Dagur - 05.01.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 5. janúar 1987
5. janúar 1987 - DAGUR - 7
Knatt-
spymu
úrslit
Úrslit leikja í 1. og 2. deild
ensku knattspyrnunnar um
helgina urðu þessi:
1. deild:
Aston Villa-Nottm.Forest 0:0 x
Leicester-Sheff.Wed. 6:1 1
Liverpool-West Ham 1:0 1
Luton-Chelsea 1:0
Man.City-Oxford 1:0 1
Newcastle-Coventry 1:2 2
Norwich-Charlton 1:1
Q.P.R.-Everton 0:1 2
Southainpt.-IV1an.Utd 1:1 x
Tottenham-Arscnal 1:2
Wimbledon-Watford 2:1 1
2. deild:
i Barnsley-Oldham 1:1
Blackburn-Portsmouth 1:0 1
Bradford-Birmingham 0:0
C.Palace-Dcrby 1:0 1
Grimsby-Brighton 1:2
Leeds-Huddersfield 1:1
Millwall-Stoke 1:1
Plymouth-Hull 4:0
Reading-Sunderland fr.
Sheff.Utd-W.B.A. 1:1 x
Shrewsbury-Ipswich 2:1 1
Staðan
1. deild:
Nottm.Forest 24 11-6-7 46:32 39
Luton 24 11-6-7 26:23 39
Norwich 24 10-9-5 33:33 39
Tottenham 24 11-5-8 38:29 38
Coventry 23 10-6-7 26:24 36
Wimbledon 24 11-1-11 33:32 35
West Ham 24 9-7- 8 37:41 34
Watford 24 9-6- 9 40:31 33
Sheff.Wed. 24 8-9- 7 38:38 33
Man.United 24 7-8- 9 31:28 29
Oxford 24 7-8- 9 28:38 29
Q.P.R. 24 7-6-11 24:31 27
Man.City 24 6-8-10 24:34 26
Southampt. 23 7-4-12 37:46 25
Chelsca 24 6-7-11 28:43 25
Charlton 24 6-6-12 25:35 24
Leicester 24 6-6-12 31:43 24
Aston Villa 24 6-6-12 30:50 24
Newcastle 24 5-6-13 25:42 21
Staðan
2. deild:
Portsmouth 24 14-6-4 32:16 48
Oldham 23 13-6-4 39:22 45
Derby 23 13-4-6 33:21 43
Ipswich 24 11-7-6 41:27 40
Plymouth 24 10-8-6 38:31 38
Stoke 24 11-4-9 38:26 37
C.Palace 24 12-1-11 34:38 37
Leeds 24 10-5-9 30:31 35
Miliwall 23 9-6-8 28:22 33
W.B.A. 24 9-6-9 31:26 33
Birmingham 24 8-9-7 33:32 33
Sheff.Utd. 24 8-8-8 33:34 32
Grimsby 24 7-10-7 23:26 31
Shrewsbury 24 9-3-12 22:31 30
Brighton 24 7-7-10 25:29 28
Sundcrland 22 6-9- 7 26:28 27
Hull 23 7-4-12 24:44 25
Reading 22 6-6-10 31:37 24
Huddersf. 22 6-5-11 27:37 23
Barnsley 23 4-8-11 22:31 20
Blackburn 21 5-5-11 18:27 20
Bradford 22 5-5-12 29:41 20
Handbolti 1. deild:
Gunnar Gíslason lék að nýju með KA í gær og stóð sig mjög vel. Hér skorar hann eitt af átta mörkum sínum
í leiknum. Mynd: RÞB
- í sínum besta heimaleik í vetur
„Þetta var stórgott og þá sér-
staklcga í seinni hálfleik. Það
gekk allt upp, sókn, vörn og
markvarsla og það er ekki yfir
neinu að kvarta. Það er svo
sannarlega bjart framundan
hjá KA og mér þykir verst að
geti ekki haldið áfram með
strákunum,“ sagði Gunnar
Gíslason leikmaður KA í
handbolta eftir sætan sigur á
Fram í 1. deild íslandsmótsins í
handknattleik í gær. Gunnar
lék með KA-liðinu á ný og átti
mjög góðan leik. í dag heldur
hann hins vegar til Noregs þar
sem hann mun leika knatt-
spyrnu næsta sumar með 1.
deildar liðinu Moss.
KA-menn léku án Brynjars
Kvaran þjálfara sem var veikur
en það kom ekki að sök, Sigfús
Karlsson tók stöðu hans í mark-
inu og varði ágætlega.
KA-menn náðu forystunni í
leiknum en Framarar breyttu
stöðunni fljótlega í 3:1 sér í hag.
KA-menn jöfnuðu 4:4 og síðan
var jafnræði með liðunum fram á
18. mín. en þá skoruðu KA-
menn þrjú mörk í röð og breyttu
stöðunni úr 8:8 í 11:8. Þá var
komið að Frömurum og skoruðu
þeir næstu fjögur mörk og kom-
ust yfir 12:11. Síðustu 5 mínútur
hálfleiksins skoruðu KA-menn 5
mörk á móti 1 marki Framara og
leiddu 16:13 í hálfleik.
í byrjun síðari hálfleiks skor-
uðu KA-menn þrjú mörk í röð og
breyttu stöðunni í 19:13. Framar-
ar áttu ekkert svar við góðum
leika KA-manna sem héldu
fengnum hlut og rúmlega það og
sigruðu mjög örugglega 34:26.
KA-menn léku sinn besta
heimaleik á keppnistímabilinu,
börðust af miklum krafti og upp-
skáru samkvæmt því. Langbestu
menn liðsins voru þeir Gunnar
Gíslason og Pétur Bjarnason.
Einnig voru þeir Sigfús mark-
vörður, Jón Kristjánsson, Guð-
mundur Guðmundsson og Frið-
jón Jónsson góðir.
í Framliðið vantaði þá Egil
Jóhannesson og markvörðinn
Guðmund Jónsson og virtist það
há liðinu mikið. Bestir í þessum
leik voru þeir Jón Árni Rúnars-
son og Birgir Sigurðsson og þá
var Ólafur Vilhjálmsson ágætur.
Mörk KA: Pétur Bjarnason 9,
Gunnar Gíslason 8, Jón Krist-
jánsson 5, Guðmundur Guð-
mundsson 4, Friðjón Jónsson 3,
Jóhannes Bjarnason 3 og Eggert
Tryggvason 2, bæði úr vítum.
Mörk Fram: Agnar Sigurðsson
6(4), Jón Árni Rúnarsson 5,
Ólafur Vilhjálmsson 3, Birgir
Sigurðsson 2, Óskar Porsteinsson
2, Per Skaarup 2(1), Júlíus
Gunnarsson 1, Ándrés Magnús-
son 1 og Ragnar Hilmarsson 1.
Framarar misnotuðu þrjú víta-
köst í fyrri hálfleik.
Leikinn dæmdu þeir Ólafur
Haraldsson og Stefán Arnaldsson
og gerðu það ágætlega. Þó er
Ólafur of fljótur að gefa mönnum
spjald eða reka þá út af fyrir orð-
bragð í hita leiksins. Um miðjan
fyrri hálfleik voru aðeins þrír úti-
leikmenn í KA-liðinu eftir að
Ólafur hafði sent tvo út af fyrir
orðbragð en fyrir var einn KA-
maður í kælingu fyrir brot.
Staðan
1. deild:
Úrslit leikja í 1. deild íslands-
niótsins í handknattleik í gær
uröu þessi:
Ármann-Stjarnan 15:34
Valur-Haukar 21:21
KR-Víkingur 18:22
KA-Fram 34:26
FH-UBK 26:24
Staðan í 1. deildinni er þessi:
Víkingur 10 8-1-1 233:209 17
FH 10 7-1-2 254:220 15
UBK 10 7-1-2 228:218 15
Valur 10 5-2-3 250:220 12
KA 10 5-1-4 233:236 11
Fram 10 5-0-5 238:229 10
Stjarnan 10 4-1-5 257:240 9
KR 10 3-0-7 197:224 6
Haukar 10 2-1-7 209:243 5
Ármann 10 0-0-10 194:254 0
Liðstyrkur
til KA
Allar líkur eru á því að Ólafur
Gottskálksson knattspyrnu-
markvörður úr Kcflavík gangi
til liðs við KA fyrir komandi
keppnistímabil. Ólafur þykir
efnilegur markvörður en hefur
fengið fá tækifæri með ÍBK-
liðinu, þar sem fyrir er Þor-
steinn Bjarnason.
KA-menn ættu því ekki að
verða markmannslausir næsta
sumar, því fyrir eru þeir Haukur
Bragason og Torfi Halldórsson
sem vörðu mark liðsins síðastlið-
ið sumar og þá hefur Magnús Sig-
urólason markvörður Vasks
gengið til liðs við KA.
Valdimar Júlíusson aðal
markaskorari Vasks undanfarin
ár hefur einnig ákveðið að ganga
til liðs við KA, samkvæmt heim-
ildum blaðsins.
Vinningar í H.H.Í. 1987: 9 ákr. 2.000.000; 108 á kr. 1.000.000; 216 á kr. 100.000;
2.160 á kr. 20.000; 10.071 á kr. 10.000; 122.202 á kr. 5.000; 234 aukauinningar á kr. 20.000.
Samtals 135.000 vinningar á kr. 907.200.000.
ARGUS/SÍA
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
Vœnlegast til vinnings
íþróttic________________________________________
Akureyrarmótið í innanhússknattspyrnu:
KA sigraði í
Akureyrarmótið í innanhúss-
knattspyrnu fór fram í Höllinni
á milli jóla og nýárs. Keppt var
í öllum flokkum, frá 7. flokki
og upp í Old boys og stóð
keppnin yfir í tvo daga. Þór
vann 16 titla á móti 9 titlum
KA. KA-menn voru með mun
harðskeyttari lið í eldri flokk-
unum en Þór stóð sig betur í
keppni yngri flokkanna. Vask-
ur var aðeins með lið í meist-
ara- og 1. flokki karla.
Úrslitin í einstökum flokkum
urðu þessi:
7. flokkur:
Nú var í fyrsta skipti keppt í 7.
flokki og mættu KA og Þór með
a og b lið. Þór vann báða leikina,
1:0 í leik a liðanna og 3:0 í leik b
liðanna.
6. flokkur:
Þrír leikir voru leiknir í 6.
flokki og sigraði Þór í þeim
öllum. í leik a liðanna þurfti víta-
spyrnukeppni til að ná fram úr-
slitum. Leiknum lauk með jafn-
tefli 4:4 en Þórsarar höfðu betur í
vítaspyrnukeppninni og sigruðu
7:5. Þór sigraði 2:0 í leik b lið-
anna og 1:0 í leik c liðanna.
5. flokkur:
KA-menn voru sterkari í
keppni 5. flokks. Þeir sigruðu 5:4
í leik a liðanna en í leik b liðanna
lauk leiknum með jafntefli 3:3 en
KA-menn sigruðu 5:4 eftir víta-
spyrnukeppni. Þórsarar unnu
hins vegar öruggan 4:1 sigur í leik
c liðanna.
4. flokkur:
Þór sigraði 6:2 í leik a liða
4. flokks, KA vann leik b liðanna
Það var hart barist að venju í innanhússknattspyrnu sem fram fór um jólin.
Mynd: EHB
2:0 og Þór leik c liðanna 3:0.
3. flokkur:
Þór vann alla þrjá leikina í
keppni 3. flokks. A liðið vann
2:1, b liðið 4:2 og c liðið 5:4.
2. flokkur:
KA-menn unnu báða leikina í
keppni 2. flokks. A liðið vann 7:6
eftir framlengingu og vítaspyrnu-
keppni en sjálfum leiknum lauk
með jafntefli 3:3. B lið KA sigr-
aði 8:3.
Old boys:
í leik þeirra „gömlu“ reyndust
KA-menn sterkari í annars jöfn-
um leik og sigruðu 6:5.
3. flokkur kvenna:
Þór sigraði í báðum leikjunum
í 3. flokki kvenna. 1:0 í leik a lið-
anna og 3:0 í leik b liðanna.
2. flokkur kvenna:
Þór sigraði 5:4 í leik a liðanna
en í leik b liðanna hafði KA bet-
ur eftir framlengingu og víta-
spyrnukeppni. Staðan að leik
loknum var 2:2 og 3:3 eftir fram-
lengingu en í vítaspyrnukeppn-
inni náði KA að knýja fram
sigur 5:4.
Mfl. kvenna:
Það var hart barist í leik a liða
meistaraflokks. Eftir venjulegan
leiktíma var staðan jöfn 2:2 en í
framlengingunni bættu KA-stúlk-
urnar við marki og sigruðu 3:2.
Þór sigraði 4:2 í leik b liðanna.
1. flokkur:
Þór lék við Vask í fyrsta leikn-
um í 1. flokki og vann öruggan
sigur 8:3. Síðan léku Þórsarar við
KA-menn og sigruðu þá í jöfnum
og spennandi leik 2:1. Síðast léku
svo KA og Vaskur og unnu KA-
menn örugglega 5:2.
Mfl. karla:
KA og Þór áttust við í fyrsta
leik í keppni meistaraflokks.
KA-menn mættu frískir til leiks
skoruðu fyrstu tvö mörkin. Þórs-
arar minnkuðu muninn í 1:2 en
KA-menn voru einfaldlega betri
og sigruðu í leiknum með 6
mörkum gegn 3. Því næst léku
KA-menn við Vaskara og sigr-
uðu þá mjög örugglega 7:2 og
tryggðu sér þar með Akureyr-
armeistaratitilinn 1986. Síðast
léku Þór og Vaskur og þann leik
unnu Þórsarar 5:2.
Baráttuglaðir KA-
menn unnu Framara
meistaraflokkunum