
Hestasport
Helgamagrastræti 30
Sími 21872
Opið frá kl. 14-19.
Laugard. frá kl. 10-12.
AEG
ryksugur
Alveg einstök gæði
Heimilistæki í úrvali.