Dagur - 07.01.1987, Side 7
6 - DAGUR - 7. janúar 1987
Jóhann Gunnar Halldórsson er skólastjóri Tónlistarskóla Austur-Húnvetn-
inga, sem hefur höfuðstöðvar sínar á Blönduósi en er jafnframt með kennslu
á Skagaströnd og í Húnavallaskóla. Það er óhætt að fullyrða að uppgangur sé
í starfsemi tónlistarskólans, nemendum fer fjölgandi frá ári til árs, skólinn er
að smá eignast meira af hljóðfærum og 1983 eignaðist skólinn eigið húsnæði
á Blönduósi.
Orgd og píanó
eru vinsælustu
hljóðfærin
- segir Jóhann Halldórsson, skólastjóri tónlistarskólans
í Austur-Húnavatnssýslu
Jóhann Gunnar leiðbeinir nemanda í píanóleik
- Mér leikur forvitni á að vita
Jóhann hvernig tónlistarskóli á
ekki fjölmennara svæði en hér er,
getur verið kominn í eigið hús-
næði?
„Það var þannig að eftir að
hjónin Jónas Tryggvason og Þor-
björg Bergþórsdóttir féllu frá, þá
ákváðu erfingjar þeirra að gefa
Tónlistarfélagi Austur-Húnvetn-
inga húsið og það sem því fylgir.
Síðan afhenti tónlistarfélagið
skólanum þetta til urnsjár og
notkunar. Jónas Tryggvason var
einn af aðalhvatamönnum að
stofnun tónlistarfélags og tónlist-
arskóla hér á staðnum.”
- Hvernig getur tónlistarskól-
inn staðið undir svo miklum
kostnaði sem það hlýtur að vera
að reka húsnæðið, greiða kenn-
urum laun og svo framvegis?
„í lögum um tónlistarskóla er
gert ráð fyrir því að ríkið og
sveitarfélög skipta launakostnaði
á milli sín, en skólinn stendur
straum af öðrum kostnaði með
skólagjöldum.“
- Hvað ert þú búinn að vera
lengi skólastjóri við skólann?
„Þetta er fjórða árið mitt sem
skólastjóri, en ég hafði verið
kennari við skólann í tvo vetur
áður og þar áður var ég lítið eitt
við kennslu í aukavinnu.“
- Segðu mér nú svolítið af
sjálfum þér, eins og tónlistar-
menntun og reynslu o.þ.h.
„Ég byrjaði að læra á hljóðfæri
hjá Fritch Weishappel þegar ég
var tólf ára og þá á harmoniku,
en svo snéri ég mér að saxófón
sem var lengi mitt aðal hljóðfæri.
Svo var ég í Tónlistarskólanum í
Reykjavík í tónfræði og hljónt-
fræöi. Á þessum tíma var ekki
um svo auðugan garð að gresja í
tónlistarnámi, það fór eiginlega
allt nám fram í einkatímum og
það kom ekki fyrr en seinna að
tónlistarskólinn færi að útskrifa
tónlistarkennara. En þegar að
því kom var maður kominn út í
lífsbaráttuna. Reyndar var á
þessum tíma gerð krafa um að
menn tækju próf inn í F.Í.H. og
það var ansi strembið próf. Svo
var það nú aflagt seinna, eða þeg-
ar gítaröldin kom, bítlatímabilið,
þá voru allir teknir inn í félagið,
jafnvel þó að þeir kynnu ekki að
lesa nótur.“
- Hvenær byrjar þú svo að
kenna?
„Það geri ég ekki fyrr en ég
kem hingað norður. Þá vantaði
þau einhvern til að kenna á
harntoniku og saxófón, og ég tók
það að mér í aukavinnu svona
eftir því sem tíminn leyfði
- Hvað eru margir kennarar
við skólann og hvar kennið þið?
„Það eru fimm kennarar, þrír í
fullu starfi og tveir í hálfu starfi.
Við kennum hérna í okkar hús-
næði á Blönduósi og svo í grunn-
skólanum á Skagaströnd og í
Húnavallaskóla, en á Skaga-
strönd er líka kennt í heima-
húsi. “
- Hverjir eru það nú helst sem
stunda nám í Tónlistarskólanum?
„Það er ákaflega blandað. Það
má segja að krakkar á grunn-
skólaaldri séu í meirihluta, en ég
er ákaflega ánægður með hvað
það hefur aukist að fullorðnir
drífi sig af stað og láti gamlan
draum um að læra á hljóðfæri,
rætast. Mér finnst ekki að aðal-
málið hjá okkur sé að vera að
leita að séníum, heldur að hjálpa
fólki til að bjarga sér sjálft og að
það geti haft gaman af tónlist-
inni. Það er auðvitað voða gaman
þegar séníin birtast það er engin
spurning, en það er ekki aðal
inálið að leita að þeim. Það er
kannski rétt að segja að til-
gangurinn sé ekki síst að kenna
fólki að hlusta á tónlist, kenna
því að hlusta öðruvísi en það hef-
ur gert. Svo er annað vandamál
sem tónlistarskólarnir úti á landi
eiga við að glíma. Það er að þeg-
ar krakkarnir eru orðnir sextán
ára, þá missir maður þau í burtu,
og það er voða sárt. En svona er
þetta nú. Hér eru engir mögu-
leikar til framhaldsnáms og það
er því eðlilegt að þau fari, en eins
og ég segi, það er sárt að þurfa að
horfa á eftir þeim.“
- Nú er það svo að ýmsir sjá
fyrir sér eitthvað alveg hund-
leiðinlegt þegar minnst er á tón-
listarskóla. T.d. alveg sérstakar
týpur af fólki með fiðlur og flaut-
ur búandi til leiðinda hávaða sem
aðeins fáir útvaldir hafa gaman
af. Er þetta svona eða getur verið
gaman fyrir hvern og einn í tón-
listarskóla?
„Þetta fer alveg eftir einstakl-
ingnum. Við förum hægt af stað
og svo smá eykst þetta svona eftir
getu og eftir því hvað nemand-
ann langar þegar hann fer að ná
einhverjum tökum á því sem
hann er að fást við. Kennslan hjá
okkur fer öll fram í einkatímum
nema tónfræðin, og það eru engir
tveir eins þannig að þetta er ákaf-
lega einstaklingsbundið.“
- Þú sagðir áðan að það væri
gaman þegar séníin kæmu fram á
sjónarsviðið, hafa komið fram
hér einstaklingar sem greinilega
skara fram úr?
„Já það hafa komið hingað
nemendur sem hafa reynst mjög
efnilegir og eru nú við frekara
nám annars staðar, og ég bind
miklar vonir við þá.“
- Hvað þurfa krakkarnir að
vera orðnir gamlir til að geta
byrjað að læra í tónlistarskólan-
um?
„Við höfum miðað við sex ára
eða grunnskólaaldur. Þau þurfa
helst að vera aðeins farin að geta
stautað, minnsta kosti farin að
þekkja eitthvað af stöfum. Þá
setjum við þau venjulega fyrst á
blokkflautuna en þó er það ekki
algilt, t.d. ef það er til hljóðfæri á
heimilinu þá er oft tekið mið af
því.“
- Getur sex ára krakki spilað á
píanó?
„Já, já. Það er oft að eftir viss-
an tíma er blokkflautan þeim
ekki nóg og þau verða að fá
eitthvað meira. Viljinn verður að
koma frá krakkanum og hann
verður að finna það að þetta sé
fyrir hann sjálfan gert en hvorki
fyrir kennarann né foreldrana.
Við þvingum enga til að vera
með það hljóðfæri sem hann ekki
vill, þannig að vilji þau losna við
flautuna og læra á orgel eða
eitthvað annað þá er það þeirra
val. Það er gott að ýta á, en ekki
að skikka þau til neins. Þá er
þetta orðin skylda og hætt við að
ánægjan fari af náminu, en
ánægja er nánast skilyrði til að
vel takist."
- En þú varst í hljómsveita-
bransanum hér áður fyrr, varstu
lengi í því?
„Ég byrjaði 15 ára að spila í
gamla Gúttó, var fyrst með nikk-
una en snéri mér svo að saxófón-
inum og ég verð nú að segja að
maður var orðinn ansi þreyttur á
þessari vinnu eftir hátt í þrjátíu
ár.“
- Svo hefurðu verið tónlistar-
stjórnandi hjá Leikfélagi Blöndu-
óss undanfarin ár. Er ekki leiðin-
legt fyrir mann með góðan tón-
listarsmekk að vera að reyna að
kenna fólki með takmarkaða
getu og kannski lítið annað en
viljann, að syngja t.d. í leikriti?
„Það er bara gaman að þessu,
virkilega gaman, og t.d. var alveg
sérstaklega gaman að Norður-
landaferðinni sem við fórum með
Skugga-Svein. Auðvitað er
stundum nauðsynlegt að byrsta
sig svolítið, og það er alveg ótrú-
legt hvað hægt er að ná góðum
árangri. Ég hef haft ákaflega
gaman af að starfa með leikfélag-
inu, í þessi skipti sem ég hef verið
með þeim hefur þetta verið ákaf-
Jóhann Gunnar Halldórssun, skólastjóri.
7. janúar 1987 - DAGUR - 7
lega jákvæður hópur og ég hef
gaman af því.“
- En aftur að tónlistarskólan-
um. Hvað eru margir nemendur í
skólanum í vetur?
„Á fyrri önninni sem lauk núna
fyrir jól voru eitt hundrað og
ellefu nemendur og mér sýnist að
þeir fari yfir eitt hundrað og
tuttugu á seinni önninni sem
hefst núna 17. janúar.“
- Hafa kennsluaðferðir breyst
mikið frá því sem áður var?
„Já, þá var maður látinn spila
æfingar út og inn, það voru
fingraæfingar aftur og aftur, en
núna eru krakkarnir eiginlega
strax látnir fara að spila lagstúfa
eða það sem við getum sagt að
séu svona útþynnt eða einfölduð
lög, og svo eru æfingarnar svona
inn á milli. En svona var þetta
ekki áður, maður spilaði æfingar
og æfingar og varð að vera búinn
að fara yfir ansi mikið áður en
maður fékk að fara út í eitthvað
melódískt.“
- Hefur eftirsóknin í tónlistar-
nám verið að aukast á undan-
förnum árum?
„Já þetta hefur aukist svona
hægt og sígandi, það jókst t.d. á
Skagaströnd í haust vegna þess
að við fengum þangað enska
stúlku í haust og hún kennir bæði
á blásturshljóðfæri og píanó. Við
höfum ekki almennilega getað
annað kennslunni á Húnavöllum
undanfarna vetur en í vetur
kennum við þar fjóra daga vik-
unnar og þannig getum við annað
þörfinni þar.“
- Þú segir að þið hafið fengið
enska stúlku til kennslu á Skaga-
strönd. Af hverju enska, en ekki
innlendan kennara?
„Það var mikið búið að reyna
til að fá innlendan kennara en
það var engan að fá. Tónmennta-
kennarar útskrifast ákaflega fáir
á hverju ári og obbinn af þeim fer
til útlanda í sérnám eða þá í störf
á Reykjavíkursvæðinu. Ég veit
ekki af hverju það er, en ef það
er nefnt að fara norður yfir heiði
þá er eins og fólk sjái einhvejum
ofsjónum yfir því, og þó erum við
hér í þjóðbraut."
- Flvernig er hljóðfæraeign
tónlistarskólans?
„Ég þarf núna að panta tvo gít-
ara, en þetta hefur lagast töluvert
mikið á þessum seinustu árum,
við eigum tvö orgel annað stað-
sett á Húnavöllum og hitt hérna,
við erum með eitt píanó hér og
annað á Skagaströnd og við fáum
afnot af píanóinu sem er á
Húnavöllum, annað eigum við
ekki. Reyndar var hérna starf-
andi lúðrasveit og Blönduós-
hreppur keypti sett fyrir hana
sem ég hef haft afnot af.“
- Ég tek eftir að þú nefnir ekki
fiðlu eða önnur strengjahljóðfæri
nema tvo gítara sem á að fara að
panta, hvað veldur?
„Það er nú þannig með
strengjahljóðfærin að það var hér
kennari sem gat kennt á fiðlu, og
það komu tveir nemendur, en
þeir gáfust fljótt upp. Ég hefði
gjarnan viljað að það væri hægt
að kenna hér á strengjahljóðfæri
en áhuginn virðist ekki vera
nógur, þannig að þótt það fengist
til þess kennari þá er hætt við að
hann fengi ansi fáa nemendur,
því miður.“
- Hvað er vinsælasta hljóðfær-
ið hjá ykkur?
„Það er orgelið og píanóið.
Krakkarnir fara, svona flest,
fljótlega frá flautunni yfir á orgel-
ið eða píanóið.“
- Fá nemendurnir einhver
tækifæri til að koma fram og sýna
getu sína?
„Við erum alltaf með jólatón-
leika og vortónleika að lokinni
önn. Þessir tónleikar voru núna
haldnir á þeim stöðum þar sem
kennslan fer fram, og svo förum
við á milli með þá nemendur sem
eru komnir svolítið lengra og lát-
um þá koma fram á fleiri en ein-
um stað. Draumurinn minn er sá
að við getum haft hérna á
Blönduósi svona litla stofutón-
leika, af því hér höfum við þessa
aðstöðu, en það hefur staðið á
því, við höfum ekki haft efni á að
kaupa stóla í stofuna. Þetta væru
einhvers konar foreldratónleikar
sem yrðu haldnir svona mánaðar-
lega. Staðreyndin er sú að það er
stórmál hjá blessuðum börnun-
um, bæði að fá tækifæri til að
koma fram og eins að æfa sig við
það. Því það getur verið sjoKker-
andi að eiga allt í einu að fara að
spila fyrir troðfullu félagsheimili,
og þurfa að standa uppi á sviði,
það getur hreinlega orðið of mik-
ið fyrir þau. Það væri því gaman
og nauðsynlegt ef við gætum nýtt
þetta húsnæði hér þannig, að við
gætum þjálfað krakkana í að
koma fram.“
- Komu margir á jólatónleik-
ana?
„Já, hérna á Biönduósi komu á
milli 40 og 50 manns, svo það var
þröngt setinn bekkurinn. Við
höfum gert svolítið af því á
Húnavöllum að hafa tónleika á
milli þessara hefðbundnu tón-
leika og við erum að vonast til að
geta gert þetta út á Skagaströnd.
Þannig að þetta er allt svona í átt-
ina.“
- Eru það frekar krakkar frá
heimilum þar sem hljóðfæri er til
eða einhver úr fjölskyldunni leik-
ur á hljóðfæri, sem koma til að
læra?
„Nei, ekkert frekar. Það má
jafnvel segja að þetta sé smit-
andi. Þannig lagað að einn
byrjar, og ef honum líkar vel þá
er það nú svo að hann fer að
koma með félaga sína og spyrja
hvort þeir megi ekki vera inni og
fylgjast með. Þá er verið að
athuga hvernig þetta fari nú fram
og hvort þetta sé ekki óhætt, eða
hvort karlinn sé ekki algert skass.
Svona vill þetta nú þróast.“
- Sex ára krakki sem byrjar að
læra í tónlistarskólanum, hvað er
hann oft í viku og hvað lengi?
„Hann á að fá tvisvar sinnum
fimmtán mínútur í viku. En það
hefur ekki reynst mér nógu vel,
ég reyni að velja saman krakka
og hafa þau tvö saman í hálftíma
í einu. Þetta korter sem þeim er
ætlað er varla nema til að segja
halló og veriði bless.“
- Geta nemendur lokið ein-
hverjum prófum frá Tónlistar-
skóla A.-Hún.?
„Já, menntamálaráðuneytið
gefur út námsskrá fyrir hvert
hljóðfæri, síðan eru tekin svo-
kölluð stigapróf og það hefur
aukist að fólk þreyti þau. Stiga-
prófin eru samræmd, þannig að
þau eiga að vera eins alls staðar.
Ég kom því á þegar ég tók við
hér, að við fáum utanaðkomandi
prófdómara og reynum að forð-
ast að þurfa að dæma sjálf.“
- Hvað tekur það nemanda
langan tíma að vera tilbúinn til
að þreyta próf?
„Það er einstaklingsbundið, en
þó myndi ég segja að það væri
hæpið að hann væri undir það
búinn fyrr en að tveim vetrum
liðnum, þ.e. eftir fjórar annir.
Eftir það er ekki ólíklegt að
nemandinn ljúki einu stigi á ári,
en svo þyngist þetta auðvitað
smátt og smátt þannig að það
ræðst bara af því hvað lagt er á
sig, hvað hvert stig tekur langan
tíma.“
- Er mikið tónlistarlíf í sýsl-
unni, og lífvænlegt fyrir skólann í
framtíðinni?
„Já ég^myndi segja það. Það
eru starfandi hérna kórar og tónl-
istarfélagið. íslenska óperan hef-
ur komið hingað á Blönduós
tvisvar og verið vel tekið. Um
skólann er það að segja að þetta
fer rólega upp á við og það held
ég að sé gott, ég er ekki viss um
að það væri neitt æskilegt að það
væru einhverjar stökkbreytingar
í þessu.“
Á nýársnótt sást það fyrst
opinberlega, og ætlar að verða
varanlegt, en ekki hverfa aftur
strax að þessari merkilegu nótt
liðinni, eins og ýmislegt annað
sem einungis sést þessa einu
nótt.
Hér að framan er ekki verið að
fjalla um neina kynjaveru eða
undarlegt fyrirbrigði, heldur
hljómsveitina Árbandið sem lék í
fyrsta skipti opinberlega á nýárs-
dansleiknum í Félagsheimilinu á
Blönduósi.
Húsvíkingar eiga sína Greifa,
Akureyringar Eydal og Skrið-
jökla og nú lítur út fyrir að Hún-
vetningar hafi eignast hljómsveit
sem ætlar sér engu minni frama
en þeir sem áður voru nefndir.
Þegar undirritaður leit inn á
æfingu hjá Árbandinu voru þeir í
óða önn að æfa gömul og góð
stuðlög, en tóku síðan smá syrpu
til að leyfa mér að heyra, upp á
hvað yrði boðið þar sem Árband-
ið léki. Og það var greinilegt að
breiddin var mikil, gömludansa-
lögin, rokk af ýmsurn aldurs-
skeiðum o.fl. og ekki var frurn-
samda efnið af lakara taginu.
Þeir fengust til að taka smá hlé
og segja svolítið af sjálfum sér.
- Hvaða tónlistarsviði verðið
þið helst á?
„Viö spönnum breitt svið í
okkar flutningi, það má segja að
það fari alveg eftir verkefnum.
Við munum leika á þorrablótum,
árshátíðum og þ.h. og svo stefn-
um við náttúrlega á sumarmark-
aðinn.“
- Er langt síðan þið hófuð
æfingar saman?
„Við höfurn æft stíft síöustu
þrjá mánuðina. Það þýðir ekkert
að gera þetta með hangandi
hendi.“
- Verðið þið með eitthvaö af
frumsömdu efni?
„Já eftir Jón, hann semur og
við vörpum því svo frant með
honum.“
- Og er meiningin að leika
eingöngu hér í kring eða ætlið þið
ykkur eitthvað meira?
„Við einskorðum okkur ekki
við neitt ákveðið landsvæði, við
spilum bara þar sent við erum
beðnir að spila. hvort sem það er
úti í Hrísey, á Höfn eða á
Wembley."
- Er kannski plata væntanleg
með Árbandinu?
„Já, við stefnum á að gefa út
plötu fyrir sumarið, sem við ætl-
um síðan að fylgja vel eftir."
Þar með voru þeir þotnir að
hljóðfærunum aftur. Þeir sem
standa að Árbandinu eru engir
nýgræðingar í tónlist, sem dæmi
unt hljómsveitir sem þeir hafa
starfað í má nefna: Seðla, Status,
Lexíu, Rop og hljómsveitina
Fimrn. G.Kr.
Árbandið, f.v. Hannes Guðlaugsson, bassi, Jón Sverrisson, gítar og söngur,
Halldór Vilbergsson, trommur, Guðmundur Engilbertsson, gítar og söngur,
Indriði Jósafatsson, hljómborð og söngur.