Dagur - 18.12.1986, Page 6
6 - DAGUR - 18. desember 1986
18. desember 1986 - DAGUR - 7
X. t . \ :
\ /
! SK'vBUN GUÐMUNDSDOTTIR
I >r"
FQT Á BÖRN 0 6 ÁRA
..i . >/
Mál og menning:
Föt á böm
Sigrún Guðmundsdóttir fata-
hönnuður gefur í ár út nýja bók
handa þeim sem vilja sauma föt
sjálfir. Bókin heitir Föt á börn
0-6 ára, Mál og menning gefur út.
Föt á börn ieiðbeinir byrjend-
um og þeim sem ekki hafa góða
undirstöðu í saumaskap við að
sníða og sauma föt á börn frá
fæðingu og til 6 ára aldurs.
Nákvæmar skýringateikningar
fylgja hverri flík sem saumuð er
og litmyndir af sýnishornum af
mörgum möguleikum sem sniðin
gefa. Flíkurnar eru bæði einfald-
ar og erfiðar, inniföt og útiföt,
hversdagsflíkur og spariföt. Tvær
vandaðar sníðaarkir fylgja bók-
inni.
Sigrún Guðmundsdóttir hefur
kennt mynd- og handmennt og
einnig sent frá sér bókina Föt fyr-
ir alla sem kom mörgum áhuga-
mönnum á sporið.
Föt á börn er 154 síður auk 16
síðna með litmyndum. Sigrún
hannaði bókina sjálf en setningu
og prentun annaðist Prentsmiðj-
an Oddi hf.
Nýjar teikni-
myndasögur
- um hin fjögur fræknu
Hin fjögur fræknu og ísjakinn
og Hin fjögur fræknu og einhyrn-
ingurinn nefnast tvær nýjar bæk-
ur sem Iðunn gefur út í flokki
teiknimyndasagnanna um Hin
fjögur fræknu eftir Craenhals og
Chaulet.
Fjórmenningarnir láta sér ekki
allt fyrir brjósti brenna í hvers
kyns ævintýrum og viðureignum
við harðsvíraða þrjóta. Petta eru
viðburðaríkar og spennandi
bækur sem öðlast hafa hylli barna
og unglinga um allan heim.
Bjarni Fr. Karlsson þýddi.
P<S-unn 'tóldimarsdóttír
4F HALAMIÐUM
Á HAGATORG
Ævisaga Einars Ólafssonar
í Lækjarhvammi
Af Halamiðum
á Hagatorg
- Ævisaga Einars
Ólafssonar í Lækjar-
hvammi
Út er komin hjá Erni og Örlygi
bókin Af Halamiðum á Hagatorg
sem er ævisaga Einars Olafssonar
í Lækjarhvammi, skráð af Pór-
unni Valdimarsdóttur sagnfræð-
ingi sem skráði einnig bókina
Sveitin við Sundin sem kom út á
liðnu sumri.
Ævisaga Einars í Lækjar-
hvammi er fyrir margar sakir hin
sérstæðasta. Hann er af alda-
mótakynslóðinni, sonur leiguliða
eins og flest aldamótabörn, alinn
upp í torfbæ undir norðurhlíð
Esjunnar við frumstæða atvinnu-
hætti. Einar vann á unglingsárum
í eyrarvinnu í Reykjavík og var á
togara í áratug. En togarasjó-
maðurinn Einar taldi sig til
bændastéttar og ætlaði sér að
verða bóndi. Hann giftist heima-
sætunni í Lækjarhvammi í
Reykjavík 1925 og tók þar við
búi skömmu síðar. Áður en varði
var Einar flæktur í félagsmál
sinnar stéttar og kunni því svo vel
að hann kom víða við í félags-
samtökum bænda næstu 50 árin.
Saga Einars Ólafssonar spann-
ar því tímabil frá því hann vakn-
ar til vitundar um tilveru sína í
torfbænum undir hlíðum Esjunn-
ar þar til hann er orðinn einn síð-
asti bóndinn á mölinni í Reykja-
vík, sem sé frá moldarkofum til
marmarahalla.
Bókin er gefin út í tilefni af
níræðisafmæli Einars sem var 1.
maí sl.
Olíi, Poííi og Álli
REIKNINGS
Bækur fyrir
yngstu bömin
- eftir Mauri Kunnas
Komnar eru út hjá Iðunni fjórar
bækur fyrir yngstu börnin eftir
hinn vinsæla barnabókahöfund
Mauri Kunnas.
Nefnist flokkurinn Pað er leik-
ur að læra. Hér geta börnin upp-
götvað ýmislegt skemmtilegt og
fróðlegt með félögunum Olla,
Polla og Alla sem eru hinir mestu
grallaraspóar.
Litríkur dagurer skrautleg bók
þar sem auðvelt er að læra að
þekkja litina.
/ sjónvarpinu segir frá því sem
gerist þegar Alli, Polli og Olli
eiga að syngja í sjónvarpinu.
í Reikningsveislu læra börnin
að telja með þeim félögum og í
Ferð til tunglsins gerast ýmis
skemmtileg ævintýri.
Þær bækur sem áður hafa kom-
ið út í íslenskri þýðingu eftir
Mauri Kunnas eru Jólasveinninn
á Korvafjalli, Börnin á Hvutta-
hólum koma í bæinn og Nætur-
bókin, sem sýnt hefur verið úr í
barnasjónvarpi undanfarið.
Þorsteinn frá Hamri þýddi.
Spakmæla-
bókin
- Fræg og fleyg orð í
gamni og alvöru
Bókaútgáfan Örn og Örlygur
hefur gefið út Spakmælabókina -
fræg og fleyg orð f gamni og
alvöru. Torfi Jónsson safnaði
efninu, setti saman og þýddi.
Á bókarkápu segir m.a.: „Góð
bók er eins og aldingarður sem
maður er með í vasanum,“ segja
Arabar. Þessi bók er ómissandi
öllum þeim sem þurfa að nota
fleyg orð með stuttum fyrirvara í
ræðu og riti.
Bókin er árangur af áratuga
söfnunarstarfi Torfa.
Efni bókarinnar skiptist í eftir-
farandi meginkafla: IJm sjálfan
mig, Um minn betri mann, Um
mig og alla hina, Um vináttu,
Um ástina, Um konur og
karlmenn, Um hjónabandið,
Foreldrar og börn, Listin að lifa,
Um siðfræði, Sannleikur og lygi,
Um mál og vog, Vinna - hvíld -
ferðalög, Um peninga, Skoðun -
tíska, Um hyggindi, Fróðleikur,
Bókmenntir, Um listir, Um trú,
Nokkur orð um tímann, Um heil-
brigði og sjúkdóma, Einstakling-
ur - samfélag, Speki og spaug-
semi, Nafnaskrá.
Hver þessara meginkafla skipt-
ist svo í fjölda undirkafla og er öll
uppbygging bókarinnar með
þeim hætti að það er mjög auð-
velt að finna án nokkurs fyrirvara
það sem við á að hverju sinni.
Spakmælabókin er sett,
umbrotin og filmuð hjá Filmum og
prenti, en prentuð í Prentstofu G.
Benediktssonar. Hún er bundin
hjá Arnarfelli hf. Kápu hannaði
Hrafnhildur Sigurðardóttir.
Óbærilegur
lettleiki
tilverunnar
IJt er komin hjá Máli og menn-
ingu skáldsagan Óbærilegur létt-
bækuc.
leiki tilverunnar eftir Milan
Kundera. Verkið kom fyrst út í
Frakklandi árið 1984 og hefur
síðan verið þýtt á fjölmörg
tungumál; íslensku þýðinguna
gerði Friðrik Rafnsson.
I bókinni er sögð ástarsaga
Tómasar, ungs læknis, og fram-
reiðslustúlkunnar Teresu. Sagan
gerist að mestu leyti í Tékkó-
slóvakíu á árunum fyrir og eftir
innrás Sovétríkjanna árið 1968.
Örlög Tékkóslóvakíu og örlög
persóna bókarinnar fléttast órjúf-
anlega saman. Samt er þetta eng-
in harmsaga, heldur er bókin full
af óvæntri gamansemi og höfund-
ur lýsir samhengi stjórnmála,
kynlífs og dauða einatt með grát-
broslegum hætti.
Óbærilegur léttleiki tilverunn-
cr er 347 bls. að stærð, prentuð í
Prentstofu G. Benediktssonar en
bundin í Bókfelli hf. Kápu gerði
Robert Guillemette.
málefnis. Þessi jólagjöf hefur
eflaust verið hluti af jólagleðinni
hjá mörgum og það er grunur
minn að fyrir síðustu jól hafi
ánægjan að rétta þeim hungruðu
og sem minna mega sín, verið í
hámarki. Hver man ekki eftir?:
Búum til betri heim
sameinumst hjálpum þeim
sem minna mega sín
þau eru systkin mín. . .
sem íslenska hjálparsveitin,
flokkur hérlendra stórpoppara
söng af mikilli innlifun fyrir síð-
ustu jól og lagði með því drjúga
hönd á plóginn við öflun nauð-
þurfta handa hungruðu fólki í
heiminum. Og það var meira sem
þessi fríði flokkur gerði en minna
okkur á að hjálpa þeim sem
minna mega sín. Áuk þess skap-
aði hann hátíðarstemmningu,
sem mig grunar að hafi verið
meiri en margir af yngri kynslóð-
inni höfðu áður fundið fyrir um
jói.
En nú fyrir þessi jól er eins og
hungrað fólk sé varla lengur til í
heiminum. Ef samanburður er
gerður á fréttum fjölmiðla frá
þeim svæðum heimsins sem
hungrið er mest, á undanförnum
Hugleiðíng á
jólaföstu
Þá eru enn einu sinni að koma
jól, og okkur sem náð höfum
fullorðinsárum finnst svo
ósköp stutt síðan við héldum
síðustu jól hátíðleg. Hratt flýg-
ur stund á þar svo sannarlega
við. Hér á Sauðárkróki hafa
menn á orði að bærinn hafi
verið óvenju hátíðlegur nú á
jólaföstunni. Strax í upphafí
desember komu kaupmenn við
Aðalgötuna fyrir jólaseríum
yfír götunni og þar eru nú
strengdar einar fímm snúrur
yfír götuna og má segja að tals-
verður stórborgarbragur sé
ríkjandi við þessa litlu götu í
Gamla bænum. Þá hefur
nýlega verið komið fyrir stór-
um jólatrjám á Kirkjutorgi og
Faxatorgi, og minni trjám við
skólana. En það er alveg sama
hversu Ijósin á jólaseríunum
eru marglit þau komast ekki í
hálfkvisti við Ijósin hvítu,
krossins á Nöfunum, eins og
einn bæjarbúi komst að orði.
Krossinn er búinn að vera
þarna í Nöfunum hjá kirkju-
garðinum í um 25 ár og hefur
unnið sér dyggan sess meðal
bæjarbúa. Það má segja að
hann sé þeirra sameiginlega
aðventuljós. Þá er eftir að
minnast hvíta ákiæðisins sem
legið hefur yfir hinum norð-
lægu byggðum á jólaföstunni
og er ekki laust við að það hafí
komið manni til að fínnast jól-
in vera svolítið nálægari fyrir
vikið.
Þegar þetta er skrifað um miðj-
an desember eru væntanlega
margir langt komnir með að
kaupa jólagjafirnar. Ófáir eru
sjálfsagt um þessar mundir að
telja upp þá aðila sem þeir ætla
að gefa jólagjafir um þessi jól og
kappkosta að enginn gleymist. Það
kannast eflaust einhverjir við það
að hafa gleymt einhverjum og
það tekið frá þeim gleymna hluta
af jólagleðinni. En þó að fólk
margfari yfir þetta er samt ákaf-
lega mikil hætta á að ein jólagjöf-
in gleymist. Jólagjöf sem margur
hefur gefið undanfarin ár og
fundið til gleði að geta með henni
lagt sitt af mörkum til göfugs
Gengið kringum jólatréð.
Stemmning í glugga.
árum og nú í ár, er varla hægt að
álykta annað. Og í áhrifamesta
fjölmiðlinum, Sjónvarpinu, hafa
ekki upp á síðkastið birst neinar
fréttamyndir af fólki sem er að
dauða komið sökum hungurs.
Ekki svo að skilja að undirritaður
hafi neina löngun til að sjá slíkar
myndir. En auðvitað er hungrið
samt sem áður til staðar í heimin-
um. Það er bara ekkert minnt á
það núna og þess vegna bendir
margt til að þeir hungruðu og
sem minna mega sín , gleymist
hér á landi í ár. Astæðan fyrir því
að lítið er minnt á þá hungruðu
nú eru auðvitað þær deilur sem
upp komu í haust vegna fjármála
Hjálparstofnunar kirkjunnar og
ekkert varð af þeim sökum úr
þeirri fjársöfnun nú fyrir jólin
sem fyrirhuguð hafði verið. Hafa
þessar deilur að sögn forsvars-
manns stofnunarinnar valdið
henni tugmilljóna tjóni og er
hætta á að hún geti ekki staðið
við skuldbindingar sínar við
hjálparþega. Hjálparstofnunin á
erfiða daga framundan, en von-
andi tekst henni að ná sér á strik
aftur og vinna sér traust almenn-
ings á nýjan leik. Viðbrögð
almennings gagnvart Hjálpar-
stofnuninni undanfarið eru þau
viðbrögð sem okkur eru svo töm,
þ.e.a.s. að dæma heildina vegna
mistaka fárra aðila. Þrátt fyrir að
lítið hafi frést af starfi Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar er rétt að
benda á að verkefni eru í gangi
og fjárframlög sem vel eru þegin
er hægt að greiða inn á gíró-
reikning 2005-0. Hjálparstofnun
kirkjunnar og það starf sem hún
hefur unnið á svo sannarlega rétt
á sér og því verður að halda
áfram hér á landi af fullum þrótti,
þrátt fyrir það sem á undan er
gengið.
-þá
Jólalögin sungin af innlifun.
Klæðskeraþjónusta.
Erumað taka
uppfötfirá falbe
Skyrtur frá
og margt fleira
goLdress
errabodin
Hafnarstræti 92 (Bautahús suðurendi), sími 26708.
Vandaðarvörur
-ValiðerþHt.
Kaupmannafélag
Akuroyrar
ÞÆTTIR URISLE
ATVINNUSOGU1100 AR
XJ ókin Landshagir er gefin út í tilefni 100 ára afmælis Landsbanka Islands.
Ellefu höfundar rita jafnmargar greinar um ýmsa þætti íslenskrar atvinnusögu
síðustu 100 ára.
Viðfangsefnin ná til allra meginatvinnuvega, landbúnaðar, sjávarútvegs,
iðnaðar og verslunar, auk banka- og peningamála. Til dæmis er fjallað um
Landsbankadeiluna 1909, togaraútgerð í Reykjavík á þriðja áratugnum, rakin
saga íslandsbanka 1914-1930 og umsvif Louis Zöllner, sem var atkvæðamikill
fjárfestandi hér á landi um og eftir síðustu aldamót og gerði þá m.a. út sex
togara.
Landshagir kosta 1.450.- krónur og fást hjá öllum helstu bókaverslunum
og hjá Sögufélaginu í Fishersundi, sem jafnframt annast dreifingu bókarinnar.
m M Landsbanki
W Mk íslands
W Banki allra landsmanna 1100 ár