Dagur - 18.12.1986, Blaðsíða 11
18. desember 1986 - DAGUR - 11
Fjórðungssamband Norðlendinga:
Samdráttur búvöm-
framleiðslu ekki byggða-
mál sveitanna einna
Lyftiduft
svíkur engan
sem reynir
Eldridansaklúbburinn
Dansleikur veröur í Lóni, Hrísalundi 1, laugardaginn
27. des. kl. 22.00 til 03.00.
Góð hljómsveit. Allir velkomnir.
Stjórnin.
Á fundi fjórðungsstjórnar
Fjórðungssambands Norð-
lendinga 12. desember voru
tvö megin mál til umræðu, um
annað þeirra áhrif samdráttar í
landbúnaði á þéttbýlisþróun
gerði fjórðungsstjórn eftirfar-
andi ályktun.
„Ljóst er að samdráttur í land-
búnaði raskar búsetu í sveitum
og hefur áhrif á atvinnu þeirra,
sem í þéttbýlisstöðum vinna að
vinnslu iandbúnaðarafurða og
annast viðskipti eða þjónustu við
íbúa sveitanna. Af þessum ástæð-
um má ekki líta á samdrátt
búvöruframleiðslunnar, sem
byggðamál sveitanna einna, held-
ur alls viðkomaridi byggðasvæðis.
Ljóst er að samdráttur fram-
leiðslu er tilviljunarkenndur eftir
-bækur.________________
Bækur fyrir
yngstu
bömin
- eftir Ulf Löfgren
Komnar eru út þrjár bækur fyrir
yngstu börnin eftir sænska lista-
manninn Ulf Löfgren, höfund
bókanna um Albin sem notið
hafa mikilla vinsælda. Aðalpers-
óna þessara bóka er kanínu-
strákurinn Lúlli.
Lúlli og öll dýrín: Lúlli sparkar
í bolta sem flýgur langar leiðir og
lendir síðan á höfðinu á einhverj-
um sem segir: Mjááá! Skyldi
þetta vera hundur, hugsar Lúlli.
Hann sparkar boltanum margoft
og alltaf lendir hann á höfðinu á
einhverju dýri, svo Lúlli kynnist
öllum dýrunum.
Lúlli og bangsi prakkarí:
Bangsinn hans Lúlla er alltaf að
gera einhver prakkarastrik.
Hann hellir vatni í skóna hans
Lúlla og baðar sig í þeim, sópar
gólfið með tannburstanum hans
og stingur kartöflum í vasa hans.
En Lúlli fyrirgefur bangsa alla
hrekkina.
Lúlli og Gunna: Gunna litla
systir vill alltaf fá að vera með
þegar Lúlli leikur sér. En Lúlli
vill ekki leyfa henni það því að
hún er of lítil. En Gunna finnur
upp gott ráð og hvað gerir Lúlli
þá?
Bókaútgáfan Iðunn gefur út.
Pórgunnur Skúladóttir þýddi.
Bækurnar eru prentaðar í Eng-
landi.
byggðarlögum. Hann er oft án til-
lits til gildis einstakra býla í því
að tryggja lágmarks byggð á
ákveðnum svæðum. Þannig verð-
ur samdrátturinn misjafnlega
djarftækur eftir framleiðslusvæð-
um. Með þetta í huga leggur
fjórðungsstjórn til að á hverju
framleiðslusvæði á Norðurlandi
verði hafnar viðræður á milli
sveitarstj órna þéttbýlisstaðanna,
forráðamanna vinnslustöðvanna
og fulltrúa bændasamtaka, um að
gera á eigin vegum, úttekt á þró-
uninni frá byggðalegu sjónarmiði
og benda um leið á úrræði.
Fjórðungsstjórn skorar á
Byggðastofnun og Ræktunarfélag
Norðurlands að taka þátt í þessu
starfi, með leiðbeiningum og sér-
fræðilegri aðstoð, m.a. til að gæta
samræmis í vinnubrögðum.“
Fund þennan sátu auk fjórð-
ungsstjórnar Guðmundur Malin-
quist forstjóri Byggðastofnunar
og Sigurður Guðmundsson for-
stöðumaður þróunarsviðs þeirrar
stofnunar, ennfremur Egill
Bjarnason formaður Ræktunar-
félags Norðurlands.
Upplýst var á fundinum að
Byggðastofnun hefur átt aðild að
ýmiss konar úttekt á stöðu land-
búnaðar í samvinnu við land-
búnaðarráðuneytið og er að
vænta jákvæðra viðhorfa for-
stöðumanna stofnunarinnar við
slíkri úttekt. Egill Bjarnason for-
maður ræktunarfélagsins upplýsti
að á vegum félagsins væri á loka-
stigi úttekt á stöðu bújarða land-
búnaðar á Norðurlandi. Úr-
vinnslu verður lokið á útmánuð-
um og lýsti hann jákvæðum við-
horfum til þeirrar úttektar á
heildaráhrifum, sem stefnt er að.
Fjórðungssamband Norðlend-
inga mun nú á næstunni hlutast til
um í samráði við vinnsluaðila,
bændasamtök og sveitarstjórnir
þéttbýlisstaða að undirbúnings-
vinna verði hafin að heildarúttekt
varðandi landbúnaðinn og
byggðaþróun á Norðurlandi.
Ljóst er að óskipulegur sam-
dráttur sveitanna mun í vaxandi
máli hafa keðjuverkandi áhrif á
þéttbýlisstöðum á Norðurlandi.
Þetta er mjög alvarlegur vágestur
í norðlenskum atvinnumálum,
sem hægt er að varast með og
réttum aðgerðum.
í Hafnar-
stræti
og á
SauðárKróKi
EFNAGERÐIN
SÍMI 96-21400 AKUREYRI
Siminn er
24222
E&IN
Bilbeltin skal aö
sjálfsögöu spenna
í upphafi ferðar.
Þau geta bjargað lífi í
alvarlegu slysi og
hindrað áverka í minni
háttar árekstrum. Hnakka-
púöana þarf einnig aö stilla
f rétta hæð.
Demanturinn er eilífur
LÆRDÓMSRIT
BÓKMENNTAFÉLAGSINS
Lykill inennta
★ Lærdómsritin eru fjölbreytt, skemmtileg
og fræðandi.
★ Lærdómsritin eru jafnt fyrir unga sem
aldna.
★ Lærdómsritin eru nú tuttugu talsins, þau
nýjustu eru: Dýrabær eftir George Or-
well og Ritgerð um ríkisvald eftir John
Locke.
★ Lærdómsritin fást í Bókabúð Jónasar á
Akureyri.
Hið íslenska bókmenntafélag.
170 ára.
Opnunartímar
verslana fyrir jólin:
Fimmtudaginn 18. des. frá kl. 09-22
Laugardaginn 20. des. frá kl. 10-22
Þriðjudaginn 23. des. frá kl. 00-23
Miðvikudaginn 24. des. frá kl. 09-12
Miðvikudaginn 31. des. frá kl. 09-12