Dagur - 05.01.1987, Síða 12

Dagur - 05.01.1987, Síða 12
Akureyri, mánudagur 5. janúar 1987 Stórbætt þjónusta Getum smíðað alla vega púströr. Eigum til beygjur 45° og 90° Stóraukið úrval af kútum, pakkningum og festingum í flesta bíla. ísetning á staðnum CM CM o> Varahlutaverslun Húsavík: Á fundi Bæjarráðs Húsavíkur þann 30. des. lagði Bjarni Aðalgeirsson bæjarstjóri fram uppsagnarbréf sitt. I bréfinu tók hann fram að uppsögnin stafaði ekki af neinni óánægju heldur teldi hann nú æskilegan tíma til að breyta til í starfi. í viðauka við ráðningarsamn- ing Bjarna kemur fram að hann hafi ekki hug á að starfa út kjör- tímabilið. Ekki er kveðið á um uppsagnarfrest í ráðningarsamn- ingnum en Bjarni telur af sinni hálfu æskilegast að hætta störfum um mánaðamótin apríl/maí. í samtali við Dag ítrekaði Bjarni að ekki væri um neina óánægju að ræða. Hann rekur útgerðarfyrirtæki og sagði að ekki gengi öllu lengur að sinna þeint störfum samhliða bæjar- stjórastarfinu, það væri skamm- tímastarf en starfið við útgerðina væri langtímastarf sem hann vildi ekki fórna. Hörður Þórhallsson hafnar- vörður hefur einnig sagt lausu starfi sínu hjá Húsavíkurbæ og verðurstaðan auglýst á næstunni. IM Himinninn leiftraði í blíðskaparveðri á gamlarskvöld, enda var miklu magni af flugeldum skotið upp. Hjálparsvcit skáta scldi meira en nokkru sinni fyrr. Mynd: KGA veiðiferð hins nýja rækjuskips Oddeyrar EA. Oddeyrin sem er eitt rað- smíðaskipanna í eigu Samherja hf., K. Jónssonar hf. Akureyrar- bæjar ög fleiri, fór í s'ína' fyrstu veiðit'erð um miðjan desember og kom til lands eftir 10 daga úti- veru. Kom Oddeyrin með 30 tonn af rækju til hafnar. ..Miðað við veðrið á þessum tíma, sem var mjög slæmt, erum \ið fyllilega sáttir við útkomuna. Skipiö rcyndist bctur cn við átt- um von á. Það tekur alltaf tíma að aðlagast nýjum skiputn og vandamálin sem upp koma eru minni háttar, sem auðvelt verður aó leysa,“ sagði Þorsteinn Már. gej- Itjarni Aðalgeirsson. „Aö mínu áliti gekk fyrsta veiðiferöin vel. Það koma allt- af upp ýmis vandamál á nýjum skipum, en með góðum vilja verða þau leyst á næstu mán- uðum,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson framkvæmda- stjóri Samherja hf. um fyrstu Oddeyrin EA-210 Mynd: EHB Flugeldasala: Aldrei gengið jafn vel „Þetta hefur sennilega aldrei gengið jafn vel. Það verður hins vegar að taka það með í dæmið að við vorum einir um hituna að þessu sinni,“ sagði Hilmar Aðalsteinsson gjald- keri Hjálparsveitar skáta á Akureyri aðspurður um það hvernig flugeldasalan hefði gengið fyrir nýliðin áramót. Hilmar vildi ekki gefa upp neinar tölur um söluna en gat þess að aðfaranótt gamlársdags hefði reynst nauðsynlegt að sækja aukaskammt suður til Reykjavíkur. Meðlimir sveitarinnar eru um 70 og sagði Hilmar að þeir sem hefðu staðið í flugeldasölunni hefðu nánast lagt nótt við dag í þeirri vinnu. „Við höfum undanfarin ár staðið í miklum fjárfestingum í sambandi við nýtt húsnæði og sennilega fer allur ágóðinn í að klára það á árinu. Það er því eins víst að ekki verði um nein tækja- kaup að ræða í ár,“ sagði Hilmar og vildi koma á framfæri þökkum til bæjarbúa fyrir veitta aðstoð. Vallhólmi: Alvar- legt vinnu- slys Rétt fyrir áramótin stórslasað- ist starfsmaöur í grasköggla- verksmiðjunni Vallhólma í Skagafirði þar sem hann var einn við vinnu sína. Náði hann við illan leik að komast í síma í vcrksmiðunni og gera viðvart. Er sjúkrabíll frá Sauð- árkróki kom á vettvang skömmu síðar hafði hinum slasaða blætt mikið og féll hann í yfírlið í þann mund er hann var færður í sjúkrabflinn. Hann var síðan umsvifalaust fluttur með flugvél suður. Starfsmaðurinn var að ganga frá fulllestuðum vörubíl er hann féll, líklega með höfuðið á undan niður á pallbrúnina, með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði, kinnbeinsbrotnaði báðum megin og bæði efri og neðri kjálki brotnuðu. Þá losnuðu tennur, en taldar eru góðar líkur á að þær nái festu á ný. Góðar líkur eru á að andlitsaðgerðin hafi heppnast vel. Líðan hins slasaða sem liggur á Borgarspítalanum er eftir atvikum. -þá Svæðið milli Héraðsvatna og Blöndu: Samkomulag um aðgerðir gegn riðu „Það telst hafa náðst sam- komulag milli bænda á svæð- inu milli Héraðsvatna og Blöndu og sauðfjárveikivarna um samræmdar aðgerðir gegn riðu á þessu svæði. Samkomu- lagið felst í því að bændur skuldbinda sig til að skera fjár- stofninn verði riða staðfest í þeirra hjörð,“ sagði Siguröur Sigurðsson oddviti á Brúna- stöðum í Lýtingsstaðahreppi í samtali. Nýlega voru haldnir að tilstuðlan sveitarstjórna og riðunefnda á þessu svæði fund- ir með bændum þar sem mikl- ar umræður urðu um hvernig bregðast skyldi við riðuveik- inni sem á síðari árum hefur gert æ meira vart við sig á svæðinu. Sigurður var spurður hvort hann héldi að þessar aðgerðir mundu duga. „Eg held að það detti engum í hug að það sé ráð- legt að skera allan fjárstofn á þessu svæði, vegna þess að það hafa svo margir hér sitt lífsviður- væri af sauðfjárrækt og mikil atvinna sem skapast af vinnslu afurðanna. Og þó að öllu sauðfé yrði fargað á þessu svæði er von- lítið að hægt yrði að koma í veg fyrir að fé af öðrum svæðum kæmist inn á þetta svæði. Af þessum sökum held ég að þetta sé virkasta aðferðin.“ Sigurður sagði menn nokkuð bjartsýna, að takast mætti að drepa veiruna í útihúsum á þeim bæjum sem veikin hefði komið upp og niður- skurður farið fram. Bændur eru skyldugir að taðhreinsa og skrúbba hús sín vel með klór og joði, þau efni eiga að drepa riðuveiruna og eru talin hafa reynst vel í þessum tilgangi. Einnig er skylda að skipta um jarðveg kringum hús. Þá er í samkomulaginu ákveðið að á næstu árum verði haft aukið eftir- lit með fullorðnu fé sérstaklega á þeim bæjum sem veikinnar hefur orðið vart einhvern tíma. Að undanförnu hefur verið skorið niður vegna riðu á þremur bæjum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði alls um 700 fjár og á tveimur bæjum úr Vindhælis- og Engihlíðarhreppi í A.-Húna- vatnssýslu alls um 800 fjár. Fyrr í haust var fargað fé af tveimur bæjum í Seyluhreppi í Skagafirði um 200 kindum. -þá Oddeyrin: Úr fyrstu veiðiferðinni með 30 tonn af rækju Bjami sagði upp

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.