Dagur - 05.01.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 5. janúar 1987
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
—leiklist____________________________________
Leikklúbburinn Saga sýnir Pæld’í’ðí:
óskar að taka á leigu 2ja-4ra
herbergja íbúðir sem fyrst.
Vinsamlegast hafiö samband við skrifstofustjóra í
síma 22100.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
RAFMAGNSEFTIRUT RlKISINS
Orðsending til rafvirkja
Nám til löggildingar í rafvirkjun sam-
kvæmt nýjum reglum er fyrirhugað í fyrsta
sinn á vorönn 1987.
Umsækjandur skulu hafa svainspróf í rafvirkjun
eða rafvélavirkjun og lokapróf frá íðnfræðslu-
skóla og auk þess uppfylla inntökuskilyrði sam-
kvæmt Stjórnartíðindum nr. 372, 31. júlí 1986.
Nánari upplýsingar um námið fást hjá Rafmagns-
eftiriiti ríkisins í síma 91-84133.
Rahnagnsmftlrilt riklalna
í tilefni af 70 ára afmæli Brunabótafélags
íslands bjóðum við viðskiptavinum og vel-
unnurum félagsins að líta inn til okkar,
mánudaginn 5. janúar n.k., og þiggja hjá
okkur kaffisopa.
Bn«v«ðnváflG ísunos
Akureyrarumboð
Þórður Gunnarsson
Auglýsing frá ríkisskattstjóra.
Vísitala
jöfnunarhlutabréfa
Samkvæmt ákvæöum 5. og 6. málsl. 1. mgr. 9. gr.
laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt hefur
ríkisskattstjóri reiknaö út vísitölu almennrar verö-
hækkunar í sambandi viö útgáfu jöfnunarhlutabréfa
á árinu 1987 og er þá miðað viö að vísitala 1. janúar
1979 sé 100.
1. janúar 1980 vísitala 156
1. janúar 1981 vísitala 247
1. janúar 1982 vísitala 351
1. janúar 1983 vísitala 557
1. janúar 1984 vísitala 953
1. janúar 1985 vísitala 1.109
1. janúar 1986 vísitala 1.527
1. janúar 1987 vísitala 1.761
Viö útgáfu jöfnunarhlutabréfa skal annars vegar
miöa við vísitölu frá 1. janúar 1979 eöa frá 1. janúar
næsta árs eftir stofnun hlutafélags eða innborgunar
hlutafjár eftir þann tíma, en hins vegar viö vísitölu 1.
janúar þess árs sem útgáfa jöfnunarhlutabréfa er
ákveöin.
Reykjavík 2. janúai 1987.
Ríkisskattstjóri.
Kynlíf unglinga og
skelfing foreldra
Leikklúbburinn Saga sýnir um
þessar mundir leikritið Pældíðí
og fara sýningar fram í Dyn-
heimum. Meiningin er að sýna
verkið víðar á Norðurlandi og
vonandi rætist það því hér er
um fróðlegt og skemmtilegt
verk að ræða. Sumir minnast
þess kannski að Alþýðu-
leikhúsið sýndi þetta verk fyrir
nokkrum árum við góðar
undirtektir. Leikritið er þýskt
að uppruna en þýðandi er Jór-
unn Sigurðardóttir. Ljóð og
söngtextar eru eftir Ólaf Hauk
Símonarson, Arna Valsdóttir
sá um búninga og leikmynd en
leikstjórn er í höndum Skúla
Gautasonar.
Leikritið fjallar um unglinga,
samskipti kynjanna og samskipti
þeirra við foreldra. Aðalpersón-
urnar eru Páll og Pála, fimmtán
ára unglingar sem kynnast í
skólanum og fara að pæla hvort í
öðru. Þau eru ósköp feimin og
eiga það sameiginlegt að kunn-
ingjar þeirra eru miklu hressari,
Haddi og Hanna. Eftir kunnug-
lega byrjunarörðugleika byrja
Páll og Pála saman, foreldrum
þeirra til mikillar skelfingar. Fað-
ir Pálu er hortugur heildsali og
vill hafa stjórn á hlutunum, þar
með teljast Pála og móðir
hennar. Páll býr hins vegar hjá
móður sinni og afa. Móðirin hef-
ur þungar áhyggjur af framferði
Páls en afinn hvetur hann til dáða
og fylgist spenntur með. Við
fylgjumst með áhyggjum foreldr-
anna sem líta alvarlegum augum
á samband Páls og Pálu og upp-
reisn þeirra gegn foreldravald-
inu. Flestir unglingar kannast við
yfirheyrslurnar, skipanir um að
koma si.emma heim, útivistar-
bann, predikanir um óléttu, rifr-
ildi og sambandsleysi kynslóð-
anna. í leikritinu er þetta sett
fram á kómískan hátt með
ádeilubroddi þó.
Þetta eru aðalpersónurnar í
leikritinu sjálfu, en ekki er allt
sem sýnist. Hefðbundið form er
brotið upp. Tveir sögumenn,
karlkyns og kvenkyns, gegna
veigamiklu hlutverki í leikritinu,
fræðsluhlutverki. Þetta er öðrum
þræði fræðsluleikrit fyrir ungl-
inga um kynlíf og getnaðarvarn-
ir. Sögumenn skyggnast í hug
aðalpersóna og miðla upplýsing-
um til áhorfenda. „Ákjósanlegri“
kynlífshegðun unglinga er lýst og
fróðleikur um getnaðarvarnir er
áberandi. Ekki vil ég lýsa efni
verksins nánar en bendi á að
Pældíðí er ekki síður vel fallið til
þess að opna augu fullorðinna.
Hver hefur ekki þörf fyrir að rifja
upp fyrstu kynnin af ástinni og
kynlífinu? Þá hafa foreldrar gott
af því að sjá lífsmynstur ungling-
anna og hvernig ekki á að bregð-
ast við gagnvart þeim.
Þetta er skemmtilegt verk og
sýningin síðastliðinn þriðjudag
tókst vel enda var klappað lengi
og innilega. Tónlistin skipar veg-
legan sess og hana fluttu Sigfús
Örn Óttarsson á trommur og
Friðþjófur í. Sigurðsson á bassa
og tókst óaðfinnanlega. Skúli
Gautason og Arnar Kristinsson
sáu um lýsingu og gekk þeim
ágætlega að hemja ljósin.
Ólöf Sigríður Valsdóttir lék
móður Páls og rassinn á Pálu!
Hún hefur greinilega öðlast
reynslu á sviði og átti stórgóðan
leik í báðum hlutverkum. Hinn
eftirsóknarverði samfarablossi
var líka persónugerður og var
Magnús S. Sigurólason eftir-
minnilegur Blossi. Hann var þó
enn betri sem afi Páls og góður í
hlutverki töffarans Hadda. Kraft-
mikill leikari sem komst vel frá
erfiðum hlutverkum. Gunnar
Ingi Gunnsteinsson og Lilja Jóns-
dóttir voru góðir sögumenn en
ekki var ég hrifinn af búningum
þeirra. Annars voru búningarnir
góðir hjá Örnu. Gunnar sýndi
líka mikil tilþrif sem heildsalinn,
faðir Pálu, og Lilja túlkaði móð-
ur hennar vel. Garðar Á. Árna-
son og Þóra A. Jósefsdóttir voru
Páll og Pála. Einstaklega trú-
verðugt par um 15 ára aldurinn.
Þau eru auðvitað ung og reynslu-
lítil sem leikarar en stóðu sig
mjög vel. Raunar var furða hvað
leikararnir voru markvissir mið-
að við aldur og reynslu. Þeir gefa
mikið af sér í leikinn og Skúla
virðist hafa gengið vel að ná til
þeirra. Það mátti meira að segja
sjá mikið af Skúla í leik Gunnars
Inga. Þeir sem voru í smærri hlut-
verkum skiluðu sínu vel líka og í
heild var sýningin afskaplega
skemmtileg og er vonandi að
fleiri fái að njóta hennar en þeir
sem þegar hafa gert það. SS
Gunnlaugur og Magnús
sigruðu með yfirburðum
Jólamót í bridds:
Magnús Aðalbjörnsson og Gunnlaugur Guömundsson, sigurvegarar í jóla-
móti Bridgcfélags Akureyrar í Vín.
Hið árlega Jólamót Bridgefé-
lags Akureyrar var haldið í
blómaskálanum Vín við
Hrafnagil laugardaginn 27.
desember sl. 52 pör tóku þátt í
mótinu en spiíað var eftir
Mitchell-fyrirkomulagi. Þeir
Gunnlaugur Guðmundsson og
Magnús Aðalbjörnsson Akur-
eyri, tóku forystu strax í upp-
hafi og héldu henni allt til loka
og sigruðu reyndar með nokkr-
um yfirburðum.
Lokastaða efstu para varð
þessi: Stig
1. Gunnlaugur Guðmundss. -
Magnús Aðalbjörnss., Ak. 812
2. Murad Serdar -
Þorbergur Ólafsson, Rvík 763
3. Hörður Blöndal -
Grettir Frímannsson, Ak. 731
4. Halldór Árnason -
Jón V. Jónmundss., Ak. 724
5. Stefán Sveinbjörnsson -
Sigurður Víglundsson, Ak. 716
6. Kristinn Kristinsson -
Hákon Sigmundsson, Ak. 714
7. Örn Einarsson -
Gunnar Berg, Ak. 701
8.-9. Þórarinn B. Jónsson -
Jakob Kristinsson, Ak. 677
8.-9. Rögnvaldur Ólafsson -
Gísli Pálsson, Ak. 677
10. Máni Laxdal -
Sigurður Búason, Svalb.eyri 674
Meðalskor var 624 stig.
Albert Sigurðsson var keppnis-
stjóri en tölvuútreikning annaðist
Margrét Þórðardóttir. Stigin
voru reiknuð út með jöfnu milli-
bili og staðan birt jafnóðum og
jók það mjög á spennuna.
Sparisjóður Glæsibæjarhrepps
gaf eignarbikara í þrjú efstu
sætin, bókaútgáfan Skjaldborg
gaf bókaverðlaun í fimm næstu
sæti, en auk þess var keppt um
bikar sem eigendur blómaskálans
Vín gáfu til mótsins. Á bikar
þennan eru nöfn sigurvegaranna
greypt og hann síðan geymdur í
blómaskálanum, gestum til
augnayndis.
Ein umferð í sveitakeppni
Bridgefélagsins, Akureyrarmóti,
verður spiluð þriðjudaginn 6.
janúar í Félagsborg og hefst
keppnin klukkan 21.30. BB.