Dagur - 07.01.1987, Síða 1
70. árgangur Akureyri, miðvikudagur 7. janúar 1987 3. tölublað
Sléttbakur:
Sjómannaverkfallið:
JW
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599
Lengdur
um átta
metra
Ákveðið hefur verið að iengja
Stéttbak, togara Útgerðar-
félags Akureyringa, um átta
metra, en verið er að breyta
skipinu í frystitogara hjá Slipp-
stöðinni hf. á Akureyri. Að
sögn Gísla Konráðssonar,
framkvæmdastjóra ÚA, var
þessi ákvörðun tekin þar sem
slík lenging gerir skipið mun
hæfara til síns starfs.
Áætlað er að lengingin út af
fyrir sig muni taka um sex vikur
til viðbótar þeim tíma sem aðrar
breytingar taka. Sléttbakur verð-
ur þá tilbúinn til veiða í lok
júlímánaðar að öðru óbreyttu.
Sigurður Ringsted, yfirverk-
fræðingur Slippstöðvarinnar,
sagði að ekki væri Ijóst hversu
mikið skipið stækkar í rúmlestum
við lenginguna, þar sem mæling
færi ekki fram fyrr en breytingum
væri lokið. Verið er að sandblása
Sléttbak þessa dagana og er um
hálfs mánaðar vinna eftir við það
verk. EHB
Næstkomandi föstudagskvöld frumsýnir Leikfélag Akureyrar verðlauna-
leikritið Hvenær kemurðu aftur rauðhærði riddari? Hér sjást Skúli Gauta-
son og Marínó Þorsteinsson í hlutverkum sínum. Sjá nánari kynningu bls. 8.
Mynd: RÞB
„Svarti listinn"
leyndarmál
- verður sendur til L.Í.Ú.
„Það hefur verið ákveðið að
gefa fjölmiðlum ekki upp nöfn
þeirra skipa sem talið er að séu
á ólöglegum veiðum,“ sagði
Guðjón Jónsson formaður
Sjómannafélags Eyjafjarðar er
Dagur ræddi við hann í gær, en
Guðjón var þá staddur í höfuð-
stöðvum Sjómannasambands
Islands í Reykjavík.
Guðjón sagði að þessi „svarti
listi“ yrði sendur til Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna og
einnig yrði viðkomandi útgerðum
tilkynnt um stöðu mála. Þegar
við spurðum Guðjón hvort það
væri alvara í því hjá Sjómanna-
sambandinu að láta banna lönd-
un úr þessum skipum erlendis
sagði hann að mikil samstaða
væri meðal sjómanna.
„Mín skoðun er sú að þeir sem
voru að fiska fyrir siglingu fyrir
áramót samkvæmt okkar samn-
ingum séu ekki að brjóta af sér,“
sagði Guðjón. Þegar hann var
spurður hvort þetta ætti ekki við
um öll skipin sagði hann: „Jú,
það má segja það.“ *'
Forsvarsmenn Sjómannasam-
bandsins hafa sagt að ekki verði
sest að samningaborðinu með
útvegsmönnum fyrr en þau skip
sem eru að veiðum verði komin
til hafnar. Guðjón sagði hins veg-
ar að hann reiknaði með að ef
sáttasemjari kallaði menn á fund
þá myndu þeir mæta þar. „Ég
veit ekki annað en að okkur beri
lagaleg skylda til þess.“ gk-.
Viðræður Iðnaðardeildar SIS og Sovétmanna um kaup á ullarvörum:
Sovétmenn ekki tilbúnir
með verðhugmyndir
„Sovétmenn hafa keypt 25 til
35% af framleiðslu ullariðnað-
arins á undanförnum árum.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
samningar dragast á Ianginn en
þeir eru ekki tilbúnir með
verðhugmyndir sínar en við
ræðum við þá á hverjum
degi,“ sagði Aðalsteinn Helga-
son, framkvæmdastjóri Ullar-
iðnaðardeildar SÍS á Akureyri,
þegar hann var spurður um
gang samninga við Sovétmenn
um kaup á ullarvörum.
stað frá því í apríl 1985. Það er á
hreinu að við náum ekki að
hækka verð á framleiðsluvörum
okkar í samræmi við kostnaðar-
hækkanir innanlands. Þá er eina
ráðið að auka framleiðnina,“
sagði Aðalsteinn að lokuni.
EHB
Togarar ÚA:
Harðbakur
hæstur
Harðbakur varð aflahæstur
togara Útgerðarfélags Akur-
eyringa árið 1986 eins og
undanfarin ár. Heildarafli
hans var 5230 tonn að verð-
mæti 96,6 milljóna króna.
Afli og aflaverðmæti annarra
togara ÚA voru þessi:
Kaldbakur: 4435 tonn, verð-
mæti 85 milljönir. Svalbakur:
3481 tonn, verðmæti 66,5 millj-
ónir. Sléttbakur 3523 tonn,
verðmæti 63,7 milljónir.
Hrímbakur: 3146 tonn, verð-
mæti 65,8 milljónir, þar af voru
67,7 tonn af rækju að verðmæti
3 milljónir, en rækjan var.veidd
fyrir K. Jónsson & Co. hf. á
Akureyri. Tekið skal fram að
aflaverðmæti er brúttóverðmæti
aflans. EHB
Milljónatjón hjá útgerð Ólafs bekks:
Hasetamir neit-
uðu að fara á veiðar
Loðna:
134 þús.
tonn
til Siglo
Langmestu hefur verið landað
af loðnu á Siglufirði á þeirri
vertíð sem nú stendur yfir.
Þegar loðnusjómenn héldu í
jólafrí nam loðnuaflinn um 550
þúsund tonnum og er því enn eft-
ir að veiða mikið af þeim kvóta
sem heimilt er að veiða á vertíð-
inni. Langmestu magni hafði ver-
ið landað á Siglufirði, 134 þúsund
tonnum af þeim 550 þúsund sem
veiðst höfðu eða um 25% aflans.
gk--
Aðalsteinn kvaðst vona að við-
ræðum lyki fyrir 25. janúar og þá
lægju samningar vonandi fyrir.
Heppilegast væri að nýr samning-
ur væri frágenginn tveimur mán-
uðum áður en eldri samningur
rennur út. Samt væri ekki hægt
að segja að staða þessara mála
væri neitt óvenjuleg núna að
neinu leyti.
„Það sem við eigum við að etja
er veik staða dollarans, hann hef-
ur ekkert hreyfst undanfarin tvö
ár meðan framleiðslukostnaður
innanlands hefur rokið upp. Það
er ekki heldur hægt að líta
framhjá þeirri staðreynd að síð-
asti kjarasamningur með veru-
legri grunnkaupshækkun er erfið-
ur fyrir okkur. Við leysum það
dæmi ekki nema með verulegri
framleiðsluaukningu og áfram-
haldandi endurskipulagningu og
hagræðingu fyrirtækjanna í ullar-
iðnaði. Eg geri ráð fyrir að
Iaunaútgjöld muni vaxa um 10-
12% og dollarinn hefur staðið í
Fyrirhugað var að togarinn
Ólafur bekkur frá Ólafsfirði
færi á veiðar á gamlársdag.
Skipið var fullbúið í veiðiferð
þegar hásetar höfðu samband
við skipstjórann og tilkynntu
að þeir myndu ekki mæta.
Þessi aðgerð skipverjanna
kemur sér sérstaklega illa fyrir
útgerðina þar sem skipið á að
fara í viðgerð í Póllandi 1.
febrúar.
Búið var að panta söludag í
Þýskalandi um mánaðamótin en
hann var síðan færður til 23.
janúar. Sigling út tekur vikutíma
og ef verkfall stendur enn þarf að
sækja um undanþágu. Guðjón
Jónsson formaður Sjómanna-
félags Eyjafjarðar sagði í samtali
við Dag að hann teldi það mjög
óeðlilegt ef slík undanþága feng-
ist ekki.
„Það verður mikið tap fyrir
útgerðina ef við þurfum að sigla
skipinu tómu til Póllands í stað
þess að geta notað ferðina, ein-
hverjar milljónir. Þetta myndi
horfa allt öðruvísi við ef við
þyrftum ekki nauðsynlega að fara
þessa ferð. Það hafa verið komin
áramót í mennina,“ sagði Þor-
steinn Ásgeirsson framkvæmda-
stjóri Útgerðarfélags Ólafsfjarð-
ar í samtali við blaðið.
Halldór Svanbergsson háseti á
Ólafi bekk sagði: „Það sem gerði
útslagið með þessa ákvörðun var
það að Óskar Vigfússon sagði
það 100% öruggt að við fengjum
ekki að selja erlendis og losnuð-
um því ekki við aflann. Ef samn-
ingamenn okkar fara frá samn-
ingaborðinu eins og staðan er í
dag og ekkert verður af aðgerð-
um erlendis þá lítum við svo á að
verkfallisélokiðogsiglum." ET