Dagur - 05.01.1987, Síða 1

Dagur - 05.01.1987, Síða 1
70. árgangur Akureyri, mánudagur 5. janúar 1987 1. tölublað Filman þín á skiliö þaö besta! FILMUHÚSIÐ Hafnarstræti 106 Sími 22771 Pósthólf 198 gæðaframköllun Filman inn fyrir kl. 10.45. Myndirnar tilbúnar kl. 16.30. Opið á laugardögum frá kl. 9-12. Sjómannadeilan í járnum: Ekkert þokaöist í samkomulagsátt í gær - deilt um réttmæti fyrirvaralausra uppsagna fiskverkunarfólks Samningafundir sjómanna og útvegsmanna stóðu yfir í allan gærdag og hafði ekkert þokast í samkomulagsátt laust eftir kl. 20 í gærkvötd. Sjómenn höfðu tilkynnt að þeir myndu ekki taka þátt í viðræðum eftir miðnætti hefðu samningar ekki tekist og skip væru ennþá á veiðum. Á meðan fundir hafa staðið yfir hafa sprottið upp deilur um réttmæti fyrir- varalausra uppsagna fisk- vinnslufólks. Víða er byrjað að segja fisk- vinnslufólki upp störfum. í „Á von á löngu verkfalli" - segir Þorsteinn Már Baldvinsson hjá Samherja „Mér lýst illa á þetta verkfall og reikna með því að það verði langvinnt að þessu sinni,“ sagði Þorsteinn Már Baldvins- son framkvæmdastjóri útgerð- arfélagins Samherja hf. á Akureyri. Skip Samherja sem eru Margret EA og Akureyrin EA eru á veiðum þessa dagana. Sama er að segja um hið nýja rækjuskip Oddeyrina EA. Þegar veiðiferð- um skipanna lýkur lenda þau í verkfalli, það er að segja ef það stendur ennþá. Samherji hf. varð fyrir veru- legu tjóni þegar bilun varð í spilbúnaði Margretar EA í fystu veiðiferð skipsins í desember. Nú eru þau mál komin í lag og skipið á veiðum fram að verk- falli. „Ég er svartsýnn á að þetta leysist fljótlega. Mér sýnist sem það mikið beri á milli að það megi búast við löngu verkfalli. Hins vegar skulum við vona að ég verði ekki sannspár í þeim efnum,“ sagði Þorsteinn Már. Þegar blaðið fór í prentun í gær var búið að sitja yfir samn- ingum hjá sáttasemjara alla helg- ina og átti að reyna til þrautar að ná samkomulagi. Ef ekki nást samningar er líklegt að skrifuð verði upp þau skip sem fóru til veiða fyrir áramótin og hugðust sigla með afla sinn. Er það álit sjómann að þær aðgerðir að senda skip til veiða fyrir áramótin séu ólöglegar. Má því búast við aðgerðum af hálfu alþjóðasam- taka togarasjómanna í þá veru að þau komi í veg fyrir að íslensk skip geti landað í erlendum höfnum. gej- febrúarsamningunum fólst fast- ráðningarákvæði sem veitti fisk- vinnslufólki fjögurra vikna upp- sagnarfrest. Þar með taldi það sig búa við nokkurt atvinnuöryggi. Atvinnurekendur segjast geta sagt fólki upp störfum án fyrir- vara með tilvísun í neyðarlög frá 1979, þrátt fyrir fastráðningar- samningana. í neyðarlögunum er talað um ófyrirsjáanleg atvik, en ekki minnst berum orðum á verkföll. Talsmenn verkalýðsfé- laga segja náttúruhamfarir, hús- bruna og skipskaða falla undir ófyrirsjáanleg atvik en hins vegar „Ert þú fylgjandi því að áfeng- isútsaia verði opnuð á Húsa- vík?“ 1698 Húsvíkingum gafst kostur á að svara svohljóðandi spurningu á laugardaginn. Alls kusu 1211 manns, 546 sögðu já en 652 sögðu nei, tíu seðlar voru auðir og þrír ógildir. Kosningin fór fram í Barna- skóla Húsavíkur og var kjörstað- ur opinn frá kl.10 til 22, kjörsókn var nokkuð jöfn yfir daginn. Talning atkvæða hófst strax eftir að kjörstað var lokað og 45 mínútum síðar voru úrslitin ljós: Húsvíkingar höfðu hafnað opnun áfengisútsölu í bænum. Dagur leitaði álits tveggja manna á úrslitum kosninganna, þeir eru Gunnar Rafn Jónsson formaður áfengisvarnarnefndar hafi verkfallið verið boðað með fyrirvara og því ekki verið ófyrir- sjáanlegt. Standist það hins vegar að atvinnurekendum sé heimilt að segja fólki upp þá verði að endurskoða gildandi samninga eða segja þeim upp. Náist samningar ekki á næst- unni og geti atvinnurekendur sagt starfsfólki fyrirvaralaust er Ijóst að það mun hafa marghátt- aða erfiðleika í för með sér. Sölu- samtök óttast hráefnisskort, enda hafá birgðir sjaldan verið minni. Mesta fiskneyslutímabilið er að fara í hönd í Bandaríkjunum og og Sigurjón Benediktsson vara- bæjarfulltrúi Þ-listans en hann var flutningsmaður tillögu um að kosningin skyldi fara fram og var tillagan samþykkt í bæjarstjórn. „Ég óska Húsvíkingum til hamingju. Ég er mjög ánægður, þetta eru nokkurn veginn þau úr- slit sem ég bjóst við, ég áleit allt- af að skynsemin réði í þessu máli. Við í áfengisvarnarnefnd lögðum ríka áherslu á að kynna stað- reyndir í þessu efni og ég álít að menn hafi tekið þessum rökum og tekið á sig þá ábyrgð sem því fylgir að vera ábyrgur samfélags- þegn,“ sagði Gunnar Rafn. „Ég vona að áfengisvarnar- nefndarmenn séu í sigurvímu og vil láta þá njóta sigursins," sagði Sigurjón. Á almennum borgarafundi 28. er haft eftir forráðamönnum fisk- sölufyrirtækja þar að ef sjó- mannaverkfall dragist á langinn þá muni neyðarástand skapast. Þá mun væntanlega stór hluti af þeim 4000 manns sem starfa við fiskvinnslu hér á landi fara á atvinnuleysisskrá. Engar frekari upplýsingar af gangi viðræðna fengust hjá ríkis- sáttasemjara seint í gærkvöld, en svo virtist sem menn væru svart- sýnir á framhald samningavið- ræðnanna. des. var samþykkt tillaga um að skora á bæjarstjórn að endur- skoða samþykkt sína um kosn- inguna. Tillagan var tekin fyrir á fundi bæjarráðs 30. des. og taldi bæjarráð ekki efnisleg rök fyrir að bæjarstjórn tæki tillöguna til umfjöllunar þar sem utankjör- fundarafgreiðsla var hafin og ekkert hafði komið fram um að ólöglega hefði verið staðið að undirbúningi og framkvæmd kosninganna. Þetta er í þriðja sinn sem kosn- ingar um opnun áfengisútsölu fara fram á Húsavík. Kosið var samhliða bæjarstjórnarkosning- um 1970, þá sögðu 127 já en 753 sögðu nei. Einnig var kosið samhliða alþingiskosningunum 1983, þá sögðu 498 já en 721 sögðu nei. IM Margret EA: Til veiða að nýju „Það var unnið mjög vel í þessu og eiga Atla-menn og skipverjar á Margreti heiður skilið fyrir það,“ sagði Þor- steinn Már Baldvinsson fram- kvæmdastjóri Samherja hf. sem gerir út Margreti EA, auk Akureyrarinnar og Oddeyrar- innar. Eins og flestir vita bilaði Mar- gret EA í sinni fyrstu veiðiferð, sem var farin í byrjun desember. Var talið að skipið kæmist ekki á veiðar fyrr en á nýja árinu sem nú er gengið í garð. En vegna mikill- ar vinnu og dugnaðar við við- gerðina var Margret EA komin til veiða milli jóla og nýárs. „Það má búast við því að til málaferla komi vegna bilunarinn- ar. Það eru annað hvort fram- leiðandi eða verktaki sá sem setti niður tækin í skipið sem eru ábyrgir fyrir skemmdunum. Það er ljóst að ekki er um að kenna handvömm skipverja. Við erum tryggðir fyrir slíku, svo langt sem það nær. Tryggingin nær ekki til tapaðra veiðidaga og hugsanlegs afla,“ sagði Þorsteinn Már. gej- Hafralækjarskóli: Hrepp- arnir borguðu fyrir rikið „Þegar greiðslurnar fyrir aksturinn í nóvembermánuði höfðu ekki borist rétt fyrir jól- in ákváðu hrepparnir að greiða okkur sjálfír svo við gætum haldið jól eins og aðrir,“ sagði Rúnar Oskarsson í samtali við Dag, en Rúnar er einn þeirra sem annast akstur skólabarna við Hafralækjarskóla. „Þetta er afskaplega leiðinleg- ur bardagi, sérstaklega vegna þess að hann stendur yfir ár eftir ár,“ sagði Rúnar. Bílstjórar munu því hefja aksturinn nú þeg- ar skólastarfið hefst eftir jólaleyf- ið, en eindagi greiðslna fyrir akst- ur í desember er 15. janúar og þá gæti á ný dregið tíl tíðinda ef að líkum lætur. > „Þetta er ekki alveg ljóst ennþá,“ sagði Karl Erlendsson skólastjóri Þelamerkurskóla er við ræddum við hann á föstudag. „Ég er þó búinn að fá nokkurs konar loforð frá ráðuneytinu þess efnis að greiðslurnar muni berast í dag eða á mánudag og ef það gengur eftir ætti allt að verða eðlilegt þegar kennsla hefst aftur,“ sagði Karl. gk-. SS Fyrsta barn ársins á Norðurlandi Fyrsta barn ársins á Norðurlandi fæddist 1. janiiar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri kl. 09.40. Þetta var stúlku- barn sem vó 17 merkur, dóttir hjónanna Guðbjargar Eyrúnar Hermannsdóttur og Kolbeins Hjálmarssonar, en þau áttu tvær dætur fyrir. Áfengisútsala: Húsvíkingar sögðu nei!

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.