Dagur - 07.01.1987, Síða 8
8 - DAGUR - 7. janúar 1987
Gert að sárum Palla, sem Einar Jón Briem leikur. Aðrir á myndinni eru Inga Hildur Haraldsdóttir, Marino Þor-
steinsson og María Arnadóttir. Mynd: rþb
Leikfélag Akureyrar:
leikhúsinu. Ég spurðu Skúla
hvort þau væru í sömu hlutverk-
um nú:
„Já, við erum bæði í sömu
hlutverkum í þessari uppfærslu.
Það er þó ekki þar með sagt að
við getum gengið fyrirhafnarlaust
inn í þau hlutverk. Leikstjórinn
er annar, uppfærslan ekki sú
sama. Þá kalla ólíkir leikarar í
öðrum hlutverkum á önnur við-
brögð hjá okkur.“
Pétur Einarsson sagðist ekki
víkja mikið frá stórkostlegri upp-
færslu Stefáns Baldurssonar með
Nemendaleikhúsinu. Helstu
breytingar sem hann gerir eru
varðandi persónurnar, aðrar
áherslur. En fyrir utan Skúla og
Ingu Hiidi leika Guðjón Peders-
en, María Árnadóttir, Einar Jón
Briem, Marinó Þorsteinsson,
Þráinn Karisson og Guðrún Mar-
inósdóttir í Rauðhærða riddaran-
um. Guðrún lauk námi frá leik-
listarskóla í Bretlandi í vor.
Eftir að hafa séð æfingu hjá
leikfélaginu er mér tregt
tungu að hræra. En lítum á hvað
höfundurinn hefur sjálfur um
verkið að segja: „Svo kom Víet-
nam stríðið. Eg hataði þetta stríð
af ástríðu og það kom mér í
vanda í háskólanum af því ég
mótmælti stríðinu kröftuglega í
kennslustundum. Tveir sam-
kennarar mínir kröfðust þess að
ég yrði rekinn. Þeir fullyrtu að ég
kenndi marxístískan hugsunar-
hátt. Ég fann persónu Teddys
þegar ég var þrítugur, en þá upp-
götvaði ég að hin mikla herför
þeirra Kennedys og Johnsons var
tilgangslaus. Kosning Nixons í
embætti forseta færði okkur
þriðja falsmessíasinn, mesta öf-
uguggann, og í Rauðhærða ridd-
aranum er ég sjálfur samtímis
tvær persónur, ungi maðurinn
sem enn vill eitthvað og hinn sem
brátt hefur kvatt allt og alla. Ein-
hvern veginn þannig sé ég sjálfan
mig.“
Stríðið í Víetnam kemur þó
ekki skýrt fram í verkinu, enda er
hann ekki beinlínis að fjalla um
það, „heldur manneskju sem er
búin að vera,“ eins og Pétur Ein-
arsson orðaði það. Leikhúsgestir
mega því ekki búast við að sjá
Rambó á fjölum Leikfélags
Akureyrar, en margt á örugglega
eftir að koma þeim á óvart. Vert
er að taka fram að sýningin er
ekki ætluð börnum. SS
Guðjón Pedersen, Teddy, fer hér illa með „rauðhærða riddarann,“ Skúla
Gautason. Mynd: RÞB
Næstkomandi föstudagskvöld
frumsýnir Leikfélag Akureyrar
leikritið Hvenær kemurðu aft-
ur rauðhærði riddari?, eftir
bandaríska leikskáldið Mark
Medoff. Þýðandi er Stefán
Baldursson og leikstjóri Pétur
Einarsson. Ingvar Björnsson
annast lýsingu, leikmynd er í
höndum Arnar Inga og Frey-
gerður Magnúsdóttir hannar
búninga. En hvernig verk er
hér um að ræða?
Að sögn Péturs Einarssonar
eiga atburðir leikritsins að gerast
á litlum veitingastað, „diner,“ í
Nýju Mexíkó í lok 7. áratugarins.
Lífið gengur þar sinn vanagang
uns gesti ber að garði. Þar má
nefna manneskju sem hefur verið
í Víetnam stríðinu. „Einu hetj-
urnar í stríðinu voru þeir sem
voru dauðir.“ Verkið endur-
speglar líka togstreitu milli
draums og veruleika.
Pétur staðfesti að með Rauð-
hærða riddaranum ætti að ná til
yngra fólksins „upp að fimm-
tugu.“ Sýningin er spennandi,
gróf og hrottaleg. Niðurlægingin
virðist takmarkalaus. Höfundur-
inn fékk fjölda verðlauna fyrir
verkið í Bandaríkjunum á árun-
um ’75-’76. Fyrir nokkrum árum
var annað verk eftir sama höfund
sýnt í Reykjavík, Guð gaf mér
eyra. Að sögn Péturs er Mark
Medoff meðal þekktustu leik-
skálda í Bandaríkjunum.
Inga Hildur Haraldsdóttir og
Skúli Gautason útskrifuðust úr
Leiklistarskólanum síðastliðið
vor. Þau léku bæði í Rauðhærða
riddaranum hjá Nemenda-
Hvenær kemurðu aftur
rauðhærði riddari?
Jþróttic________________
Desembermót Óðins:
Svavar Þór
setti 8 Akur-
eyrarmet
- Elsa setti 3 met og Ómar 1
Desembermóti sundfélagsins
Óðins lauk skömmu fyrir jól.
Sem fyrr voru Óðinsfélagar
iðnir við að bæta Akureyrar-
metin í hinum einstöku grein-
um. Svavar Þór Guðmundsson
setti 8 Ak.-met, Elsa M.
Guðmundsdóttir setti 3 Ak.-
met og Ómar Árnason 1.
Fimm sundmenn frá HSÞ
tóku þátt í mótinu, þær Ingi-
björg, Erla og Þórhalla Gunn-
arsdætur og þeir Sölvi Már
Sveinsson og Hilmar Ágústs-
son. Urslitin á mótinu síðustu
tvo keppnisdagana urðu þessi:
200 m fjórsund karla:
1. Ottó Karl Tuliníus 2:43,0
2. Kristján G. Magnússon 3:01,5
200 m baksund kvenna:
1. Þórhalla Gunnarsdóttir HSÞ 2:55,7
2. Birna Björnsdóttir 2:57,0
3. Erla Gunnarsdóttir HSÞ 3:05,9
50 m bringusund meyja:
1. Ingibjörg Gunnarsdóttir HSÞ 42,8
2. Heba Finnsdóttir 47,3
3. Kolbrún Magnúsdóttir 47,4
100 m bringusund karla:
1. Svavar Þór Guðmundsson 1:15,6
2. Ottó Karl Tuliníus 1:25,4
3. Kristján G. Magnússon 1:29,0
200 m skriðsund kvenna:
1. Birna Björnsdóttir 2:33,1
2. Elsa M. Guðmundsdóttir 2:36,9
3. Birna H. Sigurjónsdóttir 2:42,9
50 m skriðsund sveina:
1. Hlynur Tuliníus 34,6
2. Ómar Árnason 35,0
3. Kristján Gestsson 37,1
50 m baksund meyja:
1. Ingibjörg Gunnarsdóttir HSÞ 41,5
2. Vala Magnúsdóttir 47,8
3. Hrafnhildur Örlygsdóttir 48,0
100 m flugsund kvenna:
1. Þórhalla Gunnarsdóttir HSÞ 1:23,9
2. Birna Björnsdóttir 1:27,5
3. Elsa M. Guðmundsdóttir 1:39,3
100 in skriðsund karla:
1. Svavar Þór Guðmundsson 59,5
2. Ottó Karl Tuliníus 1:04,0
3. Kristján G. Magnússon 1:07,6
200 m bringusund kvenna:
1. Elsa M. Guðmundsdóttir 3:07,9
2. Birna H. Sigurjónsdóttir 3:35,1
3. íris Thorleifsdóttir 3:39,4
100 m bringusund kvenna:
1. Elsa M. Guðmundsdóttir 1:29,4
2. Ingibjörg Gunnarsdóttir HSÞ 1:33,3
3. íris Thorleifsdóttir 1:37,8
200 m skriðsund karla:
1. Svavar Þór Guðmundsson 2:10,2
2. Ottó Karl Tuliníus 2:27,0
3. Kristján G. Magnússon 2:40,7
50 m skriðsund meyja:
1. Vala Magnúsdóttir 34,4
2. Hrafnhildur Örlygsdóttir 35,7
3. Elísabet Jónsdóttir 38,5
200 m fjórsund kvenna:
1. Þórhalla Gunnarsdóttir HSÞ 2:51,5
2. Elsa M. Guðmundsdóttir 2:58,2
3. Ingibjörg Gunnarsdóttir HSÞ 3:09,0
50 m flugsund sveina:
1. Ómar Arnason 39,8
2. Hlynur Tuliníus 47,2
3. Kristján Gestsson 47,6
100 m flugsund karla:
1. Ottó Karl Tuliníus 1:18,3
2. Gunnar Ellertsson 1:24,8
100 m skriðsund kvenna:
1. Birna Björnsdóttir 1:07,0
2. Elsa M. Guðmundsdóttir 1:12,5
3. Birna H. Sigurjónsdóttir 1:14,8
200 m bringusund karla:
1. Sölvi Sveinsson HSÞ 3:05,0
2. Ottó Karl Tuliníus 3:08,7
3. Kristján G. Magnússon 3:21,0
50 m flugsund meyja:
1. Vala Magnúsdóttir 45,7
2. Hrafnhildur Örlygsdóttir 46,0
3. Heba Finnsdóttir 50,8
50 m baksund karla:
1. Svavar Þór Guðmundsson 32,0
2. Hilmar Ágústsson HSÞ 38,0
3. Ottó Karl Tuliníus 38,6
50 m baksund kvenna:
1. Þórhalla Gunnarsdóttir HSÞ 37,1
2. Birna Björnsdóttir 38,3
3. Ingibjörg Gunnarsdóttir HSÞ 40,7
50 m bringusund karla:
1. Svavar Þór Guðmundsson 34,6
2. Sölvi Már Sveinsson HSÞ 38,2
3. Ottó Karl Tuliníus 38,5
50 m bringusund kvenna:
1. Elsa M. Guðmundsdóttir 40,6
2. Þórhalla Gunnarsdóttir HSÞ 41,3
3. Ingibjörg Gunnarsdóttir HSÞ 42,6
50 m baksund sveina:
1. Ómar Árnason 42,4
2. Hlynur Tuliníus 43,6
200 m flugsund karla:
1. Svavar Þór Guðmundsson 2:34,6
100 m baksund karla:
1. Svavar Þór Guðmundsson 1:09,2
2. Hilmar Ágústsson HSÞ 1:25,5
100 m baksund kvenna:
1. Þórhalla Gunnarsdóttir HSÞ 1:20,8
2. Birna Björnsdóttir 1:21,1
3. Erla Gunnarsdóttir HSÞ 1:27,0
50 m bringusund sveina:
1. Hlynur Tuliníus 46,3
2. Ómar Árnason 47,9
3. Kristján Gestsson 49,5
50 m skriðsund karla:
1. Svavar Þór Guðmundsson 27,1
2. Ottó Karl Tuliníus 29,5
3. Hilmar Ágústsson HSÞ 29,8
50 m skriðsund kvenna:
1. Bima Björnsdóttir 28,8
2. Þórhalla Gunnarsdóttir HSÞ 31,7
3. Elsa M. Guðmundsdóttir 32,7
50 m flugsund karla:
1. Svavar Þór Guðmundsson 29,4
2. Hilmar Ágústsson HSÞ 31,5
3. Ottó Karl Tuliníus 33,4
50 III flugsund kvenna:
1. Þórhalla Gunnarsdóttir HSÞ 35,5
2. Birna Björnsdóttir 36,1
3. íris Thorleifsdóttir 41,9